Morgunblaðið - 19.10.1989, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.10.1989, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Verðtrygg’ing o g VMSÍ A Aþingi Verkamanna- sambands íslands, sem haldið var fyrir nokkr- um dögum, var samþykkt ályktun, þar sem m.a. er gerð krafa um, að annað- hvort verði laun verðtryggð eða verðtryggingar af- numdar á peningalegum skuldbindingum. I viðtali við Morgunblaðið í gær tók Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, undir þessa kröfu og kvaðst telja eðlilegt, að afnema verð- tryggingu á fjármagni. Ástæða er til að staldra við þessa ályktun og afstöðu forsætisráðherra. Verðtrygging launa var afnumin í sumarbyijun 1983 í tíð þáverandi ríkis- stjórnar Steingríms Her- mannssonar og var kjarn- inn í viðleitni þeirrar ríkis- stjórnar til þess að ná tök- um á óðaverðbólgunni, sem þá var komin í 130%. Jafn- framt var tekin ákvörðun um að halda verðtryggingu á fjárskuldbindingum. Sú ákvörðun var umdeild og margir töldu á þeim tíma umhugsunarefni, hvort hægt væri að afnema verð- tryggingu launa án þess að afnema hana einnig á fjárskuldbindingum. Enda kom á daginn að þessi ákvörðun leiddi til mikils vanda fyrir stóran hóp ungs fólks. Laun hafa ekki verið verðtryggð frá þeim tíma og verðbólgan hefur fallið úr 130% í um 25%, þótt það eigi sér margar aðrar skýringar en þá. Hins veg- ar hefur sparnaður verið byggður upp ekki sízt vegna þess trausts, sem skapazt hefur á að verð- gildi peninga haldi sér og það traust byggist á verð- tryggingunni. Jafnframt hefur orðið hugarfars- breyting hjá þjóðinni. Fólki finnst nú ekki síður skipta máli að spara fjármuni sína en eyða þeim. Könnun, sem sparisjóð- irnir í landinu létu gera á sparnaði almennings, sýndi, að það eru ekki fyrst og fremst eignamenn eða hátekjumenn, sem legga fé fyrir. Það er ekkert síður og raunar fremur lágtekju- fólk, sem tryggir öryggi sitt með því að leggja fé fyrir. Það eru því ekkert síður og sennilega fremur félagsmenn í Verkamanna- sambandi íslands, sem njóta góðs af verðtrygg- ingu fjármagns en félags- menn [ Vihnuveitendasam- bandi íslands. Að því kemur, ef rétt er á haldið, að allar verð- tryggingar verða afnumd- ar en eins og mál hafa þró- azt gæti það orðið reiðar- slag fyrir sparnaðinn í landinu og trú fólks á gjaldmiðilinn, ef verð- trygging yrði afnumin of fljótt. Sú breyting, sem gerð var á lánskjaravísi- tölunni í byrjun þessa árs og tengir hana meir launa- breytingum en áður, hefur t.d. orðið til þess að draga úr trú fólks á sparnað. Verðtryggingu fjárskuld- bindinga er ekki hægt að afnema fyrr en verðbólgan hefur minnkað verulega frá því, sem nú er og kemst á svipað stig og í nálægum löndum. Eins og nú háttar er óskynsamlegt að afnema verðtryggingu og raunar hefur ríkisstjórnin þegar gengið of langt í að þvinga fram vaxtalækkun. Við eigum enn eftir nokkur skref áður en við náum því marki, að verðbólga verði hér svipuð og í Evrópu og Bandaríkjunum og að sæmilegt jafnvægi ríki í efnahagsmálum og at- vinnumálum. Þá fyrst þeg- ar því marki hefur verið náð er tímabært að afnema verðtryggingu fjárskuld- bindinga. w Jarðskjálftinn í San Francisco San Francisco. Reuter. HÚS hrundu, eldar brutust út er gasleiðslur roliiuðu, 15 metra langur brúarhluti hrundi og hálf- ur annar km af efri liæð hrað- brautar féll með braki og brest- um ofan á bíla fólks sem var á heimleið úr vinnu eftir einni helstu umferðaræð San Francis- co. Fjöldi manna kramdist til dauða. Þannig var ástandið á háannatima í San Francisco klukkan rúmlega fimm síðdegis að staðartíma á þriðjudag, þegar jarðskjálfti gekk þar yfir. Skelf- dir borgarbúar reyndu að forða sér á hlaupum er múrsteinar og gluggar losnuðu og féllu niður á göturnar, eldar geisuðu víða á borgarsvæðinu og í nærliggjandi borgum. Nær fimm milljónir manna búa á öllu jarðskjálfta- svæðinu en hamfarirnar áttu upptök sín um 80 km suður af borginni sjálfri, í þéttbýlishéruð- unum San Jose og Santa Cruz. Ljóst er að hundruð manna fór- ust í þessum mannskæðustu jarð- hræringum sem orðið hafa í Kali- forníu frá 1906. Fyrstu fregnir af landskjálftan- um bárust hingað frá Reuters- fréttastofunni 18 mínúturyfir mið- nætti að íslenskum tíma í fyrrinótt. Var sagt að hræringarnar hefðu varað í 15 sekúndur og rafmagn víða farið af en einskis mannsskaða getið. Skömmu fyrir hálf þrjú var skýrt frá því að fimm manns hefðu týnt lífi en fljótlega kom í ljós að mannskaðinn var mun meiri. Er hræringarnar hófust var klukkan rúmlega fimm e.h. í San Francisco og fjölmargir voru í bílum, strætis- vögnum eða lestum á leið heim til sín að loknum vinnudegi, umferð var því með mesta móti. Lyftur stöðvuðust þegar rafmagnið datt Björgunarmaður horfir hryggur á eitt fórnarlambanna á Flóabrúnni eftir að lífgunartilraunir hafa reynst árangurslausar. Bílar hafa stungist niður í gap sem opnaðist milli hluta Flóabrúarinnar, helstu samgönguæðarinnar frá San Francisco til nágrannaborgarinnar Oaklands. út og lokuðust margir inni í þeim um hríð. Nimitz-hraðbrautin liggur frá Flóabrúnni yfir San Francisco-fló- ann til nágrannaborgarinnar Oak- land. Rösklega hálfur annar kíló- metri af brautinni, sem er tveggja hæða, hrundi í skjálftanum. „Fjögur hundruð manns slösuðust er þeir urðu fyrir brakinu," sagði talsmað- ur almannavarna San Francisco og síðar kom í ljós að margir þeirra höfðu beðið bana. Marty Cody, þrítugur sjúkraliði, klifraði örþreytt niður af hrúgu af sundurtættum járnabindingum og mölbrotnum steinstoðum. „Það er ekki einu sinni hægt að sjá hvort það eru leifar af andliti eða fótlegg sem sést í þarna uppi,“ sagði hún. Stýrishjól hafði lent í fanginu á einum bílstjór- anum en bíllinn sjálfur hafði lagst saman undan ofurþunganum, flakið var aðeins um 30 sm að þykkt. Cody tókst að draga manninn út úr brakinu og bjarga lífi hans. Annar björgunarmaður sá látinn mann í bíl sínum, hendur og fætur stóðu út um gluggana. „Ég sá gift- ingarhringinn, ég get ekki gleymt þessari sjón meðan ég lifi.“ Um 15 metra hluti efri akbrautar Flóabrúarinnar, annarrar af tveim helstu brúm sem liggja frá San Francisco, hrundi niður á næstu Skjálftinn slæmur en hefði getað verið miklu verri - segir Will H. Perry, fyrrverandi almannavarnastjóri í Kaliforníu WILL H. Perry var um tveggja ára skeið yfirmaður almannavarna í einu af byggðarjögum San Francisco-svæðisins, en hann er nú sestur í helgan stein á íslandi. í samtali við Morgunblaðið lagði hann áherslu á að skjálftinn við San Francisco hefði í raun verið miðlungsskjálfli, þó svo styrkur hans væri í hærri kanti þess flokks. „Þetta var hörníu- legur og slæmur skjálfti, en hann hefði getað verið miklu verri,“ sagði Perry. Hann taldi að skjálftinn gæti verið afar lærdómsríkur, sérstaklega fyrir jarðskjálftaverkfræðinga, enda hefði nú í fyrsta skipti verið reynt á þá verkfræði, sem beitt er gegn jarðskjálftahættu í þéttbýli. „Þessi skjálfti er ekkert í saman- burði við hvað gæti hafa gerst ef um stóran skjálfta hefði verið að ræða. Arlega verða um 200 skjálft- ar af þessari stærðargráðu í heimin- um, 10-20, sem eru 7-7,9 stig á Richter, og kannski um tveir á ári, sem eru yfir 8 stig. Viðmiðunin er náttúrulega sú hversu mikið tjón hlýst af þeim.“ Sagði Perry að eftir skjálftann hefði fundist 15 cm breið sprunga í undirstöðum efri svala Cand- lestick-leikvangsins, þar sem úr- slitaleikur í hafnabolta fór fram. Skjálftinn hefði ekki þurft að vera miklu öflugri til þess að allt hefði hrunið og þá hefði vart þurft að spyija að leikslokum. „I áætlunum gerðum við ráð fyr- ir að manntjón í litlu stærri skjálfta yrði á bilinu 40-100.000. Full ástæða er til að minna á það að fréttamyndir í sjónvarpi gefa ekki alltaf rétta mynd af ástandinu, því tökumennirnir taka vitaskuld helst myndir af því, sem verst er útleik- ið.“ Perry kvaðst ekki hafa haft sam- band við fyrrum samstarfsmenn sína enda hefðu þeir í nógu að snú- ast. Hann sagði hins vegar ljóst að margt væri hægt að læra af skjálft- anum. „í Kaliforníu er skylda að koma fyrir jarðskjálftamælitækjum í nýjum húsum og þær upplýsing- ar, sem fást úr þeim eru ómetanleg- ar. Ég hugsa að menn verði enn að meta þær eftir tíu ár.“ Perry sagði ómögulegt að spá fyrir um hve lengi uppbyggingar- starfið tæki. „Menn eru að nefna einn milljarð Bandaríkjadala þegar tjóninu er velt fyrir sér, en það er aðeins kúfurinn. Atvinnulífið á eftir að verða lamað næstu daga og vik- ur, skemmdir hafa orðið á verk- smiðjum, samgönguæðarnar fyrir utan lestakerfið eru meira og minna úr skorðum gengnar og svo fram- vegis. Þessi skaði verður ekki bætt- ur á einu vetfangi." Will H. Perry. Will Perry kom fyrst hingað til lands árið 1971 í boði íslenskra stjórnvalda til þess að veita ráðgjöf varðandi almannavarnaáætlanir. Hann kvaðst þegar hafa hrifist að landi og þjóð, svo mikið að hann hafi þar og þá afráðið að flytjast hingað til lands þegar hann færi á eftirlaun, sem hann hefði síðan gert fyrir átta árum. Perry er kvæntur íslenskri konu, Huldu Óskarsdóttur Perry. hæð. Fólk, sem verið hafði í bílum sínum á brúnni, sem liggur frá San Francisco til Oakland, hélt í lengstu lög dauðahaldi í molnandi steypu- brot á brúnni áður en það steyptist niður á veginn fyrir neðan eða í sjóinn. „Fyrst hélt ég að reykurinn væri mengunarský. Seinna sá ég eld- hnettina," sagði • Cecile Scandone, sem var í bíl sínum á leið suður á bóginn til San Francisco er hún sá loga í Marina-hverfinu. Slökkviliðs- menn börðust við elda í hundruðum seglbáta í hafnarhverfunum og hús hrundu í nágrannaborginni Santa Cruz þar sem heilar íbúðarblokkir stóðu í ljósum logum. Þak stór- markaðs í San Jose féll og lokaðist fólk inni í húsinu. Eldar kviknuðu í Palo Alto, skammt frá Stanford- háskólanum. Nokkuð bar á grip- deildum op hópar unglinga flykkt- ust sums staðar um með hafnabol- takylfur og ógnuðu vegfarendum en hermenn og þjóðvarðliðar gripu þó fljótt í taumana. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og alríkisstjórnin í Washington hét yfirvöldum í Kaliforníu aðstoð sinni. Reuter Áhorfandi á Candlestick leikvanginum í San Francisco fórnar höndum þegar skjálftinn ríður yfir. Urslitaleik Giants o g Oakland frestað vegna jarðskjálftans Oliio. Frá Gunnari Valgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIL skelfing greip um sig meðal 60.000 áhorfenda sem biðu þess að úrslitaleikur Giants og Oakland í bandaríska hafnaboltanum hæf- ist á Candlestick leikvanginum í San Francisco siðdegis á þriðjudag að þeirra tíma er jarðskjálftinn reið yfir borgina. Það þykir krafta- verki næst að enginn áhorfandi slasaðist alvarlega. Leikurinn átti að hefjast kl. 17.30 að staðartíma, en jarðskjálftinn reið yfir kl. 17:05 og voru þá flestir Formaður íslendingafélagsins: Rétt slapp yfir brúna „HÁLFTÍMA áður en skjálftinn varð ókum við eftir brúnni yfir San Francisco-flóa á leið til kunn- ingja okkar í Hayward þannig að þegar maður lítur til baka hryllir mann við tilhugsuninni um hvað hefði gerst ef við liefð- um verið hálftíma seinna á ferð- inni,“ sagði Árni Árnason, versl- unarmaður og formaður Islend- ingafélagsins í San Francisco, í gærmorgun. Árni hefur verið búsettur í sjö ár í San Francisco ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Pálsdóttur. „Skjálft- inn varð kl. rúmlega 17 og við höfð- um ákveðið að flýta okkur til Hay- ward, sem er austan við flóann, fyrir fimm, áður en umferðin yrði of mikil eins og var fyrirsjáanlegt vegna úrslitaleiksins í hafnaboltan- um. Við vorum svo rétt komin inn úr dyrunum hjá vinafólki okkar þegar skjálftinn reið yfir. Það skalf svo húsið að maður hefur aldrei upplifað annan eins hristing. Nán- Árni Árnason. ast ekkert tjón varð innanstokks en myndir duttu niður af veggjum." áhorfenda komnir á leikvanginn, eða um 60.000. Rafmagn fór af leikvanginum og skelfing greip um sig meðal áhorfenda og en enginn mun hafa slasast alvarlega. San Francisco-búar eru vanir jarð- skjálftum og voru áhorfendur á leik- vanginum ótrúlega rólegir. Eftir að ósköpin dundu yfir þustu leikmenn liðanna, sem voru inni í búningsklefum, út á völlinn og upp í áhorfendastúku þar sem þeir reyndu að nálgast fjölskyldur sínar. Lögreglan kom inn á völlinn og bað áhorfendur að halda kyrru fyrir um stund. Allt fór vel og flestir áhorf- enda voru komnir til síns heima áður en náttmyrkrið skall á. Candlestick-leikvangurinn var byggður 1958 en 1973 var hann styrktur og endurbættur sérstak- lega með tilliti til jarðskjálfta. Leik- vangurinn tekur alls 63.000 áhorf- endur í sæti. Giants og Oakland hafa leikið tvo leiki af sjö í úrslitakeppni hafnar- boltans og hefur Oakland unnið báða. Næstu þrír leikir áttu að fara fram á heimavelli Giants, Cand- lestick leikvanginum. Allt bendir til þess að flytja verði leikina út fyrir borgina, en ekki hefur verið ákveð- ið hvenær eða hvar næsti leikur fer fram. Hundruð manna krömd- ust undir akbrautinni Skjálftinn lærdómsrík- ur fyrir Islendinga - segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur „VIÐ fáum sennilega ekki annan skjálfta sem líkist því meir sem við getum átt yfir höfði okkar hér á íslandi," segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans um jarðskjálft- ann suður af San Francisco á þriðjudag. „Hingað til höfum við verið ef- ins um að tjón yrði í Reykjavík í Suðurlandsskjálfta en það er mjög fróðlegt að sjá hvað gerist í San Francisco því hún er í svipaðri fjar- lægð frá skjálftaupptökum og Reykjavík er frá yfii’vofandi upp- takasvæði Suðurlandsskjálfta," segir Páll. „Hliðrunin í jarðskorp- unni sem átti sér stað þarna er mjög lík því sem gæti átt sér stað hérlendis. Á báðum helstu skjálftasvæðum Islands á suðurl- andi og norðurlandi eru skjálftarn- ir af sarna toga og í Kaliforníu. Eins virðast skjálftabylgjurnar berast um jarðskorpuna í Kali- forníu á svipaðan hátt og hér. Þegar þetta kemur saman má gera ráð fyrir að áhrif skjálfta af sömu stærð hérlendis verði svipuð og á skjálftasvæðinu í Kaliforníu. Það er einmitt áætlað að Suður- landsskjálfti yrði af stærðargráð- unni 6,5-7 á Richter. Skjálftinn á þriðjudag mæidist 6,9 og er því mjög sambærilegur. Byggingar á skjálftasvæðinu í Kaliforníu eru traustari en hér ef eitthvað er. Ef vilji og peningar eru fyrir hendi þá gætu íslendingar dre’gið mikinn lærdóm af skjálftanum á þriðjudag. Æskilegt væri að íslenskir sérfræðingar fengju tækifæri til að skoða upptaka- svæði skjálftans og helsta tjón sem af honu mhlaust. í Kaliforníu er eitt þéttriðnasta net jarðskjálfta- mæla og annarra mælitækja í heiminum og aðstæður til að fylgj- ast með jarðhræringum allar hinar bestu. Þessi skjálfti kemur því áreiðanlega til með að auka þekk- ■ ingu á upptökum skjálfta og að- draganda." Að sögn Páls yrðu upptök Suð- urlandsskjálfta í byggð á Suður- landsundirlendi, jafnvel í þéttbýli eins og á Selfossi en Hella og Flúð- ir eru einnig nálægt upptaka- svæði. Áætlað hefur verið að 80% líkur séu á Suðurlandsskjálfta á næstu 30 árum. Páll leggur áherslu á hve erfitt er að segja fyrir um tjón af völdum jarð- skjálfta og það sé undir því komið hversu nærri upptökin enj byggð. Ólafiir Jóhann Ólafs- son framkvæmdasfiórí: Var ítennis þegar skjálft- inn reið yfir „ÉG var ný- kominn heim frá fundi í San Francisco og var úti á tennis- velli ' þegar skjálftinn átti sér stað,“ sagði Ólafur Jóhann Ólafsson, fram- kvæmdastjóri hjá japanska Ólafur Jóhann Ólafsson. stórfyrirtækinu Sony í Bandarikjunum um jarð- skjálftann. Ólafur Jóhann er staddur í Cup- ertion, sem er skammt sunnan við San Francisco og aðeins 10 til 20 kílómetra frá upptökum skjálftans. Hann sagðist ekki hafa gert sér strax grein fyrir því hversu alvar- legur skjálftinn var, en mikill ótti greip fyrst um sig meðal fóiks. „Það hentist allt á góifið, bækur, myndir og málverk," sagði Ólafur Jóhann en hann býr í íbúð Sony- fyrirtækisins. Ólafur Jóhann bjó í San Franc- isco í þijú ár, en flutti ásamt eigin- konu sinni til New York, fyrir mán- uði síðan. Gólfið gekk í bylgjum - segir Oddný Jónsdóttir í San Francisco „ÉG VAR í vinnunni og sat við tölvuna mína þegar allt fór af stað og gólfið gekk í bylgjum. Ég reyndi að slökkva á tölvunni en tókst það ekki og barst ein- hvern veginn fram og aftur eftir skrifstofunni," sagði Oddný Jóns- dóttir Nelson frá Keflavík sem búsett er í San Francisco ásamt bandarískum eiginmanni sinum og fimm ára syni. „Rafmagnið fór af. Ég fór strax að hugsa um son minn sem var á dagheimili í kirkju skamint undan og reyndi að hringja þangað en síminn var dauður. Ég fór út til að sækja hann, sótti fyrst bílinn minn í neðanjarðar- geymslu þar sem gæslumaðurinn var viti sínu fjær af hræðslu og keyrði síðan af stað. Hús í hverf- inu, fjármáiahverfi San Francisco, skemmdust ekki mikið en malbik á götunum var sprungið. Ég er venju- lega svona korter að keyra að dag- heimilinu en var klukkutíma að þessu sinni enda var algjört öng- þveiti á götunum. Á dagheimilinu höfðu öil börnin verið látin setjast undir borð og þar sátu þau og voru látin biðja hástöfum til guðs. Það virkaði hálfóhugnanlega á mig. Stutt frá þar sem ég á heima hrundi hús en ég held að enginn hafi meiðst. Nokkrir vinnufélagar Oddný Jónsdóttir Nelson. mínir fóru á úrslitaleikinn í hafna- boltanum og þurftu að fara yfir brúna sem hrundi. Ég hef ekkert heyrt frá þeim og veit því ekkert um þá. Okkur er skipað að vera innandyra, og aðeins ætlast til að björgunarlið og lögregla sé á ferli. Maður hefur heyrt um að talsvert hafi verið um rán og þjófnaði í skjóli ástandsins," sagði Oddný Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.