Morgunblaðið - 13.10.1989, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.10.1989, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1989 ■ .1 H—G / " :|—i—h '-T—-—q‘ri—|—■——1—r— Útför konu langömmu, + minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og SIGRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Sólvallagötu 10, Keflavik, ferfram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 14. október kl. 14.00. Sigurður Finnbogason, dætur, tengda- synir, barnabörn og barnabarnabarn. + Systir min, GUÐBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR, Haholti 17, Akranesi, lést á sjúkrahúsi Akraness 12. október sl. Jóna Vilhjálmsdóttir og aðrir aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og iangalangafi, JÓN ÓSKAR PÁLSSON frá Seljanesi, Reykjabraut 9, Reykhólum, verður jarðsunginn laugardaginn 14. október kl. 14.00 frá Reyk- hólakirkju. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Elliheimilið Barmahlíð. Ingibjörg Sveinsdóttir, Páll Jónsson, Unnur Stefánsdóttir, Sveinn Jónsson, Dagbjört HafSteinsdóttir, Magnús Jónsson, Dagný Stefánsdóttir, Jón Hjálmar Jónsson, Svala Sigurvinsdóttir, Sesselja Jónsdóttir, Wívi Hassing, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓSKAR GUÐMUNDSSON, Tungulæk, Mýrasýslu, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 14. október kl. 14.00. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00 Ragnhildur Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu vinsemd og hjálp við andlát og útför bróður okkar og frænda, SKÚLA VALTÝSSONAR, og heiðruðu minningu hans. Sérstakar þakkirtil starfsfólks Heiðar- bæjar fyrir frábæra umönnun og hjúkrun síðustu árin. Guðrún Brandsdóttir, Laufey Pálsdóttir ogfjölskyldur. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÍSBETAR TRYGGVADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð fyrir alúð og umönnun hinnar látnu. Gestur Jóhannesson, Bára Gestsdóttir, Ragna Gestsdóttir, Davíð Kristjánsson, Tryggvi Gestsson, Guðbjörg Þórisdóttir, Sigurður Gestsson, Kristfn Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartanlega þökkum við öllum, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR HREIÐARSDÓTTUR frá Presthúsum, Garði. Július Oddsson, Margrét Jónsdóttir, Sigrún Oddsdóttir, Sóley Oddsdóttir, Björn Kjartansson, Ingimar Oddsson, Anna Stína Oddsson, Eyjólfur Gísíason, Helga Tryggvadöttir, barnabörn og barnabarnabörn. Krisljana Steinþórs- dóttir - Minning Fædd 8. janúar 1900 Dáin 7. október 1989 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem). Mikill höfðingi og heiðurskona er til moldar borin í dag. Það yljar uni hjartarætur að niinnast tengda- ömmu, vinkonu minnar, ekki síst nú þegar gatan er gengin. Undar- legt er að gera sér grein fyrir því hversu tíminn líður hratt. Að mér finnst ekki nema örfá ár síðan við hittumst fyrst. Hún tók mér fjarska vel sú gamla, jafnvel þótt ég væri að stíga í vænginn við barnabarn hennar og uppeldisdóttur. Enda fann ég fljótt að hún var mikil bjart- sýniskona. Hafði takmarkalausa trú á því að heimurinn og menmrmr gætu batnað. Stöku svartsýnispré- dikanir voru ekki til þess að breiða grámóku yfir allt eða afskrifa. Hún var að greiða fram úr því sem fyr- ir lá. Hún varð að finna bjartan og skíran flöt og framhald. Lífið gekk henni ekki þrauta- laust. Ef til vill gerði hún sér það erfiðara en efni stóðu til. Samvisku- semin var óhagganleg. Dugnaður- inn og kappið mikið. Það skyldi hafa hlutina af. Ekki að kæfa góð áform með innantómu málæði. Hennar vettvangur var staðurinn og stundin, þar sem hlutirnir gerð- ust. Hún var hagleiksmaður, sauma- kona af Guðs náð og framúrskar- andi húsmóðir. Heilsan var alltaf Bjargey Guðjóns- dóttir - Kveðjuorð Fædd 4. apríl 1907 Dáin 27. september 1989 Við skrifum þessar fátæklegu línur til minningar um ömmu og langömmu, Bjargeyju Guðjónsdótt- ur, „ömmu á Langó“ eins og við krakkarnir kölluðum hana. „Má ég sofa hjá ömmu og afa á Langó?“ sögðum við og alltaf var tilhlökkun- in mikil að fá að heimsækja ömmu og afa. En nú er hún amtna dáin, hún amma sem alltaf var svo kát og glöð og smitaði okkur af kátínu og glaðværð alla tíð. Auðvitað lifir amma áfram í minningu okkar allra og hinum megin í þeim heimi sem okkur jarð- arbúum er hulinn. Undanfarin tvö ár höfum við hjónin búið í sama húsi og afi og amma, og fengið að deila með þeim erfiði og gleði. Þrátt fyrir það að hún amma hafi átt við veikindi að stríða síðustu misseri, var hún allt- af kát og gerði að gamni sínu við okkur og drengina okkar. Minningin um góða ömmu lifir áfram. Við þökkum henni fyrir allt um leið og við kveðjum hana frá þessum heimi. Guð styrki þig afi gegnum erfitt tímabil vegna mikils missis. Gústi og Erla + Þökkum innilega þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, ÁGÚSTS JÓHANNESSONAR, Faxabraut 32 C, Keflavík. Bergljót Ingólfsdóttir, Jóhannes Ágústsson, Hrólfur Brynjar Ágústsson, Guðrún Ágústsdóttir, Dúa Berg. Til greinahöfunda Aldrei hcfur meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æski- legt cr, að grcinar verði að jafn- aði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra bverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri grcinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki liægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birt- ingu. Minningar- og afmælisgreinar Al' sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd uni hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritstj. góð og víst að fólk fékk ekki annað að vita. Og bjátaði eitthvað á var lítið sagt, — varir herptust og hend- ur krepptust. Annríki var í saumaskapnum. Oft nótt lögð við dag. Það nýjasta og fínasta í tískunni jafnan tekið upp. Stöðugt tilbúin að reyna eitt- hvað nýtt og breyta út af venju. Þar fór ekki nýjungagirnin. Hún var maður nútíðar og framtíðar, smekkmaður, sem tileinkaði sér og valdi það besta úr. Vilji stóð jafnan til góðs og vök- ul augun og hugurinn fylgdust grannt með. Hún var dóttir vonar- innar o£ viljans. Höfuð fjölskyldu sinnar, sem hún unni og fóstraði. Til hennar var leitað allt fram und- ir það síðasta. Orð hennar virt og úrskurður metinn. Ekki var hún tengdaamma mín allra. En hún stóð eins og klettur með þeim sem hún tók. Ég átti því láni að fagna að eignast hana að vini. Og ég mat hana mikils fyrir víðsýni hennar og glöggskyggni. Þrátt fyrir háan aldur var hún af- skaplega lifandi manneskja og fé- lagslynd. Mér fannst hún alltaf vera mörgum áratugum yngri en hún var. Sífellt velti hún fyrir sér hlutun- um, bæði daglegum efnum og þeim, er lutu að hinstu rökum. Hún sætti lagi og kom gjarnan af stað rökræð- um og naut þess að vera á öndverð- um meiði.við hinn aðilann. Þessi háttur hennar bar vott um fróðleiks- fýsn og sannleiksleit og ekkert síður ást hennar á lífinu og fólki. Yfir- borðið var glettnislegt og gaman- samt, hláturinn mikill og einlægur en undirtónninn alvara. Við áttum ófáar syrpurnar sam- an og undi ég því ekkert síður en hún. Með henni fékk ég tækifæri til þess að kynnast einstakri kjarna- konu, sem teljast vera forréttindi. Oft fékk ég sönnur fyrir því hvaðan hún sótti sér styrk og þrek. Guðs- trúin var fölskvalaus og bænirnar margar sem hún bað fyrir sínum. Huga hennar og hjarta átti fjöl- skylda mín, það höfðum við fengið stöðugt að reyna, sem og þann kærleika og ástúð sem tengdafólk mitt hefur einlægt auðsýnt. Þar kippir í kynið. Sjúkrasaga vinkonu minnar varð ekki löng. En hún tók því sem verða vildi, eins og hennar var von og vísa, með stillingu og yfirvegun. Hún þakkaði þann langa og góða tíma sem hún hafði notið og þær góðu gjafir sem hún hafði þegið. Hún taldi nú vera nóg komið og tímabært að róa á ný mið. Það var ekki hennar eðli að líta um öxl og trega það liðna, kvarta eða kveina. Veikburða höfuð reigði hún aftur og horTði einbeitt fram á við. Enn einu sinni leit hún hið ókomna von- araugum, til ævintýrsins, sem verða mundi. „Er til nokkurs að biðja til Guðs?“ spurði hún þegar ég kvaddi hana hisnta sinni. Eg sá stríðnisglamp- ann í augum hennar. Hún var að ýta við mér. A hinn bóginn leitaði hún uppörvunar og stuðnings, áréttingar. Þetta var hennar stlll. Ég þakka gefandi samfylgd og bið öllum aðstandendum blessunar Guðs. Davíð Baldursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.