Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 1989 H Minning: Friðrik M. Friðleifs■ son, myndskeri Fæddur 19. nóvember 1922 Dáinn 5. október 1989 Eitt sinn verða allir menn að deyja segir í litlu lagi, en ekki er maður nú alltaf sammála því hve- nær það er. En nú er hann afi á Nesinu dáinn. Amma og afi fengu „Nes“- nafnið til viðbótar af því að þau búa á Seltjarnarnesi. Að fara í heimsókn til ömmu og HÆTTIÐ AÐ BOGRA VIÐ ÞRIFIN! H ú fást vagnar med nýrri vindu par sem moppan er undin með éinu handtaki án pess að taka purfi hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þetta pýðir auðveldari og betri prif. Auðveldara, fljótlegra og hagkvæmara! IBESTAI Nýbýlavegi 18 Sími 641988 afa á Nesið var alltaf jafn gott og gaman, og gott var að fá að skreppa aðeins út á verkstæði til afa, þar var nú ýmislegt sem við fengum að gera með hjálp afa, síðan var farið inn til ömmu og henni sýnt hvað gert hafði verið, var því alltaf hrósað mikið (og mikið var maður ánægður þá). Við gátum misst ham- arsréttindin um stund ef við lömd- um á fingur eða annað, en ekki var það lengi. Minningarnar frá þessum tímum eru alveg sérstaklega skemmtilegar og ógleymanlegar. Elsku amma við biðjum guð að gefa þér styrk í sorg þinni. Guðrún og Gunnar Friðrik Þegar dauðinn ber að dyrum er- um við alltaf jafn óviðbúin þrátt fyrir að það megi teljast eðlilegt að vinir kveðji þessa jarðartilveru. Mér kemur þetta í hug þegar ég nú kveð vin minn og mág Friðrik M. Friðleifsson myndskera sem lést 5. október sl. 66 ára að aldri. Við vinir hans og kunningjar reiknuðum ekki með að kallið kæmi svona skyndilega þrátt fyrir að við vissum að veikindi hans voru alvar- leg. Það er stutt síðan að við hjón- in heimsóttum hann og virtist hann þá hress að sjá og vorum við mág- arnir einmitt að ráðleggja spila- mennsku á komandi vetri en við höfum spilað saman brids í áraraðir. Friðrik barðist hetjulegri baráttu við sjúkdóm sinn í rúmt ár og urð- um við vinir hans og kunningjar aldrei varir við annað hjá honum en æðruleysi og kjark þann tíma. Það kom best fram meðal annars í hans léttu lund og góðum húmor sem honum var gefið í ríkum mæli. . Kynni okkar Friðriks hófust er ég giftist systur hans, Margréti. Var það upphafið að nánum og góðum vinskap sem entist alla tíð meðan hann lifði. Ég tel mig mikinn gæfumann að hafa kynnst slíkum manni á lífsleiðinni sem bauð allt það besta í fari manns sem piýtt getur góðan dreng, af því má mikið læra. Friðrik hlaut menntun í mynd- skurði sem hann stundaði óslitið t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BÁRÐUR SIGURÐSSON, Birtingakvfsl 64, Reykjavík, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 18. október. Fyrir hond annarra vandamanna, Guðný Lúðvíksdóttir, Lúðvik Bárðarson, Rannveig Sveinsdóttir, Gerður Bárðardóttir, Sigurður Bárðarson, Tinna Guðrún Lúðviksdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu, afa, systur og mágs, HALLFRÍÐAR SVEINSDÓTTUR, og ÞORVARÐAR HJALTASONAR frá Súðavík. Hjalti Þorvarðarson, Guðrún Vigfúsdóttir, Svavar Þorvarðsson, Helga Bjarnadóttir, Jóna Þorvarðardóttir, Þórður Eiríksson, Ásbjörn Þorvarðarson, Guðlaug Hálfdánardóttir, barnabörn og Guðrún Sveinsdóttir. þar til fyrir ári er hann fékk sjúk- dóm þann er að lokum dró hann til dauða. Friðrik var mikill listamaður í sínu fagi og mikið til hans leitað enda vandaður í verkum sínum svo af bar. Það má í þessu sambandi minnast á allar þær gestabækur sem hann hannaði og skar út eftir óskum kaupanda. Auk þess hin mörgu félagsmerki af öllum stærð- um og gerðum og marga aðra hluti stóra og smáa. Friðrik hafði mjög gaman af að spila brids enda spilamaður góður. Við mágarnir vorum makkerar og félagar í Krummaklúbbnum sl. 16 ár, auk þess spiluðum við 4 félagar saman í heimaklúbbi sama ára- ijölda. Það var oft mikið skrafað og skeggrætt á þessum spilakvöld- um og einstaka sinnum tekist á en þó alltaf í góðu, sárindi eða skamm- ir þekktust ekki enda Friðrik fyrst- ur til að gera gott úr öllum misskiln- ingi. Friðrik var á þessum kvöldum alltaf hrókur alls fagnaðar. Létt- lyndi hans og fyndni hafði mjög góð áhrif á alla sem hann um- gekkst. Ég minnist í þessu sam- bandi á öll ferðalögin með spilafé- lögunum fjórum sem við fórum á hveiju ári með konum okkar í stutt- ar helgarferðir innanlands og að lokum til Englands sumarið 1988. í þeirri ferð sáum við vinir hans í fyrsta sinn byijun á veikindum hans þó svo að hann iéti ekki á neinu bera og legði sig fram til að gera ferðina sem ánægjulegasta. Þá hafði Friðrik mjög gaman af að renna fyrir lax enda veiðimaður góður, laginn og fiskinn vel. Hafði hann gaman af að segja frá þessum veiðiferðum sínum í glöðum vina- hópi og var þá oft mikið hlegið enda hafði hann mjög skemmtilega frásagnargáfu. Þessar línur í minningu Friðriks eru frá okkur hjónunum sameigin- lega enda milli þeirra systkina sér- stakur kærleikur og hlýja sem syst- ir hans mat mikils. Hún hafði mikla ánægju af heimsóknum hans á heimili okkar hjónanna. Ég fann það oft að henni þótti mjög vænt um bróður sinn og virti hann mikils í allri hans framkomu. Að lokum vil ég minnast aldraðrar móður Friðriks sem hann annaðist á ýmsan hátt núna seinni árin af einstakri hlýju og kærleika. Við hjónin vitum að henni er sár söknuður í huga. En góðar minningar um góðan dreng munu draga úr sárasta treg- anum í huga hennar. Ég hefi sleppt úr í þessum línum öllum ættartölum. Friðrik átti stóra fjölskyldu, bæði í foreldrahúsum og eigin Ijölskyldu. Hann ólst upp í hópi sjö systkina sem öll eru á lífi. Áttunda systkinið sem var drengur og var næst elstur fæddist and- vana. Sjálfur átti Friðrik sjö börn í sínu hjónabandi auk stjúpþóttur sem öll eru uppkomin og eru þau öll á lífi og farin úr foreldrahúsum þegar faðir þeirra lést. Mestur er þó missir eftirlifandi konu Friðriks, Guðrúnar Ólafsdótt- ur ættaðrar frá Hurðarbaki í Flóa. Þau gengu í hjónaband 16. júní 1945. Heimili þeirra hjóna sem lengst var á Skólabraut 49, Sel- tjarnarnesi, var til mikillar fyrir- myndar á öllum sviðum og gestrisni í hávegum höfð enda þau hjón sam- hent að taka á móti vinum og kunn- ingjum af sem mestri rausn. Við hjónin biðjum, Guðrún mín, góðan guð að blessa þig og ástvini þína sem eftir lifa og veita ykkur styrk og huggun í ykkar mikla missi. Margrét og Helgi + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Kleifum, Steingrímsfirði. Guðrún Þóroddsdóttir, Anders Guðmundsson, Hilmar Guðmundsson, Hafsteinn Guðmundsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Hreinn Guðmundsson, Dögg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGFÚSAR BJARNASONAR sjómanns, fv. skrifstofustjóra Sjómannafélags Reykjavíkur, og heiðruðu minningu hans. Sérstakar þakkir til Sjómannafélags Reykjavíkur fyrir virðingu auðsýnda hinum látna. Sveinborg Lárusdóttir, Bjarni Sigfússon, Guðrún Ásbjörg Magnúsdóttir, Kristján Sigfússon, Guðfinna Inga Guðmundsdóttir, Ingvar Alfréð Sigfússon, Ingibjörg Bjartmarz og barnabörn. } 1| E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.