Morgunblaðið - 13.10.1989, Page 29
- MORGUNBLAÐIÐ--FÖSTUDAGUR-18: ORT0BER-1989-
~29
Minning:
• •
Steinunn Ogmunds-
dóttir hjúkrunarkona
Fædd 14. ágúst 1901
Dáin 2. október 1989
Aldurhnigin sómakona andaðist
á Hrafnistu nú á haustdögum, 2.
október.
Steinunn Ogmundsdóttir var
fædd í Laugarási í Biskupstungum
14. ágúst 1901. Bkireldrar hennar
voru Ogmundur Gíslason bóndi þar,
Árnesingur að ætt, og kona hans
Helga Einarsdóttir frá Bergvík í
Leiru.
Aðeins fjögurra mánaða gömul
missti Steinunn Ögmund föður sinn,
sem varð bráðkvaddur. Hún ólst
þá upp fyrstu árin hjá mætum hjón-
um á Syðri-Reykjum, Grími Einars-
syni og Kristínu Gissurardóttur, en
fluttist þaðan um 10 ára aldur til
Helgu móður sinnar í Reykjavík,
sem þá hafði gengið að eiga Jón
Guðmundsson yfirkjötmatsmann.
Sonur þeirra Helgu og Jóns, hálf-
bróðir Steinunnar, var Ögmundur
Jónsson verkfræðingur, sem er lát-
inn. Helga var mikil dugnaðar- og
ráðdeildarkona, vel ern fram eftir
aldri og lést hátt á tíræðisaldri
1969.
Á unglingsárum sínum dvaldist
Steinunn um nokkurra ára skeið
austur á Síðu, á Kirkjubæjar-
klaustri og Breiðabólstað, en nam
síðar við hússtjórnardeild Kvenna-
skólans í Reykjavík. Hugur hennar
stóð tii hjúkrunarstarfa, en nám
sitt þurftu hjúkrunarnemar þá að
sækja að hluta til annarra landa.
Eftir að hafa unnið á íslenskum
sjúkrahúsum um skeið, m.a. á Ak-
ureyri, lauk Steinunn hjúkrunar-
námi í Kaupmannahöfn 1929 og
starfaði síðan á dönskum sjúkra-
húsum á annað ár og eftir það á
Landspítalanum í Reykjavík
1931-34.
2. júní 1934 giftist Steinunn Ólafi
Pálssyni múrara frá Litlu-Heiði í
Mýrdal, sem um margra áratuga
skeið var mælingafulltrúi Múrara-
félags Reykjavíkur og eignuðust
þau dæturnar Jóhönnu og Helgu,
sem eiga alls níu börn og barna-
börn. Eftir að Steinunn giftist var
húsmóðurstarfið meginstarf henn-
ar, en á sumrin þegar dæturnar
voru í sveit vann hún við hjúkrun
á ýmsum sjúkrahúsum í Reykjavík.
Heimili þeirra Ólafs var lengst í
Drápuhlíð 24, en nú allra síðustu
árin í Jökulgrunni 1 í einni af íbúð-
um Hrafnistu.
Nálægt fimmtugsaldri var Stein-
unn gripin sjaldgæfum og sárs-
aukafullum augnsjúkdómi, og þótt
allra ráða væri leitað innanlands
og utan missti hún á skömmum
tíma sjónina með öllu. Steinunn tók
sér nærri fötlunina, en hún lét hana
ekki yfirbuga sig. Hússtjórn alla
og flest eldhúsverk annaðist hún
um áratugi alblind með miklum
sóma og myndarskap, og um langt
skeið vann hún daglega á vinnu-
stofu Blindrafélagsins við Grund-
arstíg og síðar við Hamrahlíð, þar
sem hún undi sér vel og var oft
hrókur alls fagnaðar í góðum fé-
lagsskap. Ómetanlegan stuðning
. um öll þessi ár hafði hún af öðlings-
manninum Ólafi bónda sínum sem
var óþreytandi við að leiða liana
og styðja og lesa fyrir hana í löngu
myrkri. í Blindrafélaginu störfuðu
þau lijón dyggilega og voru bæði
gerð heiðursfélagar á fimmtugsaf-
mæli félagsins nú í sumar.
Steinunn 'Ögmundsdóttir varð að
láta af hjúkrun vegna fötlunar
sinnar, en það eðli hjálpsemi sem
hefur laðað hana til hjúkrunar-
starfsins var óskert. Hún hafði alla
tíð næma tilfinningu fyrir því hvar
stuðnings var þörf og sinnu á því
að verða öðrum að liði. Blind sá
hún betur en margur sjáandi.
Fágætlega gott minni orða og
umhverfis var Steinunni góður
styrkur á dimmum árum. Fram
undir það síðasta, þegar kraftar
tóku að bila, fylgdist hún vei með
mönnum og málefnum og mundi
gjörla ættartengsl og vensl. Mikinn
sjóð kvæða og sálma varðveitti hún
í minni sínu og söng ótrauð fagurri
röddu hina lengstu texta án þess
að reka í vörðurnar, þó að ekki
væri hægt að gjóa augum á bók.
Mest dáðist ég þó að landminni
Steinunnar. Það var einstök reynsla
að ferðast með henni austur um
sveitir og hafa hana blinda að leið-
sögumanni, segja frá bæjum sem
fyrir augu bar og fólki sem þar
hafði búið.
Enda þótt heilsu væri farið að
hraka nú á síðustu árum, bilaði
hugur lítt og fram á síðustu ævivik-
ur hafði Steinunn fótavist, heim-
sóiti vini og afkomendur, og síðast
nú í sumar dvöldust þau hjónin fá-
eina daga í sumarbústað sínum
austur í Mýrdal.
Langri ævi Steinunnar Ög-
mundsdóttur er lokið. Vinir hennar
minnast góðrar konu sem lét ekki
erfiðleikana buga sig.
Stefán Karlsson
Þegar ég var ungur maður, um-
gekkst ég marga sem voru af hinni
svokölluðu aldamótakynslóð. Það
fólk upplifði meiri breytingar en
nokkurn hefði órað fyrir. Island
hoppaði á örfáum árum út úr
bændasamfélagi og inn í nútíma
þjóðfélag. Það hlýtur að hafa þurft
sterk bein til að þola slíkar breyting-
ar og standast þær. Steinunn Ög-
mundsdóttir var ein þeirra sem til-
heyrðu áðurnefndri aldamótakyn-
slóð. Hún mátti þola mikil veikindi
sem gjörbreyttu aðstöðu hennar og
lífsviðhorfum. Árið 1950 veiktist
hún mikið og gekkst undir nokkrar
aðgerðir erlendis. Leikar fóru svo
að hún missti sjónina og varð al-
blind. Þá fáum árum áður höfðu
nokkrir dugmiklir einstaklingar
stofnað Blindrafélagið og sett á fót
Blindravinnustofuna, en megintil-
gangur hennar er að veita blindu
og sjónskertu fólki atvinnu.
Þegar Steinunn missti sjónina
var enn þá það viðhorf ríkjandi hjá
mörgu fólki sem var komið yfir
miðjan aldur að blint fólk væri horn-
rekur sem litla björg gæti sér veitt.
Steinunni fannst um tíma að hún
væri ein þeirra, blindur aumingi
sem enginn tæki' rnark á. Þetta
fyllti hana og fjölskyldu hennar
mikilli örvæntingu og stóðu þau
ráðalaus frammi fyrir þessari
breyttu aðstöðu Steinunnar. Þá var
það að Þórsteinn Bjarnason sem
var forinaður Blindravinafélags ís-
lands kont og stappaði stálinu í
hana, en líklega hefur það ráðið
úrslitum að nokkrar ungar blindar
konur sent voru á nteðal stofnenda
Blindrafélagsins hvöttu Steinunni
til þess að koma til Blindrafélagsins
og taka þátt í því starfi se.m þar
færi fram. Þau hjónin, Steinunn og
Ólafur Pálsson, íhuguðu málið og
ályktuðu sem svo að þar sem blinda
fólkið væri með sinn félagsskap,
þar væri vettvangur fyrir Steinunni.
Steinunn hóf störf hjá Blindra-
vinnustofunni árið 1952 og má
segja að það hafi verið mikið gæfu-
spor, bæði fyrir hana og fjölskyldu
hennar, og ekki síst fyrir Blindrafé-
lagið. Þau Steinunn og Ólafur fóru
að taka mikinn þátt í félagslífi og
starfi félagsins og Ólafur varð end-
urskoðandi þess um áratugi og að-
haldsmaður um fjármál þess. Þá tók
fjölskylda þeirra mikinn þátt í alls
kyns félagsstarfi Blindrafélagsins
og studdi það á rnargan hátt. Dæt-
ur Steinunnar og Ölafs, þær Jó-
hanna og Helga, voru mikið í
tengslum við Blindrafélagi og Helga
átti síðar mikinn þátt í mótun Hljóð-
bókasafns Blindrafélagsins og
Borgarbókasafns Reykjavíkur sem
síðar varð Blindrabókasafn íslands.
Það er ríkisrekin stofnun, starfrækt
í húsakynnum Blindrafélagsins.
Þegar Steinunn lióf störf á
Blindravinnustofunni, kom með
henni hressandi andblær. Þær kon-
ur sem þar störfuðu voru margar
allnokkuð yngri en Steinunn en það
skipti engu máli, mikil og traust
vinátta skapaðist þeirra á milli.
Steinunn fékk frá þeim þá uppörvun
sem hún þurfti og einnig gat hún
miðlað af reynslusjóði sínum.
Steinunn starfaði við að gera
bursta og þær vinkonurnar sögðu
hver annarri sögur, ræddu um
heima og geima og kváðust á. Fast-
ur liður var að eftir kaffið um þijú-
Lokað
í dag vegna jarðarfararÁSGEIRS GUNNARSSONAR.
Ilma hf.,
G.G. Ásgeirsson hf.,
Dieselvélar hf.
Lokað
frá hádegi í dag föstudaginn 13. október vegna
jarðarfarar ÁSGEIRS GUNNARSSONAR, tækni-
fræðings.
Hurðir hf.,
Skeifunni 13.
Lokað
Fyrirtæki okkar verður lokað í dag frá kl. 13.00 til
15.00 vegna útfarar ÁSGEIRS GUNNARSSONAR,
forstjóra.
Brimborg hf.,
Faxafeni8.
leytið arkaði kvennahersingin nteð
þær Margréti Andrésdóttur for-
mánn Blindrafélagsins, Steinunni
og Rósu Guðmundsdóttur, sem j)á
var varaformaður féiagsins, fram á
gang, læsti að sér á prívatinu og
söng hástöfum ættjarðarsöngva af
mikilli hjaitans lyst. Ég man að sem
barn sætti ég færis að koma inn í
Hamrahlíð um kaffileytið og lieyra .
þennan skemmtilega söng, það
hljómaði svo vel þarna inni.
Andrúmsloftið á Blindravinnu-
stofunni var ákaflega sérstakt í þá
daga. Þar sat fólk og dró í bursta,
vélvæðingin var þá ekki eins mikil
og nú er, og við handídráttinn höfðu
menn nægan tíma að spjalla og
hlusta hver á annan. Þarna unnu
margir skemmtilegir kvistir, fólk
sem hafði orðið að heyja harða
lífsbaráttu og mótast af henni.
Steinunn tók hverjum og einum eins
og hann var og gerði engan manna-
mun.
Steinunn var hafsjór af fróðleik.
Hún kunni ósköpin öll af vísum og
kvæðum og lög við þau. Hún hafði
gaman af söng og þegar um löng
kvæði var að ræða mátti eins vel
búast við að hún kynni þau öll.
Þess vegna var hún ásamt manni
sínum omissandi á mannamótum
félagsins.
Steinunn vann hjá Blindravinnu-
stofunni á meðan kraftar entust en
eftir það hélt hún áfram að koma
dag og dag og aldrei lét hún eða
Ólafur maður hennar sig vanta á
fundi eða önnur mannamót hjá
Blindrafélaginu. Sú sem átti hvað
mest við Steinunni að sælda frá
Blindrafélaginu var Rósa Guð-
mundsdóttir sem síðar varð fonnað-
ur þess. Rósa sá til þess að Stein-
unn gat notið sín sem best eftir að
aldurinn tók að færast yfir hana.
Steinunn mat Rósu mikils og var
það gagnkvæmt. „Ef allir væru eins
harðir af sér og hún Steinunn, þá
væri margt öðruvísi," sagði Rósa
oft við mig. Vonandi eru þær vin-
konurnar að gleðjast yfir endur-
fundunum og vafalaust eru hinar
vinkonurnar með og. skyldi mig
ekki undra þótt þær tækju lagið
saman í kaffitímanum hinumegin.
Á 50 ára afmæli Blindi'afélags-
ins, þann 19. ágúst sl., voru þau
hjónin, Steinunn og Ólafur, gerð
að heiðursfélögum Blindrafélagsins
fyrir það mikla starf sem þau hafa
innt af hendi í þágu þess. Má til
dæmis nefna að þau hjónin gáfu
verulega fjárupphæð sem notuð er
til þess að rita sögu Blindrafélags-
ins.
Þegar Steinunn kom til afmælis-
hátíðar Blindrafélagsins, var hún
farin að kröftum, en reisn sinni
hélt hún. Hun fylgdi fötum alveg
þangað til hálfum mánuði áður en
hún dó, þá treysti hún sér ekki leng-
ur á fætur, fannst hún vera eitt-
hvað lélegri en vant var. Hún lést
svo þann 2. október síðastliðinn 88
ára að aldri. Ég er þakklátur fyrir
að hafa fengið að kynnast konu
eins og Steinunni. Hún lét aldrei
deigan síga heldur hélt sínu striki.
Hún hlýtur að hafa fengið í vöggu-
gjöf mikinn viljastyrk.
Fyrir hönd stjórnar Blindrafé-
lagsins sendi ég eftirlifandi eigin-
manni Steinunnar, Ólafi Pálssyni,
og fjölskvldu hans innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Gísli Helgason
Það er fátt betra sem börn geta
óskað sér en góðar ömmur og afar.
Umhyggja þeirra er eitt af því fáa,
sem ganga má að í annars óvissum
heimi og það koma skörð í heims-
myndina þegar þau síðar falla frá
eitt af öðru. Þó að lát örnrnu minnar
bæri síður en svo óvænt að þá tók
það tíma að síast inn að heimurinn
er ekki samur á eftir. Fram í hug-
ann komu minningar, einkum frá
bernskuárunum þegar við vorum
oft saman um lengri og skemmri
tíma. Það er sérstakur ævintýra-
ljómi yfir æskuminningum mínum
með ömmu og afa. Hjá þeim gátu
óvæntir hlutir gerst og í hugarheimi
barns höfðu þar hversdagslegir at-
burðir aðra og dýpri merkingu.
Smástrák þótti það til að mynda
ekki ónýtt að fá að dvelja af og til
um nætursakir í Drápuhlíðinni, ríki
ömmu í Drápó, og láta dekra við
sig. Gjarnan fylgdi líka leikhúsferð
með í kaupunum. Það voru ófáar
ferðirnar sem við áttum saman í
Heiðardalinn. Ferðir þessar voru
hið mesta fyrirtæki og æ.vintýri,
sem hófst áður en lagt var af stað.
Ef til vill er þeim sem kynnst hefur
ferðalögum á hestum austur í
Skaftafellssýslu í upphafi aldarinn-
ar ómögulegt að líta á þessa ferð
sem skottúr og því var gengið að
öllum undirbúningi með sömu ná-
kvæmni og verið væri að fara í lest-
arfei'ð. Vissulega smitaði þetta
unga ménn sem tóku undirbúning-
inn jafn alvarlega og um heim-
skautaferð væri að ræða. Dvölin
með ömmu og afa í Heiðardalnum
var líka heimur út af fyrir sig,
kryddaður ritúölum yfir allt milli
fánahyllingar og ruslabrennslu sem
gengið var. að af stakri andakt.
Ungir menn mældu upphefð sína á
því hversu mikilvægan hiuta helgi-
siðanna þeir fengu að framkvæma.
Margt skemmtilegt gerðist í
Heiðardalnum og þau hjónin þreytt-
ust seint á að skemmta ungum
gesti. Vegna fötlunar sinnar hafði
amma ekki alltaf tök á að Vera þar
framkvæmandi, en hún átti gjarnan
liugmynd að og ýtti á eftir að ýmis-
legt væi'i geif sem stytt gæti stund-
ir.
Þegar frá leið hittumst við sjaldn-
ar, þó að alltaf væri það gaman
enda jafnan létt yfir þeim hjónunum
og þrátt fyrir blindu fylgdist ganila
konan vel með öllu svo lengi sem
hún rnátti. Henni var það kappsmál
að við hjónin stækkuðum hóp
langömmubamanna. Fannst henni
við lengi slá slöku við í þeim efnum
og undarlegt að láta önnur verk
ganga fyrir barneignum. Síðar
komst ég að því að auðvitað hafði
gamla konan rétt fyrir sér.
Það eru hlýjar minningar sem
ég á um ömmu mína og fyrir það
verð ég henni ævinlega þakklátur.
Helgi
F ÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 12 = 17110138’/2
□ St:.St:. 598910144IX Kl. 16.00
Hvítasunnukirkjan
Kirkjulækjarkoti
Mót fyrir fólk hefst með sam-
komu í kvöld kl. 21.00. Kanadíska
sveitasöngkonan Anita Pierce
syngur og talar.
Allir velkomnir.
Ungt fólk
meá hlutverk
YWAM - island
Biblíufræðsla á morgun, laugar-
dag, kl. 10.00 í GrensáskTrkju.
Helga Björg Guðmundsdóttir,
guðfræðinemi, ritskýrir bréf Páls
postula til Filemons. Bænastund
kl. 11.15. Allir velkomir.
ifciíj Útivist
Haustlitaferð í Þórsmörk
13.-15. okt.
Gönguferðir við allra hæfi. Gist
i Útivistarskálanum í Básum.
Þetta er síðasta haustferðin i
Þórsmörk í ár. Fararstjóri: Bjarki
Harðarson. Upplýsingar og far-
miðar á skrifstofu, Grófinni 1,
kl. 12-18. Símar 14606 og
23732. Sjáumst! >
Útivist.
Frá Gudspeki-
félaginu
Ingólfsstræti 22.
Áskriftarsími
Ganglera er
39573.
í kvöld kl. 21.00 heldur Jón Arn-
alds erindi um sjálfsskoðun -
markmið.
Allir velkomnir.
Laugardag kl. 15.00 til 17.00:
Opið hús.
smá auglýsingor