Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 23
M0RGUNBI4.ÐJÐ, FÖSTUDAGUR 6. OjKTÓBER, 1989_23 Athugasemd fi~í emb- ættí ríkislögmanns Sjálfstæðismenn ósannindum og rangfærslum keypti hún sér fylgi við þessar breytingar á Alþingi. Sjö milljarðar króna voru þannig lagðir á í nýjum sköttum. Mesta ósvinnan er þó án nokkurs efa stórhækkun eignarskattanna. Manna á meðal hefur sú skatt- heimta fengið nafnið „ekknaskatt- urinn“. Það verður fyrsta verk sjálf- stæðismanna, þegar þeir fá aðstöðu til, að afnema það óréttlæti sem komið hefur sem níðingshögg í garð ijölda fólks, ekki síst aldraðra. Atlaga að sparnaði landsmanna Nýjustu áform ríkisstjórnarinnar birtast í tillögum hennar um að skattleggja sparnað landsmanna. Vegna ákveðinna viðbragða sjálf- stæðismanna og forystumanna lífeyrissjóða hefur ríkisstjórnin horfið frá því að skattleggja sparn- að launafólks í lífeyrissjóðunum. En þau áform standa enn að skatt- leggja annan sparnað. Þeirri atlögu verður að hrinda. Þar sem hljóta sjálfstæðismenn að hafa forystu. Boðskapurinn hlýtur að vera sá að létta skattbyrðina en ekki þyngja hana. Á tímum vaxandi verðbólgu og mikilla erlendra skulda á ekki að lama sparnaðinn í þjóðfélaginu með því að skattleggja hann. Þvert á móti á að gera allt til að örva sparn- að. Það þarf ekki sérfræðing til þess að segja mönnum að Islending- ar vinna sig ekki út úr erfiðleikum fremur en aðrir ef enginn fæst til að spara. Sparifjárskatturinn getur haft hvort tveggja í för með sér, að vextir hækki og sparnaður drag- ist saman. Atvinnulífið verður þá háðara erlendu fjármagni og þannig verður dregið úr krafti nauðsyn- legrar framfarasóknar. Hræðslubandalag þrásetunnar .Segja má að andstöðuflokkarnir hafi myndað einskonpr hræðslu- bandalag þrásetunnar. Þeir óttast styrk Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna þora þeir ekki að ganga til kosninga og verða við kröfum al- mennings þar að lútandi. Þeir taka ráðherrasessurnar fram yfir þjóðar- hag. Þar til núverandi vinstristjórn var mynduð höfðu bæði framsóknar- menn og alþýðuflokksmenn smám saman verið að nálgast þau fijáls- lyndu viðhorf sem Sjálfstæðisflokk- urinn var stofnaður til að sækja og veija á sínum tíma. Vera má að sú þróun hafi dregið úr eiginlegum málefnaágreiningi stjórnmálaflokkanna í landinu. Ef til vill hefur það andrúmsloft leitt af sér andvaraleysi; menn hafi farið að hugsa sem svo að það skipti ekki öllu máli hvort Sjálfstæðis- flokkurinn væri veikur eða sterkur. Samstaða vinstri flokkanna Nú erum við reynslunni ríkari. Hún leiðir í ljós að um leið og Sjálf- stæðisflokkurinn veikist færa Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn sig þingmannaleiðir til vinstri. Núverandi ríkisstjóm hefur því skerpt stjórnmálabaráttuna á milli gamaldags vinstri stefnu og fijálslyndra viðhorfa Sjálfstæðis- flokksins. Við höfðum ýmsar efasemdir um málflutning forystumanna Alþýðu- flokksins fyrir síðustu kosningar. Það kom fljótlega fram í stjórnar- samstarfinu að þær efasemdir höfðu við rök að styðjast og enn fremur hefur það komið í ljós eftir að núverandi ríkisstjórn var mynd- uð. Forystumenn A-flokkanna fóru saman um landið undir yfirskrift- inni „Á rauðu ljósi'* í þeim tilgangi að boða það fagnaðarerindi að þess- ir flokkar yrðu að einum. En þó vaxandi vantrúar gæti augljóslega á kenningar af þessu tagi innan Alþýðuflokksins virðist stefnan enn vera sú að ganga í faðm Alþýðubandalagsins. A þessu stigi bendir fátt til að vilji sé til þess innan Alþýðuflokksins að við- halda áratuga sérstöðu hans í íslenskum stjórnmálum. Því nær sem Alþýðuflokkurinn færist Al- þýðubandalaginu þeim mun minni keppinautur verður hann við Sjálf- stæðisflokkinn um fylgi fijálslynda fólksins í landinu. í raun og veru hafði Alþýðu- bandalagið fyrir all mörgum árum misst hið pólitíska gildi sitt. Kenn- ingar sósíalista um þjóðnýtingu, miðstýringu, skattheimtu og and- staða þeirra við vestrænt samstarf áttu engar rætur lengur í íslensku þjóðfélagi. Og í raun og veru hefur ekkert breyst í þessu efni. Alþýðu- bandalagið er enn flokkur án raun- verulegs tilgangs. Forystumenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks vildu á hinn bóg- inn gefa Alþýðubandalaginu færi á að dusta rykið af úreltum kenni- setningum og reyna þær enn á ný. Það er svo aftur einkennilegt og þverstæðukennt að þetta gerist á sama tíma og jafnvel Austur-Evr- ópuþjóðirnar eru að hverfa frá sós- íalisma og stefna að því að taka upp viðurkenndar vestrænar að- ferðir við stjórn efnahagsmála. Forystumenn A-flokkanna og einn af forvígismönnuia Framsókn- arflokksins hafa Iýst pví yfir að þessi vinstri stjórn eigi að sitja áfram að Ioknum næstu kosningum fái hún til þess umboð kjósenda eða nægjanlegt atfylgi á Álþingi með öðrum hætti. Ugglaust horfa þessir forystumenn flokkanna þá til Kvennalistans með það í huga að fá honum það hækjuhlutverk sem Borgaraflokkurinn gegnir nú þar til hann verður úr sögunni. Engan dóm ætla ég að leggj^ á vilja Kvennalistans í þessum efnum. Hitt er ljóst að í slíkum yfirlýsingum felst ekki aðeins ögrun við fólkið í landinu heldur áskorun á sjálfstæð- isfólk um öfluga og kraftmikla stjórnmálabaráttu. Ég hef hér með einföldum línum dregið upp mynstrið í íslenskum stjómmálum um þessar mundir. Það er þessi veruleiki sem blasir við Sjálfstæðisflokknum í stjórnar- andstöðu. í 60 ára sögu flokksins hafa sjálfstæðismenn setið í 38 ár í ríkisstjórn en verið 22 ár utan stjórnar. Reynslan hefur kennt okk- ur hveija ábyrgð við bemm, hvort heldur við sitjum við stjórnvölinn eða erum í stjórnarandstöðu. Hvort tveggja er mikilvægt og kallar á að menn ræki skyldur sínar og fgegni hlutverki sinu af trúmennsku við hugsjónir Sjálfstæðisflokksins og hagsmuni þjóðarinnar. Morgnnblaðinu barst í gær eftir- farandi athugasemd frá Gunn- laugi Claessen, ríkislögmanni: „Forseti Alþýðusamþands Ís- lands hefur ritað forsætisráðherra bréf, dags. 4. október sl. varðandi yfirstandandi kjaradeilu Rafiðnað- arsambands íslands og ríkisins. Bréf þetta fjallar fyrst og fremst um þá niðurstöðu álitsgerðar emb- ættis ríkislögmanns, dags. 27. sept- ember sl. að þeim starfsmönnum sem verkfallsboðun tók til sé óheim- ilt að fara í verkfall. Efni bréfs þessa hefur forseti ASÍ kynnt sjón- varps- óg útvarpsstöðvum, svo og dagblöðum og gagnrýnt niðurstöðu þessarar álitsgerðar, sem hann er ósáttur við. Að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga að forsvarsmenn ÁSÍ hafí aðrar skoðanir á lögfræðilegri hlið þessa máls, þó skoðanir þeirra hafi hingað til lítt eða ekki verið studdar lagalegum röksemdum. í gagnrýni sinni verða menn hins vegar að fara rétt með, sem hér hefur skort á. Af því tilefni telur embætti ríkislögmanns óhjákvæmi- legt að gera eftirfarandi athuga- semdir. 1. í bréfi forseta ASÍ segir, að meginniðurstaðan í álitsgerðinni sé sú, að iðnaðarmönnum og verka- Ályktun miðstjórnar ASÍ: Engir kjara- samningar án verðtryg-gingar MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands átelur stjórnvöld harðlega íyrir að standa ekki við gefin lof- orð í samningunum í vor um verndun kaupmáttar og hvetur til órofa samstöðu innan verkalýðs- hreyfingarinnar til að vinna upp þá kaupmáttarýrnun sem orðið hefiir, að því er fram kemur í ályktun. Þá segir að ijóst sé að væntanlegir kjarasamningar verði að skila meiri launajöfnuði í þjóð- félaginu og engir samningar verði gerðir nema verðtrygging komi til. í ályktuninni segir að kjarasamn- ingarnir í maí hafi innihaldið óveru- legar taxtahækkanir, en ríkisstjórnin hafi hins vegar lofað að tryggja kaupmáttinn með því að hindra hækkanir á vöru ög þjónustu ásamt aðhaldi í gengismálum. „Þá var einn- ig af hálfu ríkisstjórnar lofað lækkun ijármagnskostnaðar og óbreyttu raunverði á landbúnaðarvöru. Þrátt fyrir þessi loforð hefur á gildistíma þessa kjarasamnings orðið veruleg kaupmáttarrýrnun, vegna mikilla hækkana á verði vöru og þjónustu allri, ekki síst þeirri sem stjórnvöld verðleggja sjálf og enn blómgast vaxtaokrið." Hækkun elli- lífeyrisald- urs mótmælt STJÓRN vcrkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur mótmælt hug- myndum um hækkun ellilíf- eyrisaldurs I 70 ár, en nefnd á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins hefur lýst því yfir að hún hyggist leggja það til við ríkisstjórnina, segir í fréttatil- kynningu frá félaginu. Ennfremur bendir stjórn Dags- brúnar á sívaxandi tilhneigingar at- vinnurekenda til að segja mönnum upp starfi 65 ára og eldri. Mjög er- fitt sé fyrir fólk ( þessum aldurs- flokki að fá vinnu við sitt hæfi og eigi margir nú í erfiðleikum af þeim sökum. „Þessar tillögur eru árás á fullorðið fólk sem þegar hefur skilað miklu starfi, margt af því útslitið fyrir aldur fram og hefur unnið hörð- um höndum frá bamsaldri.“ fólki í ASÍ sem starfa hjá hinu opin- bera sé óheimilt að fara í verkfall. í fjölmiðlaviðtölum hefur það ítrek- að komið fram, að þetta annað hvort standi í álitsgerðinni eða það leiði af henni. Hið rétta er, að í álitsgerðinni er fjallað um það, hvort störf raf- eindavirkja og rafvirkja hjá til- teknum ríkisstofnunum séu þess eðlis, að þau falli undir hugtökin „sýslan“ og „sýslunarmaður" í skilningi laga nr. 33/1915 um verk- fall opinberra starfsmanna. Engin tilraun er þar gerð til þess að meta, hvort fleiri starfshópar ASÍ-manna, við sömu eða aðrar stofnanir, hvort heldur þeir teldust iðnaðarmenn eða verkamenn, falli undir þessa skil- greiningu. Til þess hefur ekkert til- efni gefist. Álitsgerðin segir því það eitt, að rafeindavirkjar og rafvirkjar í starfi hjá þeim stofnunum sem boðað verkfall tók til, falli undir þessa skilgreiningu og að þeim sé því bannað að gera verkfall. 2. í viðtali við Morgunblaðið í dag, 5. október, kemst forseti ASÍ að þeirri niðurstöðu, að „eðlilegt væri að ætlast til þess að hann (þ.e. ríkislögmaður) leitaði ekki að ítrustu hagsmunum ríkisins í hveiju máli, heldur skoðaði þau frá al- mennu sjónarmiði". Þegar lögfræðilegt mat er lagt á álitaefni, er eftir viðurkenndum lög- skýringaraðferðum komist að nið- urstöðu um, hvernig löggjafinn hef- ur skipað málum og þar með hvað sé gildandi lög og réttur í landinu. Ef hins vegar á að fara að skoða mál út frá „almennu sjónarmiði“, felst væntanlega í því að líta skuli á mál út frá öðru sjónarhorni. Þá er hætt að tala um lögfræði. í þessu felst meira en lítil þversögn, þegar það er haft í huga, að gagnrýni forseta ASÍ er beint að lögfræði- legri niðurstöðu. 3. Erfitt er að festa hendur á, hvað átt er við með fullyrðingu þess efnis, að „embætti ríkislög- manns hafi verið misnotað á gróf- legan hátt“. Þetta er ekki nánar skýrt af hálfu bréfritara né í fjöl- miðlum. Nærlægt virðist þó að skilja þessi óljósu ummæli svo, að hér sé um að ræða álitsgerð, með fyrirfram ákveðnum niðurstöðum, sem séu þjónanlegar þeim, sem um hana biður. Ef eitthvað annað hefur falist í þessum ummælum, verður það væntanlega leiðrétt. Embætti ríkislögmanns er vissu- lega hluti af ríkiskerfinu sem slíku. Ummælin gefa hins vegar tilefni til að vekja athygli á, að embættið * starfar skv. sérstökum lögum og er ekki hluti af Stjórnarráði ís- lands. Það er ríkisstofnun, sem heyrir undir fjármálaráðherra, líkt og flestar stofnanir ríkisins heyra undir einhvem ráðherra ríkisstjórn- arinnar. Það er eitt af hlutverkum þessarar stofnunar að gefa lög- fræðilegar álitsgerðir, eftir því sem einstakir ráðherrar kunna að óska eftir. Þótt forseti ASÍ láti sér sæma án raka að vega að starfsheiðri embættis ríkislögmanns, skal hann fullvissaður um, að álitsgerð um hina lagalegu hlið verkfalls rafiðn- aðarmanna er gefin eftir bestu sam- visku þeirra sem að unnu og þekk- ingu þeirra á lögum. Hið sama gild- ir reyndar um allar álitsgerðir, sem embættið vinnur að. 4. Gagnrýni forseta ASÍ gefur tilefni til að undirstrika, að h'ér er einungis um lögfræðilega álitsgerð að ræða, ekki dóm. Dómstólar, þ. á m. Félagsdómur, eru til að dæma í ágreiningsefnum sem þess- um. Það er hlutverk þeirra. Þess var kostur að fá svör dómstóla við þeirri spurningu, hvort lög nr. 33/1915 væru því til fyrirstöðu að — áðurnefndir starfsmenn gerðu verk- ^fall. Fyrirsvarsmenn rafiðnaðar- mannaf hafa hins vegar af einhveij- um ástæðum hafnað því að deiluað- ilar legðu ágreining sinn fyrir Fé- lagsdóm. Jafnframt hefur forseti ASÍ hreyft því að bera ágreininginn undir erlenda aðila. Það eitt út af fyrir sig hlýtur að vera ærið um- hugsunarefni.“ LOKAÐ vegna jarðarfarar ÞORVARÐAR HJALTASONAR frá kl. 2.30-4.30 í dag. FEIMA. Lokað Vegna jarðarfarar FRIÐRIKS KARLSSONAR, framkvæmdastjóra, verða læknastofurnar í Domus Medica, Egilsgötu 3, lokaðar eftir hádagi í dag, föstudaginn 6. október. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 3. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði . Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 72,00 38,00 67,91 0,091 90.326 Ýsa(ósl) 89,00 72,00 85,91 3.509 301.523 Ýsuflök 25,00 25,00 25,07 0,007 188 Ýsa 125,00 43,00 97,84 5.451 533.379 Karfi 50,00 40,00 41,05 4.623 189.328 Karfi(fr) 20,00 20,00 20,00 0,327 6.550 Koli 35,00 35,00 35,01 0,076 2.666 Kolaflök 137,00 133,00 133.57 0,525 70.125 Ufsi 38,00 38,00 38,00 0,670 25.495 Steinbítur 76,00 20,00 66,68 0,652 43.538 Langa 46,00 44,00 44,49 1.439 64.027 Lúða 320,00 205,00 274,47 0,145 39.798 Blandað 25,00 25,00 25,07 0,007 188 Samtals 72,35 18.987 1.373.669 1 dag verður boðinn upp afli úr Stakkavík ÁR og fleiri bátum. Þorskur 25 tonn, ýsa 5 tonn, steinbítur 2 tonn og eitthvaö af öörum tegundum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur Þorskur(sl) 77,00 75,00 76,22 2.255 171.879 Þorskur(smár) 45,00 45,00 45,00 0,325 14.625 Ýsa 124,00 50,00 106,46 6.982 743.377 Ýsa(ósl) 101,00 101,00 101,00 0,185 18.685 Ufsi 41,50 39,00 40,95 92.679 3.795.264 Steinbítur(ófl) 81,00 81,00 81,00 0,300 24.300 Steinbítur(bl) 89,00 38,00 70,66 5.756 406.723 Langa 55,00 55,00 55,00 3.784 208.120 Lúða(stór) 290,00 50,00 239,50 0,080 19.160 Lúöa(smá) 270,00 120,00 156,67 0,366 57.340 Grálúða 53,00 53,00 53,00 0,669 35.457 Skarkoli 78,00 39,00 47,81 0,177 8.463 Keila 27,00 27,00 27,00 0,143 3.861 Samtals 48,44 113.703 5.507.254 Selt var úr Ásbirni RE, Þorláki ÁR o.fl. í dag veröur selt úr Otri EA, Skipaskaga o.fl. Ufsi 10 tonn, ýsa 5 tonn o.fl. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur Þorskur(ósl) 74,00 50,00 69,12 6.050 418.150 Ýsa(ósl) 111,00 47,00 99,19 6.981 692.472 Karfi 39,00 39,00 39,00 1.794 69.906 Ufsi 41,00 41,00 41,00 2.331 95.571 Steinbítur 48,00 25,00 42,69 0,273 11.655 Langa(ósl) 40,00 40,00 40,00 0,900 36.000 Lúða 135,00 135,00 135,00 0,007 945 Blandaður 30,00 30,00 30,00 0,200 6.000 Keila(ósl) 27,00 10,00 14,80 1.644 34.338 Skata 52,00 52,00 52,00 0,012 624 Skötuselur 346,00 345,00 345,00 0.008 2.760 Samtals 67,19 20.292 1.363.415 Selt var úr Sæmundi HF, Víði KE og Gnúp GK. I dag verður selt úr linu- og netabátum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.