Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUK 20. QKTÓBER 1989 AMNESTY-VIKAN HELGUÐ BÖRNUM GUATEMALA José Estuardo Sotz Alvarez með foður sínum í Boston. IRAK José Estuardo Sotz Alvarez varð sex ára á þessu ári. Fyrir þremur árum, í maí 1986, skutu óeinkenn- isklæddir menn á föður hans, José Mercedes Sotz Caté, en hittu José Estuardo í staðinn. Hann lamaðist fyrir neðan mitti. Faðir drengsins var féhirðir hjá Sindicato Central de Trabajad- ores Municipales (SCTM), þ.e. Sambandi borgarverkamanna, sem margsinnis hefur orðið skotspónn mannréttindabrota. Faðir drengsins ásakar öryggis- verði í þjónustu borgarstjórans í Guatemalaborg um árásina, og hefur lýst öllum málsatvikum. Aðrir meðlimir SCTM hafa mátt þola mannréttindabrot, þ. á m. pyntingar og aftöku án dóms og laga. Amnesty Intemational sá til þess að faðirinn kæmi drengnum undir læknishendur í Bandaríkjun- um og hefur það borið nokkurn árangur. Samtökin hafa einnig margsinnis farið fram á að málið verði cannsakað opinberlega og hinir seku dæmdir. Borgarstjórinn í Guatemalaborg neitar að borgarstarfsmenn hafi verið viðriðnir þessa atburði. Að hans sögn varð drengurinn fyrir skoti af slysni í skotbardaga milli eiturlyijasala. Sendinefnd frá AI 1988 spurðist frekar fyrir um mannréttindabrot gegn meðlimum í SCTM. Að því er drenginn varðar kvaðst faðirinn hafa tilkynnt lögreglunni um atvik- ið og farið fram á rannsókn, en sagði að hvorki lögreglan né Kayathiri Vino ' Sangaraling- am, 10 ára gömui stúlka frá Nallur í Jaffna-héraði, „hvarf“ eftir hand- töku árið 1987. Samkvæmt frásögn vitna var Kayathiri Sangaralingam hand- tekin 12. nóvember 1987 ásamt móður sinni og tveimur eldri systr- um vegna gruns um að vera stuðn- ingsmenn aðskilnaðarstefnu tamíla. Þær voru handteknar af indversku friðargæslusveitinni sem staðsett er á Sri Lanka. Ættingi mæðgnanna, sem spurðist fyrir um þær í búðum ind- versku friðargæslusveitarinnar sama.dag og þær voru handtekn- ar, var í haldi stutta stund og sagð- ist þá hafa séð Kayathiri en náði ekki tali af henni. Þrátt fyrir þetta hafa yfirmenn friðargæslusveitar- innar þráfaldlega neitað að Kayat- hiri eða fjölskylda hennar sé í nokkrir aðrir opinberir aðilar hafi beðið um frásögn hans af skotárás- inni. Borgarstjórinn, Alavro Arzú Irogoyen, var ekki viðlátinn þegar sendinefnd AI óskaði eftir fundi með honum tit að ræða málið. AI telur að upplýsingar sem til- tækar eru um þetta tilfelli og önn- ur gefi til kynna skipulögð brot gegn SCTM frá hendi öryggi- svarða í opinberri þjónustu. Vinsamlega skrifið kurteislegt bréf til: S.E. Vinicio Cerezo Arevalo Presidente de la República de Gu- atemala Palacio Nacional Guatemala GUATEMALA. Iris Yomila Reyes Urizar, 15 ára stúlka, var tekin föst af for- ingja herflokks 5. febrúar 1989, og nauðgað meðan hún var í haldi hjá hermönnum með aðsetri í sveit- arfélaginu San Andrés Sajcabajá, E1 Quiche. Ættingjar kærðu atvikið til frið- ardómara — Juez de Paz — sem lét réttargæslulækni skoða hana. Sagt er að læknirinn hafi staðfest nauðgunina. Stúlkan er frænka Amilar Méndez Urizar, forseta Consejo de Comunidades Etnicas „Runujel Junam“ (CERJ), þ.e. Byggðaráðs innfæddra: „Við erum öll jafnrétthá", sem hefur á stefnu- skrá sinni að koma upp um mann- réttindabrot gegn samfélögum inn- fæddra. Susana Tzoc Mendoza, 13 ára stúlka, var barin með byssuskeft- vörslu þeirra. Fyrirspurnum ætt- ingja til yfirvalda á Sri Lanka og á Indlandi hefur ekki verið svarað. Vinsamlega skrifið kurteislegt bréf og látið í ljós áhyggjur ykkar af handtöku Kayathiri Sangaral- ingam. Farið fram á hlutlausa rannsókn á högum og dvalarstað fjölskyldunnar. Skrifið til: President R. Premedasa Presential Secretariat Republic Square Colombo 1 Sri Lanka. Vinsamlegast sendið afrit til: Mr. L.L. Mehrotra High Commissioner of India in Sri Lanka 3rd Floor State Bank of India Building Sri Baron Jayatilleke Mawatha Colombo 1 Sri Lanka: Amnesty Intemational telur að börn og ungt fólk sé meðal þeirra sem orðið hafa að þola kúgun af pólitískum ástæðum. Þessi aðgerð er í þágu barna sem „hurfu“ á árunum 1980-1988. Þau eru í hópi þúsunda manna sem öryggis- eða leyniþjónustusveitir hafa handtekið á þessu tímabili. í október 1983 lagði AI fyrir íraksstjórn nöfn 114 manna sem höfðu „horfið“ eftir að þeir voru handteknir af öryggissveitum milii 1979 og 1982. Meðal þeirra voru fimm skólanemendur undir 18 ára aldri er þeir voru handteknir: Muslem Hassan og Riyad Hass- an: í Basra í apríl—maí 1981. Nizar Najm og Samir Najm: í Basra í maí 1981. Samir Abbas: í Al-Thawra, Bagh- dad, í ágúst 1981. Ríkisstjórnin lýsti yfir að nöfnin, sem lögð voru fram, væru „upp- spuni“. Amnesty hefur í fórum sínum vitnisburð manns úr þessum 114 manna hópi. í september/október 1985 fékk AI fréttir um handtöku 300 barna og unglinga. í september 1987 staðfesti ríkisstjórnin að 7 þeirra hefðu verið tekin af lífi. Ekkert er vitað um örlög og aðsetur hinna barnanna. Fréttir um „hvörf“ í kjöl- far handtöku halda sífellt áfram að berast til AI. Ismat Najam Abdallah, nem- andi frá Duhok, 17 ára við hand- töku í febrúar 1986. Mustafa Ahmad Mustafa, nem- andi frá Duhok, 17 ára-við hand- töku í febrúar 1987. Báðir handteknir af leyniþjón- ustusveitum, að því er virðist vegna gnins um tengsl við Kúrdíska lýð- ræðisflokkinn (KDP). Enn er ekk- ert vitað um hvar þeir eru niður- komnir. 315 böm ogungmenni eru með- al 8.000 Kúrda sem „hurfu“ í ttjöl- far handtöku í ágúst 1983. Meðal þeirra eru þessi börn: Shaikhomar Yassin Isma’il: f. 1975 í Baban, handt. í Qoshtapa. Ihsan Ali Shihab: f. 1974 í Barz- an, handt. í Qoshtapa. Ferhad Ahya Ahya: f. 1973 í Hupa, handt. í Harir. Siyamand Salman Haji: f. 1972 í Hasnaka, handt. í Qoshtapa. Yasin Muhammad Yasin: f. 1971 í Shengel, handt. í Qoshtapa. Mala Ali Ibrahim: f. 1970 í Pendru, handt. í Bahark. Aziz Mirkhan Hamed: f. 1969 í Kanyader, handt. í Diyana. Farhad Ibraliim Bapir: f. 1968 í Kani Bout, handt. í Diyana. Mawlud Chicho Mawlud: f. 1967, í Bekhshash, handt. í Behark. Sabri Sazem Mahmud: f. 1967 í Bersyav, handt. í Harir. Meðal hundmða annarra sem sagðir eru „horfnir" em karlkyns um þegar hermenn og óeinkennis- klæddir menn réðust inn á heimili hennar í smáþorpinu Churraché, San Andrés Sajcabajá, 22. nóv. 1988. Mennirnir vom að leita að föður hennar, Cirilo Tzoc Zacarias, sem er formaður CERJ-nefndarinnar í San Andrés Sajcabajá. Hann flýði til að bjarga iífi sínu og er sem stendur í felum. Stúlkan, sem varð ein eftir heima, var barin af hermönnum næstu íjóra daga og hár hennar klippt af. Af völdum barsmíðanna er hún sögð alvarlega veik og kast- ar upp blóði. CERJ sendi skýrslu um málið til lögfræðiskrifstofu mannrétt- indahjálparinnar — Procuraduria Auxiliar del Procurador de los Derechos Humanos. Vinsamlega skrifið yfirvöldum í Guatemala og biðjið um rannsókn á þessum ásökunum og að þeir sem ábyrgir eru verði látnir svara til saka. Beinið kurteislegum bréfum til: S.E. Vinicio Cerezo Arevalo Presidente de ia República Palácio Nacional Guatemala GUATEMALA meðlimir úr arabískum Shi’i- múslímafjölskyldum, sem yfirvöld segja vera af írönsku bergi brotnar (bæði fullorðnir og börn) og hafa verið fluttar nauðungarflutningum til íran. Margir sem handteknir voru eru hafðir áfram í haldi án lagalegi’ar meðferðar. Fjölskyldur þeirra hafa ekkert fengið að vita um dvalarstað þeirra. Eftirfarandi eru dæmi um unga fanga úr fjöl- skyldum sem fluttar hafa verið nauðugar til íran: Abd al-Rahman Qasem Hatem: Námsmaður handtekinn 6. feb. 1982, 17 ára. Færður frá heimili sínu í Baghdad og væntanlega fluttur fyrst í Mudiriyyat al-Amn al-Amma í sömu borg. Annars ekk- ert um hann vitað. Malek Baba Isfandiyar: Kúrdísk- ur námsmaður, handtekinn 10. apríl 1983, þá 16 ára. Handtekinn ágötu í Baghdad, annað ekki vitað. Abd al-Hussain Abd al-Hassan Sayyid Ali Gubanchi: Námsmaður handtekinn lO. júlí 1983, þá 17 ‘ára. Færður frá heimili sínu í Naj- af og haldið fyrst þar. Annað ekki vitað. Vinsamlega skrifíð og látið'í ljósi áhyggjur Amnesty International vegna mannréttindabrota gegn börnum sem hafa horfið. Skrifið til: His Excellency President Saddam Hussain Office of the President Presidential Paiace Karadat Mariam Baghdad Republic of Iraq SRILANKA Minning: Bjarne Eliassen járnsmiður Fæddur 7. júlí 1915 Dáinn 13. október 1989 Veturinn 1943-44 varð mértíðför- ult í liúsið við Meðalholt 9 hér í borg þar sem systir mín og eiginmaður hennar bjuggu þann vetur. Þar bjuggu þá einnig Bjarne (ávallt nefndur Bjarni hér á landi) Eliassen og unnusta hans, Svava Kristins- dóttir, mágkona systur minnar. Bjarni fæddist í Kaupmannahöfn 7. júií 1915. Foreldrar hans voru Edvard Lenhard Eliassen, trésmiður frá Tromsö í Noregi, og kona hans, Julie Kristine Pedersen, danskrar ættar. Þau áttu sex börn, fjóra syni og tvær dætur, og var Bjarni næst- yngstur. Bjarni lærði járnsmíði hjá verk- takafyrirtækinu Hojgárd og Schultz sem þekkt er hér á iandi fyrir lagn- ingu Hitaveitu Reykjavíkur. Kom hann til íslands í stríðsbyrjun í flokki þeírra sem unnu að lagningu hitavei- tunnar. Hann hafði verið kvæntur í Kaupmannahöfn en þau hjónin skildu eftir skamma sambúð. Eignuðust þau son, Eyvin, sem nú er skip- stjóri. Kona hans heitir Dally og eiga þau tvö börn. Þegar Bjarni hafði starfað hér á landi um skeið, kynntist hann áður- nefndri stúiku, Svövu Kristinsdóttur, sem ættuð var frá Patreksfirði og gengu þau í hjónaband 1948. Svava átti dóttur, Kristjönu Hafdísi Braga- dóttur, sem ólst upp hjá henni og Bjarna. Hún á fjögur börn. Þau Bjarni og Svava eignuðust tvo syni. Hinn eldri er Erling, pípulagn- ingameistari, sem kvæntur er Sigr- únu M. Jóelsdóttur og eiga þau tvær dætur, Svövu Kristínu og Katrínu Sif. Yngri sonurinn er Sigurgeir Halldór, offsetprentari, ókvæntur. Bjarni setti á stofn ásamt öðrum fyrirtækið Sandiástur og málmhúðun en varð að hætta störfum hjá því vegna þess að hann þoldi ekki rykið sem fylgdi þeirri starfsemi. Síðar stofnaði hann, ásamt Marteini heitn- um Skaftfeils, heildverslunina Elm- aro hf. Fiuttu þeir aðallega inn heilsuvörur. Þeirri samvinnu lauk þó eftir tiltölulega skamman tíma. Fyrir rúmum 30 árum hóf Bjarni störf hjá Hampiðjunni hf. og vann þar að vélaviðgerðum og vélsmiði meðan honum entist heiisa. Síðustu árin þar vann hann aðeins hálfan daginn. Hann veiktist af sykursýki 1967 og varð hún að lokum bana- mein hans. Bjarni var mikill hæfileikamaður í sínu fagi og voru þær vélar ófáar sem hann gerði við og smíðaði og bái-u síðan góðan vitnisburð um verk- hæfni hans. Hann hafði ánægju af tónlist og lék á banjó ög einnig á píanó á yngri árum. Árið 1975 andaðist Svava kona hans. Hann kynntist danskri konu, Hanne Gíslason, sem reyndist honum hinn besti vihui-. Bjuggu þau saman síðustu 2-3 árin sem hann lifði og var hún honum sönn stoð og stytta í veikindum hans. Bjarni var glæsimenni á velii og skemmtilegur maður, enda lék hin víðkunna danska fyndni á tungu hans. Hann talaði íslensku allvel og fannst mér ævinlega danski hreimur- inn gera gamansemi hans ennþá skemmtilegri. Hann var góður full- trúi lands síns og þjóðarinnar, sem við áttum forðum svo margt sameig- inlegt með, ýmist af hinu súra eða sæta, þjóðarinnar sem okkur finnst gjarnan að sé nátengdari okkur en aðrar þjóðir. Eg verð ævinlega þakklátur fyrir þær glöðu og góðu stundir sem ég átti með þeim Svövu og Bjarna með- an þau áttu heimili að Meðalhoiti 9, en þegar ný viðhorf bar að höndum í lífi mínu fækkaði fundum okkar. Við hittumst þó stöku sinnum og voru þeir fundir jafnan eins og ég hefði hitt gömul leiksystkini. Að lokum votta ég sonum, tengda- dóttur, fósturdóttur og barnabörnum Bjarna innilegustu samúð niína. Megi sál hans hvíla í friði. Toríi Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.