Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 Góður árangur íslcnzkra firirtækja á matvælasýningu í Köln: Gætum náð fyrri viðskiptum að ári — segir framkvæmdastjóri Sölustofiiunar lagmetis ANDÓF hvalfriðunarsinna hamlar ekki lengur viðskiptum með íslenzkt lagmeti í Þýzkalandi. Stórfyrirtækið Tengelman hefur ákveðið að hefja kaup á niðursoðinni rækju að nýju og fer fyrsta sendingin utan í desember. Framhaldið ræðst síðan af því hvernig gengur að selja rækjuna. Theodór S. Halldórsson, iramkvæmdastjóri Sölustofiiunar lagmetis, liefur undanfarna daga verið á Anuga-matvælasýningunni í Köln í Þýzkalandi. Hann segir að margir fyrri kaupendur hafi rætt við þá á sýning- unni og lýst áhuga sínum á viðskiptum á ný. „Hvað verður veit enginn enn, en fari svo sem horfir, gætum við verið búnir að ná sömu viðskiptum hér í Þýzkalandi að ári og við höfðum áður en andóf hvalfriðunarsinna spillti fyrir okkur,“ sagði Theo- dór í samtali við Morgunblaðið. Theodór sagði, að margir, fyrri viðskiptavina Sölustofnunar lag- metis hefðu skuldbundið sig með samningum við aðra seljendur lagmetis og því tæki einhvern tíma að vinna markaðinn að nýju. Aðalatriðið væri að geta unnið að sölunni án truflunar og í sátt og samlyndi. Á meðan salan hefði að mestu legið niðri, hefði sókn á aðra markaði verið aukin, en verksmiðjurnar heimá fyrir hefðu tekið á sig herkostn- aðinn af hvalastríðinu. Enn sem komið væri, hefði það engri þeirra riðið að fullu, en verulegir erfiðleikar væru víða í rekstrin- um. Hvort niðurstaðan yrði svo sú, vegna aukinnar sóknar á aðra markaði vegna erfiðleik- anna í Þýzkalandi, að útflutning- urinn ykist eftir allt saman, sagði hann að framtíðin ein skæri úr um það. Theodór sagðist annars mjög ánægður með viðtökurnar á þessari sýningu. Hún hefði verið árangursrík og ánægjuleg. Með- al annars hefði ný vara SL vakið mikla athygli. Það væri rækja, niðurlögð í saltvatn í plastdósum. Vonandi myndi sýningin leiða til útflutnings á rækju með þeim hætti auk annarra afurða. Sjö íslenzk fyrirtæki samein- uðust ásamt Utflutningsráði um ákveðið sýningarsvæði og létu menn almennt vel af gangi mála, en sýningunni lýkur í kvöld. Fyr- irtækin eru Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Sölustofnun lag- metis, Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, Sjávarafurða- deild Sambandsins, Fiskmar, Frostmar, Landssamband fisk- eldis- og hafbeitarstöðva og Bún- aðarfélagið. Þau tvö síðast- nefndu kynna eldislax og eldis- bleikju, Frostmar kynnir tilbúna fiskrétti og Fiskmar sjávarnasl. Sigurður Á. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri dótturfyrirtækis Sambandsins, Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi, sagðist mjög ánægður með sýninguna. Mikið væri um nýja og gamla við- skiptavini og greinilegt væri að markaðurinn fyrir fisk væri að taka við sér. Vegna kvótaniður- skurðar, einkum á þorski, væri hann nú að breytast seljendum í vil. Hann benti á að þorskkvóti Norðmanna í Barentshafi yrði væntanlega 100.000 tonn á næsta ári, en árið 1987 hefði hann verið 342.000 tonn. Þor- skafli Kanadamanna yrði einnig skorinn niður úr um 415.000 tonnum í ár í 380.000 á því næsta. Þá yrði um einhvern nið- urskurð að ræða hér við land. Loks gat Sigurður þess, að Sam- bandið hefði kynnt á sýningunni neytendapakkningar af ýmsu tagi og hefðu þær vakið mikla athygli. Því hefðu menn nokkra ástæðu til bjartsýni um þessar mundir. Ingaldur Hannibalsson, for- stjóri Útflutningsráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið, íslenzku þátttakendurnir væru allir ^nægðir með árangurinn. Það hefði ekki spillt að Helmut Kohl, kanslari, hefði komið á íslenzka sýningarsvæðið og bragðað þar á ýmsum réttum, fegurðardrottningin Linda Pét- ursdóttir hefði að vanda dregið athygli sýningargesta að íslandi og að auki hefðu ráðherrarnir Steingrímur Sigfússon og Hall- dór Ásgrímsson komið á sýning- una. Sveppir: 25% verðlækkun leiðir ekki til söluaukningar SALA á ferskum sveppum hefur ekki aukist að undanfornu þrátt fyrir fiórðungs verðlækkun á dögunum, að sögn Ragnars Kristins Kristjáns- sonar, sveppabónda á Flúðum. Við könnun á vöruverði vegna útreiknings framfærsluvísitölu í byij- un mánaðarins var meðalverð á ferskum sveppum 603 krónur kílóið en var 807 krónur í sömu könnun mánuði fyrr. Verðið lækkaði því um rúmar 200 krónur eða 25%. Ástæðan fyrir verðlækkuninni er hörð sam- keppni sveppaframleiðenda. Stærstu framleiðendurnir eru að stórauka framleiðsluna, til dæmis er aukin framleiðsla vegna stækkunar Flúða- sveppa að koma á markaðinn um þessar mundir. Níels Marteinsson söiustjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna sagði að lítil sala væri í sveppum eins og grænmeti almennt á þessum árstíma, en það breyttist venjulega þegar lengra kæmi fram á veturinn. Hundaræktarfélag Islands: A þriðja hundrað hund- ar á afmælissýningu Hundaræktarfélag íslands held- ur sýningu um helgina í hlýðni og ræktun i Laugardalshöllinni. Þetta er afmælissýning í tilefni 20 ára afmælis félagsins og jafnframt stærsta sýning sem félagið hefur haldið en þegar iiafa 218 hundar verið skráðir til kcppni. Sýningin hefst kl. 9 á sunnudags- morgun með ræktunardómum. Fé- lagið hefur fengið sænskan dómara, Bo Jonsson, sem verður yfirdómari á sýningunni. Á hádegi er áætlað að keppni hefj- ist í hlýðni. Þar er keppt um kopar- merki og þeir sem ná því geta reynt við silfurmerki félagsins. Dómarar koma frá Norðurlöndunum, Eva Mjelde frá Noregi, Henrik Lövgren frá Svíþjóð, Helgi Lie frá Noregi og Karl-Gustaf Fridriksson frá Svfþjóð. Þessir dómarar eru hingað komnir vegna þings norrænna hundaræktar- félaga sem haldið verður á morgun. „Þetta er langstærsta sýning fé- ' gsins og sú fyrsta sem haldin er hman borgarmarkanna. Af því tilefni er Davíð Oddsson sérstakur heiðurs- gestur,“ sagði Guðrún Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélags ís- lands. Hún tók það fram að hundar væru af öllum tegundum en aðeins ARGERÐ 1990 Ingirar Helgason M Sævarhöfða 2 sími 91-674000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.