Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 11 Hugleiðing að loknu 15. þingi Yerkamannasambands Islands eftir Jóhannes S. Guðmundsson Nú þegar ég hef nýiega setið 15. þing VMSÍ, kemur ýmislegt upp í huga minn, sem ég vil gjarnan deila með öðrum og jafnvel fá viðbrögð við frá þeim sem kynnu að vera sama sinnis og ég. Eg er hjartan- lega sammála orðum Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra, en hún ávarpaði þingið við setningu þess. Jóhanna sagði m.a. að verka- lýðshreyfingin væri of íhaldssöm og hefði fjarlægst hinn almenna félagsmann. Ég tek einnig undir þau orð hennar að tími sé kominn til þess að heíja viðræður um brejd- ingar á vinnulöggjöfinni. Slíkar við- ræður gætu leitt í ljós að báðir aðilar sæju sér hag í að breyta ein- hveiju. Athygli vekur á hvem hátt sum- ir fjölmiðlar ijalla um framboð og kosningar í trúnaðarstörf á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Bæði áð- ur en þing VMSI hófst og meðan það stóð yfir voru fjölmiðlar með viðtöl við forystumenn verkalýðs- samtakanna og getgátur um hvern- ig kosningar færu. í viðtölum kom fram að um kvótaskiptingu væri að ræða milli ákveðinna stjórn- málaflokka innan hr'eyfingarinnar. Forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar virtust taka þátt í þessu ósmekklega sjónarspili. Ekki var látið svo lítið að spyija hinn al- menna þingfulltrúa eða launþega álits á þessum málum. Vísa ég nú til blaðagreina sem birtust í DV dagana 12.-16. október sl. 1) „Ég er vanur að vera á.högg- stokknum. Á þessari stundu segi ég ekkert um það hvort ég gef kost á mér áfram eða ekki. Ég veit að nokkrir aðilar vilja losna við mig úr varaformannssæt- inu,“ sagði Karvel Pálmason, alþingismaður og varaformaður Verkamannasambandsins. DV 12.10. 1989. 2) „Karl Steinar lausnin í vara- formannsslagnum. Það var raf- magnað andrúmsloftið á Verka- mannasambandsþinginu í gær vegna þeirra átaka sem standa um varaformannssætið í stjórn sambandsins. Þetta mál er höf- uðverkur Alþýðuflokksins, al- þýðuflokksmenn eiga sætið eins og sagt er. Karvel hefur alfarið neitað að draga sig til baka en seint í gær samþykkti hann að gefa ekki kost á sér til embætt- is varaformanns ef Karl Steinar Guðnason, sem var varaformað- ur á undan Karvel, gæfi kost á sér. Það er rétt að það hefur verið hart lagt_ að mér að gefa kost á mér. Ég hef þó enga ákvörðun tekið enn, vegna þess einfaldlega að ég hef sVo mikið að gera að ég treysti mér tæp- lega til að bæta varaformanns- starfinu við, sagði Karl í sam- tali við DV.“ 13.10. 1989. Jóhannes S. Guðmundsson 3) „Pólitískt klúður komið upp. Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag í vandræðum." DV. 14.10. 1989. 4) Átök og klúður við stjórnarkjör o.s.frv. DV. 16.10.1989. Eftir að hafa lesið þessar greinar og fylgst með gangi mála á þinginu kemur sú spuming upp í hugann, hverra hagsmuna sé verið að gæta, þegar stillt er upp til kjörs í trúnað- arstörf á vegum verkalýðshreyfing- arinnar. Eru það hagsmunir laun- þegans eða hagsmunir stjórnmála- flokka sem sitja í fyrirrúmi? Ef það eru hagsmunir stjórn- málaflokka þá hefur stór hluti þing- „Eftir að hafa lesið þessar greinar og fylgst með gangi mála á þing- inu kemur sú spurning upp í hugann, hverra hagsmuna sé verið að gæta, þegar stillt er upp til kjörs í trúnaðar- störf á vegum verka- lýðshreyfingarinnar. Eru það hagsmunir launþegans eða hags- munir stjórnmálaflokka sem sitja í fyrirrúmi?“ fulltrúa ekkert að gera á þessi þing. Ef ekki verður breyting á, þá getum við sem ekki höfum áhuga á-að taka þátt í þessu sjónarspili setið heima og leyft þeim sem vilja halda í þennan skrípaleik, að eiga sviðið í friði. Ég veitti því athygli þegar Halldór Björnsson tilkynnti uppstillingu kjörnefndar til stjórn- arkjörs, að hann talaði um að valið hefði verið erfitt. Lágu erfiðleikarn- ir í því að verkalýðshreyfingin hefur ekki á að skipa nógu af hæfileika- ríku fólki í sínum röðum sem hefur vilja og tíma til að vinna að verka- lýðsmálum? Eða er ástæðan sem fjölmiðlar gefa upp rétt, að pólitíkin og persónulegar illdeilur séu láthar ráða. Auðvitað er unnið að ýmsum góðum málum á þessum þingum sem koma launamanninum til góða í framtíðinni. En við sem viljum pólitíkina út úr verkalýðshreyfing- unni getum unnið að þessum málum á annan hátt, ef engin breyting • verður hjá forystunni. Það er nóg að alþingis- og sveitarstjórnakosn- ingar séu flokkspólitískar, ég efast stórlega um að okkar fámenna þjóð hafi efm á öllu þessu stjórnmála- vafstri. Ég tel t.d. að það hafi ekki verið vilji hins almenna launamanns að Karvel Pálmason, Jón Kjartans- son og Guðríður Elíasdóttir viku úr trúnaðarembættum. Tími er kominn til að við íslend- ingar stöldrum við og spytjum okk- ur nokkurra spurninga. Viljum við leggja landbúnaðinn niður og stuðla þannig að auknu atvinnuleysi, sem er eitt mesta böl heimsins? Þurfum við allt þetta vöruúrval? Er neyslan ekki orðin of mikil? Förum við vel með þann gjald- eyri sem sjómenn okkar afla? Gerum við okkur grein fyrir því að með sívaxandi launamisrétti skapast vandamál, sem við viljum ekki hafa hér á landi? Sinnum við kristilegu starfi nógu vel? Gefum við börnum okkar nægan tíma? Sinnunt við öldruðum og öryrkjum eins og vera ber? Þannig mætti lengi telja. Ég vona að verkalýðshreyfingin beri gæfu til þess að gera breyting- ar á sínum innri málum áður en það er orðið of seint. Það er ekki nóg að hafa sterka stjórn ef hún hefur ekki tiltrú hins almenna launa- manns. Höfundur er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Gerðahrepps. Fyrsti fimdur Parkinson- samtakanna Parkinsonsamtökin á íslandi eru landssamtök Parkinsonsjúkl- inga og aðstandenda þeirra. Auk félagsins fyrir höfuðborgarsvæð- ið starfar deild samtakanna á Akureyri. Parkinsonsamtökin vilja ná til sem flestra Parkinson- sjúklinga og aðstandenda þeirra, en talið er að um 300-400 Parkin- sonsjúklingar séu í landinu. Parkinsonsamtökin efna til síns fyrsta fundar á þessum vetri, laug- ardaginn 21. október kl. 14 í Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykja- vík. Þar flytur Grétar Guðmunds- son, læknir og sérfræðingur í taug- asjúkdómum, erindi um Park- insonsveikina og meðferð hennar. Ennfremur verður einsöngur Dag- rúnar Hjartardóttur og loks boðið upp á hið vinsæla kaffihlaðborð Sj álfsbj argarhússins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og gestir og styrktarmenn samtakanna eru velkomnir á fund- inn. (Fréttatilkynning) Kvikmyndahátíð Listahátíðar ÆSKUASTIR (Kronica Wypadków Milosnych) Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Leikstjóri: Andrzej Wajda. Handrit: Janusz Sosnewski. Aðalleikendur: Paulina Mlyn- arska, Piotr Wawrzynczak. Pól- land 1985. Það kveður við nýjan tón hjá meistara Wajda í þessari fyrstu mynd sem hann gerir í heima- landi sínu eftir að herlög voru sett 1981. Yrkisefnið er ástin, dauðinn, eftirsjá horfinna tíma Póllands millistríðsáranna og er byggð á skáldsögu eftir leikstjór- ann og rithöfundinn Tadeusz Kon- wicki, sem átti ekki uppá pallborð- ið hjá herstjóminni. Myndin var því ekki frumsýnd fyrr en á síð- asta ári, en Wajda kemur skoð- unum kollega síns skilmerkilega fram í dagsljósið, m.a. með því að láta Konwicki sjálfan leika e.k. draug úr framtíðinni. Æskuástir gerist í litlu sveita- þorpi árið 1939. Nýtt heimsstríð vofir yfir. Ástandið er undarlegt í Póllandi, í næsta nágrenni þýsku stríðsmaskínunnar, þar sem íbú- arnir em aukinheldur margir af þýskum ættum. Aðalsögupersón- urnar eru piltur og stúlka sem verða ástfangin þetta örlagaríka sumar. Hamingja þeirra er kæfð í fæðingu vegna stéttaskiptingar og stríðsóttá. Átakanleg og vonlaus ástar- sagan minnir mikið á Rómeó og Júlíu, en Wajda undirstrikar göf- Atriði úr myndinni Æskuástir ugar tilfinningar sögupersóna sinna með mjúkri myndatöku og fögrum litum gagnvart ógninni, marserandi riddaraliðum, gráum fyrir járnum. Engu síður áhuga- verð er sú mannlífsmynd sem hann dregur upp af hinu horfna Póllandi, sem Þjóðvetjar og síðar Rússar nauðguðu og svívirtu. Þorpsmyndin er Pólland þessara tíma með sínum sterka trúararfi, -menntunarþrá, stéttaskiptingu, gyöingum og þýskættuðum borg- urum í bland og ekki síst gnótt hinna pólsku galdrakvenna sem löngum hafa seitt hjörtun í bijóst- um manna og haft þau að leik- fangi. Myndir sýnd- ar í dag Salaam Bombay!, Himinn yfir Berlín, Geggjuð ást, Liðsfor- inginn, Köll úr fjarska, Kyrrt líf, Píslarganga Judith Hearne, Ashik Kerib, Eldur í hjarta mínu, Blóðakrar, Vitnisburð- urinn. RÝMINGARSALA - RÝMINGARSALA Gallabuxur 1.600,- Joggingbuxur .1.28«;- 495,- Flauelsbuxur ^950^” 1.600,- Úlpur 3.900,- Vinnuskyrtur Samfestingar j^aos,- 895,- 1.900,- Vinnuvettlinar 200* 100,- VINNUFATABUÐIN Hverfisgötu 26, sími 28550.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.