Morgunblaðið - 19.10.1989, Side 25

Morgunblaðið - 19.10.1989, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 25 JARÐSKJALFTINN I SAN FRANCISCO Líkur taldar á fleiri skjálílum næstu daga London, París. Reuter. FRANSKUR jarðskjálftafræð- ingur við Jarðeðlisfræðistoftiun Frakklands, Paul Tapennier, sagði í gær að búast mætti við fleiri skjálftum í Kaliforniu því sá hluti af San Andreas mis- genginu sem legið hefur í dvala siðan 1906 hefði nú vaknað til lífsins. Vincent Courtillon, sem starfar við sömu stofimn, taldi 40% likur á skjálfta af svipaðri stærð næstu 10 árin. Jarðskjálftinn síðdegis á þriðju- dag að staðartíma reið yfir San Tjóninu dreift á tryggjngafyrirtæki London. Reuter. BRESK tryggingafyrirtæki sögðu í gær að jarðskjálftinn í Kali- forníu kæmi ekki harkalega niður á þeim en hlutabréf í tryggingafyr- irtækjum höfðu fallið í verði þegar markaðir opnuðu í gærmorgun. Hlutabréfin hækkuðu afftur í verði þegar ljóst varð að baktrygging- ar og ýmsar sérstakar aðstæður í San Francisco yllu því að trygg- ingafélög gætu staðið við skuldbindingar sínar. Tjónið af völdum skjálftans var veldur því að einungis 15% af heim- metið á 1 milljarð dala (62 milljarða ísl. króna) í gær en tryggingasér- fræðingar telja að það mat sé allt of lágt. Tryggingafélög hafa þann sið að baktryggja sig hjá sérstökum end- urtryggingarfyrirtækjum til þess að létta stórtjónum af sér. Tals- menn eins slíks, Lloyd’s í London, sögðust ekki geta metið útgjöld sín að svo stöddu vegna skjálftans. Þeir töldu að mest fjárhagstjón gæti orðið af eldsvoðum í kjölfar skjálftans. Tjónið af völdum skjálft- ans 1906 var metið á hálfan millj- arð dala, þar af 320 milljónir dala vegna eldsvoða. Talsmenn sviss- nesks endurtryggingarfyrirtækis sögðust þurfa að greiða tæplega 62 milljónir dala vegna skuldbind- inga á jarðskjálftasvæðinu. Sérstakar reglur gilda hjá trygg- ingafyrirtækjum um hættuleg jarð- skjálftasvæði. Iðgjöld eru há sem ilum í San Francisco og nágrenni hafa heimilistryggingu. Auk þess verða þau oft að mæta 5-10% af tjóninu sjálf. Francisco og nágrenni án allrar við- vörunar. Það sýnir að jarðfræðingar eiga enn langt í land með að spá fyrir um jarðskjálfta. Jarðfræðingar fylgjast dag og nótt með San Andreas sprungunni sem liggur eftir endilangri Kali- forníu en dugir ekki til. „Jarð- skjálftar eiga upptök sín 10-15 km undir yfirborði jarðar og í raun vit- um við minna um eðlisfræðilegar aðstæður þar en úti í geimnum,“ segir Russ Evans hjá bresku jarð- fræðistofnuninni í Edinborg. Ota Kulhanek, yfirmaður jarð- skjálftastofnunarinnar við Upp- sala-háskóla segir: „Framfarir eiga sér stað en ég held að við getum ekki gert nákvæmar spár fyrr en eftir svo sem eins og 10 ár.“ Kínverskum jarðfræðingum tókst að segja fyrir um skjálfta í Haicheng-heraði árið 1975 og bjarga þannig lífi þúsunda manna sem flúðu svæðið eftir viðvaranir þeirra. En ári síðar varð mikill skjálfti í Tangshan sem enginn sá fyrir og olli miklu manntjóni. Brunavörður að San Francisco. störfum við húsarústir í Reuter Marina-hverfinu Egill Hauksson, jarðeðlisfræðiprófessor í Kaliforníu: Skjálftinn kom ekki á óvart en búist var við honum í ágúst Jarðskjálftinn í San Francisco EGILL Hauksson prófessor við jarðeðlisfræðideild Suður-Kaliforníuhá- skóla í Los Angeles er framarlega í hópi jarðskjálftafræðinga í Kali- forníu og uppgötvaði í fyrra tvö áður óþekkt jarðlagamisgengi undir Los Angeles, þar sem jarðskjálfti gæti valdið margfalt meiri eyðilegg- ingu en skjálfti eins og sá sem varð í fyrrinótt í grennd við San Fran- cisco. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Egill að skjálftinn í San Francicso hefði ekki komið á óvart en menn hcfðu fremur átt von á skjálfta þessarar stærðar fyrr í sumar. „í ágúst varð skjálfti á þessu svæði sem mældist 5,4 stig á Richter- kvarða. Þá var bent á að hann gæti ver- ið forskjálfti fyrir annan af stærðinni 6,5, sem talið var Egi„ IIauksson. líklegast að kæmi innan viku. Hann kom hins vegar ekki fyrr en núna.“ „Það er San Andreas sprungan sem veldur þessari skjálftavirkni en um hana liggja aðalplötuskil eftir endilöngu fylkinu frá suðri til norð- urs. Því lengri sem sprungur eru því stærri verða skjálftar og San Andre- as spmngan er eina sprungan í fylk- inu sem er svo löng að þar geta orð- ið mjög stórir skjálftar, upp á 8 á Richter eða meira. Menn vita um tvo mjög stóra skjálfta á San Andreas. 1857 varð skjálfti í S-Kaliforníu sem talinn er hafa verið í kringum 8 og 1906 varð San Francisco- skjálftinn mannskæði, sem var 7,8-8. Þá hreyfðist sprungan við San Francisco og þar fyrir norðan í kringum 4 metra í norðurátt en fyrir sunnan borgina, á svæðinu sem kallað er Bay Area, hreyfðist hún aðeins um tvo metra á um það bil 50 kílómetra löngum kafla. Þannig að til að ná jafnvægi á hreyfinguna átti hún eftir að hreyf- ast um tvo metra á því svæði. Það gerðist í [fyiTakvöld]. Egill sagði að skjálftans hefði orð- ið vart í Los Angeles og allt suður til San Diego, sem er um ,600 mílna fjarlægð frá San Francisco. Þar hefði fólk í háhýsum fundið húsin hreyfast. „Það sem er óeðlilegt við þennan skjálfta er hvað skemmdirnar eru miklar á San Francisco-svæðinu. Upptök skjálftans eru um 100 kíló- metra frá borginni. En í hverfum þar sem byggt hefur verið á mýrum og uppfyllingum magnast hreyfingin og jarðvegurinn hegðar sér eins og ávaxtahlaup. Undanfarin 20-30 ár hafa menn byggt hús hér í samræmi við hættuna á jarðskjálftum en það er alltaf eitthvað sem kemur á óvart. Háhýsin á San Francisco-svæðinu skemmdust ekki. Þau eru ný, en gömul hús í sögulegum hverfum fóru illa. Mörg þeirra höfðu verið byggð eftir 1906 á uppfyllingum. Hér eru byggingamar yfirleitt með þeim bestu í heimi en þær eru mismun- andi gamlar. Flest hús hér eru fors- köluð timburhús, sem gefa vel eftir og standást því vel. Aðalvandamálið er að gömlu húsin eru ekki tengd við grunninn heldur liggja ofan á honum og skríða af stað í skjálfta.“ Um möguleika á að spá fyrir um náttúruhamfarir af þessu tagi sagði Egill að menn hefðu í 10-20 ár verið að reyna að þróa aðferðir til að spá nákvæmlega fyrir um skjálfta en framfarirnar hefði verið fremur hæg- ar. Hann sagði að undanfarna ára- tugi hefði verið unnið stöðugt að jarðskjálftarannsóknum í Kaliforníu. „Hópur sérfræðinga skrifaði skýrslu í fyrra þar sem sagði að 30% líkur væru á öðrum skjálfta í Mið-Kali- forníu að styrkleika í kringum 7 á Richter á næstu 30 árum. Þá voru einnig taldar 40% líkur á skjálfta í kringum 8 á Richter í Suður-Kali- forníu á sama tímabili," sagði Egill. Að sögn Egils yrði Suðurlands- skjálfti, sem yfirgnæfandi líkur benda til að verði á Suðurlandi á næsta aldaríjórðungi, væntanlega í kringum 7 á Richter, svipaðrar stærðar og skjálftinn í San Franc- isco. „Það er erfitt að meta hver áhrif skjálfta yrðu á Reykjavíkur- svæðinu miðað við upptök í 80-100 kílómetra fjarlægð. Það yrði ekki reglubundið munstur á svæðinu. Á ákveðnum svæðum sem eru byggð á mýrum yrðu meiri skemmdir. Mest tjón og óþægindi á höfuðborgarsvæð- inu yrðu líklega vegna þess að há- spennulínur tii dæmis frá Búrfelli mundu falla niður. Háhýsi mundu hristast meira en önnur hús. En þar sem byggð er á mýrum og vatnsborð er hátt mundi hreyfing verða 5-10 sinnum meiri en þar sem byggð er á klöpp. En almennt mundu hús á íslandi, úr jámbentri steinsteypu standast mjög vel þótt sprungur mundu myndast enda er veðráttan heima þannig að húsin eru vel byggð,“ sagði Egill Hauksson. Helstu jarðskjálflar sögunnar Los Angeles. Reuter. . Mannskæðasti jarðskjálflti sögunnar er talinn hafa orðið í Kína árið 1556 og munu þá um 830 þúsund manns hafa farist. 1976 fór- ust um 240 þúsund í Tangshan-borg og nálægum héruðum í norð- austurhluta Kina og 1920 180 þúsund í Jiangsu-héraði. Mikið mann- tjón varð einnig í landskjálftum í Japan árið 1923, á Sikiley 1908 og í Perú 1970. í skjálftunum miklu í Armeníu á síðasta ári fórust um 25 þúsund manns. Hér verða taldir upp helstu landskjálfltar sem orðið hafa í Kaliforniu á þessari öld. ■ 18. apríl 1906: San Francisco. "9. febrúar 1971: Los Angeles. 64 Geysilega harður jarðskjálfti skók deyja af völdum jarðhræringa í San gömlu gultgrafaraborgina og eina helstu hafnarborg vesturstrandar- innar. Eldar sem kviknuðu vegna leka í gasleiðslum urðu hundruðum manna að fjörtjóni og lögðu megin- hluta borgarinnar í auðn. „Stóri skjálftinn“ alræmdi kostaði alls um 500 manns lífið og skemmdir voru sagðar nema 350 milljónum Banda- ríkjadala. Styrkleiki mældist 8,3 stig á Richters-kvarða. ■ 10. mars 1933: Long Beach. 117 týndu lífi. Stærð skjálftans ekki gefin upp. Fernando-dalnum. Tjón á mann- virkjum talið vera um 1.000 milljón- ir dala. Styrkleiki skjálftans reynd- ist 6,5 á Richter-kvarða. ■ 1. október 1987: Nágrenni Los Angeles. Jarðskjálfti olli tjóni sem nam milljónum dala en enginn fórst. Styrkleiki var 5,9 á Richter-kvarða. ■ 23. - 24. nóvember 1987: West- moreland, smábær um 160 km austan við San Diego. Margir slö- suðust og skemmdir metnar á millj- ónir dala. Styrkleiki skjálftans ekki gefinn upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.