Morgunblaðið - 19.10.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 19.10.1989, Síða 4
Hæstiréttur: 15,2 milljónir í bætur vegna slyss á Broadway HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Véitingahúsið Álfabakka 8 í Reykjavík, Broadway, til að greiða manni, sem slasaðist á veitingahúsinu í júní 1986, 15,2 milljónir króna í bætur, auk vaxta frá slysdegi. Full fébóta- ábyrgð var lögð á veitingahúsið, en áður hafði borgardómur komist að þeirri niðurstöðu, að skipta bæri sök að jöfnu. Tveir dómarar i Hæstarétti skiluðu sératkvæði og tóku undir niðurstöðu borgardóms. Maðurinn, sem þá var 24 ára, slas- aðist með þeim hætti að hann féll tæpa 4 metra aftur fyrir sig af hand- riði við dansgólf og lenti við stiga. Hann hlaut af 100% örorku og getur aðeins búið í vernduðu umhverfi og stundað verndaða vinnu. í málinu kom fram, að handrið við dansgólfið var 90 sm á hæð og ekki voru sér- stakar merkingar, þar sem hærra var niður af gólfinu, eins og þar sem maðurinn féll. Tvisvar áður höfðu orðið slys, er gestir veitingahússins féllu af dansgólfinu yfir handriðið. Var handriðið þá um 75 sm, en var hækkað í 90 sm. Á þeim tveimur stöðum, þar sem gengið er í sal undir dansgólfinu, hafði handriðið verið hækkað á kafla upp í um 117 sm. Er maðurinn slasaðist hafði þessi útbúnaður verið fjarlægður. Hæstiréttur taldi að hvað sem liði þeim framburði vitna, að maðurinn hafi sest á handriðið og sveiflað fót- unum, hafi það athæfi að fjarlægja búnaðinn verið svo vítavert, að fella yrði á veitingahúsið fulla fébóta- ábyrgð í málinu. Örorkutjón manns- ins var metið á 14 milljónir og miska- bætur 1,2 milljónir. Þá var veitinga- húsinu gert að greiða manninum 720 þúsund krónur í málskostnað í hér- aði og 975 þúsund krónur í ríkis'sjóð í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðmundur Jónsson og Guðrún Eriendsdóttir og Sigurður Reynir Pétursson, hæstaréttarlög- maður. Þór Vilhjálmsson, hæstarétt- ardómari og Guðmundur M. Guð- mundsson, settur hæstaréttardóm- ari, skiluðu sératkvæði, þar sem kemur fram, að þeir telja ámæli- svert að fjarlægja handriðið. Hins vegar hafi maðurinn setið á handrið- inu með fætur á hreyfingu áður en hann féll og hafi það verið gálaust tiltæki. Væri því bæði við veitinga- húsið og manninn að sakast. Mætti því fallast á niðurstöðu héraðsdóms um skiptingu sakar og bæri veitinga- húsinu því að bæta manninum helm- ing tjónsins, eða 7,0 milljónir króna. VEÐURHORFUR í DAG, 19. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Á Grænlandssundi er minnkandi lægðardrag, en um 1100 km suðvestur í hafi er víðáttumikil 967 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Milt verður áfram. SPÁ: Austlæg átt, víðast allhvöss og rigning um sunnanvert landið fyrri hluta dags. Stinningskaldi eða allhvass en úrkomulítið norðan- lands annað kvöld. Fremur hlýtt um allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUOAG:Stíf austan og síðar norðaustanátt, rigning á Suðaustur- og Austurlandi, skýjað en úrkomulaust annars stað- ar. Fremur milt. HORFUR Á LAUGARDAG: Nokkuð hvöss norðaustanátt um allt land. Slydda eða rigning norðanlands og austan en léttir til suðvest- aniands. Heldur kólnandi. o •á •ö i r- N: X Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 0 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrimar • Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 5 9 Suid Skýjað / * / * Siydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavik . 6 skúr Bergen 12 skýjað Helsinki 7 léttskýjað Kaupmannah. 14 skýjað Narssarssuaq +3 hrimþoka Nuuk -s-3 skýjað Osió 8 skýjað Stokkhólmur 8 alskýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Barcelona 20 alskýjað Berlin 16 léttskýjað Chicago 1 snjóél Feneyjar vantar Frankfurt 13 mistur Glasgow 13 rigning Hamborg 16 mistur Las Palmas 26 hálfskýjað London 17 mistur Los Angeles 16 þoka túxemborg 13 lénskýjað Madríd 18 skýjað Malaga 24 léttskýjað Mallorca 24 úrkoma Montreal 0 snjókoma New York 9 alskýjað Oriando 24 hálfskýjað París 17 skýjað Róm 19 léttskýjað Vtn 15 téttskýjað Washington 17 poka Winnipeg *r6 heiðskirt _ , Gardar Rúnar Sigurgeirsson Irafoss kom nýverið til Seyðisljarðar frá Noregi með fullfermi af síldartunnum. í skipinu voru 41.000 tunnur; 15.000 trétunnur og 26.000 plasttunnur. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar hjá Síldarút- vegsnefnd mun þetta liklega vera stærsti tunnufarmurinn sem kem- ur til landsins á þessari síldarvertíð. Þessum tunnum verður skipað upp á söltunarstöðvarnar allt frá Seyðisfirði til Grindavíkur. Sfldar varð vart við Selvogsbankann 2.0001 fengust við Hvalbak á þnðjudag SÍLDARBÁTURINN Gaukur frá Grindavík keyrði yfir síldartorfii á Forunum efst í Grindavíkurdýpi og vestan í Selvogsbankakantinum í gær. Gaukur var þá á leið til Grindavíkur með 140 tonn. Kolbeinn Marínósson, skipstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir litu væntanlega betur á þetta, er þeir færu út aftur, svo fremur sem veður og aðrar aðstæður leyfðu. Þriðjudagurinn var gjöfulasti dagurinn á vertíðinni til þess, að en þá fengust að minnsta kosti 2.000 tonn. í gærkvöldi hafði verið saltað í um 30.000 tunnur. Veiðin á þriðjudag var nánast öll út af Hvalbak, en Gaukur fékk afla sinn skammt austan Ingólfshöfða. Þar var hún fremur blönduð og fóru aðeins um 40% í stærsta flokkinn. Við Hvalbakinn var síldin heldur stærri, mest um 32 sentímetrar á stærð, en á þessum slóðum voru flestir bátarnir. Engin veiði var þá inni á Austfjörðunum. Kolbeinn segir að sér litist engu að síður vel á vert- íðina }>g nóg væri af síld_, þó hún fyndist ekki inni á fjörðuni. Þar sem ekki hefur verið samið við Sovétmenn um saltsíldarkaupin er aðeins saltað upp í gerða samn- inga og söltun á hvert plan takmörk- uð. Því hefur söltunin ekki gengið eins hratt og ella þó að í gær hafi verið saltað á meira en 30 plönum. Nú er saltað upp í samninga við Finna, Svía, Pólverja, Bandaríkin, Kanada og Danmörku. Jón Finnsson RE var meðal þeirra skipa, sem fengu afla við Hvalbakinn, en hann frystir um borð. Síld er einnig fryst um borð í Brettingi, sem liggur við bryggju á Vopnafirði. Sigþór ÞH sér meðal annars um að afla honum síldar. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, var fyrir skömmu í Sovétríkjunum og ræddi hann þar við ráðamenn, meðal annars um saltsíldarsöluna. „Ég ræddi all- nokkuð við sovézka ráðmenn um sölu sjávarafurða okkar þangað. Litil hreyfing hefur verið á samningum um saltsíldina og lagði ég áherzlu á að áríðandi væri að samingaviðræður hæfust sem allra fyrst. Eitthvað hef- ur losnað um þau mál og ég vænti saltsíldarkaupa Sovétmanna nú eins og undanfarin ár,“ sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Morgun- blaðið. Morgu nblaðid/Þorkell Bjarni Dagur í hljóðnámu Aðalstöðvarinnar, en hún er í Aðalstræti. Aðalstöðin hefur útsendingar í dag í MORGUN klukkan 7.00 hóf ný útvarpsstöð, Aðalstöðin, útsendingar og er hún á tíðni FM 90,9. Ólafur LanfdaJ er eigandi stöðvarinnar og hefur hún aðsetur í Aðaistræti 16. Á dagskrá stöðvarinnar verður lyrst og fremst tónlist, sem ætlað er að höfða til hlustenda 25 ára og eldri. Þó mun ætlunin að leggja áherslu á vandað talmálsefni frekar en gert hefur verið á öðrum tónlistarstöðvum. Að sögn Gunnlaugs Helgasonar, eins starfsmanns stöðvarinnar, verða útsendingar allan sólarhringinn. „Víð verðum með mikið af ísienskri tónlist og jafnframi svonefndu gullaldar- rokki — róleg og þægileg tónlist af ýmsum toga,“ sagði Gunnlaugur í samtaii við Morgunblaðið, en bætti við að menn yrðu ekki rígbundnir við einstakar stefnur og strauma. Fastir fréttatímar eru ekki íyrir- hugaðir fyrsta kastið, en Gunnlaugur sagði að fréttatengdir þættir yrðu á dagskrá stöðvarinnar. Dagskrársljóri Aðalstöðvarinnar er Bjarni Dagur Jónsson og Margrét Hrafnsdóttir er framkvæmdastjóri dagskrárdeildar, en meðal annarra dagskrárgerðarmanna eru Gunn- laugur Helgason, Þorgeir Ástvalds- son, Jón Axel Ólafsson, Ásgeir Tóm- asson, Inger Anna Aikman og Gunn- laugur Guðmundsson, stjörnuspek- ingur. Þá mun Eiríkur Jónsson sjá um síðdegisþátt milli klukkan 16.00 og 18.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.