Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 Hörpuútgáfan gefiir út sálma og kvæði Hallgríms Péturssonar * „Gott og þarft verk,“ segir biskup Islands HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér nýja útgáfu á sálmum og kvæðum Hallgríms Péturssonar og fengu biskup Islands, herra Ólafúr Skúlason, og Jón Einarsson, sóknarprest- ur í Hallgrímskirkju í Saurbæ, aflient fyrstu eintökin í gær. I safninu er, auk sálmanna, nokkurt úrval annars kveðskapar. Kennimaðurinn og trúmaðurinn skipar samt stærstan sess, en mörg kvæðin bera þess vitni að séra Hallgrímur hefúr verið glaðlyndur, alþýðlegur og ófeiminn við að yrkja um hvers- dagslegt bústang. Má þar nefna gamankvæði, stökur, lausavísur og rímur. Biskup íslands sagði útgáfuna gott og þarft verk og myndu menn ekki síður kynnast skáldinu og trúmanninum Hallgrími Pét- urssyni í gegnum kvæði hans og rímur en í gegnum passíusálma hans. Nýja útgáfan er í tveimur bind- um. Það fyrra inniheldur passíu- sálma og hefur Helgi Skúli Kjart- ansson sagnfræðingur haft um- sjón með því, en síðara bindið er úrval annars kveðskapar og hefur Páll Bjarnason cand. mag. séð um að velja úr verkum skáldsins í þann hluta verksins. „Kvæði Hallgríms eru misjöfn að gæðum eins og öll mannanna verk og einnig má segja að þau hafi staðist misvel tímans tönn. Reynt var að hafa hliðsjón af því við val kvæðanna. Fremur eru látin sitja í fyrirrúmi kvæði, sem teljast sæmilega aðgengileg fyrir almenning, ekki síst ungt fólk. í sama skyni eru nokkur lengstu kvæðin stytt örlítið og jafnvel birt brot úr sumum þeirra. A það eink- um við um rímur Hallgríms: Þá hefur verið reynt að gæta þess að fjölbreytni í yrkisefnum Hallgríms fengi notíð sín,“ segir Páll í inngangi verksins. Páll segir að texti margra ljóð- anna væri ótraustur. Fæst þeirra væru til í eiginhandarritum, í eftir- ritum væru kvæði í mismunandi gerðum og margt væri eignað Hallgrími með vafasömum rétti. Tillfinnanlega skorti útgáfu, sem byggðist á fræðilegri athugun allra tiltækra heimilda um kvæð- in. Á vegum stofnunar Árna Magnússonar væri raunar unnið að slíkum rannsóknum, en þær væru skammt á veg komnar. Bókaskreytingar annaðist Guð- jón Ingi Hauksson bókahönnuður og hafði hann til hliðsjónar 15. aldar biblíuhandrit. Bækurnar eru samtals 524 blaðsíður og er prent- un og bókband unnið hjá Prent- smiðjunni Odda. VEÐUR Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) í DAG k/. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 20. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Kl. 15 var komiö austan hvassviöri og farið að styttast i rigningu syðst á landinu. Annars staðar á landinu var vindur hægari og nokkuð bjart veður, þó var súld á annesjum norð- anlands. Hiti var 2-7 stig. SPÁ: Norðaustanátt, stinningskaldi vestanlands í fyrstu en annars hægari. Dálítil rigning eða súld um noröan- og austanvert landið, skúrir á stöku stað suðaustanlands en þurrt suðvestanlands. Held- ur hlýnandi í bili. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUIMNUDAG:Norðaustanátt um allt land. Skúrir en síðan slyddu- eða snjóél við noröur- og jafnvel aust- urströndina en léttskýjað sunnanlands og vestan. Hiti 2-8 stig á laugardag en 0-6 stig á sunnudag. TÁKN Heiðskírt •á -é: p'\ w/Æ'Æv Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / # / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus \j Skúrir == Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veSur Akureyri 1 skýjað Reykjavlk 5 skýjað Bergen vantar Helsinki 9 skýjað Kaupmannah. vantar Narssarssuaq •5-2 snjókoma Nuuk +3 hálfskýjað Osló vantar Stokkhólmur vantar Þórshöfn vantar Algarve vantar Amsterdam 17 mistur Barcelona 23 mistur Berlin vantar Chicago vantar Feneyjar 14 þoka Frankfurt vantar Glasgow vantar Hamborg vantar Las Palmas vantar London 18 skýjað Los Angeles vantar Lúxemborg 14 þokumóða Madríd 18 hálfskýjað Malaga 24 skýjað Mallorca 23 þokumóða Montreal vantar New York vantar Orlando vantar Parls 18 skýjað Róm 21 skýjað Vin vantar Washington vantar Winnipeg vantar. Morgunblaðið/Carsten Kristjánsson Biskup Islands og sóknarprestur í Hallgrímskirkju í Saurbæ fengu aflient fyrstu eintök verksins. Á myndinni eru frá vinstri: Bragi Þórðarson eigandi Hörpuútgáfúnnar, herra Ólafúr Skúlason biskup íslands, séra Jón Einarsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju í Saurbæ, en þar sat Hallgrímur Pétursson lengst af, Páll Bjarnason, Guðjón Ingi Hauksson bókarhönnuður og Helgi Skúli Kjartansson. V erðlagsstofiiun: Auglýsingar Baulu taldar brjóta lög Erum að kanna styrkleika álloka á dósunum, segir Baula VERÐLAGSSTOFNUN hefúr skrifað Baulu hf., og bent á að auglýsingar fyrirtækisins um að þeir, sem safúi állokum af Baulu-jógúrtdósum og sendi fyrirtækinu, eigi möguleika á tveimur farseðlum með Flug- leiðum og gistingu í Qögurra daga ferð sem Baula hyggst gangast fyrir, brjóti í bága við lög um óréttmæta viðkipta- hætti. Samkvæmt upplýsingum frá Verðlagsstofnun hefur borist svar frá Baulu, þar sem fram kemur að fyrirtækið sé ósammála niður- stöðu Verðlagsstofnunar. Þar seg- ir að auglýsingin sé annars vegar sett fram í þeim tilgangi að kanna styrkleika álloka á jógúrtdósum frá fyrirtækinu, en á því tímabili sem könnunin standi sé notast við tvær mismunandi gerðir af lokum, og fyrirtækinu sé mikið í mun að fá sent frá neytendum eins mikið og verða má af lokum til að öðl- ast örugga vitneskju um hvernig lokin reynast. Hins vegar sé um að ræða að velja einstaklinga úr hópi þeirra neytenda, sem borða jógúrt frá Baulu, til að aðstoða fyrirtækið við ákvörðun um val á nýrri jógúrttegund. Nauðsynlegt sé talið að gefa þeim sem þátt taki í því vali kost á samanburði við ákveðnar erlendar jógúrtteg- undir, og það verði að gerast er- lendis. Þátttakendurnir ve'rði vald- ir úr hópi þeirra sem sendi fyrir- tækinu lok, en hvergi sé gefið í skyn að hlutkesti eða tilviljun verði látin ráða því vali. Sólveig Guðmundsdóttir lög- fræðingur Verðlagsstofnunar sagði, að það væri eindregin skoð- un stofnunarinnar að umræddar auglýsingar Baulu væru brot á lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti. Sex fulltrú- ar áþingSÞ SEX íslenskir fúlltrúar niunu fara á allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna sem hófst 19. september í New York. Fulltrúarnir fara í tveimur hópum og er sá fyrri þegar farinn út. Áætlað er að fúll- trúarnir dveiji í þrjár vikur í New York, kynni sér nefndastörf og sitji fundi en búist er við að þetta þing snúist að mestu um um- hverfismál. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, Jón. Kristjánsson, Framsóknarflokki, og Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi, eru í fyrri hópnum sem þegar er farinn til New York. í síðari hópnum eru Þórhildur Þorleifsdóttir, Kvennalista, Rann- veig^ Guðmundsdóttir, Alþýðuflokki, og Óskar Ólason, Borgaraflokki. Að sögn Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis, munu íslensku fulltrúarnir kynna sér störf Sameinuðu þjóðanna og skila skýrslu þegar heim kemur. íslenzka úthafsútgerðarfélagið: Togaranum gefið nafii í næstu viku ENDURBÓTUM á verksmiðjutogara íslenzka úthafsútgerðarfé- lagsins hf. er nú að ljúka í Hull í Englandi. Reynslusigling er áætluð næstkomandi þriðjudag, en daginn eftir verður skipinu gefið nafnið Andri I. Það heitir nú Roman I. Skipinu verður gefið nafn við hátíðlega athöfn, þar sem stjórnar- menn fyrirtækisins og fleiri, er útgerð þess og endurbótum tengj- ast, verða viðstaddir. Að því loknu leggur það af stað áleiðis um Pa- nama-skurðinn til Seattle á vestur- strönd Bandaríkjanna og þaðan á miðin við Alaska. Alls er þetta um 11.000 sjómílna sigling og tekur hún um 36 daga. Þegar komið verður á leiðarenda munu fiskkaup og frysting afurðanna hefjast. Skipstjóri á Andra I verður Ásmundur Jónatansson og yfirvél- stjóri Gunnar Þórhallsson. Vinnslustjóri hefur verið ráðinn Jón P. Salvarsson. Alls verða 12 íslendingar í áhöfn Andra I, en Pólveijar verða við fiskvinnsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.