Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 « 2í Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fuíltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Skjálftinn í San Francisco Menn þurfa ekki að hafa verið lengi í San Francis- co eða nágrenni til að átta sig á því að hugur fólks þar er ákaflega bundinn við jarð- skjálfta og hætturnar sem þeim fylgja. Vitað er að „stóri skjálftinn“ gerir engin boð á undan sér og reynslan frá 1906 þegar borgin lagðist nær því í rúst vegna slíks skjálfta og eldanna sem honum fylgdu sýnir hvað kann að gerast, ef forvarnir eru ekki nægar. Jarðskjálftinn sem gekk.yfir San Francisco og Norður- Kaliforníu á mesta annatíma þar um slóðir, síðdegis á þriðjudaginn að staðar tíma, var ekki „stóri skjálftinn“. Hann svipti engu að síður tæp- lega 300 manns lífi og olli eignatjóni, sem nemur hundr- uðum milljarða íslenskra króna. Við höfum oft á orði, að alls staðar sé hægt að finna Islendinga. Eins og sést af lestri Morgunblaðsins í gær voru að minnsta kosti tveir íslendingar á þeim slóðum, þar sem mesta manntjónið varð í skjálftanum á þriðjudag. Ægir Jens Guðmundsson ók yfir tveggja hæða akbrautina yfir Flóann milli San Francisco og Oakland rétt mínútu áður en hún brotnaði. Hrafnhildur Gunnarsdóttir var hins vegar með þeim fyrstu sem komu á vettvang við brúna og var fengin til að aðstoða við hjúkr- un slasaðra. Öllum lýsingum ber saman um, að hrun þessa mikla vegamannvirkis hafi verið mannskæðasta atvikið í hamförunum. Er fagnaðarefni að enginn þeirra 200 til 300 íslendinga sem eru á þessum slóðum skuli hafa orðið illa úti í skjálftanum. Atburðir sem þessi vekja alltaf umræður um það, hvort ekki hafi verið unnt að sjá þá fyrir. Þrátt fyrir nákvæmt eft- irlit gera jarðskjálftar ekki svo skýr boð á undan sér, að unnt sé að segja nákvæmlega fyrir hvar og hvenær þeir verða. Óvissar spár kynnu að hafa meiri glundroða í för með sér en jafnvel skjálftinn sjálfur. I þessu efni gildir sú megin- stefna sem setur svip sinn á störf almannavama um heim allan um þessar mundir, að ekki sé skynsamlegt að hvetja fólk til að yfirgefa heimili sín og leita skjóls íjarri þeim ef óviss vá er fyrir dyrum. Al- mennt séu menn líklega betur settir við aðstæður sem þeir þekkja heldur en á nýjum stöð- um, sem ef til vill eru alls ekki öruggir. Með öðrum orðum það er ekki talið skynsamlegt að heija fjöldaflutning á íbúum stórborga eins og San Francis- co heldur leggja áherslu á að menn kunni að bregðast rétt við á staðnum og sjá til þess að mannvirki séu þannig úr garði gerð, að sem minnst tjón verði af þeim. Þegar haft er 5 huga að skjálftinn sem reið yfir San ÝYancisco var af svip- uðum styrkleika og sá sem olli hinum gífurlegu hörmung- um í Armeníu fyrir tæpu ári, geta íbúar Norður-Kaliforníu þakkað sínum sæla. Sérfróðum aðilum ber sam- an um að skjálftinn í San Fran- cisco á þriðjudag sé svipaðs eðlis og skjálftar sem óhjá- kvæmilega verði hér á landi. Má þar til dæmis benda á ummæli þeirra Egils Hauks- sonar prófessors í Suður-Kali- forníuháskóla og Páls Einars- sonar jarðeðlisfræðings hér í blaðinu í gær. „Við fáum sennilega ekki annan skjálfta sem líkist því meir sem við getum átt yfir höfði okkar hér á íslandi,“ sagði Páll Einars- son og bætti við: „Hingað til höfum við verið efins um að tjón yrði í Reykjavík í Suður- landsskjálfta en það er mjög fróðlegt að sjá hvað gerist í San Francisco því hún er í svipaðri ijarlægð frá skjálfta- upptökum og Reykjavík er frá yfirvofandi upptökum Suður- landsskjálfta." Egill Hauksson telur að mest tjón og óþægindi á höfuðborgarsvæðinu yrðu líklega vegna þess að háspenn- ulínur frá Búrfelli mundu falla niður. Hins vegar myndu hús almennt standast skjálfta mjög vel vegna þess hve rammger þau eru. Við víkjum okkur ekki und- an því frekar en íbúar í hinni fögru borg San Francisco að búa á jarðskjálftasvæði. Er sjálfsagt fyrir okkur að kynn- ast því öllu sem best er gerð- ist í skjálftanum þar á þriðju- dag og láta þá aðstoð í té sem við megum. Við vitum vel hve hjálparhönd á stundum sem þessari er mikils virði. Fjölmennur fundur Þorsteins og Davíðs á Selfossi: Þjóðarhagnr að sljórnin fari frá Texti: Agnes Bragadóttir Myndir Sigurður Jónsson T»að var fjölmenni sem mætti í samkomusal Hótels Selfoss í fyrrakvöld og hlýddi á mál þeirra Þorsteins og Davíðs. Fundarmenn voru um 150 talsins. ÞELR komu víða við í máli sínu, þeir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Davíð Oddsson, varaformaður er þeir fluttu framsöguerindi um þjóðmál- in á fjölmennum fundi sem Sjálf- stæðisfélagið Oðinn gekkst fyrir á Hótel Selfossi í fyrrakvöld. For- ystumennirnir sátu fyrir svörum í lok fundarins. Helgi Ivarsson, fundarstjóri upplýsti að um 150 manns sætu þennan fund, enda var þétt skipaður bekkurinn. Þetta var fyrsti fundurinn þar sem for- ystumenn flokksins koma fram saman, eftir að ný forysta Var kjör- in á landsíundi, nú í októberbyrj- un. Formaðurinn hóf mál sitt á því að lýsa yfir ánægju með það að hann og Davíð hæfu nýtt samstarf einmitt á þeim vettvangi þar sem leiðir þeirra hefðu fyrst legið sam- an, Selfossi. Þorsteinn gerði í máli sínu grein fyrir helstu niðurstöðum landsfundarins og rakti síðan gang þjóðmála og störf þeirrar ríkis- stjórnar sem nú fer með völd. „Við stöndum nú á tímamótum í íslensk- um stjórnmálum, í mörgum skiln- ingi,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að það væri athyglisvert nú á þessu hausti að virða fyrir sér vettvang stjórnmálanna. „Ríkisstjórnin legg- ur fram efnahagsstefnu sina: stefnu kre'ppu, ofstjómar, skattheimtu og skðmmtunar á sama tíma og Sjálf- stæðisflokkurinn heldur einn sinn glæsilegasta og öflugasta lands- fund og boðar nýja fijálslynda stefnu í atvinnumálum, byggða á gömlum merg.“ Hann kvaðst telja „Við stöndum nú á tímamótum í íslenskum stjórninálum, í mörg- um skilningi," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. að jafn skýrar andstæður í íslensk- um stjómmálum hefðu ekki verið til staðar um áratuga skeið og ein- mitt nú. Alþýðuflokkurinn eignar sér það sem hann ekki á Þorsteinn ræddi staðgreiðslu- kerfi skatta og sagði þá m.a.: „Það má segja Framsóknarflokknum til -• hróss að í þeirri ríkisstjórn sem kom á staðgreiðslukerfi skatta, að þá þvældist hann ekki fyrir því að þessi breyting yrði að veruleika. Alþýðu- flokkurinn sem þá var í stjórnarand- stöðu, barðist hatrammlega gegn Þvert á móti, þá má ríkisstjórnin fara og hún á að fara. Það þýðir þjóðarhagur," sagði Davíð Odds- son, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. því að löggjöfin yrði samþykkt vor- ið 1987. En síðan hefur Alþýðu- flokkurinn hins vegar litið svo á að staðgreiðslukerfi skatta væri helsta rósin í hnappagati þess flokks. En nú ætlar Alþýðuflokkurinn, eftir að hafa eignað sér það sem hann ekki á, að standa að því að eyðileggja grundvöllinn í þessari mikilvægu umbót í skattþeimtu í landinu sem hófst í staðgreiðslukerfinu," og vísaði þar með til hugsanlegra áforma ríkisstjórnarinnar að beita sér fyrir því að upp verði tekið sér- stakt hátekjuþrep í tekjuskattsinn- Keimtu. Þessu næst kom formaðurinn að áformum stjórnvalda í þá veru að skattleggja ávextina af sparnaðin- um í landinu og sagði slíka fyrirætl- an stefna innlendum sparnaði í mikla hættu. Sparnaður í landinu hefði verið að byggjast upp, en enn væri langt í land að viðunandi árangur hefði náðst. Með slíkum ákvörðunum lægi í augum uppi að sparnaður myndi dragast saman og í kjölfar þess myndu vextir hækka, þegar vinna þyrfti að því að lækka vaxtastigið í landinu. Vilja að Davíð vaði yfir Ölfusá! Davíð Oddsson sagði við upphaf síns máls, er hann hafði vitnað til fyrstu kynna sinna og formannsins á Selfossi: „Auðvitað hefur margt breyst frá því í gamla daga hér. Kannski má segja að flest hafi breyst og get ég sjálfur verið á- gætt dæmi um það. Fyrir 35 árum síðan áskotnuðust mér ný stígvél sem ég ákvað að vígja með þvi að vaða yfir Ölfusá.Áform mitt var drepið í fæðingunni og voru allir nærstaddir æfir yfir uppátækinu. Nú hefur sú breyting orðið á að í dag myndi mér ekki detta í hug að vaða yfir Ölfusá, en á hinn bóg- inn er álitlegur hópur manna í þjóð- félaginu sem vel gæti hugsað sér að ég gerði það.“ Vakti þessi hug- leiðing varaformannsins óskipta kátínu fundarmanna. Stjórnin höktir við hækjur síðasta spölinn Davíð sagði að ófá verkefni biðu hans og formanns flokksins. Nú væri skammt í sveitarstjórnarkosn- ingar og við þær aðstæður sem nú væru, væru ríkari ástæður en ella til að taka hart á við undirbúning sveitarstjórnarkosninganna. Ekkert benti til annars en sú ríkisstjórn sem nú situr myndi ríghalda sér í sínum sessi, af 'ótta við það að kjósendur næðu til hennar. „Það er auðvitað eðlilegasti hlutur í heimi að hún hræðist kosningar....Þessi stjórn mun ekki fremur en aðrir vinna sitt dauðastríð. Hún var komin að fótum fram og höktir nú við hækjur síðaðsta spölinn," sagði varafor- maðurinn. Davíð sagði að mikill sigur Sjálf- stæðisflokksins í sveitarstjórnar- kosningunum á næsta vori gæti orðið upphaf þeirrar sveiflu sem nauðsynleg væri til að hreinsa' al- mennilega til í stjórnarráðinu. „Ég held að það megi fullyrða að mál- efnaleg staða Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjómum sé víðast mjög sterk um þessar mundir og því hef- ur þess gætt að sveitarstjórnar- menn telji nauðsynlegt að ríkis- stjórnin fálmi um í sínu foraði sem allra lengst, til þess að styrkja stöðu okkar sveitarstjórnarmanna. Þvert á móti, þá má hún fara og hún á að fara. Það þýðir þjóðarhagur," sagði Davíð. Brúða á hné búktalara! Davíð minntist á umtal þess efn- is að samstarf flokksformannanna þriggja í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar væri sagt svo ein- staklega gott. Steingrímur hafi hælt Olafi Ragnari á þá lund að þar færi besti fjármálaráðherra sem landið hefði alið og Jón Baldvin hafi látið þau orð falla að þá Ólafur Ragnar opnaði munninn, þætti hon- um sjálfum líkast því sem hljóðin kæmu úr eigin búk. „Þetta er í fyrsta sinn svo ég muni eftir, að formaður eins stjórnmálaflokks líki sér sjálfum við brúðu á hné búktal- ara úr öðrum flokki.“ Borgarstjórinn sagði að með ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefði fleiri stjórnarflokkum tekist að svíkja fjölbreyttari kosn- ingaloforð á færri mánuðum en áður hefði þekkst, „og voru þó fyrri met í þeim efnum ekki til að gera grín að.“ Loforð hennar um að tryggja fulla atvinnu hefðu brugð- ist. Loforð um að stórhækka ekki skatta á almenningi einnig. Sömu- leiðis loforð um lækkandi verðbólgu og vexti. Loforð um kaupmáttar- vernd hefðu reynst blekkingar einar og kaupmáttarhrap hefði verið meira en nokkru sinni fyrr. Lo- forðið um hallalaus fjárlög hafi hlot- ið ömurlegan endi og margbrotin loforð allra flokkanna og ráðher- ranna urn að styrkja stöðu byggð- anna hefðu farið fyrir lítið, því byggðirnar stæðu enn höllum fæti og ættu erfiðleikatímabil framund- an. Magnúsarmálið viðurstyggilegur málatilbúnaður Davíð vék í máli sínu að siðgæði stjórnmálamanna og gagnrýndi tvískinnung ráðamanna í orðum og æði eftir að þeir væru komnir til valda. „Ég tala nú ekki um þegar þeir síðan setja upp helgisvip og taka beinlínis þátt i aðför að einni persónu, eins og gerðist varðandi mál Magnúsar Thoroddsen, hæsta- réttardómara." Hann sagði að grein Björns Bjarnasonar í Morgunblað- inu sl. sunnudag hefði borið með sér að það mál væri einhver viður- styggilegasti málatilbúnaður sem menn hefðu í rauninni séð. „Það er ekki smá alvörumál, þegar það er nokkuð ljóst eftir málaferli í borgardómi Reykjavíkur, að einhver af fjórum eða fimm æðstu valda- mönnum ríkisins hefur sagt ósatt fyrirrétti, jafnvel eiðsvarinn," sagði Davíð. Sagðist hann telja að fram- koma ríkisvaldsins í Magnúsarmál- inu að neita veijanda dómarans um tækifæri til þess að veija hann að fullu og öllu, væri „einhver svart- asti blettur á íslensku réttarkerfi á síðustu árum.“ Lokaorð erindis Davíðs voru þessi: „ísland hefur allt til að bera til að skapa þegnum sínum góð lífsskilyrði. Þjóðin er menntuð og starfsöm, viljug og vinnufús. Þess vegna þarf enginn afturkippur að verða í landinu. Þjóðin hefur þegar uppgötvað að kreppan á rætur í stjórnarráðinu og besta ráðið við henni er að rífa hana upp með rót- um.“ Færa þarf verkeftxin frá ríki til sveitarfélag’a Formaðurinn og varaformaður- inn svöi’uðu svo fjölmörgum spurn- ingum fundarmanna í fundarlok. Augu fundaiTnanna beindust eink- um að málefnum Suðurlandskjör- dæmis eins og vonlegt er. Vildu fundarmenn fræðast um afstöðu forystuinanna Sjálfstæðisflokksins til frekari atvinnuuppbyggingar í kjördæminu, sem sem þess að beita sér fyrir því að nýtt álver yrði reist í kjördæminu, ráðist yrði í frekari virkjunarframkvæmdir, auknar vegaframkvæmdir, stefnt að lækk- un orkuverðs í kjördæminu, sem fyrirspytjandi sagði það hæsta á landinu, möguleika á stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn, frekari uppbyggingu jarðefnaiðnaðar o.fl. „Það er algjörlega óþolandi að Sunnlendingar skuli þurfa að búa við hæsta orkuverð á Islandi,“ sagði Siguijón Bjarnason sem bar fram fyrirspurnina. Hann sagði að Suð- urlandskjördæmi vantaði atvinnu- tækifæri fyrir fleiri hundruð manns. I svörum forystumannanna komu fram jákvæð sjónarmið í garð heimamanna. Þorsteinn sagði að miklu máli skipti fyrir byggðaþróun og atvinnulíf í landinu að hin al- menna efnahagsstjórn og hinar al- mennu aðgerðir i byggðamálum stuðluðu að því að það yrði alhliða og jöfn uppbygging í landinu. Lögðu þeir áherslu á að staðið yrði við verkaskiptingu milli ríkis og sveit- arfélaga, eins og lög þar að lútandi gerðu ráð fyrir. „Það á að efla sveit- arfélögin og færa verkefnin frá riki til sveitarfélaga, í stað þess sem nú er gert, að verkefnin eru færð frá sveitarfélögum til ríkisins," sagði Davíð. Hann sagði að eitt brýnasta verkefnið hjá sveitarfélög- um nú, væri að stækka þau, og þar með efla. Camilo Jose Cela, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum: Bersögull brautryðjandi 1 spænskum bókmenntum Camilo Jose Cela og Marina, vinkona hans, skála fyrir fréttinni um Nóbelsverðlaunaveitinguna. Hamfarirnar í San Francisco: Nefiid kynnir sér af- leiðingar skjálftans Ekki frést af vandræðum nokkurs íslendings á svæðinu eftir Gabi Gleichmann ÞAÐ er ánægjulegt, að Sænska akademían skuli hafa veitt Cam- ilo Jose Cela Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1989. Hann er mesti rithöfúndur Spánverja nú á dögum og hefur manna mest stuðlað að gagnrýninni úttekt á Francotímanum. Hann átti auk þess stóran þátt í að frásagnar- listin lifði af þrátt fyrir einræðis- myrkrið, sem grúfði sig yfir Spán í Qóra áratugi. Cela nýtur mikillar hylli í heima- landi sínu og fyrsta bókin, „Paskval Dvarte og hyski hans“, er sú bók, sem þar er mest lesin að „Don Quixote" einni undanskilinni. Það má því heita undarlegt hvað Cela er lítt kunnur utan hins spænsku- mælandi heims. Mikill styr hefur ávallt staðið um Cela. Landar hans flestir hafa hann í hávegum en þeir finnast líka, sem hafa horn í síðu hans. Cela er sér- lundaður með afbrigðum, ögrandi í framkomu, oft og tíðum hneykslan- lega berorður og upphafsmaður nýs „isrna" innan bókmenntanna, „el tremendismo" (óhugnaður, harðn- eskja). Hann er fólginn í að Ijalla um það, sem flestum öðrum finnst best að þegja um. Auk þess hefur hann tekið saman mikið rit um þann fjársjóð, sem spænskan á í klúryrðum hvers konar, „Diccion- ario Secreto“. Cela er fjölhæfur og mikilvirkur rithöfundur en þó mislagðar hend- urnar. Oft rís hann upp í hæstu hæðir en inn á milli lækkar hann flugið. Sum verka hans eru ljós og auðskilin en önnur myrk og allt að því óræð. Stundum er það afkára- skapur hversdagsleikans, sem ræð- ur ferðinni, stundum ljóðræn mál- snilldin. Hann er óbundinn í stíl og er stöðugt að þreifa fyrir sér á ótroðnum slóðum. í meðferð tung- unnar á hann ekki sinn jafningja á Spáni. Frá Cela hafa komið út um eitt hundrað bækur af ólíkum toga og það er erfitt að.gera bókmenntaiðju hans skil í stuttu máli. Hann er aldrei kyrr, alltaf að fara eitthvað annað, í burtu frá hinum breiða vegi sagnamennskunnar. Hann er frumlegur, óvenjulega frjáls og djarfur sem listamaður en stendur samt föstum fótum í hinum spænska bókmenntaarfi. Camilo Jose Cela er fæddur árið 1916 í Iria-Flavia, smábæ í Galisíu, en ólst upp á borgaralegu heimili í Madrid þar sem hann gekk í ka- þólskan skóla. Á æskuárum sínum dáðist hann að Jose Antonio de Rivera, höfundi falangismans, og hugsjónum hans um framtíð föður- landsins og þegar borgarastríðið braust út gekk hann til liðs við Francó. Flís úr handsprengju batt þó fljótlega enda á hermennskufer- ilinn. Að Cela skyldi berjast með fal- angistum á fremur rót sína að rekja til æskuóra og rómantískrar föður- landsástar en fasískra skoðana. Þeir, sem leitað hafa skýringarinnar i verkum hans, hafa aldrei haft erindi sem erfiði. Hann nefnir aldr- ei berum orðum þátttöku sína í stríðinu og þótt hann láti sér ann- ars fátt óviðkomandi hefur hann ávallt haldið sig til hlés í stjórn- málunum. Líklega vegna þess, að hann tók þann kost að búa áfram á Spáni Francos, í nokkurs konar innri útlegð. Cela kvaddi sér fyrst hljóðs árið 1942, á þeim þögla tíma þegar þjóð- in var enn að sleikja sárin eftir bræðravígin. Vakti „Paskval Dvarte og hyski hans“ strax mikla athygli fyrir djarfmannlega tjáningu og þá þjóðfélagsgagnrýni, sem þar er að finna. í sögunni segir frá ofbeldis- verki móðurmorðingja, skilgetins afkvæmis samfélags, sem ein- kenndist af allsleysi, jafnt í andleg- um sem veraldlegum efnum, og höfundurinn skopast að hugmynd- um landa sinna um sæmd og heið- ur. Ritskoðurum ríkisins líkaði ekki þessi bók og bönnuðu hana strax. í „Býkúpunni" (1951) kynnast lesendur þversniði af spænsku þjóð- inni, nærri 300 persónum, sem á nokkrum dögum koma á kaffihús eitt í Madrid. Með ummælum þessa fólks, hugsunum og draumum sýnir Cela hversdagslífið í allri sinni eymd, einræðið, yfirdrepsskapinn og stöðnunina á tímum Francos. Bókin var gefin út í Argentínu en á Spáni var hún 'bönnuð í tólf ár. Meistaraverkið „San Camilo 1936“ (1968) var líka þyrnir í aug- um yfirvalda en þó var látið ógert að banna hana. Cela fer á kostum í sögunni þar sem hann lýsir ringul- reiðinni í Madrid rétt fyrir borgara- styijöldina og flettir ofaii af ástæð- unum fyrir hinu aðsteðjanda óviðri. Hann tekur afstöðu með hvorugum, setur alla undir undir sama mis- kunnarlausa ljósið. I næsta verki sínu gengur Cela enn lengra í tilrauninni með texta og form. „Oficio de Tinieblas" (1973) er stórfenglegt prósaljóð um spænskt fjölskyldulíf, bölsýn skop- stæling, sem ekki verður bundin á neinn venjulegan bókmenntabás hvað varðar form og innihald. Verk- ið er 1.194 stutt erindi þar sem út úr flóir af klúryrðum, afskræmis- legum uppákomum, guðlasti og ör- væntingarfullum formælingum um gelt einræðið og tvöfeldni kaþólsku kirkjunnar. í „Masúrka fyrir tvo dauða menn“ (1983), margbrotnu en þó auðskildu verki, rís málsnilld Cela hvað hæst. í þessari grátbroslegu frásögn sýnir Cela okkur inn í heim þar sem sjálfseyðingarhvötin er tal- in lífslönguninni meiri. Sagan er auðug af safaríkum atburðum, klámfengnum skrýtlum, þjóðlegri visku og trúarlegum vangaveltum: í stuttu máli sjálft lífið á spænsku landsbyggðinni. Sú mynd, sem Cela gefur okkur af föðurlandi sínu, Spáni, er þó ekki aðeins dregin dökkum drátt- um. Hann hefur einnig gefið út tíu mjög sérstæðar bækur um ferðir sínar um landið á fimmta og sjötta áratugnum, bækur, sem loga af kímni og kátínu og ást til þess Spánar, sem ekki er markaður pólitísku hatri og bróðurmorðum — lýsing á stórfenglegri náttúru, alda- gömlum hefðum og bæjum og borg- um, sem ólga af lífi. Cela hefur ekki getið sér sérstakt orð fyrir mannlýsingar; hann hefur ekki reynt að kafa niður í sálardjúp- in. Hann hefur reynt að sjá skóginn fyrir trjánum, að skilja þjóðina sjálfa, fortíð hennar og harmleik- inn, sem síðustu tímar hafa stund- um verið henni. Æviverkið hans er eins og mósaíkmynd, sem sýnir okkur sem í skuggsjá þann Spán, sem Cela fóstraði.________________ Höfundur er sænskur bókmcnntamadur. FJÖGURRA manna sendinefnd íúlltrúa í landsnefnd um jarð- skjálftavarnir fer væntanlega héðan til San Francisco á sunnudag til vikudvalar að kynna sér afleiðingar jarð- skjálftans þar á þriðjudag. Hvorki sendiráði íslands í Was- hington, ræðismanni í San Francisco né formanni íslend- ingafélagsins í San Francisco var í gær kunnugt um að nokk- ur Islendingur hefði orðið fyrir líkams- eða eignatjóni eða lent í teljandi hrakningum vegna jarðskjálftans þar. Júlíus Sólnes, hagstofuráð- herra, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að hann yrði að líkindum einn þeirra fjögurra sem færu vestur um haf en hann hefur frá upphafi átt sæti í Iandsnefnd um jarðskjálftavarnir, sem skipuð var fyrir 10 árum. „Menn hafa áhuga á að fara og kynna sér þetta ástand með eigin augum. Sams- konar ferð var farin til Mexíkó eftir mikla jarðskjálfta þar 1985. Sú ferð var mjög lærdómsrík og hefur haft hugmyndir inanna hér um byggingareglugerðir og skipu- lagsmál.“ Júlíus sagði að aðrir í nefndinni yrðu væntanlega Guðjón Petersen frá Almannavörnum, Ragnar Stefánsson eða Páll Hall- dórsson frá Veðurstofunni og Ragnar Sigbjörnsson frá verk- fræðideild Háskólans. Hánn sagði að islenskur byggingaverkfræð- ingur í framhaldsnámi í Stanford- háskóla í San Francisco, Hjörtur Stefánsson, yrði væntanlega leið- sögmaður sendinefndarinnar en hann hefði þegar kynnt sér ástandið nokkuð. Júlíus Sólnes sagði að almannavarnir hefðu þeg- ar sett sig í samband við björgun- arlið á staðnum og einnig væri gott samstarf við vísindamenn á staðnum, bæði jarðskjálftafræð- inga og þá sem könnuðu skemmd- ir á mannvirkjum. Þá sagðist hann einnig vonast til að komast í sam- band við byggingayfirvöld og sveitarstjórnir vestra. Július sagði sérstaklega mikilvægt að kynna sér áhrif jarðskjálfta á samgöngu- mannvirki. „Það er meginmál að reyna að veija þau skemmdum. Samgöngur mega ekki truflast um of í hamförum." Júlíus Sólnes vísaði því á bug að þessi ferð stangaðist á við nú- verandi skyldur hans sem ráðherra í ríkisstjóm íslands. „Það er öðru nær. Þetta snertir meðal annars einn þeirra málaflokka sem um- hverfismálaráðuneytinu er ætlað að yfirtaka, það er að segja skipu- lags- og byggingareglugerðir.“ Ingvi Ingvarsson sendiherra ís- Jands í Washington sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki frétt um hrakning- ar nokkurs íslendings í Kaliforníu vegna jarðskjálftanna. Hann sagði að nokkuð hefði verið um að hringt hefði verið að heiman og sendi- ráðsmenn beðnir að hafa upp á Islendingum á jarðskjálftasvæð- unum. Það hefði yfirleitt tekist og þá hefði jafnan allt verið í lagi. Gunnhildur Lorensen skipaður ræðismaður í San Francisco sagði í samtali við Morgunblaðið að hún vissi ekki betur en allir íslendingar á svæðinu hefðu sloppið óskaddað- ir frá hamförunum. Sama sagði Guðrún Pálsdóttir, eiginkona Árna Árnasonar formanns Islendingafé- lagsins vestra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.