Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 52
TMNCHESTER
BYSSUR OG SKOTFÆRI
Heildsöludreifing:
I.Guðmundsson, sími :24020
SAGA CLASS
Fyrir þá sem eru aðeins
á undan
FLUGLEIDIR
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Líkist mjög aðstæðum
við Suðurlandsskjálfta
- segir Páll Einarssonjarðeðlisfræðingur um landskjálftann suður af San Francisco
Jarðskjálftinn í San Francisco eins og hann mældist á Veðurstofh
Islands. Beinu línurnar fyrir ofan og neðan sýna ástandið nokkru
fyrir og eftir skjálftann.
Afgreiðslu á
700 húsnæðis-
lánum flýtt
um hálft ár
STJÓRN Húsnæðisstofnunar hef-
ur ákveðið að flýta afgreiðslu 700
húsnæðislána vegna fyrstu ibúða
lántakenda. Um er að ræða láns-
loforð um greiðslu fyrri hluta
lánanna á tímabilinu júní, júlí og
ágúst á næsta ári. Lántakendum
verður gefinn kostur á að taka
fyrri hluta lánsins á þessu ári og
síðari greiðsluna sex mánuðum
síðar. Aðalástæður þessa eru að
ónýtt lán frá áramótum eru á
þriðja hundrað talsins, að lífeyr-
issjóðirnir hafa keypt skuldabréf
af Húsnæðisstofiiun fyrir meira
fé en áætfað var og loks þrýsting-
ur frá aðilum á vinnumarkaði á
að biðin eftir lánum verði stytt.
Þeir 700 umsækjendur, sem gef-
inn er kostur á að fá fyrri hluta
lánsins greiddan á þessu ári, eru
þó ekki bundnir af að taka því boði,
þeir geta eftir sem áður haldið sig
við upphaflega áætlun um greiðslu-
tíma. Upphæðin sem um er að ræða
er samtals úm 1.400 milljónir, þar
sem meðallán er nú um tvær millj-
ónir króna. Fyrri hluti lánsins til
þessara 700 lántaka er því um 700
milljónir króna.
Innan húsnæðismálastjórnar hef-
ur verið óánægja með, að Hús-
næðisstofnun safnaði sjóði í Seðla-
banka á sama tíma og haldið er í
hemilinn varðandi lánveitingar.
Björn Þórhallsson fulltrúi launþega.
í stjórninni segir að sá grunur hafi
læðst að mörgum að með sjóðsöfn-
un langt umfram þarfir væri verið
að undirbúa húsbréfakerfi með því
að nota ekki fé sem ætlað væri til
almennra lána. „Þegar farið er að
frysta það fé, sem lífeyrissjóðirnir
leggja til húsnæðiskerfisins sam-
kvæmt samkomulagi frá 1986, og
nýta það til annarra þarfa ríkis-
sjóðs, þá rísum við upp. Og það
mun braka verulega í, ef þeir ætla
að reyna að seilast lengra eftir
lífeyrissparnaði launþega,“ segir
Björn.
Meðal nokkurra stjórnarmanna
var framangreind óánægja ein
helsta ástæða þess, að greiðsiu lán-
anna er nú flýtt.
FUNDUR var haldinn hjá Jarð-
skjálftanefhd í gær og drög lögð
að því að þrír til fjórir menn
yrðu sendir vestur um haf til
Kaliforniu til þess að kynna sér
áhrif jarðskjálftans í San Franc-
isco og reyna að draga lærdóm
af þeim. Páll Einarsson jarðeðlis-
fræðingur sagði í samtali við
Morgunblaðið að vart væri hægt
að hugsa sér skjálfta sem líktist
meir íslenskum aðstæðum en
þann sem varð í Kaliforníu á
þriðjudag. Kæmi þar til styrk-
leiki skjálftans og hreyfing í jarð-
skorpunni, byggingarlag mann-
virkja og Qarlægð frá helsta þétt-
býlissvæði.
Ákvörðun um kynnisferð á
skjálftaslóðirnar verður að líkindum
tekin í dag, en Jarðskjálftanefnd
er skipuð af samgönguráðherra.
Guðjón Petersen, framkvæmda-
stjóri Almannavarna, sagði í sam-
taii við Morgunblaðið í gær, að ef
af kynnisferð til Kaliforníu yrði,
myndu að líkindum sérfræðingar á
sviði jarðskjálftaverkfræði, jarðeðl-
isfræði og almannavarna verða
sendir. Guðjón Petersen var spurður
um hugsanleg áhrif landskjálfta í
líkingu við skjálftann í San Franc-
isco hér á landi. Hann sagði óhægt
að spá fyrir um það, þar sem lítil
reynsla væri fengin á þá byggingar-
staðla, sem giltu hér á landi. „Það
er kannski athyglisvert að akbrúin
upp að brúnni yfir San Francisco-
flóa var sérstaklega styrkt eftir
skjálftann í San Fernando á síðasta
áratug. Samt fór sem fór,“ sagði
Guðjón.
Páll Einarsson 'segir að hingað
til hafi menn verið efins um að tjón
yrði í Reykjavík í Suðurlands-
skjálfta en það sé mjög fróðlegt að
sjá hvað gerist í San Francisco því
hún sé í svipaðri ijarlægð frá
skjálftaupptökum og Reykjavík er
frá líklegu upptakasvæði Suður-
landsskjálfta.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir kom að hrundu akbrautinni:
Hjálpaði til við að bera
fólk sem hafði slasast
Ægir Jens Guðmundsson ók um brautina mínútu áður en skjálftinn reið yfir
„EFTIR að skjálftinn gekk yfir fór ég út til að taka myndir.
Vegurinn sem hrundi er rétt fyrir neðan hjá okkur. Það var óskap-
legt að sjá þetta. Það var ekki margt fólk komið þá til að hjálpa
og fáir lögreglumenn. Ég var dregin í að hjálpa til að bera fólk
sem hafði slasast. Það voru þarna lík út um allt. Nú er sagt, að
273 hafi farist en þá er ekki búið að ná öllu fólkinu úr bílunum
sem urðu þarna undir. Þeir segja, að það séu jafnvel 200 bílar
þarna,“ sagði Hrafnhildur Gunnarsdóttir sem neinur Ijósmyndun
og býr í Oakland.
Ægir Jens Guðmundsson, sem
stundar nám í kvikmyndagerð og
býr í Oakland, ók akbrautina yfir
Flóann í þann mund sem jarð-
skjálftinn varð. Hann segist hafa
verið kominn yfir sjálfan Flóann
og á uppfyllingu, þegar landið
gekk í bylgjum. Þótti honum eins
og bílhjólin hoppuðu upp úr hjól-
förum. Hann hafi strax áttað sig
á því, að um jarðskjálfta hafi ver-
ið að ræða. Aðrir ökumenn stöðv-
uðu farartæki sín og gættu að
því, hvort eitthvað væri að bílun-
um. „Það var ekki fyrr en ég kom
heim, að ég áttaði mig á því
hversu naumlega ég hafði slopp-
ið,“ sagði Ægir við Morgunblaðið
í gærkvöldi. „Það munaði kannski
einni mínútu, að ég kæmist yfir.“
Síðasta spölinn þurfti hann að
fara í átt að svörtum reyk vegna
elda sem höfðu kviknað vegna
skjálftans. Ægir var klukktutíma
fyrr á ferðinni en hann er vanur
vegna þess að tími féll niður í
skólanum. Hann sagðist aldrei
hafa litið til baka, eftir að hann
var kominn yfir Flóann.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir var
nýkomin heim til sín, þegar jarð-
skjálftinn reið yfir. Sagðist hún
ekki hafa vitað hvaðan á sig stóð
veðrið. Veggirnir hefðu sveiflast
að minnsta kosti 80 sentimetra í
hvora átt en húsið staðið skjálft-
ann af sér. Hún sagði að stykkin
í akbrautinni hefðu verið mörg
tonn á þýngd og bílarnir hefðu
fallið marga metra.
Að sögn Gunnhildar Lorensen,
ræðismanns Islands í San Franc-
isco, vill svo vel til að íslending-
arnir búa yfirleitt á svæðúm þar
sem lítið tjón varð af völdum
skjálftans og eru þeir ailir sagðir
Ægir Jens Guðmundsson
heilir á húfi.
Oddný Jónsdóttir Nelson frá
Keflavík sagðist hafa verið við
vinnu sína,- þegar skjálftinn reið
yfir. Hún hefði flýtt sér að sækja
barn sitt á dagheimili. Þar hefðu
börnin öll setið undir borði og
beðið innilega til Guðs.