Morgunblaðið - 19.10.1989, Síða 35

Morgunblaðið - 19.10.1989, Síða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 Margrét Friðriks- dóttirfrá Kópaskeri Fædd ll.júní 1910 Dáin 9. október 1989 Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Margrétar Friðriks- dóttur, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans 9. þ.m., eftir skamma en stranga legu. Hún fæddist 11. júní 1910 á Efri-Hólum í Núpasveit, N-Þingeyj- arsýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrik Sæmundsson, bóndi, og Guðrún Halldórsdóttir, ljósmóð- ir. Þau eignuðust 10 böm sem öll náðu fullorðinsaldri, en þau eru þessi, talin í aldursröð: Halldóra, Sæmundur, Dýrleif, Þómý, Mar- grét, Kristján, Jóhann, Svanhvít, Guðrún Sigríður og Barði. Auk þess áttu 1>au hjón fósturson, Halldór Stefánsson. Látin em auk Margrét- ar, Halldóra, Sæmundur, Þómý, Kristján og Jóhann. Systkinin voru öll gædd góðum hæfileikum, hvert á sínu sviði og gerðust nýtir þjóð- félagsþegnar. Heimilið í Efri-Hólum var menn- ingarsetur á þeim tíma. Þar vom verkmennt hvers konar og þjóðleg fræði í hávegum höfð. Bömin fengu sinn skólalærdóm hjá farkennara eins og þá var alsiða í sveitum. Afkoman byggðist á góðri sam- vinnu og ekki síst var það mikil- ,vægt að allir tækju höndum saman þar sem húsmóðirin várð oft að hverfa að heiman, til að sinna skyldustörfum sínum sem ljósmóð- ir. Dætumar gripu því snemma inn í húsmóðurstörfin og lærðu ungar að axla ábyrgð. Þótt búið krefðist mikils af heimilisfólkinu, gleymdu Guðrún og Friðrik ekki að sinna andlegu hliðinni. Það var siður í Efri-Hólum í hvert sinn sem tæki- færi gafst, að taka lagið, einhver spilaði á hljóðfæri og dans var stig- inn. Það vom ekki bara einhverjir tyllidagar notaðir til þess að létta sér upp, heldur var gjaman brugðið á leik að loknu dagsverki. í mjög stómm dráttum hef ég dregið upp mynd af æskuheimili Margrétar eins og hún hefur sagt mér frá því. Hún bar þess merki að hún hafði hlotið góða menntun á mörg- um sviðum, þótt eiginleg skóla- ganga hafi ekki verið löng. Vega- nestið sem hún hlaut í föðurgarði kom henni að góðum notum þegar hún fór að heiman og hóf lífstarf sitt. Árið 1931 steig Margrét mikið gæfuspor er hún gekk í hjónaband með Þórhalli Bjömssyni. Faðir hans var Bjöm Kristjánsson, bóndi á Víkingavatni og síðar kaupfélags- stjóri á Kópaskeri. Móðir hans, Gunnþómnn Þorbergsdóttir, var fyrri kona Bjöms, en hún lést eftir skamma sambúð þeirra. Margrét og Þórhallur stofnuðu heimili sitt á Kópaskeri, en Þórhallur sem hafði verið í námi í Samvinnuskólanum réðst til starfa hjá Kaupfélagi Norð- ur-Þingeyinga. Þau reistu sér myndarlegt hús á Kópaskeri og gáfu því nafnið Sandhólar. Þór- hallur tók við starfi kaupfélags- stjóra af föður sínum árið 1947 og gegndi því til ársins 1966, en þá lét hann af störfum eftir farsælt tímabil. Þau bjuggu framan af ævi sinni á Kópaskeri að fráskildum tveimur ámm sem þau áttu heima á Akureyri er Þórhallur var starfs- maður KEA. Margréti og Þórhalli fæddust 9 mannvænleg börn, sem eru þessi, talin í aldursröð: Bjöm, Friðrik, Gunnar Þór, Guðrún, Gunn- þómnn Rannveig, Barði, Kristveig, Þorbergur og Guðbjörg. Kópasker var verslunar- og sam- göngumiðstöð sem þjónaði ná- grannasveitunum. Kaupfélag N- Þingeyinga rak þar verslun, slátur- hús, frystihús og hótel. Mikil um- svif vom í kringum kaupfélags- stjórann og heimili hans og vinnu- dagurinn oft langur. Þegar Flugfé- lag íslands hóf samgöngur til Kópa- skers gerðist Þórhallur umboðs- maður félagsins, meðfram sínum venjulegu störfum og annaðist af- greiðslu flugvéla. Hann hafði þá þjónustu inni á heimilinu og hjálp- aðist fjölskyldan við að sinna þessu starfi. Sandhólar vom nokkurs kon- ar miðstöð í þjóðbraut og lögðu margir þangað leið sína. Ekki síst var margt um manninn þar þegar sláturtíð stóð yfir. Það var alltaf fastur kjarni sem hélt til í Sand- hólum og naut gestrisni þeirra hjóna á hveiju hausti. Það má nærri geta að mikið var lagt á húsmóður- ina sem hafði ærinn starfa fyrir við heimilishald, uppeldi og umönnun bamanna. Það er raunar ótrúlegt hveiju hún gat áorkað. Margrét var óvenju vel úr garði gerð á allan hátt. Hun var fríð sýn- um, rösk í fasi og bar sig veL Hrein- skiptin, ósérhlífin og trygglynd. Einstök frásagnargáfa og ríkt skop- skyn komu viðstöddum oft í gott skap, enda kunni hún ógrynni af kveðskap og skemmtilegum sögum. Hún hafði einstaklega gott lag á bömum og hafði gaman af að um- gangast þau, enda fengu bama- bömin 25 og bamabamabömin 15 óspart að njóta ástúðar hennar. Hæfileikar hennar vora á mörg- um sviðum og komu sér vel í um- fangsmiklum störfum sem hlóðust á heimilið. Allt sem viðkom matar- gerð fórst henni einstaklega vel úr hendi og naut hún sín vel sem veit- andi. Hér áður fyrr var mest allur fatnaður saumaður á heimilunum og var hún mjög hæf á því sviði. Einnig pijónaði hún og óf mikið og prýða ofnar mottur eftir hana heim- ili þeirra hjóna og víðar. Hún hafði mikið yndi af blómarækt, bæði utan og innan dyra og virtist allt dafna og blómstra betur hjá henni en öðram. Það kom sér vel að húsmóð- irin var hagsýn þar sem fjölskyldan var stór en aðeins ein fyrirvinna. Árið 1966 lét Þórhallur af störf- um kaupfélagsstjóra og fluttu hjón- in suður, ásamt bömum sínum sem enn vora heima. Þau festu kaup á Hrauntungu 51 í Kópavogi og áttu þar heimili næstu 15 árin eða þar til þau minnkuðu við sig og fluttu í Hamraborg 14 þar sem þau hafa búið síðan. Þórhallur hafði á hendi starf að- alféhirðis hjá SÍS til ársins 1976 eða þar til hann gerðist fulltrúi for- stjóra fyrirtækisins, gegndi því til ársins 1981 en þá lét hann af störf- um fyrir aldurs sakir. Ung að áram felldu þau Þór- hallur og Margrét hugi saman og tókst að viðhalda ástinni. Þau vora einstaklega samrýnd hjón og sam- taka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, og má telja það lykilinn að farsæld þeirra. Eftir að þau fluttu suður varð það að fastri venju að fjölskyldan kom saman á hveijum jóladegi á fallegu heimili þeirra hjóna og naut þar gestrisni þeirra. Við, sem höfum hist þar, vitum hvers virði þetta hefur verið fyrir okkur öll, ekki síst börnin. Árið 1980 urðu Margrét og Þór- hallur fyrir miklu áfalli þegar Barði sonur þeirra fórst, ásamt félaga sínum, þegar bátur þeirra sökk í Axarfirði. Þá höfðu þau styrk hvort af öðra sem endranær. Það var árið 1981 sem Margrét kenndi fyrst þess meins er varð hénni að aldurtila. Hún gekkst und- ir margar og erfiðar aðgerðir, en það var henni ljarri skapi að leggja árar í bát og hvað eftir annað náði hún sér á strik og vann störf sín af þeirri natni sem einkenndi hana. Oft var hún sárþjáð og þótt hún vissi að hveiju dró æðraðist hún ekki. Margrét var þakklát öllu starfs- fólki Landspítalans sem annaðist hana og einnig gaf hjúkranarfólkið henni góðan vitnisburð sakir ljúf- mennsku hennar. Hennar er sárt saknað, en allir sem þekktu hana geyma góðar minningar um hana. Það er huggun harmi gegn að þján- ingar hennar era á enda. Að leiðar- lokum færi ég þakkir fyrir allt sem Margrét gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Ég votta eiginmanni hennar, Þórhalli, bömum, barna- bömum, öðram ættingjum hennar og tengdafólki, mína dýpstu samúð. Hvíli hún í friði. G. Lillý Guðbjörnsdóttir Margrét Friðriksdóttir fæddist í Efri-Hólum í Núpasveit 11. júní 1910, dóttir hjónanna Guðrúnar Halldórsdóttur og Friðriks Sæ- mundssonar, sem bjuggu þar stór- búi. Hún var fimmta í röð tíu systk- ina og ólst upp á íjölmennu menn- ingarheimili; bjó að því alla ævi síðan, var hafsjór af fróðleik um foma háttu. Hún var menntuð kona, þótt skólaganga hennar væri stutt, víðlesin og lífsglöð, hafði næma kímnigáfu og hlýlegt viðmót, tröll- trygg vinum sínum og góðviljuð. Hún gekk að eiga Þórhall Bjöms- son kaupfélagsstjóra á Kópaskeri árið 1931 og eignuðust þau níu börn. Þau fluttust til Reykjavíkur árið 1966, þegar Þórhallur tók við starfi aðalgjaldkera hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Síðustu árin bjuggu þau í Kópavogi. Starfsvettvangur Margrétar PYiðriksdóttur var heimili hennar. Kona sem eignast níu- börn á rúm- lega 20 áram hefur ærinn verka- hring, þótt ekki komi fleira til. Gestkvæmt var alla tíð á heimili þeirra Þórhalls og ekki í kot vísað. Fyrir nokkrum áram kenndi hún meins þess, sem flestum verður ofurefli að stríða við. Hún bugaðist aldrei, þótt veikindi hennar væra þungbær, naut þeirrar heilsu, sem henni var gefin. Hún var sæl af bömum sínum og bamabömum, eins og segir í fomu kvæði, varð þó að sjá á bak einum sona sinna langt fyrir aldur fram. Henni var ekki fisjað saman. Ég flyt Þórhalli, bömum þeirra hjóna og barnabömum samúðar- kveðju Gunnlaugar Eggertsdóttur, sem nú dvelst erlendis og á þess ekki kost að fylgja mágkonu sinni síðasta spölinn. Hún færir henni alúðarþakkir fyrir órofa tryggð og — vináttu um áratuga skeið. Ég og fjölskylda mín sendum vandamönnum Margrétar Friðriks- dóttur samúðarkveðjur með orðum listaskáldsins: Sem þá á vori sunna hlý sólgeislum lauka nærir og fífilkolli innan í óvöknuð blöðin hrærin svo vermir fögur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir lands, fijóvgar og blessun færir. (J.H.) Sölvi Sveinsson Móðursystir mín, Margrét Frið- riksdóttir, lést aðfaranótt 9. október eftir langa baráttu við ólæknandi sjúkdóm, svo hetjulega baráttu að með ólíkindum er. Hennar er nú sárt saknað af eiginmanni, afkom- endum, öðram ættingjum, vensla- fólki og vinum. Margrét fæddist í Efri-Hólum í Núpasveit 11. júní 1910 og var fimmta bam foreldra sinna, Guð- rúnar Halldórsdóttur, ljósmóður, og Friðriks Sæmundssonar, bónda. Eldri en hún vora Halldóra, móðir mín, Sæmundur, Dýrleif og Þómý og yngri Kristján, Jóhann, Svanhvít, Guðrún Sigríður og Barði. Fjögur systkinanna era enn á lífi, þau Dýrleif, Svanhvít, Guðrún Sigríður og Barði. Systkinin tíu ólust upp við sér- staka heimilisglaðværð og athafna- semi og vitnuðu oft í ýmislegt sem gert hafði verið og sagt heima í Efri-Hólum á uppvaxtaráram þeirra svo okkur bamabömunum þótti næstum sem við hefðum verið þar viðstödd og þekktum af eigin raun ekki bara afa okkar sem dó fyrir minni flestra okkar, heldur líka vinnufólki sem verið hafði um lengri eða skemmri tíma, svo og gesti sérkennilega sem þar höfðu komið. Þrátt fyrir óvenjulega ást á heimahögum fór það svo að af systkinunum tíu vora það aðeins systurnar tvær, Margrét og Hall- dóra, sem settust að í Núpasveit. Margrét, sem var ljórða í röðinni af systranum sex, giftist þeirra fyrst, þá.komung, Þórhalli Bjöms- syni á Kópaskeri og eignuðust þau fyrsta bam sitt, soninn Bjöm, að- eins tvítug að aldri. Þau hjón eign- uðust níu böm á tæpum tuttugu og tveimur áram, auk Björns þau Friðrik, Gunnar Þór, Guðrúnu, Gunnþóranni, Rannveigu, Barða, Kristveigu, Þorberg og Guðbjörgu, sem fædd era 1952 og yngst þeirra systkina. Bömum sínum og eigin- manni helgaði Margrét síðan alla krafta sína sem vora miklir, bæði líkamlegir og þó ekki síður andleg- ir því annarri eins hugarorku og lífsþrótti hef ég tæpast kynnst um dagana nema ef vera skyldi hjá hinum systranum. Þegar ég fer fyrst að muna eftir mér búa þau Margrét og Þórhallur í Sandhólum á Kópaskeri þar sem hann var kaupfélagsstjóri. Náinn samgangur var milli heimila þeirra systranna, móður minnar og Mar- grétar og systkinahópamir tveir, við systkinin fjögur og þau níu, lit- um næstum á okkur sem einn hóp. Þær systumar vora ákaflega sam- hentar og studdu hvor aðra með ráðum og dáð, ekki síst ef veikindi eða aðra erfiðleika bar að höndum. Svo vora þær trúnaðarvinkonur, töluðu leyndarmál, hlógu og sungu saman. Þær áttu ýmislegt í félagi, m.a. pijónavél sem var sitt misserið hjá hvorri og minnist ég á hana seinna. Einnig var því hagað svo þegar amma mín brá búi í Efri- Hólum að þær tóku til sín fóstra þeirra systkinanna sem þeim var mjög kær og var hún sitt missirið hjá hvorri það sem hún átti eftir ólifað. Fyrir kom líka að þær skipt- ■ ust á stelpum, ég var send niður í Sandhóla en Guðrún frænka mín upp í skóla. Gaf það góða raun eins og flest fyrirtæki þeirra systra. Heimilið í Sandhólum var um- svifamikið, margt fólk í heimili og gestagangur mjög mikill. Frænka mín rak heimili sitt af þvílíkum skörangsskap, dugnaði og fyrir- hyggju að ég trúi naumast mínu eigin minni þegar ég rifja upp öll þau verk sem þar vora leyst af hendi og ekki kastað til höndum. Sláturgerð, bakstur, niðursuða, reyking á kjöti, þvottar, mjaltir, heyskapur, beijatínsla, saft- og sultugerð, saumaskapur auk dag- legrar matargerðar og umönnunar barnanna en við það vora þau hjón- in óvenjulega samhent og Þórhallur tók meiri þátt í henni en algengt var á þeim tíma. Auðvitað var Magga lífið og sálin í flestum þeim verkum sem ég taldi upp, skipu- lagði og gerði mest sjálf en hafði líka einstakt lag á öðru fólki og gat látið því finnast sönn ánægja fólgin í flestum störfum og tala ég þar af reynslu, því þannig fór mér en var þó í aðra tíma fremur treg til verka. Margrét og Þórhallur bjuggu sínu rausnarbúi á Kópaskeri fram til ársins 1966 þegar þau fluttust suður þegar yngsta dóttirin var nýfermd alveg eins og foreldrar mínir höfðu gert tólf áram áður. Urðu nú heldur fagnaðarfundir milli þeirra hjóna og allra þeirra skyld- menna og afkomenda sem nú vora flestir búsettir hér syðra. Ég get ekki stillt mig um að minnast á sunnudagsfundi þeirra systkinanna sem brátt urðu að hefð. Sæmundur móðurbróðir minn hafði lengi haft þann sið að fara í sund á sunnu- dagsmorgnum og koma við hjá móður minni að því loknu. Þegar þau Magga og Þórhallur komu suð- ur slógust þau í förina með Sæ- mundi og öll komu þau svo á Hraun- teiginn á eftir. Þessi venja hélst um árabil og var í heiðri höfð með ýmsum tilbrigðum, stundum var fleira fólk og svo fóra þau að skipt- ast á um að hafa þessa morgun- fundi. Varð þetta til að tryggja að þessi samrýndu systkini- hittust reglulega. Ég held að þau hjónin hafi unað hag sínum vel eftir að hingað kom. Ævinlega var gaman að koma á heiniili þeirra í Hrauntungu í Kópa- vogi. Þar vora haldnar veislur góð- ar og vinafundir og mér fannst Magga njóta sín vel. Þau hittu margt fólk og ferðuðust og fannst ' mér hún hafa einstakt yndi af ferða- lögum og sagði þannig frá þeim að mér fannst oft að ég. hefði verið með í för. Á þessum árum stækk- aði ört hópur afkomenda þeirra og fylgdist hún með hveijum nýjum einstaklingi af þeirri alúð og nær- gætni sem henni var lagin. Fram á síðasta dag fylgdi hún öllu sínu fólki í huganum og vissi hvað það tók sér fyrir hendur. Árið 1980 var sá sári harmur kveðinn að þessari fjölskyldu að Barði, næstyngsti sonur Margrétar og Þórhalls, drakknaði á leið frá Akureyri til Kópaskers. Margir vora þeir sem áttu erfitt með að sætta, sig við þau þungu örlög en sárasf' var það auðvitað þeim sem næst stóðu. Þá sem oftar held ég að sam- heldni hjónanna og bama þeirra hafi verið þeim dýrmæt. Magga var óaðskiljanlegur hluti af mínum bemskuheimi. Ég minnt- ist áðan á pijónavél þeirra systra. Þegar hún var hjá okkur kom Magga stöku sinnum uppeftir að pijóna og sóttist ég þá eftir að vera hjá henni. Kannski var hægt að nota mig til að spóla og vinda en meira man ég þó eftir samtölurn**’ okkar, kvæðalestri og söng. Þessar stundir vora mér fágætar ánægju- stundir því hvort tveggja var að mér þótti ákaflega mikið varið í að eiga einkasamræður við fullorðið fólk og í annan stað dáði ég þessa frænku mína takmarkalaust og þótti ég eiga í henni trúnaðarvin og slíkan hauk í horni að aldrei datt mér annað í hug en hún yrði jafnan á mínu bandi hvað sem í skærist. Það er ekki hægt að vera skemmtilegri við krakka en hún var við mig þessar prjónastundir og era þær meðal minna kærastu bernsku- minninga. Ég læt þessa getið hér vegna þess að ég held að þannie^ hafi hún verið við flesta þá krakka* sem vora í návist hennar um lengri eða skemmri tíma. Hún var húmoristi af guðs náð. Það var mikið dauðyfli sem ekki hreifst með þegar hún gerði að gamni sínu og komst hún oft snilld- arlega að orði. Hún var líka einstök eftirherma en fór dult með því eng- an vildi hún særa. Nú er komið að leiðarlokum. Þessi fallega og góða kona hefur kvatt þennan heim. Hún var búin vel að gera að lifa okkur hinum svona lengi. Hjónaband þeirra Þór- halls var búið að standa í tæpa sex áratugi og fallegra sambandi hef ég varla kynnst. Mér hefur nýlega^. vitrast að hamingjan sé fólgin í góðum gjömingum og sé svo hefur frænka mín verið hamingjusöm manneskja bví allt hennar líf ein- kenndist afgóðum verkum. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að, þakklát fyrir alla okkar fundi og samtöl. Við systkinin, böm Halldóra, sendum Þórhalli, systkinunum, tengdabömum og barnabörnum Margrétar innilegar samúðarkveðj- ur. Að lokum langar mig til að vitna í síðustu orð Jónasar um Tóma^' Sæmundsson: ... fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Vilborg Sigurðardóttir Fleiri greinar um Margréti Frið■ riksdóttur munu birtast í blaðinu næstu daga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.