Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 ÍRAKI ÁJETLUN FLOGIÐ EINGÖNGU MEÐ FRAKT VÚRUPALLAR MEIRA RÝMI BETRI MEÐFERÐ UPPLÝSINGAR I SÍMA: 690101 FLUGLEIÐIR l— HttiCL ÍPKÚBIR FOLK ■ TVEIR íslenskir knattborðs- spilarar taka þátt í heimsmeistara- móti áhugamanna, sem verður í Singapór í nóvember. Það eru þeir Brynjar Valdimarsson og Jónas P. Erlingsson, tveir bestu snókar- spilarar landsins. I ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður lA í knattspyrnu, er farinn að æfa með körfuboltaliði ÍBK á nýjan leik eftir árs hlé. H KR-INGAR ætla ekki að kæra Njarðvíkinga fyrir að nota Banda- ríkjamanninn Patrick Releford í viðureign liðanna í úi-valsdeildinni í körfuknattleik á sunnudag, en það höfðu þeir hugleitt. ■ STJÓRN KKÍ gaf út bráða- birgðaleyfi fyrir Releford og fimm aðra Bandaríkjamenn sem hér leika, en þeir hafa ekki fengið keppnisleyfi frá alþjóðasambandinu í tæka tíð. KKÍ gaf félögunum frest til 20. þessa mánaðar til að ganga frá málinu. I ATLI Eðvaldsson og félagar hjá Genclerbirligi töpuðu 1:6 fyrir Trabzonspor í tyrknesku 1. deild- inni í knattspyrnu um síðustu helg- ina. Atli kom inná sem varamaður er staðan var orðin 5:0. ■ BREIÐABLIKI úr Kópavogi hefur bætst góður liðsauki fyrir næstu knattspyrnuvertíð kvenna. Landsliðskonurnar Magnea H. Magnúsdóttir og Vanda Sigur- geirsdóttir hafa ákveðið að leika með liðinu næsta sumar. Magnea lék síðast með Val, en var á árum áður hjá Stjörnunni. Vanda var hjá ÍA. Einnig koma þtjár stúlkur úr liði Stjörnunnar, þær Brynja Astráðsdóttir, sem var fyrirliði liðsins, Auður Skúladóttir og Rósa Dögg Jónsdóttir. Þá hyggst Asta B. Gunnlaugsdóttir verða með á ný, en hún missti af sl. tíma- bili vegna meiðsla. ■ SIGURÐUR Hannessoji, fyrr- um framkvæmdastjóri KSÍ, hefur verið ráðinn þjálfari Blikaliðsins. Hann þjálfaði það einnig á mestu velgengnisárum þess fyrir nokkrum árum. ■ ÖGRI, félagslið írþóttafélags heyrnarlausra í handbolta, mun taka þátt í Alþjóðlegu móti heyrnar- lausra félagsliða í Álaborg í Dán- mörku um helgina. Ögri tók þátt í þessu móti í fyrra og varð í öðru sæti. 12 lið, frá Noregi, Svíþjóð, Vestur-Þýskalandi, Danmörku og íslandi, taka nú þátt í mótinu. ■ RAGNAR Margeirsson hefur enn ekki tapað leik með Sturm Graz í Austurríki. Liðið gerði jafn- tefli, 1:1, á sunnudaginn gegn Vín. ■ HÖRÐUR Theodórsson var kjörinn knattspyrnumaður ársins 1989 hjá 2. deildar liði ÍR. ■ ALAN Ball, fyrrum þjálfari Portsmouth, hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Stoke, en stjóri þar er Mick Mills. ■ KOLUMBÍA vann fyrri leikinn gegn ísrael um ferseðilinn á HM á Italíu, 1:0. Leikurinn fór fram í Kólumbíu. Seinni leikurinn fer fram í ísrael 30. október. 60 þús. áhorfendur sáu Albeiro Usurriaga skora sigurmark Kólumbíu á 73. mínútu. ■ STEFFI Graf, tennisstjarnan vestur-þýska, sigraði Dinky van Rensburg frá Suður-Afríku, 6:2 og 6:1, í 2. umferð Evrópumótsins í tennis í fyrra kvöld. Mótið fer fram í Ziirich í Sviss. Það tók Steflí aðeins 46 mínútur að leggja van Rensburg að velli. Strax eftir leik- inn fór hún rakleiðis til að horfa á uppáhalds íþróttamanninn, Mara- dona, leika með Napólí gegn Wett- ingen í Evrópukeppninni í knatt- .spjiim........................i Johnson og Hallel sýna listir sínar - á Hótel íslandi BILLIARDSAMBAND íslands gengst fyrir einvígi í snóker á Hótel íslandi næsta miðviku- dag. Þar mætast tveir frábærir snókerspilarar þeir Joe Jo- hnson, heimsmeistari frá 1985 og Mike Hallet, sem er fimmti besti snókerspilari heims í dag. Joe Johnson hefur komið til ís- lands nokkrum sinnum áður og þekkir því vel til hér. Hann tók vel í þá beiðni Billiardsambandsins að koma hingað og sýna listir sínar á Hótel Islandi. Hann varð heims- meistari í snóker 1985 og lék til Joe Johnson úrslita árið eftir. í ár hefur hann best náð að leika til úrslita á at- vinnumannamóti á Nýja Sjálandi í ágúst. Hann vann Alex Higgins, 5:2, í einvígi í síðustu viku og náði þá einnig hæsta skorinu í -einum leik, 138 stigum. Mike Hallet er þrítugur og hefur verið í mikilli framför. Hann er í ár númer fimm á lista yfir bestu snókerspilara heims og hefur hækk- Mike Haller að sig um eitt sæti frá því í fyrra. Hann sigraði á sínu fyrsta stórmóti í ágúst, en þá sigraði hann á opnu móti atvinnumanna í Hong Kong og fékk fyrir það rúmlega fjórar milljónir íslenskra króna. Einvígið fer fram á Hótel íslandi næsta miðvikudag og hefst kl. 20.30. Húsið opnar kl. 19.30 og eru miðar seldir á öllum billiardstofum landsins. Pontunarsimi Vuka daga tra kl 9-17. s 29900 Fostud oglaugard ettirkl. 17, s. 20221. KNATTBORDSLEIKUR / SNOKER ÞJÓÐA R SPAUG ÓMAR UPPÁ NÝTT með samtíðina í spéspegli og spriklandi galsa! ómar Ragnarsson, Helga Möller, Hemmi Gunn, Leynigestur o.fl. USTAGOÐUR MATSEÐILL (Val á rettum ) MIÐAVERÐ im mat) 3600 kr. Húsiö opnar kl. 19 KOSTABOÐ: Aögöngumiöi meö mat og gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi með morgunmat 5150 á mann (Gildirjafnt fyrir borgarbúa sem aöra landsmenn) DANSIEJKUR 23.30-03 EINSDÆMI 15P sérumfjöriö ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.