Morgunblaðið - 13.10.1989, Síða 19

Morgunblaðið - 13.10.1989, Síða 19
M0RGUNBL4ÐIÐ FÖSTUDAGUR 13/OKTÓBER, 19S9 19 EiturlyQastríðið í Kólumbíu: Leiðtogi Medellin íi’ið- mælist við stjórnina Örbylgjuofnaeigendur Töfrapotturinn gerir gælumuninn í matreiðslunni LEIÐTOGI kólumbíska eituiTyQasniyglhringsins Medellin, Pablo Escabar, hvatti í gær stjórn Kólumbíu til þess að lieíja samningavið- ræður við eiturlyfjasmyglara landsins. Stjórnin hefur i hyggju að framselja mann, sem sagður er náinn samstarfsmaður Escabars, til Bandaríkjanna. Eigandi kólumbísks dagblaðs neitaði i fyrradag að láta undan hótunum eiturlyfjasmyglara og hætta að gefa blaðið út í borginni Medellin, helsta aðsetri eituiTyfjakónganna í Kólumbíu. A þriðjudag voru tveir blaðamanna hans myrtir á götu í borginni. Escabar hvatti til viðræðnanna í bréfi, sem sent var til dagblaðs stjórnarandstöðunnar, La Prensa. Þar fer hann fram á „beinar viðræð- ur“ með milligöngu blaðaútgefenda og katólsku kirkjunnar. Stjórn landsins hefur hingað til hafnað slíkum viðræðum við eiturlytja- kóngana, sem sagt hafa stjórn- völdum stríð á hendur. Geimferjan Atlantis: Kjarnorkuandstæð- ingar bíða lægri hlut Waslungton. Reuter. DÓMARI í Bandaríkjuiium kvað upp þann úrskurð síðastliðinn þriðjudag að ekkert væri því til fyrirstöðu í lagalegu tilliti að geim- ferjunni Atlantis, sem ráðgert er að flytji könnunarfarið Galileo, verði skotið á loft. Kjarnorkuandstæðingar hafa barist gegn því með oddi og egg að Galileo verði komið á braut umhverfis jörðu. Þeir telja að gífurleg hætta sé á kjarnorkuslysi fi’á könnunarfarinu Gaiileo. Ráðgert var að skjóta Atlantis á loft á þriðjudag en vegna óvæntr- ar bilunar í aðalvél geimfeijunnar var horfið frá geimskotinu í að minnsta kosti fimm daga. Könnunarfarinu Galileo, sem hefur um 24 kg af geisiavirka efn- inu plútóníum innanborðs, er ætlað að fljúga einu sinni í kringum Venus og tvisvar í kringum jörðina áður en/ ráðgert er að það komi að Júpíter árið 1995. Bandaríska ríkisstjórniri hefur lýst því yfir að stjarnfræðilega litl- ar líkur séu á því að geislavirkt plútóníum sleppi úr farinu. Samtök um frið og réttlæti í Flórída, sem er hópur kjarnorku- andstæðinga, hyggjast efna til mótmæla við skotpallinn á Cana- veral-höfða þegar geimfeijunni verður skotið á loft. í nýjasta hefti bandaríska viku- ritsins Aviation Week and Space Technology er því haldið fram að bilunar hafi orðið vart í njósna- geivihnetti, sem geimfeijan Col- umbia flutti á braut umhverfis jörðu í ágúst síðastliðnum að beiðni bandarísku leyniþjónustunn- ar, CIA, og bandaríska flughersins. Ding-o-málið: Krefst hárra skaðabóta vegna fangelsisvistar Dai*win. Reuter. LINDY Chamberlain, sem var þrjú ár í fangelsi í Ástralíu eftir að hafa verið ranglega dæmd fyrir morð á níu vikna gömlu barni sínu, hefur krafist 5,5 milljóna Ástralíudala (um 260 millj- óna ísl. kr.) í skaðabætur vegna málsins. Chamberlain hefur ætíð haldið því fram að dingo-hundur (villtur hundur í Ástralíu er líkist úlfi) hafi tekið barnið úr tjaldi fjöl- skyldu hennar. Lík barnsins fannst ,ekki. Chamberlain var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morð á barninu árið 1982 en var leyst úr haldi er hún hafði af- plánað þrjú ár af dómnum. Hafði þá jakki barnsins fundist og benti ástand hans til þess að frá- sögn konunnar væri sönn. Kvik- myndin „Móðir fyrir rétti" var byggð á sögu konunnar og var hún sýnd hér á landi. Þekktur eiturlyfjasmyglari, Jose Rafael Abello Silva, var handtekinn í veitingahúsi í Bogota á þriðjudags- kvöld. Talið er að Abello stjórni smygli á skipum frá strönd Karíba- hafsins til Bándaríkjanna. Birtar hafa verið ákærur á hendur honum í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjasmygl. Luis Cano, eigandi kólumbíska dagblaðsins Et Espectador, sagði í fyrradag, að hann ætlaði að gefa blaðið út áfram í Medellin og hefði beðið stjórnvöld um aukna gæslu við skrifstofurnar. Á þriðjudag voru tveir starfsmenn blaðsins drepnir í Medellin og samdægurs var hringt í fréttastofu í Bogota og sagt, að Cano hefði þrjá daga til að loka blaðinu. EI Espectador hefur verið einn af merkisberunum í barát- tunni gegn eiturlyfjaskelfingunni í Kólumbíu. Bush Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að halda fund með leið- togum Bólivíu, Kólumbíu og Perú um eiturlyfjavandann og vænlegar leiðir í baráttunni við hann. Frá þessum þremur löndum kemur nærri allt kókaín, sem selt er í Bandaríkjunum og Evrópu. í töfrapottinum geturðu matreitt kjúklinga, svína- kjöt og lambakjöt með góðum árangri í örbylgjuofn- inum þínum og fengið fallega brúningu á steikina. Töfrapottarnir fást í þremur stærðum fyrir alla ofna. Verð kr. 1.425 - kr. 1.865 - kr. 2.390. íslenskar leiðbeiningar fylgja. {\ Einar Farestveit & Co .hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NffiG BÍLASTÆOI ENDURNÝJAÐU NÚNA NÝTTU ÞÉR KYNNINGARTILBOÐIÐ Á damixa blöndunartækjunum m Útsöluabilar: <&BYG6INGAVÖRUR KRÚKHÁLSI 7 - SÍMI 82033 COSMO LINE Það allra nýjasta í hönnun 20LÍNAN Sígild og örugg 50 LÍNAN Best í eingripstækjum ARCHITECT LINE ► Stíll og stödugleiki 4 ARCHITECT LINE Meö útdraganlegum barka 30 LÍNAN Einföld og ódýr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.