Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 20. OKTÓBER 1989 19 Þrír tugir manna fórust Michael - namskeið I í j ar ðskj álftum Peking. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 29 manns fórust og mörg hundruð slösuð- ust þegar öflug jarðskjálllahrina reið yfir Shanxi- og Hebei-hérað í Norður-Kína kl. 17 að íslenskum tíma í gær. Feng Zhangshun, yfirmaður kínversku jarð- skjálftastofnunarinnar, sagði að búast mætti við því að tala lát- inna hækkaði þegar björgunar- sveitir hefðu leitað í mörg þús- und byggingum sem hrundu í grennd við borgina Datong. AllsTiðu sjö skjálftar yfir Shang- xi-hérað, í um 250 km fjarlægð frá höfuðborginni Peking. Harðasti skjálftinn mældist 6,1 á Richters- kvarða en aðrir skjálftar voru allir yfir 5 á Richters-kvarða. Skjálfta- miðjan er talin hafa verið á mörkum Xinjiang- og Gansu-héraðs. Feng sagði að á milli 5.000-6.000 hús hefðu eyðilagst í skjálftunum og að sveitahéruðin liefðu orðið verst úti. Jarðskjálftanna varð vart allt til úthverfa Peking-borgar þar sem óttaslegnir íbúar þustu út á götur. Hin opinbera fréttastofan New China News Agency sagði að jarð- skjálfti að svipuðum styrkleika hefði gengið yfir héraðið Xinjiang í Vestur-Kína, nærri mörkum Gansu-héraðs. Feng vísaði fréttinni á bug og embættismaður í utanrík- Erfiðleikar í kanad- ískum sjávarútvegi Washington. Frá Ivari Guðniundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. STÆRSTA utgerðarfelag Kanada, Nationl Sea, tilkynnir í Halifax, að félagið hafi ákveðið að loka mörgum fiskvinnslustöðv- um og leggja t ogurum á næstunni sökum minnkandi aflabragða og útlits fyrir þverrandi fiskgengd. Talsmaður National Sea, Murray Coolican í Halifax, segist gera ráð fyrir, að félaginu verði fyrirskipað af yfirvöldunum að veiða 16.000 smálestum minna á árinu 1990, en afli félagsins var í ár. Hann bætti því við, að frá þvi að ríkisstjðrnin gekkst fyrir endurskipu- lagningu á fiskveiðunum fyrir fimm árum, hafi aflinn, sem félaginu hafi verið skammtaður, minnkað árlega um 71.000 smálestir. Þetta þýðir, að fjöldi manns miss- ir atvinnu sína í verstöðvunum á austurströnd Kanada til viðbótar við 4.000 manns sem sagt var upp at- vinnunni er sjö fiskvinnslustöðvum var lokað í fyrrahaust í Nova Scotia og á Nýfundnalandi. Fiskifræðingar fylgjast nákvæm- lega með fiskgengdinni og er úthlut- un veiðileyfa byggð á þessum rann- sóknum. Talsmaður sjávarútvegsráðuneytis Kanada, William Doubleday að nafni, sagði á fundi í Halifax um helgina, „að það væri engin stórhrörnun á fiskistofnum á Kanadamiðum, þrátt fyrir að sumir fiskistofnar eru minni en áður. Hann benti m.a. á, að fiski- fræðingar telji, að þorskstofninn sé nú 2li sinnum stærri við Kanada- strendur en hann var 1977. „En hitt er rétt,“ bætti hann við, „að þorskviðkoman er minni en hún var á sjöunda áratugnum. En hvers vegna, veit eg ekki,“ bætti hann við. Fiskifræðingar fullyrða hins vegar að ýsustofninn við Kanada sé óvenju- lega veikur um þessar mundir. Annar fundur útgerðarmanna í Kanada verður haldinn í næsta mán- uði, áður en veiðileyfin fyrir næsta ár verða ákveðin. Búist er við að smábátaeigendur láti þá til sín heyra, því meðal þeirra ríkir einnig óánægja út af veiðileyfum, eða skorti á þeim. íKína ismáladeild héraðsstjórnarinnar Xinjiang sagði að engra jarðskjálfta hefði orðið vart í héraðinu og allt væri með kyrrum kjönim. Þátttakendur athugið, að námskeiðið hefst kl. 9, laugardaginn 21. okt. á Hótel Lind. Munið kvittun vegna staðfestingargjalds. Örfá pláss laus. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að mæta á ofangreindan stað og tíma. Tölvusýning fyrir fyrirtæki og einstaklinga (Desktop publishing) Kynnið ykkur framtíðina í eigin útgáfustarfsemi fyrirtækja og einstaklinga. Fréttabréf, bæklingar og auglýsingar gert á fallegan en ódýran fiátt á venjulegar einmenningstölvur (PC). Sýningin er haldin í Holiday Inn bótelinu og eropin fimmtud. 19. okt. kl. 14-20, föstud. 20. okt. kl. 10-20 og laugard. 21. okt. kl. 12-18. Sýningin er opin almenningi eftir kl. 17 á föstudag og allan laugardaginn. Aðgangur er ókeypis. Markaðssókn á samdráttartímum! Höfuðlausn • Einar J. Skúlason • Tölvuvörur • Örtölvutækni-Tölvukaup VILLIBRÁÐARKVÖLD Fimmtudaý . Výeiðimannapáte ^tremiýrarnMmt m-ZrStA ^SSÍ‘ \sssit. \ Villibráðarpate & & ; . y'\ w) > J -aso". Gaesabringur m/týtuberjasosu - __-4—-- Rjúpa tw/rjómasósu ÓDÝRJR t yiLLIBRÁÐARRÉrrlR í hádegmu í*jii jppÓFrvSíi l.v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.