Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 2
2 MOHGUNBLAÐIÐ 1-PSTUÐAGUR 6. OKTÓUEK 1989 Stækkun álversins í Straumsvík: Alls ekki svartsýnir - s^gir Jóhannes Nordal formaður ráð- gjafarneftidar iðnaðarráðuneytisins Við upphaf landsfiindar Landsfundur Sjálfslæðisflokks- ins hófst í Laugardalshöll í gær og er myndin tekin við upphaf fundarins er Friðrik Sophusson varaformaður flokksins heilsar Davíð Oddssyni borgarstjóra. A milli þeirra er Þorsteinn Páls- son formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Davíð Oddsson vildi í gær ekki segja af eða á um hvort hann gefur kost á sér í vara- formannskjörinu á landsfundin- um á sunnudag. Búist er við að Davíð taki af skarið í dag og greini fyrst frá ákvörðun sinni á fimdi landsfundarfull- trúa úr Reykjavík í hádeginu, en þá hittast fúlltrúar úr ein- Morgunbiaðið/Bjami stökum kjördæmum. „VIÐ erum alls ekki svartsýnir, þær upplýsingar sem fram eru komn- ar virðast nokkurn veginn á sömu línu og búist var við í vor. En ekki er hægt að staðhæfa um niðurstöðuna fyrr en eftir fund með fulltrú- um ATLANTAL-hópsins í Amsterdam um miðjan mánuðinn," segir Jóhannes Nordal, formaður ráðgjafarnefiidar iðnaðarráðuneytisins, um hagkvæmnikönnun vegna stækkunar álvers ÍSAL í Straumsvík. Jóhannes segir að enn liggi ekki fyrir rekstraráætlun vegna stækk- unar álversins um helming eða byggingar nýs 185 þúsund tonna álvers. Hins vegar bendi þær upp- lýsingar sem þegar hafi borist frá sænska verkfræðifyrirtækinu SIAB mjög í sömu átt og ATLANTAL- hópurinn gerði ráð fyrir í vor, það er að stækkun álversins í Straumsvík myndi reynast hag- kvæmari kostur. Ráðgjafarnefnd iðnaðarráðu- neytisins hittir fulltrúa ATLAN- TAL-hópsins 16. þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir að lokaniðurstöður hagkvæmnikönnunarinnar verði þá lagðar fram, en afstaða tekin til þeirra í lok mánaðarins. Aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins: Margeir sigraðií Holstebro Tryggði sér rétt til þátttöku ámillisvæða- móti FIDE Holstebro, Danmörku. Frá Gunnari Finnlaugssyni, blaðamanni Morgun- blaðsins. DANINN Bent Larsen vann Finnann Juha Yrjöla í síðustu skákinni í aukakeppni þeirra tveggja og Margeirs Péturs- sonar um annað sætið á skák- þingi Norðurlanda. Margeir stendur því uppi sem sigur- vegari og færir sá áfangi honum rétt tfl þátttöku í næsta millisvæðamóti FIDE. Bent Larsen vann sannfær- andi sigur í skákinni í 47 leikj- um. Aukakeppninni lauk því þannig að sigurvegari varð Margeir Pétursson með 3 vinn- inga, annar varð Yijöla með 2 og Larsen hlaut 1 vinning. Larsen vann þessa einu skák, Margeir vann báðar skákir sínar við Larsen, en jafnt varð í báðum skákum hans við Yij- öla. Yijöia vann svo fyrri skák sína gegn Larsen. Þíngmöimum fækkað, landskjör og stærstu kjördæmum skipt í DRÖGUM að greinargerð frá svokallaðri aldamótanefiid Sjálfstæðis- flokksins, sem liggja fyrir landsfundi flokksins, er vikið að þeirri leið þegar rætt er um kosningalög og kjördæmaskipan, að þingmönn- um verði fækkað og hlutfallslega meira í þeim kjördæmum, sem minna vægi hafa. Einnig verði nýjum stjórnsýsludómi falið að endur- skoða kjördæmaskipan á þriggja kosninga fresti miðað við íbúaþró- un. Yrði dóminum falið að færa breytingar á löngum tíma í þá veru, að atkvæði sérhvers manns væri orðið því sem næst jafngilt. Miðstjóm Sjálfstæðisflokksins nokkra þætti sjálfstæðisstefnunnar setti á sínum tíma á laggirnar nefnd til þess að fjalla um framtíðarstefnu flokksins. í nefndinni eiga sæti Davíð Oddsson formaður, Einar Oddur Kristjánsson, Guðmundur Magnússon, Sigríður Þórðardóttir, Valur Valsson og Þorgeir Pálsson. Á landsfundi sjálfstæðismanna nú liggja fyrir drög að greinargerð um og eru þau 25 þéttskrifaðar blaðsíð- ur. Fylgir Davíð Oddsson drögunum úr hlaði á landsfundi í dag en þar er tekið á ýmsum mikilvægum við- fangsefnum stjórnmálanna, án þess að segja fyrir um einstök úrlausnar- efni í stjórnmálabaráttu dagsins. Þar segir meðal annars þegar rætt er' um kjördæmaskipun og kosningarétt, að í því efni þurfi að hafa tvö meginsjónarmið í mestum heiðri. Annars vegar jafnrétti milli manna og hins vegar að kjördæma- skipunin sé til þess fallin að skapa festu um stjórn landsins. Mikilvæg- ast sé í þessum efnum að ná sem víðtækustu samkomulagi og sem mestum friði. Núverandi kjördæma- skipan verði látin standa að mestu, en breytingar miði að því að bæta úr núverandi göllum á löngu ára- bili. Þá segir: „Verði sú leið farin að alþingis- mönnum verði fækkað og gæti þeirrar fækkunar í öllum kjördæm- um þá auðvitað hlutfallslegá meira í þeim, sem minna vægi hafa. Krafa formannafundar BSRB: Kaupmáttur bættur og tryggður „FRÁ því samið var í vor hafa meðallaun í BSRB rýrnað um 2,5% þótt BSRB hafi með samn- ingum og áðgerðum í kjölfarið tekist að verja kaupmátt lægstu launa,“ segir í ályktun formanna- fiindar BSRB frá í gær. í ályktuninni segir að ekki verði lengur búið við að kreppu þjóð- félagsins, raunverulegri sem tilbú- inni, verði velt yfir á almenning. Þar segir ennfremur að kaupmáttur almenns launafólks hafi farið minnkandi undanfarin misseri og sé nú svo komið að venjulegar launatekjur dugi ekki til heimilis- halds. BSRB krefst þess að kaup- máttur verði bættur og rækilega tryggður, að raunvextir verði lækk- aðir og að okurbyrðum verði létt af almenningi þegar í stað. Krafist er umbóta í velferðarmálum, sem stuðla að bættum lífskjörum al- mennings. Þess er krafist að hjá sömu stofnun verði sömu laun greidd fyrir sömu vinnu, óháð stétt- arfélagi og búsetu og lokakrafan í ályktun BSRB frá í gær er um strangt aðhald í ijárfestingar- og verðlagsmálum. Félag íslenskra stórkaupmanna: „VIÐ skiljum ekki þessa fyrirstöðu hjá skipafélögunum og félags- menn okkar eru óánægðir með að reglugerðin, sem heimilaði safn- sendingar til landsins, hefur í raun engu breytt,“ sagði Árni Reynis- son, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Síðastliðið vor var sett reglugerð, sem veitir heimild fyrir því, að sendingar nokkurra aðila séu sameinaðar í gáma og var tilgangurinn sá, að sögn Árna, að ná fram lægri flutningskostnaði. Skipafélögin hafi hins vegar staðið í vegi fyrir að af þessu yrði. Hjá skipafélögunum fékk Morgunblaðið m.a. það svar, að reglugerðin breytti ekki ábyrgð- arþætti félaganna, sem væru eftir sem áður bótaskyld ef varan skemmdist og því væri erfitt að flytja gáma, sem innihéldu vörur af ýmsu ólíku tagi. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráóherra, kveðst ætla að leita skýringa á þessu hjá skipafélögunum og Félagi stórkaupmanna. Ámi Reynisson sagði að reglu- gerðin, sem styðst við nýju tollalög- in, gerði ráð fyrir, að fyrirtæki, sem flytja ekki mikið magn vöm til landsins í einu, eigi kost á að sam- eina sendingar sínar í einn gám. „Flutningsmiðlarar geta þá gert samninga við skipafélög um að þau setji upp ákveðna taxta fyrir slíkan gámaflutning, sem eru ekki lakari en taxtar fyrir magnflutninga ann- arra," sagði hann. „Þannig standa smáfyrirtækin jafn vel að vígi og þau stóru og þetta er því spuming um vöruverð og samkeppni. Við skiljum ekki fyrirstöðu skipafélag- anna.“ Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði að það hefði komið sér á óvart að frétta að reglu- gerðin væri í raun ekki komin til framkvæmda. Hún hefði verið sett vegna eindreginna óska frá for- svarsmönnum verslunarinnar. „Þeir lögðu fram gögn sem sýndu að af þessu myndi leiða aukna hag- kvæmni og lægra vöruverð,“ sagði hann. „Mér finnst mjög alvarlegt, ef það er rétt, að hagsmunaaðilar eins og skipafélögin skuli standa í vegi að aukið fijálsræði fái að njóta sín. Ég læt kanna næstu daga hvaða ástæður búa að baki.“ Ómar Hl. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri skipadeildar Sam- bandsins, segir að reglugerðin breyti í engu ábyrgðarþætti skipa- félaganna. „Við höfum ætíð samið um ákveðna fasta taxta fyrir ákveðnar vörutegundir,“ sagði hann. „Þá er ákveðið verð fyrir flutning á hveijum gámi, en við höfum aldrei samið óháð vöruteg- undum. Ef eitthvað kemur fyrir farminn, þá skiptir miklu máli fyrir bótaskyldu skipafélagsins, hvað í gámnum er. Það skiptir máli hvort í honum er gijót eða gimsleinar." Þórður Sverrisson framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips, segir að í raun sé um venjulegar stykkja- vörusendingar að ræða. „Við höfum alltaf boðið viðskiptavinum okkar upp á slíkar sendingar og þá á stykkjavörutaxta. Við teljum hag- kvæmast og kostnaðarminnst að við söfnum vörunni sjálfir saman og flytjum heim. Flutningsmiðlarar, sem safna vörunni í gáma, greiða þá fyrir flutninginn samkvæmt sömu gjaldskrá og aðrir viðskipta- vinir okkar, sem flytja stykkja- vöru.“ Stærstu kjördæmunum verði skipt upp og jafnframt tekið upp lands- kjör af sérstökum listum með þeim hætti að ákveðinn hópur þingmanna verði kjörinn hlutfallskosningu af landslistum. Þau skilyrði verði þó sett að frambjóðendur slfkra lista nái ekki sæti á þingi, nema flokkur hafi hlotið mann kjörinn í kjör- dæmi, ellegar náð tiltekinni lág- marksprósentu af heildaratkvæða- fylgi-“ Er þeirri skoðun lýst, að þetta fyrirkomulag gefi flokkum meðal annars færi á að bjóða forystumenn sína fram utan kjördæma og þeir hæfu sig yfir kjördæmaríginn og kröftum þeirra í þjóðmálabarátt- unni yrði því varið með markvissari hætti en gerist þegar þingmenn séu bundnir tilteknum kjördæmum og þröngum sérhagsmunum þeirra. I lok þessa kafla er mælt með að nýjum stjómsýsludómstóli verði fal- ið að endurskoða þessa kjördæma- skipun reglubundið á þriggja kosn- inga fresti miðað við þá íbúaþróun sem orðið hefur. Þeim dómi verði jafnframt falið að færa þessar breytingar á löngu tímabili í þá veru að þá yrði svo komið að at- kvæði sérhvers manns væri orðið því sem næst jafngilt. Sjá einnig blaðsíðu 16. Skipafélög gegn hagkvæm- ari sendingum smáfyrirtækja Nýr Heijólfur: Hæsta tilboð er þrefalt hærra en það lægsta TILBOÐ í smíði nýrrar Vest- mannaeyjaferju í stað Heijólfs voru opnuð hjá Skipatækni hf. í gær. Mikill verðmunur var á hæsta og lægsta tilboði, það Iægsta hljóðaði upp á 707 milljónir króna, en það hæsta 2.231 milljón. Áætlaður kostn- aður hönnuða var 1.200 millj- ónir. Tilboðin hafa ekki verið metin og borin saman, en útboðið er liður í því að kanna hvort borgi sig að byggja nýtt skip eða kaupa notað. Alls bárust 17 til- boð í smíðina. Júgóslavnesk skipasmíðastöð átti lægsta tilboðið, 707 milljón- ir króna, 905 milljóna boð kom frá Bermuda, 919 frá Centromor í Póllandi, tvær norskar skipa- smíðastöðvar buðu 1.149 millj- ónir hvor, Hollendingar buðu 1.172 og síðan hækkuðu tilboðin ört. Slippstöðin á Akureyri var með 12. hæsta boðið, 1.680 milljónir og frá Spáni kom hæsta tilboðið, 2.231 milljón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.