Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTOBER 1989
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Stjörnuspeki í dag
Stjömuspeki er nokkur þús-
und ára gömul og r dýra-
hringurinn eins og við þekkj-
um hann í dag a.m.k. 2.400
ára gamall. Eins og gefur að
skilja hefur orðið töluverð þró-
un innan stjörnuspekinnar á
öllum þessum tíma og þá ekki
síst á þessari öld.
Alan Leo
Einn af brautryðjendunum var
breski stjörnuspekingurinn
Alan Leo (1860-1917). Hann
var dugmikill persónuleiki og
sameinaði viðskiptahæfileika,
auglýsingamennsku og áhuga
á að endurreisa stjömuspeki.
I tímariti sínu, Nutíma
stjörnuspeki, rak hann póst-
þjónustu. Fólk sendi blaðinu
fæðingartima og hann sendi
um hæl skriflega túlkun á
stjörnukorti viðkomandi. Alan
Leo gaf út fjölda bóka og
stofnaði þijú félög til styrktar
stjörnuspeki. Eitt þeirra er enh
starfandi, Stjörnuspekistúka
breska guðspekifélagsins.
Dane Rudhyar
Annar af brautryðjendum
stjörnuspeki 20. aldar var
Dane Rudhyar (1895-1986).
Eftir hann iiggur fjöldinn allur
af bókum, en af þeim má
nefna þijár: The Astrology of
Personality (1936), An Astro-
iogicai Complexes og The
Lunation Cycle. Það helsta
sem Rudhyar hafði fram að
færa var það að reyna að
tengja stjörnuspeki við hugsun
nútímans, þ.e.a.s. við vísinda-
sögu; sálfræði og almenna
heimspeki. Hann tók á þann
hátt þátt í að gera stjörnu-
speki vitrænni en áður. Helsti
gallinn við bækur Rudhyars
er sá að þar em notuð flókin
og erfið orðasambönd óg eiu
þær því oft og tíðum illskiljan-
legar. Áðumefndar bækur eru
þó með því læsilegasta sem
eftir hann liggur. Þeir sem
hafa áhuga á heimspeki ættu
að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi í bókum Rudhyars.
.C.E.O. Carter
Charles Carter (1900-1964)
var einn af brautryðjendum
stjörnuspeki í Englandi. Hann
skrifaði nokkuð margar bækur
s.s.: An Encyclopaedia of
Psychological Astrology,
Essays on the Foundations of
Astrology, The Astrological
Aspects, The Principles of
Astrology og The Zodiac and
the Soul. Fyrir okkur nútíma-
menn virðist Carter oft gamal-
dags enda sjónarmið hans
mótuð af viktoriska tímanum
á Englandi. Styrkur hans var
aftur á móti sá að hann var
skynsamur maður og kunni
stjörnuspeki. Það má því
græða töluvert á þvi að lesa
bækur hans. Auk þess gefa
þær skemmtilega innsýn í
breskan hugsunarhátt fyrir
seinna stríð.
Marc Edmund Jones
Einn af eldri stjömuspeking-
um sem notið hefur töluvei-ðs
álits er Marc Edmund Jones.
Hann kom fyrstur fram með
aðferð til að lesa úr kortum
eftir því í hvernig munstur
plánetumar leggjast, t.d.
hvort þær ei-u þétt saman eða
dreifðar.
Margaret E. Hone
Að Iokum má geta Margrétar
Hone sem var skólastjóri
breska stjömuspekisambands-
ins frá 1954-1969. Það er
ekki hægt að segja að hún
hafi verið sérlega frumlegur
stjörnuspekingur en hins veg-
ar tók hún saman ágæta al-
hliða kennslubók í stjörnu-
speki: The Modern Text-Book
of Astrology. Þessir höfundar
og þær bækur sem hafa verið
nefndar hér, standa vel fyrir
sínu enn þann dag í dag og
gefa ágæta innsýn í þróun
stjörnuspeki á fyrrihluta ald-
arinnar.
GARPUR
GRETTIR
BRENDA STARR
þú HEFV/e
Stoc/Ð £FUí
FgÁBR£NDl>?.
ÉG MRG/IÐSEIN/CA
&R&'N HBNNAfS Á
/BBDAN !//£> F/NNUM
AÐRA IAOSM.
VEBÐ! S/tSAN 3/R T /HBÐ ÖL L UM
STAÐfeeyNDUM af&u/n u/£>
bún/r. ab> UBJSA Ó<5 baom
A£> G/STA
STBININN
'A /vý.
HL USTADU NO / EG JiEE
FUND/ÐRAÐ T/L AD F/4
BBENDUT/LAD H/BTTA AÐ
A/JÓSNA UA1 OKJCU/R- 0(5 TIL
AD FALLA FÝF/F /WáFSAB
\\
aii n.o hli Rai N 4 5 r I lÁOI/ A
LJUOIVM “—— r . 1—— 1
vesna þe^s ao ein-
HVE/SN Ti/VIA GÆTU PE7\1.
INffAK ORÐlP VEISÐMBTlfi
'A
FERDINAND
SMÁFÓLK
Já, herra, skólinn byrjar í næstu Góðan penna,, nokkra blýanta,
viku svo mig vantar ýmislegt. viskuleður, svolítið af pappír...
.. og mikla heppni.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arriarson
Gegn grandsamningum heij-
ar vörnin venjulega í sama lit
þar til hann er fríspilaður. Fer
síðan að huga að slögum annars
staðar, ef tími gefst til. En þeg-
ar iíflitur varnarinnar skiptist
4-4, getur verið nauðsynlegt að
„stela“ slag annars staðar áður
en liturinn er að fullu brotinn.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ Á62
♦ 73
♦ 108643
♦ ÁD10
Vestur
♦ K95
♦ 10964
♦ ÁD2
♦ 542
Suður
♦ G1073
♦ KDG
♦ KG7
♦ KG3
Vestur Norður Austur
Austur
♦ D84
VÁ852
♦ 95
♦ 9876
Pass
Pass
3 grönd Pass
Suður
1 grand
Pass
Útspil: hjartafjarki.
Opnun suðurs á grandi sýndi
15-17 punkta.
Austur tekur fyrsta slaginn á
hjartaás og spilar tvistinum til
baka. Sagnhafi fær þann slag,
spilar blindum inn á laufdrottn-
ingu og síðan tígli á gosa.
Vestur drepur á drottningu
og lítur yfir sviðið. Hann getur
staðsett háspil suðurs af nokk-
urri nákvæmni. Suður hefur sýnt
KDG í hjarta, og sennilega á
hann laufkóng og KG í tígli.
Samtals 13 punktar. Einhvers
staðar á hann því 2 til viðbótar
a.m.k. Kannski á hann spaða-
drottninguna, en það er líka
möguleiki að hann sé með gos-
ana tvo og aðeins 15 punkta.
En eitt er augljóst. Sagnhafi
á 9 slagi þegar hann hefur brot-
ið út tígulásinn. Vörnin fær hins
vegar aðeins fjóra með áfrarn-
haldandi hjartasókn. Eina vonin
er því að stela spaðaslag áður
en hjartað er brotið. Sagnhafi
hefur ekki efni á að stinga upp
spaðaás, svo austur fær á spaða-
drottninguna og skiptir þá aftur
yfir í hjarta.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á sænska meistaramótinu í
sumar kom þessi staða upp í skák
alþjóðlega meistarans Thomas
Emst (2.460) og Jan Johansson
(2.365), sem hafði svart og átti
leik. Hvítur lagði út í ótímabæra
peðaframrás á kóngsvæng, sem
svartur náði að stöðva og var hér
með þægilega stöðu. Eftir síðasta
leik hvíts, 20. a2-a3 nær svartur
síðan að bijótast í gegn.
20. - Rxe5!, 21. Bh3 (Þettajafn-
gildir uppgjöf en eftir 21. fxe5 —
Rxe5 er 22. Df3 eini leikurinn til
að forða liðstapi, en því svarar
svartur með 22. — f6! og hvítur
er varnarlaus.) Lokin urðu: 21. —
Rd7, 22. Iiadl - Rxc5, 23. a4
- d4, 24. Bcl - Rd5, 25. Df3 -
Had8, 26. Hhel - d3, 27. cxd3
- Rc3, 28. Hd2 - Rxb3, 29.
Hxe6 — Rd4 og hvítur gafst upp.