Morgunblaðið - 13.10.1989, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1989
ATVIKNUAUGÍ YSINGAR
Ólafsvík
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar í síma 91-83033.
Afgreiðslu-
og sölustarf
Sérverslun við Laugaveginn vill ráða tvo
starfskrafta strax.
Um er að ræða fullt starf frá kl. 10-18.30
og annan hvorn laugardag, og hálft starf frá
13.30-18.30.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „Sérverslun - 7137“.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Aðstoðarlæknir
við lyflækningadeild
Árs staða aðstoðarlæknis við lyflækninga-
deild St. Jósefsspítala, Landakoti, er laus til
umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1990.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1989.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil
og fyrri störf skal senda til yfirlæknis lyflækn-
ingadeildar.
Reykjavík, 11. október 1989.
Matsveinn
Vanur matsveinn óskar eftir plássi á togbát
eða nótabát.
Upplýsingar í síma 42420 eða 92-37628.
Hárgreiðslunemi
Hárgreiðslunemi, sem hefur lokið 1. ári,
óskar eftir starfi á hárgreiðslustofu sem fyrst.
Upplýsingar í síma 78059 eftir kl. 20.00.
H j ú kr u na rf ræði ngar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við
sjúkrastöð SÁÁ, Vogi, nú þegar eða eftir
samkomulagi.
Boðið er upp á skipulagðan aðlögunartíma.
Kynnið ykkur aðstæður og þau kjör sem í
boði eru.
Upplýsingar gefur Jóna Dóra Kristinsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, í símum 685973 og
18487.
Yfirmatreiðslumaður
SÁÁ óskar að ráða yfirmatreiðslumann fyrir
mötuneytið á Vogi frá og með 1. desember
1989.
Starf: Yfirmatreiðslumaður skipuleggur, ber
ábyrgð á og annast starfsemi mötuneytisins.
Hefur umsjón með og samræmir störf starfs-
manna mötuneytisins og ber ábyrgð á þeim.
SÁÁ leitar að matreiðslumanni sem hefur full
réttindi fyrir ofangreint starf, ánægju af mann-
legum samskiptum, ákveðni og dugnað.
Skriflegum umsóknum sé skilað á skrifstofu
SÁÁ, Síðumúla 3-5, og er heitið fullum trún-
aði við meðferð umsókna.
Öllum umsóknum verður svarað.
IGJ
?Wi
Hjúkrunarfræðingar
athugið
Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ólafs-
firði, auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra.
Upplýsingar um starfið og starfskjör (hús-
næði og fríðindi) veitir forstöðumaður í síma
96-62480 og formaður stjórnar í síma
96-62151.
Sölustarf
Vegna þess að önnur stúlkan okkar er að
fara í skólann vantar okkur eldhressan starfs-
kraft til að selja góða og þekkta vöru í bóka-
búðir, blómabúðiro.fl. á Reykjavíkursvæðinu.
Selt er eftir góðu og reyndu kerfi.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.,,
merktar: „Sölustarf - 7138“.
Starf bæjarritara
Blönduóss
Laust er til umsóknar nú þegar starf bæjarrit-
ara Blönduóss. Leitað er eftir áhugasömum
starfsmanni með góða bókhaldsþekkingu.
Góð laun og húsnæði. Umsóknarfrestur um
starfið er til 25. október.
Upplýsingar um starfið veita forseti bæjar-
stjórnar, Hilmar Kristjánsson, vs. 95-24123,
hs. 95-24311 og bæjarstjóri, Ófeigur Gests-
son, vs. 95-24181, hs. 95-24031.
Bæjarstjóri.
TIL SÖLU
Til sölu Baader 189
í góðu ásigkomulagi. Eingöngu aðilar með
tryggar greiðslur koma til greina.
Upplýsingar í síma 91-626630.
ÞJÓNUSTA
Lekur?
Tökum að okkur alhliða húsaviðgerðir.
Föst tilboð.
Upplýsingar í síma 620082 og 25658.
Fyrirtæki og
þjónustustofnanir
Erum að fara í dreifingarherferð á öllu
Reykjavíkur- og Suðurnesjasvæðinu með
auglýsingabæklinga og tímarit. Getum bætt
við okkur; fast verð.
Vinsamlegast hafið samband við Magnús
eða Hallgrím í síma 641735 eða 669704.
BÁTAR — SKIP
Kvóti
Okkur vantar þorsk- og/eða grálúðukvóta fyrir
togarann Hólmadrang. Greiðum besta verð.
Seljendur, sem hafa áhuga, vinsamlegast
hafið samband í símum 95-13209, 95-13203
og 95-13308.
Hólmadrangur hf.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Landssamtökin
Þroskahjálp -
Öryrkjabandalag íslands
Fundur landssamtakanna Þroskahjálpar og
Öryrkjabandalags íslands verður haldinn 13.
og 14. október 1989 í Borgartúni 6.
Dagskrá:
Föstudagur 13.10: Setning
Kl. 20.30: Setning: Menntamálaráðherra,
Svavar Gestsson.
Ávörp: Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður
Þroskahjálpar, Arnþór Helgason, form-
aður Öryrkjabandalagsins.
Tónlist á milli atriða.
Veitingar.
Laugardagur 14.10. Sameiginlegur fundur
Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags ís-
lands.
Kl. 9.00- 9.15: Fundarsetning.
Kl. 9.15-10.00: Erindi: Réttaröryggi og rétt-
indagæsla. Jóhann Guðmundsson,
Sverrir Bergmann.
Kl. 10.00-10.20: Kaffihlé.
Kl. 10.20-10.40: Erindi: Siðfræði; Rétturinn
til lífsins. Páll Skúlason.
Kl. 10.40-11.10: Erindi: Áhrif og réttur til
sjálfsákvörðunar. Gísli Theódórsson,
Gísli Helgason.
Kl. 11.10-11.40: Erindi: Fjölskyldur ungra
barna. Dóra S. Bjarnason.
Kl. 11.40-13.00: Matarhlé.
Kl. 13.00-13.30: Erindi: Lágmarkskröfur í
húnæðismálum. Eggert Jóhannesson.
húsnæðismál fatlaðra. Ólöf Ríkharðs-
dóttir.
Kl. 13.30-15.00: Umræðuhópar. M.a. veður
fjallað um framsöguerindi fundarins og
önnur þau efn,i sem tengja samtökin.
Kl. 15.00-15.20: Kaffihlé.
Kl. 15.20-17.00: Niðurstöður umræðu-
hópa. Umræður og ályktanir.
Kl. 17.00. Fundarslit.
Landssamtökin Þroskahjálp,
Öryrkjabandalag íslands.
TILKYNNINGAR
Tilkynning
til söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því
að gjalddagi söluskatts fyrir septemþermán-
uð er 15. október.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna
ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið,
13. október 1989.
SAMBAND ISLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Samband íslenskra
kristniboðsfélaga
Dregið hefur verið í byggingarhappdrætti
SÍK. Vinningar hafa komið á eftirtalin núm-
er: 782 - 781 - 804 - 538 - 905 - 1489.
Nánari upplýsingar á skrifstofu KFUM og
KFUK í síma 17536.