Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 28
!2Ö MORGUNBLABIÐ-FÖSTUDAGU-R -2-0.-0KTÓBER T-980 - - t Ástkær móðir okkar, SIGURÁST ANIMA SVEINSDÓTTIR, Hólmgarði 10, Reykjavík, lést 18. október á Vífilsstöðum. Margrét Marelsdóttir, Sveinn Marelsson. t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Karfavogi 13, lést í Borgarspítalanum 18. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Björn Benjaminsson, Alda Dagmar Jónsdóttir, Jón Sören Jónsson, Jóhanna Björk Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sigrún Anna Jónsdóttir, Jóhann Adolfsson, Sólveig Sjöfn Helgadóttir, Pétur Jónsson, Kristján Jónsson, Sveinbjörn Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, JÓN H. SVEINSSON fyrrverandí bryggjuvörður, áðurtil heimilis á Hverfisgötu 48, Hafnarfirði, lést á Sólvangi að kvöldi 18. október. Þorsteinn Jónsson, Esther Jónsdóttir, Borgþór Jónsson, Bryndís Jónsdóttir, Sverrir Jónsson, Vilborg Helgadóttir, Reynir L. Marteinsson, barnabörn og Kristín Vestmann, Halldóra Guðmundsdóttir, Kristján Kristjánsson, María Jónasdóttir, barnabarnabörn. + Útför móður minnar, GUÐMUNDU EGGERTSDÓTTUR, ættaðrar frá Kothúsum, Garði, fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 21. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðriður Pétursdóttir. Jarðarför KRISTÍNAR LOFTSDÓTTUR, fyrrverandi Ijósmóður, Bjargi, Vík í Mýrdal, fer fram frá Víkurkirkju, laugardaginn 21. október, kl. 15.30. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30. Sigurður Gunnarsson og systkini hinnar látnu. + Útför SIGURJÓNS HALLSTEINSSONAR frá Skorholti fer fram frá Hallgrímskirkju, Saurbæ, laugardaginn 21. október kl. 14.00. . Þeir serti vildu minnast hans vinsamlegast láti Krabbameinsfélag : 'fslands njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, .........■■■■;........ ................................ + Útför GUNNARS STÍGS GUÐMUNDSSONAR bónda, Steig í Mýrdal, fer fram frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 21. október kl. 13.00. Gísella Guðmundsson, Róshildur Stigsdóttir, Jón Sigmar Jóhannsson, Ólafur Stigsson, Ásrún Helga Guðmundsdóttir, Jóhanna Stigsdóttir, Reynir Örn Ólason og barnabörn. Minning: Haraldur Hannes- son, hagfræðingur Þegar vinur minn, Haraldur Hann- esson hagfræðingur, spjallaði síðast við mig fyrir nokkru mátti finna að hjá honum var degi tekið að halla. Við ræddumst við drykklanga stund og hann þá, eins og áður, fullur áhuga á því verkefni sem hann hafði tekist á hendur fyrir meira en fjórum áratugum og var nú senn lokið. Þremur sólarhringum síðar var hann allur. Það var mikið og vandasamt verk- efni, næstum óleysanlegt, sem Har- aldur Hannesson hafði tekið að sér árið 1946. Jóhannes Gunnarsson biskup fól honum, þar sem séra Jón Sveinsson, Nonni, var látinn, að hafa upp á heimildum, handritum og útg- áfum á ritum þessa víðlesnasta íslenska rithöfundar. Haraldur Hannesson segir frá þessu sjálfur í æviágripi um séra Jón Sveinsson (Nonna) sem birtist sem eftirmáli í bókinni Nonna í nýrri útg- áfu sem hann sá um fyrir Almenna bókafélagið á sl. ári. Haraldur hafði frá barnæsku verið aðdáandi séra Jóns Sveinssonar, les- ið allar bækur hans og fékk tæki- færi til þess að hitta hann þegar Nonni kom til íslands Alþingishátí- ðarárið 1930. Síðan kynntist Harald- ur honum betur þegar hann var við nám í Þýzkalandi og hitti hann þá alloft. Honum var það því mikil án- ægja þegar Jóhannes biskup fól hon- um þetta verkefni. Vinur minn, Haraldur, sat aldrei * auðum höndum. Ég er viss um að enginn dagur hefur liðið svo að Har- aldur sinnti ekki að einhveijúm hluta þessu verkefni sínu. Óþijótandi elja og samvizkusemi Haraldar kom sér vel. Mikil og fórnfús aðstoð konu hans, frú Ragnheiðar Hannesdóttur, var honum ómetanleg. Auk þess höfðu húsbændur hans hjá Lands- banka íslands og Seðlabanka, svo og samstarfsmenn, mikinn skilning á menningarlegu gildi þess verks sem Haraldur vann. Þegar komið var að lokum og Haraldi hafði tekist að safna á heim- ili sitt öllum Verkum séra Jóns Sveinssonar og því sem um hann var ritað, auk bréfasafns hans, fékk hann heimild Jesúítareglunnár í Köln, til þess að afhenda íslenska ríkinu eign- ir þess, auk þess sem þau hjónin og sonur þeirra gáfu þann hluta sem fjölskyldan hafði safnað og átti, fyr- ir utan aðra dýrgripi sem þau höfðu eignazt og Nonna tengdust. Haraldur var því að Ijúka ætlunar- verki Jóhannesar biskups að fá þessa dýrgripi til ævarandi varðveizlu hér á íslandi. „Hér á landi eru rætur Nonna,“ sagði biskup, „hér er ætt- jörð hans, hér mun minning hans varðveitast bezt, öldnum og óbornum til ánægju og andlegrar uppbygging- ar.“ Þau hjónin, frú Ragnheiður og Haraldur Hannesson, afhentu þessa dýrmætu gjöf árið 1987 mennta- málaráðherra og verður Nonnasafni komið fyrir í Þjóðarbókhlöðunni. Haraldur Hannesson var Reykvík- ingur, f. 24. ágúst 1912, einkasonur Hannesar Magnússonar vélstjóra og konu hans, Helgu Snæbjörnsdóttur, sem bæði eru látin. Að stúdentsprófi loknu 1933 hleypti Haraldur heim- draganum og stundaði hagfræði og rekstrarhagfræði í Þýzkalandi og Bretlandi og lauk prófi frá Kölnar- háskóla 1939. Þegar heim kom gerðist hann starfsmaður Landsbanka íslands til 1946 og borgarverkfræðings síðan til ársins 1962. Þá sneri Haraldur aftur til bankanna og gerðist bóka- og skjalavörður Landsbankans og Seðlabankans. Auk þess veitti hann myntsafni Seðlabankans og Þjóð- minjasafnsins forstöðu. Þar var starfsvettvangur sem Haraldi Hann- essyni féll vel. Þar nutu starfskraftar hans sín vel með afar góðri aðstoð samstarfsmanna hans sem hann kunni vel að meta. Vissulega voru þetta ærin verkefni + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlíðarvegi 76, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 21. októ- ber kl. 14.00. Ólafur í. Hannesson, Hannes Isberg Ólafsson, Kristín Gunnarsdóttir, Ottó G. Ólafsson, Magnea Reynarsdóttir, Björn Ólafsson, Oddný G. Leifsdóttir og barnabörn. + Útför sonar míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, FINNBOGA PÉTURSSONAR frá Hjöllum, Pólgötu 4, ísafirði, fer fram frá isafjarðarkapellu laugardaginn 21. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Pétur Finnbogason, Sigrún Sigurðardóttir, ValdemarThorarensen, Sigurður Finnbogason, Signý Rósantsdóttir, Stefanía Finnbogadóttir, Jónas H. Jónsson, Hallveig Finnbogadóttir, Ásmundur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma, ELVA BJÖRG HELGASON HJARTARDÓTTIR, Skallagrímsgötu 7, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 21. okt. kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Pótur Júlíusson, Pétur H. Pétursson, Hjörtur D. Pétursson, Sveinn H. Pétursson, Anna K. Stefánsdóttir, Anna K. Pétursdóttir, Ragnar G. Guðmundsson, Knud H. Hjartarson, Hans P. Larsen og barnabörn. Haraldar sem á hefur verið minnzt. Fjölmargar ritsmíðar mætti upp telja, en ég iæt nægja að minnast útgáfu hans og ritunar ævisögu W.G. Collingwoods „Á söguslóðum" og „Fegurð íslands og fornir sögustað- ir“ með öllum hinum gullfallegu myndum Collingwoods frá íslands- ferð hans 1897. Bókaútgáfan Örn og Örlygur gaf þá bók út a sl. ári. Haraldur eignaðist þó nokkrar mynda Collingwoods, sem nú eru allar í eigu Þjóðminjasafnsins. Haraldur Hannesson kvæntist 7. maí 1942 Ragnheiði Hannesdóttur sem reyndist manni sínum ómetan- legur og skilningsríkur lífsförunaut- ur. Þau eignuðust einn son, Hannes Gunnar, bankamann, sem er búsettur fjölskyldumaður í Reykjavík. Haraldur Hannesson sá draum sinn rætast — að séra Jón Sveins- son, Nonni, kæmi aftur heim til ís- lands. Mun það verk halda á lofti minningu Haraldar Hannessonar um ókomna tíð. Guð blessi minningu góðs vinar. Samúðarkveðjur sendum við frú Ragnheiði og fjölskyjdu hennar. Matthías Á. Mathiesen Hér vil ég minnast vinar míns og samferðamanns, Haraldar Hannes- sonar. Leiðir okkar lágu fyrst saman er við unnum að skjalasöfnun í Landsbanka íslands fyrir um 30 árum. Haraldur tók að sér að skrá- setja fyrstu handbækur og dagskjöl bankans og var tekið á leigu hús- næði í kjallara Neskirkju en bækur og skjöi voru í slæmum geymslum í kjallara Austurstrætis 11 og illa far- in vegna raka og kolaryks. Með ein- stöku handbragði Haraldar tókst að gera þetta vel úr garði og var þetta vísir að hinu góða bóka- og skjala- safni Landsbanka og Seðlabanka sem til er í dag. Engin verk eru unnin án átaka og með þrautseigju Haraldar og fleiri góðra manna þessara stofnana fékk hann inni með skjalageymslu og síðar prentsmiðju í Höfðatúni 6, húsnæði sem í var blikksmiðja en tókst nokk- uð þokkalega að breyta í það horf sem Haraldur óskaði eftir. Verkefni Haraldar urðu æ um- fangsmeiri með hveiju ári sem leið. Seðlabanki fæddist úr einni skrif- borðsskúffu Landsbankans til þess að hafa með höndum peningaútgáfu og faglega stjórnun peningamáia og tók Haraldur einnig að sér skjala- vörslu Seðlabanka sem eignaðist húsnæði í Dugguvogi og síðar framt- íðarhúsnæði í Einholti 4. Haraldur kom þar upp mjög fallegu mynt-, bóka- og skjalasafni sem með hans handbragði tókst að gera þannig úr garði að er bankanum til sóma. . Haraldur var einstakur smekk- maður og listrænn og varð að hafa myndir, muni og mynjagripi úr sögu bankans upp setta á nákvæman hátt. Haraldur var sannur vinur, ósér- hlífinn í starfi og ef vel gekk var hann tilbúinn að taka lagið, léttur i lund og skemmtilegur að vinna með. Nú að leiðarlokum langar mig og syni mína, Ásgeir og Gunnar, að þakka samfyigdina sem aldrei féll skuggi á og sendum við Rögnu, Hannesi, Rósu og börnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Jakob Sigurðsson Fleiri greinar uni Harald Hann- esson niunu birtast í blaöinu næstu daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.