Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 29 Minning: Óli P. Krisijánsson fyrrv. póstmeistari Fæddur 28. september 1895 Dáinn 11. október 1989 í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Akureyrarkirkju Óli P. Krist- jánsson fyrrv. póstmeistari en hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu 11. október sl. Óli fæddist á Blöndu- ósi 28. september árið 1895. For- eldrar hans voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir og Kristján Halldórs- son smiður. Gagnfræðingur verður hann hér á Akureyri árið 1914, byijar þá að vinna hjá mági sínum, Þorsteini Bjarnasyni á Blönduósi. En síðar vinnur hann við vegavinnu víða í Húnavatnssýslum. Síðla árs 1918 hóf Óli störf á pósthúsinu á Akureyri sem þá var í húsi Esphól- insbræðra, við Hafnarstræti 66. Það hús brann. Árið 1920 var Sam- komuhúskjallarinn innréttaður fyrir póstafgreiðslu, þar sem síðar voru skrifstofur bæjarins. Árið 1922 var svo Hafnarstræti 84 keypt fyrir starfsemi Pósts og síma og var flutt þangað sama ár. Árið 1944 er svo flutt í núverandi húsnæði í Hafnar- stræti 102. Árið 1919 er Óli skipaður póstaf- greiðslumaður, en þá er Friðrik Möller póstmeistari, en árið 1920 tekur við póstmeistaraembættinu Guðmundur Bergsson, en hann hættir árið 1923, og 1. ágúst sama ár er Óli settur póstmeistari, og skipaður er hann 1. október árið 1924. Því starfi gegndi hann til ársloka 1965, er hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Óli vann mikið að félagsmálum t.d. innan Oddfellow- reglunnar og Rótarýklúbbs Akur- eyrar. Auk þess var hann einn af stofnendum Golfklúbbs Akureyrar. Honum var veitt fálkaorðan árið 1970. 23. júní árið 1918 gekk hann að eiga Jósefínu Pálsdóttur, ættaða úr Vatnsleysudalnum, foreldrar hennar voru Hólmfríður Hannes- dóttir og Páll Halldórsson. Jósefínu og Óla varð þriggja barna auðið. Elstur er Sigurður læknir við Fjórð- ungssjúkrahúsið, kvæntur Herdísi Steingrímsdóttur, Hjördís, varð- stjóri hjá Pósti og síma á Akur- eyri, maður hennar er Jóhann G. Guðmundsson, en hann tók við póst- meistaraembættinu af Óla. Jóhann andaðist árið 1980. Yngst var Edda en hún lést aðeins eins árs gömul. Jósefína andaðist árið 1975. Öli var einn af þeim prúðu mönnum, sem var embætti sínu til sóma, hann var í senn árvakur og samviskusamur embættismaður og ekki síst góður húsbóndi, og ljúfmannleg fram- koma hans var á orði höfð. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna undir stjórn Óla í rúm 24 ár. Nú að leiðarlokum kveð ég góðan hús- bónda og þakka honum af alhug föðurlega handleiðslu í gegnum árin bæði í leik og starfi. Við hjónin sendum Hjördísi, Sigurði og öllum ættingjum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Gísli J. Eyland t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR PÉTUR EIRÍKSSON, Dvalarheimilinu Hlíð, sem andaðist 13. október 1989 verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 23. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimilið Hlíð. Klara Nielsen, Magnúsfna Sigurðardóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Siguróli M. Sigurðsson, Valgarður J. Sigurðsson, Inga S. Sigurðardóttir, Klara Sveinbjörnsdóttir, Sólveig Bjartmars, Sigurlaug Jónsdóttir, Alda Aradóttir, Finnur Óskarsson, Helgi Valgeirsson, Gunnar Bjartmars, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR, Ferjubakka 4. Fyrir hönd aðstandenda, Sæunn Pétursdóttir. t Þökkum innilega öllum sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför STEFANÍU GISSURARDÓTTUR frá Hraungerði. Páll Sigurðarson, Ólafur Sigurðsson, Ingibjörg S. Cordes, Ingveldur Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðarson, Gissur Sigurðsson, Agatha S. Sigurðardóttir, Lára H. Jóhannesdóttir, Albína Thordarson, Richard Cordes, Halldór Helgason, Arndi's Jónsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Baldur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ammmm mmm APAKA GOODfÝEAR NOKKRIR LJÓSIR PUNKTAR UM NÝJAN VEITINGASTAÐ Hljómsveit Andra Bachman spilar áföstudags- og laugardags- kvöldum. Léttur snúningur á dansgólfinu. Gómsætir kjöt-, fisk- ogpastaréttirfrá Pizzaofninum. Samlokurog ísréttirfrá Ishöllinni. Setustofaáþriðjuhæð. Myndlistarsýning (Brynja Ámadóttir). Opið öll kvöld frá kl. 18:00 til 1:00 og í hádeginu um helgar. BJOR m HOLUN Gerðubergi 1. Sími 74420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.