Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 SPRENGÍDAGUR á morgun! i Skífunni Borgartúni 24. Skífan kynnir sprengidaginn. Á morg- un seljum við allar vörur í verslun okk- ar í BORGARTÚNI 24 með 10% af- slætti. Auk þess bjóðum við fjöldan allan af plötum með 25% afslætti og 12 tommur á hálfvirði. STÓRKOSTLEG VERÐSPRENGING! Framvegis verður sprengidagur í Skífunni, Borgartúni 24, mánaðarlega. Merktu við þessa daga í dagatalinu þínu: SKOOAOU íSKÍFUNA! S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI Skaðleg efiii í ávöxtum Hættulegust börnum Undanfarnar vikur hafa í Bandaríkjunum verið mjög til umræðu varasöm efhi sem notuð eru við ræktun ávaxta og grænmetis. Snúast umræðurnar sérstaklega um áhrif þessara efna á ung börn. Það eíni sem aðallega hefiir verið í brennidepli nú er stýri- efnið „Alar“. Efhið er aðallega notað á epli í þeim tilgangi að halda þeim lengur á trjánum, það stuðlar einnig að fallegri lög- un, gefur rauðari lit og þéttari ávöxt. Framleiðandi efnisins, Uniroyal lendis. Þar vestra óttast menn að Chemical Co., hefur verið í eldlín- unni síðan deilur komu upp á milli Environmental Protection Agency (EPA) eða Umhverfis- verndarráðs Bandaríkjanna og Natural Resources Defence Coun- cil eða Auðlindavarnaráðsins um öryggi stýriefnisins Alar og hvað hægt sé að gera i sambandi við leifar skordýra- og illgresiseyða í matvælum. Auðlindavamaráðið kom í febrúar fram með ásakanir á héndur Uniroyal þar sem segir að Alar, eða Daminozide, sem er lífrænt sýruefni, væri krabba- meinsvaldur í dýrum (fram hafa komið æxli í æðaveggjum á rott- um) og hættulegt mönnum og þá sérstaklega ungum börnum. Deilur þessar hafa orðið til þess að Uniroyal Chemical mun hætta sölu Alar í Bandaríkjunum, en á síðasta ári seldi fyrirtækið efnið fyrir 4,6 milljónir dala og hafði salan þá minnkað um 75% á síðustu tveimur árum. Um það bil helmingur efnisins er seldur erlendis. En Uniroyal hefur verið gagnrýnt fyrir þá ákvörðun sína, að ætla að selja efnið áfram er- efnið muni berast aftur til Banda- ríkjanna með innfluttum eplum eða eplaafurðum. í marsblaði tímaritsins „Scien- ce News“ er greint frá rannsókn Auðlindavarnaráðsins sem hratt umræðunni af stað. Þar segir að niðurstaða tveggja ára rann- sókna, þeirra umfangsmestu sinnar tegundar sem gerðar hafa verið til þessa, leiði í ljós að Bandaríkjamenn komnir tii full- orðinsára eigi á hættu að fá krabbamein vegna skordýra- og illgresiseyðis á ávöxtum og græn- meti sem þeir neyttu sem börn, og að áhættan sé margfalt meiri en talið hafi verið til þessa. Rannsóknirnar sýndu fram á, að þar sem ávextir eru svo stór hluti af fæðu barna og ávextir sú fæðutegund sem helst inniheldur leifar illgresis- og skordýraeyða, þá væru börnin í mestri hættu. I rannsóknunum kom fram, að ávextir eru um 32 prósent af neyslu barna eða um 70 prósent- um meira en neysla t.d. kvenna á aldrinum 22-32 ára, og að börn borða sex sinnum meiri ávexti en Eftirlit með inn- flutningi garðávaxta - og ræktun grænmetis Nauðsynlegt er að vera vel á verði gagnvart innfluttu grænmeti og sérstaklega ávöxtum, þar sem við vitum ekki hvaða skordýra- og illgresiseyðar eða stýriefni eru notuð á þessa framleiðslu. Leitað var upplýsinga hjá nokkrum aðilum um notkun skor- dýra- og illgresiseyða við ræktun hér á landi. Hjá Hollustuvernd var okkur tjáð að hér á landi væru aðeins notaðir skordýra- og ill- gresiseyðar sem Eiturefnanefnd hefði leyft notkun á. Leyfð er notkun á 5 stýriefnum. Varnarefnin eru flokkuð í þijá flokkar eftir styrkleika: A-, B- og C-flokk, og þarf sérstakt leyfi fyrir notkun sterkustu efnanna sem eru í A-flokknum. Þau leyfi fá aðeins þeir sem iært hafa með- ferð efnanna, eru með gróður- húsaræktun eða hafa lokið prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Við náðum tali af Helga Jó- hannessyni hjá Garðyrkjuskóla ríkisins og spurðum hann hvort stýriefnið Alar væri notað á mat- jurtir hér á landi? Hann sagði það ekki vera, það væri eingöngu not- að á blóm. Efnið skaðar ekki neyt- endur nema þess sé neytt. Helgi sagði að hér væri minna um plöntusjúkdóma en erlendis og þar af leiðandi væri minna notað af skordýra- og illgresiseyði ' við ræktun hér á landi en erlendis. Helgi var spurður um kögur- vængjuna, skordýrið sem nú heij- ar á grænmeti í gróðurhúsum hér á landi. Hann sagði að hún væri ekki komin í öll gróðurhús lands- ins, en menn væru að kanna hvernig best væri að útrýma henni. Aðspurður sagði hann að hún legðist aðallega á papriku og gúrkur. Ákveðinn tími þarf að líða frá notkun skordýra- og illgresiseyða á grænmeti áður en það er sett á markað. Það verður alfarið að treysta framleiðendum sjálfum til að fylgja þar settum reglum, á meðan ekki er til staðar hér á landi efnaeftirlit með innlendri framleiðslu eða innfluttum ávöxt- um og grænmeti. M. Þorv. fullorðnir miðað við líkamsþyngd. Börn undir skólaaldri drekka 18 sinnum meira af eplasafa en full- orðnir, miðað við líkamsþyngd og ungbörn um 31 sinni meira. Yngstu börnin verða fyrir mestum eitrunaráhrifum vegna þess að hlutfall er á milli fæðu og líkams- þyngdar og samsvarandi á milli fæðu og varnarefna. Magnið minnkar eftir því sem börn verða eldri. En uppsöfnun efnanna varir lífstíð einstaklingsins. Ráðið byggðir rannsóknir sínar á opinberum skýrslum sem ná yfir 27 fæðutegundir, aðrar en mjólkurvörur, en sem börn yngri en 6 ára borða oftast. Upplýsinga var aflað um leifar 23 skordýra- og illgresiseyða, þar af 8 sem taldir eru vera krabbameinsvald- ar, og eru á skrá hjá Umhverfis- verndarráði og Fæðu- og lyfjaeft- irliti Bandaríkjanna sem mengun- arvaldar í ávöxtum og grænmeti. I greinini kemur fram að Um- hverfisverndarráð álítur að 66 lögleg efni, sem leyfð era sem skordýra- og illgresiseyðar, geti valdið æxlamyndunum. Því er einnig haldið fram að um 496 skordýra- og illgresiseyðar geti skilið eftir leifar í matvælunum, en aðeins 40 prósent þeirra sé hægt að finna með þeim efna- fræðilegu aðferðum sem notaðar eru til að fylgjast með þeim. Lagt er til að opinberir eftirlits- aðilar leitist við að finna aðferðir til að fylgjast með notkun skor- dýra- og iilgresiseyða og að þing- ið finni aðferð til að verðlauna þá bændur sem draga úr notkun þessara efna. í marsblaði tímarits- ins „Chemical & Engineering News“ er bent á nauðsyn þess að forðast efnamengun í matvæl- um í framtíðinni. Það verði helst gert með því að brúa bilið sem er á milli iðnaðar, opinberra eftirlits- aðila og almennings. Einnig er lögð áhersla á að neytendur eigi að fá upplýsingar um áhættu- þsptti í sambandi við þá skordýra- og illgresiseyða sem notaðir eru á matvæli. Ágreiningurinn er hins vegar um það hvernig upplýsing- unum verði best komið á fram- færi. Þessar deilur hafa leitt til þess að Umhverfisverndarráð Banda- ríkjanna hefur nú ákveðið endur- skoðun á lögum um notkun skor- dýra- og illgresiseyða í ræktun ávaxta og grænmetis, þ.e. stýri- efna, illgresis- og skordýraeyða ásamt öðram þeim kemiskum efn- um sem notuð eru á matvæiin, en sem geta valdið fólki heilsusk- aða. — Hagnýt speki — Sá sem veit „hvern- ig“ mun alltaf hafa starf, — en sá sem veit „hvers vegna“ mun alltaf hafa yfirmannsstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.