Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 17 Drög að nýju grunnskólafrumvarpi: Mannaráðningar verði færðar til skólanna og tíu ára skólaskylda Svavar segir að drögin byggi á- grunnskólalögunum eins og þau eru í meginatriðum, ekki sé gert ráð fyrir veigamiklum grundvallar- breytingum. „Þetta eru fyrst og fremst stefnumótandi breytingar sem þarna er um að ræða,“ segir hann. Helstu breytingarnar sem boðaðar eru í hinum nýju frum- varpsdrögum eru eftirfarandi. Allar ráðningar kennara og skólastjóra flytjist út úr mennta- málaráðuneytinu. Skólastjórar og skólanefndir ráði kennara og fræðslustjórar ráði skólastjóra. Þar með yrðú ekki lengur við lýði tvö stig ráðningar, setning og skipun. Ahrif foreldra á skólastarfið eiga að aukast með aðild að grunn- skólaráði, sem yrði stofnað fyrir landið allt. Ennfremur segist Svav- ar munu hafa frumkvæði að um- ræðum um það á Alþingi, að for- eldrar fái aðild að öllum skóla- nefndum og fræðsluráðum. Skólaskylda á að vera tíu ár með því að sex ára bekkir verði fyrstu bekkir skyldunáms. Svavar segir að þegar stundi yfir 90% sex ára barna forskólanám og því sé þessi breyting fyrst og fremst stað- festing ríkjandi skipulags, auk þess sem með henni verði tryggður jöfn- uður allra barna í námi á þessu skólastigi. Breytingin yrði í reynd einkum í fámennustu og dreif- býlustu skólahéruðunum. Stefnt verður að einsetnum skóla og á sú breyting að komast í framkvæmd á tíu árum, „með því að það verði gerðir samningar við Samband íslenskra sveitarfé- laga og aðra aðila sem hlut eiga að máli um uppbyggingu skólanna til þess að þeir geti orðið einsetn- ir,“ segir Svavar. „Þessu er hægt að ná með svipuðu ijármagni til uppbyggingar skóla og veitt er á þessu ári og því síðasta.“ Gert er ráð fyrir að reynt verði að lengja viðverutíma vngri nem- enda grunnskólans. Þeir eru nú 22 tíma á viku í skólanum en þau elstu 35 tíma. Tilgangur þess er meðal annars, að sögn Svavars, að tóm gefist til frekari iðkunar annarra námsgreina en undir- stöðugreinanna, þar á meðal list- greina, ennfremur yrði með því komið til móts við þarfir heimila, þar sem foreldrar eru útivinnandi. Gert er ráð fyrir að fimm til sex ár taki að ná þessari breytingu fram. RÁÐNINGAR starfsmanna grunnskólanna flytjast úr menntamála- ráðuneyti til skólastjóra og fræðslustjóra, áhrif foreldra á skóla- starfið verða aukin, skólaskyida verður tíu ár, skólarnir verða ein- setnir og viðverutími yngstu nemendanna verður aukinn, ef drög að nýju grunnskólafrumvarpi verða að lögum. Drögin eru nú lijá menntamálaráðherra og segir hann að þær hugmyndir sem þar koma fram byggi meðal annars á tillögum og ábendingum fi'á tals- mönnum allra flokka á Alþingi, sem fram liafa komið í umræðum á liðnum misserum. Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir að með breytingunum sé stefnt að aukinni valddreifingn og þær gefi menntamálaráðuneytinu aukið svigrúm til stefhumótunar með því að færa ýmis skriffinnskuverkefhi frá ráðuneytinu. Magnús Erlendsson; Samhljóða álit útvarps- ráðs að engu haft ÚTVARPSRÁÐ hefur beint þeim eindregnu tilmælum til fréttastjóra sjónvarps að hann sjái til þess að tveir fréttamenn annist þingfréttir í vetur vegna þeirrar gagnrýni sein fram fiefur komið á störf þing- fréttamanns. Pétur Guðfinnsson framkvæmdarstjóri og Bogi Ágústs- son fréttastjóri hafa hins vegar fýst því yfir að þingfréttaritarinn njóti fylfsta traust. „Það er furðulegt að samhljóða álit allra ráðsmanna skuli vera haft að engu,“ sagði Magnús Erlendsson en hann ásamt Rúnari Birgissyni lögðu fram eftirfarandi bókun á fundi útvarpsráðs 6. október síðast- liðinn. „í ljósi fenginnar reynslu af störfum þingfréttaritara Sjónvarps á liðnum vetri, teljum við með öllu óviðunandi að Ingimar Ingimarsson verði einn tneð þingfréttir á kom- andi vetri. Förum við þess á leit við fréttastjóra að annar aðili verði settur við hlið Ingimars eða hrein- lega að annar fréttamaður verið fenginn til þess að hafa umsjón með þingfréttum og öðrum fréttum tengdum stjórnmálum." V^terkur og kD hagkvæmur auglýsingamiðill! Þessi spariskírteini bera enga vexti. Þessi spariskírteini bera góða vexti. Fjárfestir þú í réttu spariskírteinunum? Spariskírteini ríkissjóðs sem gefin voru út fyrir 2 árum, < 2. flokkur D2, bera ekki neina vexti eftir 10. október. Þú | missir því daglega af tekjum, bæði vöxtum og verðbótum ef þú innleysir ekki þessi spariskírteini og endurfjárfestir fyrirþau. | Þcssa dagana eru margir flokkar spariskírteina ríkissjóðs innleysanlegir. Þótt margir þeirra beri enn vexti og verð- bætur getur verið mikill munur á vöxtum hinna ýmsu flokka. Því er rétti tíminn til að huga að spariskírteinum sínum-núna. Dæmi um vonda fjárfestingu: Ef spariskírteini að verðmæti 500.000 kr. liggja óhreyfð í eitt ár eftir gjalddaga tapast 142.000 kr. miðað við 20% verðbólgu og 7% raunvexti. Fjárfestingarfélag íslands hf. hefur áralanga reynslu í að kaupa og selja spariskírteini ríkissjóðs og það getur margborgað sig að notfæra sér þá reynslu og leita álits ráðgjafa okkar. Q2> FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI KRINGLUNNI • AKUREYRI 28566 689700 25000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.