Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 37 VEL\AKANDI SVARlR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS /\p is^mi u~i MVn/ 'L) If Enginn er óskeikull Til Velvakanda. „Við júgur heilagra kúa.“ Með þessu heiti birtist grein í DV 25. apríl sl. Fjallar höfundur þar um þá áráttu fræðimanna (málfræðinga) að skýla „amlóðum íslenskrar tungu bak við mistök frá glæstri fortíð horfinna meist- ara“, sem væru þeir goð á stalli. Nú verður mér hugsað nokkur ár aftur í tímann. Þá tefldi mál- fræðingur (og auk þess skáld) Hannes Pétursson fram öðrum og nýrri goðum á stalli, frá 19. og 20. öld, gegn gagnrýni varðandi íslenskt mál. Hér á ég við grein Jóns Gissurarsonar í Morgunblað- inu 12. febrúar 1975. Þar fjallar hann á skeleggan hátt um afnotk- un og misnotkun viðskeytts greinis í útvarpi og sjónvarpi. Þar hafi menn klesst viðskeyttum greini á orð sem aldrei hafi drattast með slíkan hala allt frá upphafi íslenskrar tungu. Nefnir hann ýmis dæmi svo sem „bera í bæti- fláka“, breikkaði í „bera í bætiflák- aná“, í bráð, lengdist „í bráðina", leggja af mörkum þyngdist í „leggja af mörkunum". Hneykslast Jón að vonum á svo ókræsilegri uppákomu í einu helsta vígi íslenskrar tungu á vorum dögum. Áðurnefnd grein Hannesar Pét- urssonar birtist í Morgunblaðinu fjórum dögum á eftir grein Jóns þ.e. 16. febrúar. Því fór fjarri að Hannes fagnaði þessari tímabæru gagnrýni Jóns svo sem hefði mátt vænta af málfræðingi og skáldi. Nær öll grein Hannesar snýst gegn henni. Fyrst skákar hann fram Sigurði Nordal (goði nr. I). Hannes segir að eitt sinn hafi nemandi Sigurðar spurt hann hvort ekki væri fremur óíslenskulega að orði komist á til- teknum stað í verkum Jónasar Hallgrímssonar (goði nr. II). Nord- al svaraði: „Það sem Jónas Hallgr- ímsson hefur ort og Konráð Gísla- son (goði nr. III) hefur lesið yfir, jah, hljótum við nú að kalla íslensku." Þann veg afgreiddi Nordal þetta mál: lét spurningunni ósvarað. Nordal virðist því telja Jónas óskeikult goð á stalli. Sömu- leiðis Hannes. Annars hefði hann vísast ekki vitnað í þessi orð Nor- dals. Þar sem Hannes skákar hér fram Jónasi og Sigurði, kynni ein- hver að spyrja hvort þeir hafi ætíð verið slíkir meistarar í meðferð íslensks máfs, að þeim verði ætíð teflt fram sem óskeikulum á því sviði? Tökum fyrst Sigurð Nordal. í bók hans íslensk menning, bls. 8 stendur: „En hvað getur lesendur varðað um, ef sagt er frá menningu og atburðum löngu liðinna tíma, sem sögumaður hefur hvergi nærri komið, hvernig bók hans er orðin til og hvað fyrir honum hafi vak- að?“ Hér hefur stílfákur Nordals hlaupið illa útundan sér. Tökum næst Jónas! Rit eftir Jónas Hall- grímsson V, I, bls. 56: „Allt sem nokkuð töluvert greinir sköpulag fuglanna frá öðrum dýrrum . . .“ Hér hefur einnig farið illa úr- skeiðis. En Jónas er eftir sem áður „listaskáldið góða“ hinn mikli ljóðasmiður og þessi mistök hans í lausu máli skipta engu. Hann telst aðeins mannlegur en ekkert goð á stalli. Hannes Pétursson telur að gagnrýni Jóns Gissurarsonar eigi að vísu við rök að styðjast en seg- ir svo síðar í sömu grein að þessi sama gagnrýni sé „svipuhögg á lausamál Jónasar Hallgrímsson- ar“. Einnig. „Svipuhögg á ljóð skáldsins mörg hver“. Jah. Margt er nú skrýtið í kýrhausnum. Hvern- ig Hannes fær greint einhver „svipuhögg“ á verk Jónasar í gagn- rýni Jóns, mun reynast venjulegu fólki erfitt að skilja. Jón minntist nefnilega hvergi á Jónas né neitt af verkum hans. Fleira torskilið má finna í grein Hannesar þótt eigi verði tíundað hér. í því sambandi minnist ég þess að í Morgunblaðinu 20. mars 1980, vitnar Barði Friðriksson í títtnefnda grein Jóns og segir orð- rétt: „Hannes Pétursson skáld snéri ómaklega út úr þessari grein.“ Þeir sem læsu þessa annar- legu grein Hannesar myndu án efa staðfesta þennan dóm hins ágæta lögspekings. Spyija mætti: Hefur dregið úr þessum mistökum fjölmiðla síðan? Því fer fjarri. Fyrir nokkru endurt- ók t.d. þulur í sama stutta frétt- atíma útvarps, að einhver hefði „klifið Everestinn". Öllu lengra verður ekki komist í málfarslegum afglapahætti og greinisjapli. En við hveiju má búast þegar þeir höggva sem hlífa skyldu, svo sem segir í upphafi þessa máls? Og að lokum þetta: „Hvenær megum við hinir — réttir og sléttir leikmenn — vænta þess að mál- fræðingar (og skáld) taki hér upp önnur og jákvæðari vinnubrögð? Leikmaður REYKVIKINGAR! Ásgeir Hannes Eiriksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjárveitinganefnd Alþingis, verður á Café Hressó í Aust- urstræti í dag, föstudaginn 20. október, kl. 1 2.00- 14.00, með viðtalstíma. HYBREX FMUKOMIÐ SIMAKERFI Amjöcgóðuverm Bíður fyrir þig og gerir viðvart, man og minnir á, sendir skilaboð og svarar þeim. Eitt handtak leysir mörg af hólmi LEITIÐ UPPLYSINGA ÁTÆKNIDEILD HEIMILISTÆKJA. Heímilistæki hf Tæknideild • Sætúnie SlMI: 69 15 00 L SanouttífUJto Söngmenn Karlakórinn Fóstbræður getur bætt við sig söng- mönnum. Upplýsingar í síma 40174 eftir kl. 19 í kvöld og næstu kvöld. GJÖFTIL REYKINGAMAHNA Reykingamenn geta fengið afhent stuðn- 4 ingsefnið: „Hættum að reykja með hjálp lífrænnar endursvörunnar" á eftirfarandi stöðum meðan birgðir endast: Á höfuðborgarsvæðinu: í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 og Hafnarfjarðarapóteki, Strandgötu 34. Á Akureyri: Hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og ná- jjj grennis í húsnæði Læknaþjónustunnar, Hafnarstræti 95. Þeir, sem búa utan Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins, geta hringt í síma 91-26294 í dag (föstudag) og fengið sendan pakka gegn greiðslu póstkostn- aðar á meðan birgðir endast. Krabbameinsfélagið : Átt þú AEG örbylgjuofn? BRÆÐURNIR ORMSSON hf. munu á næstunni halda kvöldnámskeið í notkun örbylgjuofna. Námskeiðin eru opin öllum eigendum AEG örbylgjuofna. Leiðbeinandi verður Katrín Leifsdóttir, hússtjórnarkennari. Fyrsta namskeiðið verður 25. oktðber. Þeir, sem áhuga hafa, skrái þátttöku sína hjá Snorra Ingasyni í síma 38820. BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Lágmúla 9, sími 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.