Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 40
FÍIAG FÓIKSINS Vægurjarð- skjálfti á Suðurlandi VÆGUR jarðskjálftakippur, uin 3,9 stig á Richters-kvarða, fannst á Suðurlandi um átta- leytið í gærkvöldi. Ekki var vitað til þess að neitt tjón hefði orðið af völdum skjálftans. Skjálftans varð einkum vart á Hvolsvelli, þar sem hlutir hristust í hillum og rúður glömruðu, en einnig fannst hann á_ Rangái'völl- um og í Landssveit. Á Veðurstofu Islands í Reykjavík fann starfs- maður, sem hafði hallað sér á legubekk, einnig fyrir kippnum. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að upptök skjálftans væru við Vatnafjöll sunnan Heklu. Þar varð jarðskjálftahrina í maí 1987, og gæti verið um eftirhreytur af henni að ræða, að sögn Barða Þorkelssonar hjá Veð- urstofunni. Byggingarvísitalan: 1,2% hækkun VISITALA byggingarkostnaðar reyndist vera 155,5 stig í október eða 1,2% hærri en hún var í sept- ember. Síðustu tólf mánuði hefur bygg- ingarvísitalan hækkað um 24,6%, en síðustu þijá mánuði um 7%, sem samsvarar 31,2% árshækkun. Þá'hefur Hagstofan reiknað út launavísitölu fyrir október miðað við meðallaun í september. Er hún 110,1 stig eða 2,9% hærri en hún var í fyrra mánuði. Námsmönn- um synjað um skólavist í Svíþjóð UM ÞAÐ bil 15 íslenskum náms- mönnum var synjað um skólavist í Svíþjóð í haust. Að sögn Hólm- fríðar Garðarsdóttur fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra námsmanna erlendis, fengu umsækjendur meðal ann- ars þau svör að Island tilheyrði ekki Norðurlöndum eða að nem- endur þyrlitu að Ijúka prófí í ensku til að fá skólavist. „Það eru ekki til neinar ákveðnar regiur um skólavist nemenda frá íslandi," sagði Hólmfríður. „Og nú er allt í einu farið að túlka ýmis atriði og ákvæði í samningum milli landanna á nýjan hátt. Þetta er mjög erfitt að rekja því fyrsti samn- ingurinn er frá árinu 1976 en síðan hefur hann verið endurskoðaður á ótal fundum og nú veit enginn hvernig ber að túlka.hann. Mönnum ber ekki saman. Ég held að þessi nýja staða sem upp er komin sé vegna aukinnar ásóknar í alla skóla og að Svíar hugsi sem svo að þeir séu ekki að taka inn Islendinga sem geti ekki í staðinn tekið við náms- mönnum frá Svíþjóð." Hólmfríður sagði, að Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefði rætt málefni námsmannanna við menntamálaráðherra Svía og til stæði að taka það upp í Norður- landaráði. „Við þurfum að beijast fyrir okkar stöðu annars gleym- umst við,“ sagði Hólmfríður. EINKARE/KN/NGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM m _________________Mk FOSTUDAGUR 20. OKTOBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Morgunblaðið/RAX Vinafundur Tveggja ára heimasæta á höfuðbólinu Skarði í Landssveit, Laufey Kristinsdóttir, er þarna í góðra vina hópi með tíkinni Tinnu og hvolpum hennar. í dag er síðasti dagur sumars og á morgun heldur veturinn innreið sína. Steftiir í metfram- leiðslu í * Alverinu NÚ STEFNIR í að framleiðsla Alversins í Straumsvík verði um 88.000 tonn á þessu ári og hefur hún aldrei áður orðið svo mikil. Það mark næst komi ekkert fyrir, sem áhrif geti liaft á framleiðsluna svo sém breytingar á markaði. Þessi framleiðsla svarar f il upp- gefínna afkasta Alversins. Einar Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Álversins, sagði í samtali við Morgunbtaðið, að mark- aðsaðstæður væru góðar nú. Að vísu hefði allra síðustu daga orðið varí Samdráttar og afpantana og talið væri það mætti rekja til óhapps við verksmiðju í Bandaríkjunum er felli- bylurinn Hugo gekk þar yfir. Mark- aðsverð fór í fyrra yfir 2.000 doll- ara, en féll síðan niður í 1.700. Það er nú um 1.800 dollarar á tonnið. Framkvæmdir við stækkun á steypuskála Álversins ganga sam- kvæmt áætlun og lokið er fyrsta áfanga í vélknúinni lokun 'kera. Slíkur búnaður hefur nú verið settur á 40 ker, en aætlað er að á næsta ári verði 120 ker til viðbótar búin vélknúnum fokunarbúnaði. Bláijöll eitt skíðasvæði I SUMAR hafa verið gerðar veru- legar breytingar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og svæðin þrjú öll tengd saman nieð lyftuin. Breyt- ingar á svæðum Breiðabliks og Fram felast í því að Eldborgar- gil er tengt Drottningargili sem gerir það að verkum að hægt er að skíða um allt svæðið. Reykjavíkurborg keypti svæði Breiðabliks, lyftu og skála. Blá- fjallanefnd lét færa lyftuna og lengja hana úr 400 metrum í 700 metra. Hún liggur frá svæði Fram í Eldborgargili upp að Drottning- argili og í fyrsta sinn eru öll svæð- in tengd. Nú eru um tíu lyftur í Bláfjöllum, samtals um 5 km á lengd. Húsnæðisstoftiun: Tæpir ^órir milljarðar greiddir út til áramóta ÚTGREIÐSLUR úr Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verka- manna til hinna ýmsu lánaftokka sjóðanna verða í heild tæpir fjórir milljarðar króna síðustu þrjá mánuði þessa árs, að sögn Ililmars Þóris- sonar aðstoðárframkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar. í lieild er áætlað að rúmir átta milljarðar króna verði greiddir út í húsnæðislán á þessu ári, og er þá gert ráð fyrir að vera innan áætlunar og hafa afgang til að sinna ófyrirséðum þörfum. Þessar tölur innihalda þá viðbót sem verður vegna ákvörðunar lnisnæðismálastjórnar um að flýta greiðslum til þeirra sem áttu að fá fyrri greiðslu í júní til ágúst á næsta ári. Fjárstreymi úr byggingarsjóðun- um dreifist ekki jafnt á mánuði árs- ins. Um miðjan september, en þá voru liðin 71% af árinu, var búið að greiða út 53% af áætluðum heildar- greiðslum ársins', sem þýðir að á þeim liálfum þriðja mánuði sem þá voru til áramóta, 29% ársins, átti að greiða út 47% lána. Hilmar áætlar að heildarupphæð þeirra greiðslna, sem gefinn er kostur á að flytja fram um sex til átta mánuði, nemi um 800 milljónum króna. Hinar fyrstu þessara greiðslna verður hægt að fá um miðjan nóvem- ber, en nú er unnið að þvf að senda rétthöfum bréf um þær. Um sama leyti og þessar greiðslur verða fáan- legar, taka gildi lög um húsbréfa- kerfi, en nú er. unnið að samningu reglugerðar um útfærsiu þess. Meginhluti þess fjár, sem greitt verður út úr Ilúsnæðisstofnun til áramóta, er vegna þegar gerðra samninga' um íbúðakaup. Viðbótin, greiðslurnar sem flýtt verður, eru þó hrein viðbót á húsnæðismarkaðn- um. Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala; sagðist ekki telja að þetta hefði áhrif til verð- hækkunar, þar sem lægð he.fði verið á markaðnum undanfarið. Hann kvað hins vegar óvíst hvort öll kurl væru til grafar komin. „Það er spurn- ing hvort á eftir að koma önnur ákvörðun í kjölfar þessarar, til dæm- is um að hækka vexti af þessum lánum,“ sagði hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.