Morgunblaðið - 13.10.1989, Síða 21
20
• -MORG«N&iAPiB FÖS'FHOAGOR l 3.-Oí4TÓB£R -1989 -
«801 iiMHOTRO ,f.l JlUOACUfraðl QIQ/vÍa/iUOROIÍ
MÖRGUNBI .AÖIÖ" KÖSTUDAGtjili~3T ~ORTOBER 1W
ö 8.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Fi árlagafr umvarpið
Fyrsta spurningin varðandi
fjárlagafrumvarpið fyrir
árið 1990, sem lagt var fyrir
Alþingi í fyrradag er einfald-
lega sú, hversu mikið er á því
byggjandi. Sporin hræða í þeim
efnum. Fyrir einu ári lagði
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, fram frumvarp
til fjárlaga fyrir yfirstandandi
ár. Það frumvarp gerði ráð fyr-
ir verulegum tekjuafgangi.
Þegar komið var fram á mitt
sumar blasti við halli á fjárlög-
um yfirstandandi árs, sem
nemur mörgum milljörðum
króna. Það dugar lítt, þótt fjár-
málaráðherra geti gefið skýr-
ingar á þessum halla. Þær
skýringar sýna einungis, að
ráðherrann og ríkisstjórnin
hafa tekið ákvarðanir, sem
engar forsendur voru fyrir í
fjárlögum þessa árs. Kannski
þarf sérstaka löggjöf til þess
að koma í veg fyrir, að ríkis-
stjórn geti tekið slíkar ákvarð-
anir, sem eiga sér enga stoð í
löggjafarstarfi Alþingis.
Nú leggur fjármálaráðherra
fram frupivarp til fjárlaga fyrir
næsta ár, sem gerir ráð fyrir
verulegum halla. Ráðherrann
réttlætir þennan fyrirsjáanlega
hallarekstur með því, að í sam-
dráttarástandi eins og nú sé
ekki óeðlilegt, að reka ríkissjóð
með halla. Jafnframt segir
hann, að hallinn verði fjár-
magnaður með lántökum inn-
anlands en ekki með erlendum
lánum. Jafnvel þótt mikill sam-
dráttur sé í efnahags- og at-
vinnulífi okkar er það engu að
síður staðreynd, að of mikil
umsvif ríkisins eru einn af
helztu þáttunum í efnahags-
vanda okkar um þessar mund-
ir. Þess vegna er ekki hægt að
líta á boðaðan hallarekstur
ríkissjóðs, sem eðlilega stefnu
í ríkisfjármálum á samdráttar-
skeiði, heldur er þessi halli tákn
um uppgjöf fjármálaráðherra
frammi fyrir þeim viðfangsefn-
um, sem hann hefuf tekið að
sér.
Þar að auki er hægt að
ganga út frá því sem vísu, að
halli ríkissjóðs á næsta ári verð-
ur meiri en fjárlagafrv. gerir
ráð fyrir og þar getur munað
verulegum fjármunum. Þess
vegna er nokkuð víst, að á
miðju næsta ári fer fjármála-
ráðherra að huga að erlendri
lántöku til þess að jafna þann
halla af þeirri einföldu ástæðu,
að hann mun ekki geta aflað
lánsfjár innanlands í þessu
skyni.
Ríkisstjórnin segist ætla að
halda skattbyrði óbreyttri, sem
hlutfalli af landsframleiðslu
milli áranna 1989 og 1990.
Þrátt fyrir þá yfirlýsingu er
stefnt að því, að virðisauka-
skattur verði 26%. Þá stað-
festir ríkisstjórnin þann ásetn-
ing sinn að taka upp vaxta-
skatt. Eins og aðstæður eru á
fjármagnsmarkaðnum hér get-
ur sú skattlagning haft alveg
ófyrirsjáanlegar afleiðingar í
fjármálalífi þjóðarinnar. Þar
geta orðið mikil umskipti til
hins verra, svo að vægt sé til
orða tekið. Þá er augljóst, að
ríkisstjórnin stefnir að því að
hækka tekjuskatt, þótt látið sé
í veðri vaka, að lækka eigi
skatta á þeim tekjulægri en
hækka á þeim, sem hærri tekj-
ur hafa. Hvar á að draga mörk-
in? Það liggur auðvitað í augum
uppi, að tvö skattþrep í stað-
greiðsluskatti munu kalla fram
stórfelld skattsvik. Er það eftir-
sóknarvert að mati þessarar
ríkisstjórnar?
Pálmi Jónsson, einn helzti
talsmaður Sjálfstæðisflokksins
í ríkisfjármálum, sagði í viðtali
við Morgunblaðið í gær, að fjár-
lagafrumvarpið gerði ekki ráð
fyrir neinum launahækkunum.
Er það til marks um, að ríkis-
stjórn verkalýðsflokkanna sé
sammála vinnuveitendum um
það, að ekki sé grundvöllur til
kjarabóta?
Auðvitað er enginn grund-
völlur fyrir kjarabótum í þessu
landi. Hins vegar er ekki ólík-
legt, að vinnuveitendur og
verkalýður muni sameiginlega
gera þá kröfu til ríkisstjórnar-
innar, að hún beiti sér fyrir
aðgerðum til þess að draga úr
hinni gífurlegu kjaraskerðingu,
sem orðin er í landinu með því
að draga úr skattaáþjáninni í
stað þess að auka hana og
skera niður útgjöld á móti
vegna þess að ekki má auka
hallann umfram það, sem ráð-
gert er! Hvernig ætlar ríkis-
stjórnin að bregðast við slíkri
sameiginlegri kröfu?
Því miður bendir allt til þess,
að hið nýja Ijárlagafrv. Olafs
Ragnars Grímssonar sé jafn
marklaust plagg og það frum-
varp, sem hann lagði fram fyr-
ir ári. Það er h.ins vegar ekki
sök þessa Ijármálaráðherra
eins. Staðreynd er, að ríkis-
fjármálin hafa verið stjórnlaus
um langt skeið. Þess vegna eru
fjármál hins opinbera einn
helzti þáttur í efnahagsvanda
þjóðarinnar.
Amþór EA16 sökk
austur af Hvalsnesi
Áhöfnin hafði yfírgefið skipið nokkrum klukkustundum áður
SÍLDARBÁTURINN Arnþór frá
Árskógsströnd sökk 4,5 mílur
austur af Hvalsnesi um klukkan
13.00 í gær. Áhöfiiin var þá kom-
in um borð í annan síldarbát, Sig-
urfara frá Olafsfirði, og var bún
ekki í hættu. Arnþór fékk á sig
mikla slagsíðu um klukkan eitt í
fyrrinótt er verið var að dæla síld
um borð úr nótinni. Við tilraun
til að keyra bátinn upp, lenti nót-
in í skrúfunni og aðalvélin stöðv-
aðist. Sigurfari kom til aðstoðar,
en vegna mikillar hviku reyndist
ekki unnt fyrir hann að leggjast
upp að Arnþóri til að dæla úr
bátnum með síldardælunni. Var
því brugðið á það ráð að taka
Arnþór i tog i birtingu og ætlunin
var að draga hann upp að landi,
jafiivel inn á Berufjörð, þar sem
auðveldara yrði að athafina sig.
Það tókst ekki og sökk Arnþór
eins og fyrr segir upp úr bádeg-
inu í gær.
Sigurfari kom með áhöfnina af
Arnþóri til Reyðarfjarðar í gær-
kvöldi. Skipveijar af báðum bátun-
um vildu sem minnst tjá sig um
atburðinn fyrr en að loknum sjó-
prófum, en þau hafa ekki verið
haldin enn. Talið er að óhappið
hafi vilja til með þeim hætti að
skilrúm í lest hafi gefið sig, þegar
verið var að dæla síldinni um borð.
Við það hafi slagsíðan svo komið á
skipið stjórnborðsmegin óg nótin
þyngt það að auki. Því brugðu skip-
vetjar á það ráð að skera pokann
frá til að auðveldara yrði að keyra
skipið upp. Nótin lenti þá ú skrúf-
unni og aðalvélin drap á sér. Vegna
mikillar hviku ákvað áhöfnin á Arn-
þóri þá að yfirgefa skipið og fór
um borð í Sigurfara. Ekki var talið
á það hættandi að Sigurfari legðist
að Anrþóri til að dæla úr honum
og reyna að halda honum uppi. Það
hefði getað valdið miklum skemmd-
um á Sigurfara og stefnt bæði skip-
vetjum og skipinu í verulega hættu.
Vír var settur á milli skipanna og
stefnan sett á land. Drátturinn sótt-
ist seint enda lá Arnþór nær alveg
Björgunarbátriuni af Arnþóri
skaut upp örskömmu eftir að
hann sökk. Fleiru lauslegu skaut
einnig upp og tíndu varðskips-
rnenn það saman og komu um
borð í Sigurfara.
á stjórnborðssíðunni. Ljósavélin í
honum gekk lengi vel og báturinn
lensaði því, en um háÖegið var hall-
inn orðinn það mikill að drapst á
ljósavélinni og þá hættu lensidæl-
urnar að virka. Við það jókst sjór-
inn mjög hratt og skipið seig ört
að framan unz það stóð á endann
og sökk snögglega um eitt leytið.
Björgunarbátnum og ýmsu öðru
lauslegu skaut upp skömmu síðar.
Skipveijar á Varðskipinu Ægi fóru
á gúmmíbátum á staðinn þar, sem
báturinn sökk og tíndu saman dótið
og settu það um borð í Sigurfara.
Þá fór kafari af varðskipinu niður
að nótinni af Arnþóri, sem náði upp
á 10 metra dýpi, til að skera af
henni korkateininn. Það var gert
til að koma í veg fyrir að nótin færi
í skrúfu annarra skipa, sem ættu
leið þarna um. Nákvæm staðsetning
á flakinu er 64 gráður, 24 mínútur
og 72 sekúndur norðlægrar breidd-
ar og 14 gráður, 22 mínútur og 03
sekúndur vestlægrar lengdar.
Varðskipið Ægir var á Bakka-
flóa, þegar því baðst beiðni um
aðstoð um klukkan fjögur í fyrri
nótt. Það var komið á staðinn um
klukkan 11.30 um morguninn, en
þá var orðið ljóst að Arnþóri yrði
varla bjargað. Skipherra á Ægi var
Höskuldur Skarphéðinsson.
Arnþór var 155 tonna stálbátur,
smíðaður í Austur-Þýzkalandi 1962
og lengdur 1966. Hann hét áður
Valdimar Sveinsson VE.
Moi,giinl)laðið/RAX
Arnþór að sökkva út af Hvalsnesi. Lengst til vinstri er Hilmir II SU, bakvið Arnþór er varðskipið Ægir
Glenmore
styrkir
íslenskan
læknanema
JAMES Thompson, forstjóri
Gleinnore-vínframleiðslufyrir-
tækisins í Louisville í Banda-
ríkjunum, aflienti í gær
íslenskum læknanema við HI,
Magnúsi Karli Magnússyni,
rannsóknastyrk fi'á fyriiiæk-
inu. Glenmore lieftir ákveðið
að styrkja einn Islending til
rannsóknastarfa árlega og
mun lslensk-ameríska félagið
hafa milligöngu um styrkveit-
inguna.
Styrkurinn er ætlaður til rann-
sóknaverkefnis við háskólann í
Louisville og er gcrt ráð fyrir að
verkefnið taki þrjá mánuði. Styrk-
urinn greiðir ferðir og uppihald
fyrir Magnús Karl, eiginkonu hans
og barn í Bandaríkjunum auk þess
sem Glenmore mun bera alian
kostnað af rannsóknaverkefninu.
Þi'ír aðilar hafa verið skipaðir í
nefnd, sem sjá á um að velja ár-
lega styrkþega Glenmore. í nefnd-
inni eiga sæti prófessör Jónatan
Þórmundsson, Höskuldur Jónssón
forstjóri ÁTVR og dr. Sigmundur
Guðbjarnarson háskólarektur. Að
sögn Ólafs Stephensen, formanns
Islensk-aineríska félagsins eru
styrkir frá Glenmore ekki bundnir
eingöngu við læknisfræði. Styrk-
þegar geta komið úr hvaða grein-
um sem er.
Salan á skafmiðum
hefiir dregist saman
SALA á skafmiðum Happdrættis Háskóla íslands hefur minnkað
verulega, eins og fram kom í fréttum úr fjárlagafrumvarpinu,
sem Morgunblaðið birti í gær. Morgunblaðið kannaði í gær,
hvernig önnur skafmiðahappdrætti hefðu gengið. Meðan hagn-
aður af Lukkutríói Landssambands Hjálparsveita skáta skipti
tugum milljóna á síðasta ári hefur Fjarkinn, sem sameignarfé-
lag Handknattleikssambands íslands og Skáksambands Islands,
Mark og mát, gefur út, verið á boðstólnum í rúmt ár og verið
rekinn með tapi allan tímann. Eftir nokkurt hlé á útgáfti skaf-
miða er Happdrætti DAS að hefja útgáfú nýrra skafmiða í Iok
þessa mánaðar.
með réttu vinningana, réttu aug-
lýsingarnar og sterkt málefni. Það
taldi hann þetta happdrætti hafa,
en ágóðinn af sölu skafmiðanna
rennur til húsbygginga fyrir aldr-
aða.
Karl sagði að útgáfa á Gullmo-
lanum hafi alveg staðið undir sér
en afraksturinn þó ekki verið eins
mikill og vænst hafði verið.
Sala á skafiniðum hefur farið minnkandi að undanfornu.
Birgir Ómarsson hjá Lukkutríói
sagði að mikill samdráttur hefði
verið á sölu miðanna í vor, en nú
sé hún komin í jafnvægi. Áður var
salan mun sveiflukenndari og á
góðum mánuði seldust um helm-
ingi fleiri miðar en nú. Að meðal-
tali hefur salan dregist saman um
þriðjung.
„Með því að skipta oft um miða,
breyta vinningum og auglýsa þá
mikið virðist vera hægt að halda
ágætum dampi,“ sagði hann.
„Fólk heldur þó að sér höndum
nú þegar kreppir að. Við vorum
að vonast til að það mundi þá
freista gæfunar með því að kaupa
svona miða en svo er ekki.“
Jón Hjaltalín Magnússon for-
maður Handknattleikssambands
Islands sagði að verulega hefði
dregið úr sölu Fjarkans á þessu
ári, sérstaklega upp á síðkastið.
Ástæðuna segir hann þá að fólk
venur komur sínar minna en áður
í söluturna og þá sölustaði sem
eru með skafmiða.
„Staða fyrirtækisins Marks og
máts er mjög slæm sem stendur
og þær vonir sem bundnar voru
við skafmiðana hafa ekki ræst.
Við höfum frá upphafi sótt um
leyfi til dómsmálaráðherra til að I
hafa lægsta vinninginn einn skaf-
miða. Þessu var hafnað með rök-
um sem við eigum erfitt með 'að
skilja því við teljum skafmiða vera
vöru sem seld er í verslunum. Við
fórum aftur fram á þetta í sumar
til að geta fjölgað lægstu vinning-
um og bætt rekstrarstöðu happ-
drættisins. En við höfum ekki
fengið svar í tvo mánuði. Það
ræðst af því hvort við fáum þessa
heimild hvort við höldum áfram
með skafmiðahappdrættið," sagði
Jón.
Pjarkinn hefur verið rekinn í
rúmt ár og allan tímann með tapi.
Kostnaður við auglýsingar og
kynningar hefur verið mun meiri
en búist var við og sagði Jón að
þeir sem hefðu hagnast mest á
Fjarkanum væru auglýsingastofur
og fjölmiðlar.
Karl Wernersson hjá skafmiða-
happdrætti Dvalarheimila aldr-
aðra sjómanna sagði að í vor hefði
verið hætt að gefa út Gullmolann,
en líklega væri hann enn á boð-
stólnum á einhveijum sölustöðum.
í lok mánaðarins eru nýir skaf-
miðar væntanlegir á markaðinn
undir nýju nafni.
Hann sagðist vera bjartsýnn og
sagði að miklu máli skipti að vera
AfVopnunarmál:
Réttur Varsjárbanda-
lagsins til eftirlits á Islandi
1 NÝJU upplýsingabréfi Öryggismálanefndar kemur fram, að viðræður
um fækkun í heðbundnum herjum í Evrópu (CFE-viðræðurnar) ná ini
bæði yfir orrustuþotur óg kafbátaleitarvélar eins og þær sem varnarlið-
ið á Keflavíkurflugvelli hefúr til umráða. Að auki fellst í tillögunum,
sem lagðar hafa verið fram um eftirlit, að Varsjárbandalagsríkin fengju
rétt til að senda eftirlitsmenn til Keflavíkurstöðvarinnar. Þá er einnig
rætt um eftirlitsflug yfir íslandi.
Þótt CFE-viðræðui'nar nái nú til
orrustuþotna og kafbátaleitarvéla,
hefur Atlantshafsbandalagið
(NATO) gert uin það tillögu, að
ekki verði takmarkaður fjöldi flug-
véla sem staðsettar eru í öðrum
bandalagsríkjum. Segir. í upplýs-
ingabréfi Öryggismálanefndar, að
röksemdin sé sú, að það sé ekki
hægt þar sem flugvélar séu „hreyf-
anleg vopn“. Þetta þýði að tillögur
NATO nái ekki til flugvéla í
Keflavíkurstöðinni, en um þessi at-
riði eigi vitanlega eftir að semja.
Flugvélar varnarliðsins séu hins veg-
ar svo fáar, að líklegt sé, að fækkun
flugvéla samkvæmt CFE-samningi
mundi livort eð er ekki ná til þeirra,
án þess að það sé þó útilokað.
Vélar varnarliðsins muni hins veg-
ar vera með í heildartölunum sem
um verði samið og samkvæmt tillög-
um NATO um eftirlit verði Banda-
ríkjamenn að gera grein fyrir þeim
orrustuþotum og kafbátaleitai-vél-
um, sem séu í stöðinni, staðsetningu
þeirra og hvar þær falli inn í skipu-
lag Atlantshafsherstjórnar Banda-
ríkjanna og Keflavíkurstöðvarinnar.
Einnig þyrfti til dæmis að tilkynna
í livert sinn sem skipt sé kafbátaleit-
arflugsveit í stöðinni, en það er gert
á hálfs árs fresti. Þá felst í tillögun-
um að Varsjárbandalagsríkin fengju
að senda eftirlitsmenn til stöðvarinn-
ar til að ganga úr skugga um að
upplýsingar væru réttar.
Samkvæmt öðrum heimildum
Morgunblaðsins en upplýsingabréfi
Öryggismálanefndar kemur ísland
einnig við sögu varðandi fram-
kvæmd Open Sk/es-áætlunarinnar,
sem verið er að móta að frumkvæði
Bandaríkjamanna. Samkvæmt henni
fengju Varsjárbandalagsrikin heim-
ild til að fljúga með eftirlitsvélum
yfir Island og hefur verið minnst á
fjögur slík flug á ári en líklegt er
talið að þau kunni að verða tvö. í
byijun desember verður ráðstefna
um þessa áætlun í Ottawa, höfuð-
borg Kanada.
Ráðstefíia um Norðurlönd og Evrópubandalagið:
Undanþágur mikil-
vægar vegna smæðar
íslenska hagkerfisins
- segir Þorsteinn Ólafsson efnahagsráðgjafí forsætisráðherra
ÞORSTEINN Ólafsson efiiahagsráðgjafi forsætisráðherra telur við-
kvæmasta pólitíska málið hér á iandi varðandi samstarf við Evrópu-
bandalagið (EB) tengjast, frelsi til aðsetursskipta í tengslum við
frjálsan fjármagnstilflutning. Kom þetta fram í erindi sem hann
flutti á ráðstefnu, sem breska blaðið Financial Times efndi til í Stokk-
hólmi 9. og 10. október um Evrópu og Norðurlöndin. Á ráðstefn-
unni fiuttu stjórnmálamenn, embættismenn og athafnamenn frá
Norðurlöndunum ræður ásamt Denis Healy, fyrrverandi ráðherra
Vcrkamannaflokksins í Bretlandi, sem var forseti ráðstefiiunnar,
og fulltrúa frá Evrópubandalaginu.
í ræðu sinni sagði Þorsteinn
Ólafsson, að af eldri og núverandi
menningar- og sögulegum ástæð-
um og með hliðsjón af pólitískum
og efnahagslegum staðreyndum
vildu Islendingar semja um nánari
samvinnu við Evrópubandalagið,
enda hefði það engin áhrif á hin
góðu samskipti þeirra við Banda-
ríkin. íslendingar fögnuðu gagn-
kvæmUm skiptum á vörum, fjár-
magni, fólki, vísindalegri þekkingu
og tækni, menningarlegum sam-
skiptum og fleiru að því tilskildu
að tekið væri nægilegt tillit til við-
kvæmra mála á tilteknum sviðum
og þeirra sérstöku vandamála sem
þeim tengjast.
Hann sagði að varðandi fijálsan
flutning á fólki hefðu íslendingar
lýst yfir í könnunarviðræðum
EFTA og EB, að sakir smæðar
íslenska vinnumarkaðarins þyrftu
þeir að komast að sérstöku sam-
komulagi við EB til þess að koma
í veg fyrir hugsanlega röskun á
þeim markaði. Þar hefðu íslending-
ar í huga að gera svipað samkomu-
lag og við Norðurlöndin, þegar
þeir gerðust aðilar að norræna
vinnumarkaðnum. Samkvæmt því
gætu íslensk yfirvöld í sérstökum
tilvikum sett skilyrði til að tak-
marka fólksflutninga til landsins.
Hann sagði það forsendur fyrir
fijálsum flutningi á íjármagns-
þjónustu að íslenska bankakerfið
yrði endurskipulagt. Nú væri unnið
að meiriháttar skipulagsbreytingu
á því sviði, þar sem bönkum fækk-
aði með samruna. „Þegar banka-
kerfið hefur gengið í gegnum þessa
þróun og hugsanlega aðrar fjár-
málastofnanir einnig, held ég að
ísland geti smám saman fagnað
fijálsri samkeppni á fjármálaþjón-
ustusviðinu. Almennt talað er við-
horf okkar á þessu sviði svipað og
hinna Norðurlandaþjóðanna,"
sagði efnahagsráðgjafi forsætis-
ráðherra og bætti við:
„Viðkvæmasta pólitíska málið
innanlands tengist frelsi til aðset-
ursskipta í tengslum við fijálsan
fjármagnstilflutning. Ástæðan er
sú að fullveldi á sviði efnahags-
mála og full og óskoruð stjórn á
náttúruauðlindum, sem er grund-
vallarstefna ríkisstjórnarinnar, get-
ur tengst rétti til slíkra tilfærslna.
Af þeim sökum er þörf á mikilvæg-
um undanþágum fyrir hið litla
íslenska hagkerfi á þessu sviði.
Sjávarútvegurinn er augljóst
dæmi um þetta sakir þess hversu
fiskveiðarnar og vinnslan skiptir
miklu máli fyrir hagkerfi okkar og
efnahagslegt sjálfstæði. Hið sama
á við um iðnað sem byggir á hinni
náttúruauðlind. landsins. Að þessu
frátöldu geta íslendingar sætt sig
við fijálsari fjármagnstilflutning
almennt talað að því tilskildu að
viðunandi aðlögunartími fáist. Við
teljum að skoðanir okkar á þessu
sviði hafi mætt verulegum skilningi
hjá Evrópubandalaginu."
I erindi sínu sagði Þorsteinn
Ólafsson, að íslendingar væru sér-
lega viðkvæmir fyrir yfirþjóðlegum
valdastofnunum eins og hann orð-
aði það og vísaði þar til Evrópu-
bandalagsins.
Undir lok ræðu sinnar vék Þor-
steinn Ólafsson að ólíkum viðhorf-
um íslendinga og EB í fiksveiðimál-
um og sagði, að mikilvægasti þátt-
urinn í væntanlegum „íslenskum
Evrópubandalagspakka" væri sam-
komulag og viðunandi lausn í þeim
málum. íslendingar gætu ekki látið
af hendi nein fiskveiðiréttindi til
EB, auk þess sem hér væri um
pólitískt grundvallaratriði að ræða
sem allir stjórnmálaflokkar á ís-
landi væru sammála um: að Island
gæti aldrei samið um fiskveiðirétt-
indi annarra ríkja.