Morgunblaðið - 19.10.1989, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.10.1989, Qupperneq 15
mínum, en ég veit, að annað getur ekki ósjaldan verið sjúklingnum óþægilegt, getur valdið honum sjúkdómi og í algjöru undantekn- ingartilviki dauða. Ég gæti reynt að útskýra þetta fyrir sjúklingnum en mér persónulega yrði sú útskýr- ing heldur innantóm, því með sjálf- um mér myndi ég vita það, að fyr- ir mína nánustu, og mig sjálfan myndi ég hiklaust kjósa hin nýju efni. Hvað kemur þetta íjölmiðla- gaspri um heilbrigðisþjónustu og útspilunum og yfirboðum stjórn- málamannanna (undirboðum?) við, og hver eru hugrenningatengslin? Jú, á sama hátt og gerðar eru ákveðnar faglegar og siðfræðilegar kröfur til lækna, svo sem annarra þjóðfélagsþegna megum við ætlast tÚ þess, að stjómmálamenn, fylgi- sveinar þeirra og fjölmiðlar sýni hhðstæðan skilning á málefnum þeim, sem þeir kjósa að fjalla um, að farið sé með rétt mál og satt sé sagt frá og sýnt sé fram á að staðhæfmgar og alhæfingar um málefni heilbrigðisþjónustu lands- manna eigi við rök að styðjast. Þá á ég einkum við tvennt; annars vegar að rökstuddar sannanir liggi til grundvaUar því, að hægt sé að draga saman og spara í rekstri sjúkrahúsa á þann hátt, sem fjár- málaráðherra og hans nótar gefa fyrirmæli um á yfírstandandi ári og því næsta; hins vegar, að hug- myndir um endurskipulagningu sér- fræðistarfa íslenzkra lækna og þá einkum á sjúkrahúsum, sem viðrað- ar hafa verið nýlega af áhuga- manni úr röðum fylgismanna ríkis- stjórnarinnar, séu raunhæfar og faglega eða félagslega veijandi, svo sleppt sé bollaleggingum um hugs- anlegan sparnað. Auðvitað er víða hægt að hagræða rekstri og ná fram ýmsum spamaði í jafn stóru og fjölþættu kerfi og íslenzka heil- brigðisþjónustan er, en því miður er hér verið að hamra á nokkrum þáttum, sem geta höfðað til fjöl- miðla og e.t.v. sefjað hluta almenn- ings í landinu. Það er rétt, að þeirri * staðhæfingu eins ráðherra okkar nýlega, að hér séu fjögur hátækni- sjúkrahús, sé svarað, þótt nokkuð sé umliðið. Sannleikurinn er sá, að hér er ekkert sjúkrahús í þessu landi, sem getur státað af því að standa á öll- um sviðum tæknilega jafnfætis meðalstóru mið- eða háskólasjúkra- húsi í neinu þeirra landa, sem við á hátíðastundum og frammi fyrir almenningi í þessu landi teljum jafningja okkar í heilbrigðisþjón- ustunni. Við eigum eina vel tækni- vædda krabbameinslækningadeild, við eigum eina skurðstofueiningu þar sem hægt er að sinna svonefnd- um opnum hjartaaðgerðum, og hafa verið stundaðar hér með góðum árangri í nokkur ár, en þó eru gögn og gæði kringum þá starfsemi ekki meiri en svo, að meira en helming- ur þeirra sjúklinga, sem kransæða- aðgerðir þurfa, eru sendar utan. Astæðan? Einfaldlega skortur á húsnæði fyrir og kringum starfsem- ina. Hvers vegna? Óraunhæfar pólitískar ákvarðanir í byggingar- málum innan heilbrigðiskerfisins sem leitt hafa til óhagkvæmrar dreifingar takmarkaðs fjármagns. Kórónudæmi: Ákvörðun um að stöðva byggingu K-álmu Landspít- alans í miðjum klíðum, sem var líkt rothöggi á þróun þeirrar stofnunar í þá átt að geta sinnt hlutverki sínu sem höfuð- og aðalkennslusjúkra- hús landsins á sómasamlegan hátt, veldur því, að í dag er ekki fyrirsjá- DUOBOnD FRAMRÚÐU VIÐGERÐIR BILABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI6812 99 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 --i— f-pi-------—T— “ffl ;;''7 ■ r-r anlegt, að hægt verði að bæta að- stöðu handlæknisdeildar, þannig að m.a. megi færa alla þá hjartaskurð- lækningu inn í landið, sem vonir stóðu til og þekking er fyrir hendi til að leysa úr. Þessi stórkostlega ákvörðun varð líka til þess að ein þýðingarmesta sjúkdómsgreining- ardeild nútíma sjúkrahúss mun ekki geta þróast eðhlega og er í raun komin aftur úr þeim staðli, sem við sjáum í „þeim löndum, sem við ber- um okkur saman við“ eins og það er svo fallega orðað. Margt fleira mætti telja upp, sem leitt hefur af þeirri óheillavænlegu ákvörðun að hætta framkvæmdum við K-bygg- inguna. Engu að síður vinnur allt starfslið stofnunarinnar einarðlega að því að halda í horfinu og bæta þar sem hægt er. Sama er að segja frá öðrum sjúkrahúsum. Það er hins vegar ekki hvetjandi né bætandi á erfiðleikana að þurfa sí og æ að hlusta á og veijast alhæfingum um að illa sé haldið utan um fjármuni og enn sé hægt að herða ólina, al- hæfingum frá aðilum, sem hafa mjög takmarkaða eða enga þekk- ingu á verkefnunum, sem þeir sjálf- ir ætlast til að við vinnum. Langt mál mætti skrifa um þann þátt þessarar umræðu, sem einblínir á sjúkrarúm og lokun deilda sem eitt meginstjórntækið í spamaðarher- ferðinni. Ég ætla ekki að gera það nú og hér, en ljúka máli mínu á sömu nótum og ég byijaði. Það eru ákveðin félagsleg og sið- fræðileg rök og lögmál, sem stjóm- málamenn og fjölmiðlar verða að beygja sig undir, engu síður en við hin: Hættið að skrökva því að ykk- ur sjálfum og þjóðinni að við búum við nánast bezta og þróaðasta heil- brigðiskerfi heimsins. Umfram allt, gerið ykkur sjálfum og öðmm ljóst, að kerfið er engan veginn svo gott, að það þoli niðurskurð á niðurskurð ofan. Það er að vísu mjög gott og vel þróað á mörgum sviðum, en á öðrum sorglega gloppótt. Það er og hefur verið í slíku fjársvelti, að það þolir engan frekari niðurskurð eða stöðnun, svo þess fari ekki að gæta í mælanlegum einingupi heil- brigðisskýrslna. Tæknivæðing og mannafli innan hinna deildaskiptu sjúkrahúsa er langt undir sambæri- legum stöðlum nágranna okkar og í engu samræmi við mjög sómasam- legt ástand ýmissa þátta frum- heilsugæzlunnar. Við skulum muna, að góð frumheilsugæzla ásamt mjög háum þekkingarstaðli sér- fræðinga okkar gerir þörfina á fyrsta flokks sérfræðisjúkrahúsum ennþá brýnni. Áratugum saman trúði þessi þjóð því, að við værum heimsmeistarar í fiskveiðum. Við vitum nú, að það var ekki rétt; það er ekki nóg að draga fískinn úr sjónum, það verður líka að þróa afurðina. Látum ekki það sama henda okkur í heilbrigðis- kerfinu! Höfundur er prófessor. PAM YOUNG SIÁLFS DÁLEIÐSLA Iðunn hefur gefið út bókina Sjálfsdáleiðsla eftir sálfræðing- inn Pam Young. Bók um sjálís- dáleiðslu IÐUNN hefur gefið út bókina Sjálfsdáleiðsla, eftir sálfraeðinginn Pam Young. í fréttatilkynningu segir m.a.: „í fyrsta hluta bókarinnar er saga dáleiðslunnar rakin í meginatriðum, sagt frá helstu kenningum og teg- undum meðferðar svo að lesandanum gefist kostur á að kynnast þeim hug- myndum sem höfundur byggðir að- ferð sína á. En aðferð sú sem lýst er í seinni hlutum bókarinnar er mjög einföld og aðgengileg og gildi hennar felst ekki síst í því að sá sem henni beitir situr ekki aðgerðarlaus og læt- ur aðra lækna sig, heldur er hann sjálfur við stjómvölinn og ræður ferðinni. Aðferðinni hefur meðal ann- ars verið beitt til að draga úr og sigr- ast á kvíða, feimni, sektartilfinn- ungu, þunglyndi, svefnleysi, mígreni, astma ogljölmörgum öðram vanda- málum. Hún hefur einnig gefist vel fyrir fólk sem er að reyna að hætta að reykja eða vill Æaga úr'ofáti og ofdrykkju og hún hefur verið notuð til að lækka blóðþrýsting og deyfa sársauka. Sjálfsdáleiðsla hefur einn- ig reynst heppileg til að auka sjálf- straust og bæta minni og námsár- angur. Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi bók- ina. NÝTT ÞRÁÐLAUST MULTI-MIX ALLTAF TILBÚIÐ ,TIL NOTKUNAR Black & Decker auðveldar núna lífið í eld- húsinu með hinu þráðlausa Multi-Mix. Ef þú þarft að þeyta, hræra eða hnoða eitthvað t'ljótt, þá gríp- urðu að sjálfsögðu til þráðlausa Multi-Mix tækis- ins frá Black & Decker. Eftir hleðslu er hægt að nota tækið í 25 mínútur stanslaust. Eftir hverja notkun þá seturðu tækið í hengið þar sem það hleður sig. Hraðvirkt, létt og meðfærilegt. Tvær hraðastillingar og fjórir mismun- andi aukahlutir. Það er ekki hægt að hugsa sér það auðveldara. VERÐ KR. 2.995,- Það er leikur einn með #BLACK&DECKER ÚTSÖLUSTAÐIR: Akranes, Rafþjónusta Sigurdórs / Akureyri, Radióvinnustotan og Hagkaup hf. / Blönduós, Verslunin Ósbær / Bolungarvik, Rafsjá hf. / Búöardalur, Einar Stefánsson / Egilsstaöir, Sveinn Guðmundsson / Grundarfjöröur, Rafbúð Guöna / Hafnarfjöröur, Ljós og raftæki / Húsavík, Grímur og Ámi / Hvammstangi, K.V.H. / Keflavík, R.Ó. rafbúö / Laugarvatn, KÁ Laugarvatni / Njarövík, Hagkaup hf. / Reykjavik, Peran hf., Armúla 3, Rafvömr hf„ Langholtsvegi 130, Hagkaup hf„ Borgarljóssbúðirnar / Selfoss, Arvirkinn hf. / Stykkishólmur, Húsiö hf. / Vopnafjörður, Kaupf. Vopnfirðinga / Porlákshöfn, Rás hf. Góðan daginn! Laugavegi 59, 2.hv simi 15250

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.