Morgunblaðið - 19.10.1989, Page 39

Morgunblaðið - 19.10.1989, Page 39
MORG UNBLAÐIÐ 'FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 19S9 39 AMNESTY-VIKAN HELGUÐ BÖRNUM Júgóslavía Stúlkurnar Nafíje Zendeli 18 ára og Valdeta Fejzullai 17 ára og drengirnir Dashmir Osmani og Nuredin Aliu báðir 17 ára eru frá lýðveldinu Makedóníu í Suð- ur-Júgóslavíu en af albönsku þjóð- arbroti. Ungmennin voru öll nemendur við gagnfræðaskólann í bænum Gostivar er þau vom handtekin í október 1988 í kjölfar friðsam- legra mótmæla gegn því að bekk- ir þar sem kennt hafði verið á albönsku höfðu verið lagðir niður. Til framkvæmda höfðu komið ný lög um gagnfræðaskóla og fram- haldsskóla í Makedóníu þar sem m.a. er kveðið á um að kennsla skuli fara fram á albönsku ef í bekk em fleiri en 30 albanskir nemendur og ef til kennslunnar fáist hæfir kennarar. Skólinn í Gostivar uppfyllti ekki skilyrði laganna og þurftu albanskir nem- endur því að stunda nám sitt á tungumáli Makedóníu. Fólk af albönskum uppmna hefur lýst yfir óánægju sinni með þetta fyr- irkomulag og hefur jafnframt bent á að skort á hæfum kennur- um megi rekja til þess að fjöldi kennara hefur verið sagt upp störfum fyrir að innræta nemend- um sínum albanska þjóðrækni. Ungmennin vom leidd fyrir rétt 30. desember 1988 og sökuð um „stofnun félagsskapar í fjandsam- legum tilgangi“ og „að grafa und- an félagslegum stöðugleika“ sam- kvæmt 114. og 136. grein júgó- slavneskra hegningarlaga. Við réttarhöldin kom fram að öll voru þau duglegir námsmenn og höfðu ekki fram að þessu sýnt andfé- lagslega hegðun. Nafije og Valdeta voru hvor um sig dæmdar í 4 ára fangelsi. Dashmir var dæmdur í 6 ára fang- elsi og Nuredin i 5 ára fangelsi. Þau áfrýjuðu dómnum og eru því enn í varðhaldi. Þau munu öll afplána dóm sinn í fangelsum fyr- ir fólk undir lögaldri. Fregnir herma að þau séu í haldi í Idrizovo-fangelsinu nærri Skopje. Amnesty International hefur sam- Nafije Zendeli þykkt þau öli sem samviskufanga. Vinsamlegast skrifið og farið fram á að þau verði látin laus tafarlaust og án nokkurra skil- yrða. Skrifið til: Janez Drnovsek, President of the SRFJ Presidency Bulevar Leninja 2, Beograd, Yugoslavia. Bahrein Amnesty-samtökunum hafa borist fregnir um að Mehdi Hus- sein Ziad 16 ára, Abbas ’Atiya Hassan 15 ára, Salman ’Atiya Sahnan og Hassan ’Ali Hussein báðir 16 ára og Fadhel Hassan Fateel 18 ára hafi verið í hópi 15 manna sem handteknir voru í febrúar 1989 og hafðir í einangr- un í ’Adliya-fangelsinu vegna andófs við ríkisstjórnina. Talið er að hluti hópsins hafi mátt sæta pyntingum og hafi hlotið illa með- ferð. Ástæður fyrir handtökunni eru ekki kunnar en talið er að hinir handteknu séu virkir meðlimir í samfélagi ’Shi-múslima og að ein- Nígería Hinn 26. febrúar 1989 var Matthew Anu, ásamt tveimur öðrum, tekinn af-lífi fyrir morð og rán. Dómurinn var kveðinn upp af svokölluðum „Rán- og vopna- dómstóli" (Robbery and Firearms Trihunal). Slíkum dómstólum var komið á fót í Nígeríu 1984 og hafa þeir vald til að kveða upp dauðarefsingu fyrir vopnuð rán. Sakborningar hafa ekki rétt til að skjóta m|li sínu til æðri dóm- stóla. Talið er að Matthew Anu hafi verið 17 ára eða yngri þegar af- brotið var framið. Dómsfullnæg- ingin yfir honum er andstæð al- þjóðlegum samþykktum um refs- ingu þeirra sem eru undir 18 ára aldri. Vinsamlega skrifið og látið í ljós áhyggjur vegna aftöku Matt- hveijir þeirra kunni að hafa tekið þátt í trúarlegum mótmælum og hrópað slagorð gegn ríkisstjórn- inni. í byijun maí fékk Amnesty fregnir um að þremur úr hópnum hafi verið sleppt úr haldi. Kunn- ugt er um nöfn tveggja en ekki er vitað um þann þriðja og er líklegt að hann sé einn af ungling- unum sem nefndir eru hér að of- an. Hermt er að hinir 12 sem eft- ir eru í haldi verði fljótlega leidd- ir fyrir rétt. Ámnesty hefur oft látið í ljós áhyggjur sínar við ríkisstjóm Bahrein varðandi það réttarfar sem ríkir í landinu. Einstaklingar sem hnepptir eru í varðhald sam- kvæmt öryggislögum ríkisins geta verið í haldi um ótiltekinn tíma án dóms og laga og fá oft ekki hew Anu og tveggja annarra hinn 26. fewbrúar 1989 og einkanlega vegna þess að Matthew Anu virð- ist hafa verið innan 18 ára aldurs þegar afbrotið, sem hann var dæmdur fyrir, var framið. Útský- rið andstöðu Amnesty Internatio- nal við dauðarefsingu yfirleitt og vitnið í varúðarreglur ECOSOC (þ.e.: United Nations’ Economic and Social Council), á ensku „safeguards", gegn aftökum fólks innan 18 ára aldurs þegar afbrot er framið. Látið í ljós sérstakar áhyggjur út af grimmdarlegum aftökum í augsýn almennings og áhrifum þeirra á nærstadda, ekki síst börn. Skrifið til: Major-General M.G. Nasko, Minister in charge of the Federal Capital Territory, Ministry in charge of the Federal Capital Territory, 15 Awolowo Road, Ikoyi Island, Lagos, Nigeria. að hafa samskipti við ættingja sína og lögfræðinga og mega oft sæta pyntingum. Amnesty telur að pólitískir fangar fái ekki rétt- mæta dómsmeðferð eins og lýst er í 14. grein Alþjóðlega sáttmál- ans um borgaraleg og pólitísk réttindi. Sakborningar hafa hvorki fullnægjandi aðgang að lögfræðingum né rétt til að áfrýja dómsúrskurði. Dómstólar mega nota játningar sem eina sönnunar- gagn í dómsmáli og eykur það hættuna í pyntingum. Amnesty fer enn einu sinni þess á leit við ríkisstjórn Bahrein að hún samræmi réttarvenjur landsins til jafns við alþjóðlegar reglur og hvetur ríkisstjómina til að sýna stuðning sinn við mann- réttindi með því að undirrita og þar með staðfesta Alþjóðlega sátt- málann um borgaraleg og pólitísk réttindi. Vinsamlegast skrifið og spyijist fyrir um það hvort áðurnefndir unglingar séu enn í haldi, hvað þeir séu ásakaðir fyrir og hvort búið sé að dagsetja réttarhöld í máli þeirra. Farið fram á að þeir fái að hafa samskipti við ættingja sína og við lögfræðinga að eigin vali og að þeir fái læknisþjónustu sé hennar þörf. Farið fram á að þeir verði látnir lausir tafarlaust og án nokkurra skilyrða ef þeir eru í haldi eingöngu fyrir stjórn- málaskoðanir sínar. Farið jafn- framt fram á ítarlega og hlutlausa rannsókn á staðhæfingum þeim sem borist hafa um pyntingar. Skrifið til: H.E. Sheikh Mohammad Ali Kha- lifa Al-Khalifa („Your Excellency"), Minister of Interior, PO Box 13, Police Fort Compo- und, Salmaniya, State of Bahrain. Heilsugæsla á Þingeyri óþörf? Frá Huldu Sigmundsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins á Þingeyri. Á sama tíma og félagasamtök hefja vetrarstarf eða búa sig undir það, bólar ekki á lækni eða hjúkr- unarfræðingi, ekki svo mikið sem auglýst eftir fólki til þessara starfa á Þingeyri frekar en allt væri í sóm- anum með heilsugæsluna. Skólarnir hafa hafið starf sitt fyrir þó nokkru, Núpsskóli með um 60 unglinga og grunnskólinn á Þingeyri með 80-90 börn og unglinga. Skólaskoðun virðist óþörf, einnig flensusprautur. Það léttist brúnin á Þingeyring- um þegar fréttist að Póstur og sími væri að láta vinna að bættum skil- yrðum fyrir sjónvarpsútsendingu, ljósleiðari kominn í jörðina í Mýra- hrepp, geislinn væntanlegur að norðan, en engin hreyfing er komin á byggingu eða uppsetningu sjón- varpssendis, líklega nóg að gert til að fá heimamenn til að greiða gjöld- in möglunarlaust hér eftir sem hingað til. Nú er læknirinn farinn fyrir nokkru og örlar. ekki á svo mikið sem auglýsingum um að vant.i lækni. Skíðalyftan stendur viðgerð við smiðjuna, líklega hættuminnst að hreyfa hana ekki þaðan. Einhver gæti fundið upp á að fótbijóta sig ef lyftan væri tekin í gagnið þegar snjþr er kominn á jörðu. 1 sílýsi þeirra, er stjórna heil- brigðismálum er Dýrðfirðingum ljóst, að ráðamenn varðar lítið lang- nætti vetrar, vestur á fjörðum. DACHSTEIN Fjallaskór Ósviknir DACHSTEIN með tvöföldum saumum, nfð-sterkum gúmmisóla, vatnsþéttri reimingu. Framleiddir f Austurrlki og sérstaklega geröir fyrir mikió álag og erfiöar aöstaeður. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Skrifstofutækni Tölvufræðslunnar Þú stendur betur að víei að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og færð góða iimsýn í viðskiptaensku. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð greiðslukjör. Innritun er þegar hafin. Hringdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um hæl. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 24, sími 687590

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.