Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989
25
Vetrarstarf skák-
félaga að heQast
SKÁKFÉLAG Akureyrar er að hefja vetrarstarf sitt um þessar mundir.
í kvöld, fostudagskvöld, verður svokallað startmót og liefst það kl. 20.
Teflt verður í félagsheimili skákmanna í Þingvallastræti 18. Á sunnu-
dag kl. 14 verður síðan 15 mínútna mót.
I vetur verður boðið upp á skák-
æfingar fyrir börn og unglinga yngri
en 15 ára og verður fyrsta æfingin
á laugardaginn. Æfingarnar hefjast
kl. 13.30. Haustmót fyrir þenijan
aldursflokk verður haldið um miðjan
nóvember.
Fyrir skömmu var haldið minning-
armót um Júlíus Bogason, hið 13. í
röðinni, og fór Magnús Pálmi Örn-
ólfsson með sigur af hólmi, en hann
hlaut 5ti vinning af 7 mögulegum. í
öðru sæti varð Bogi Pálsson, Gylfi
Þórhallsson í því þriðja og Ólafur
Kristjánsson varð í fjórða sæti.
Haustmót Skákfélags Akureyrar
verður haldið 29. oktober næstkom-
andi og verður keppt í A- og B-
flokki. Þátttöku ber að tilkynna fyrir
föstudagskvöldið 27. október.
Skákmenn í Eyjafirði hafa einnig
tekið fram taflborðin og fyrir
skömmu hélt Skákfélag Eyjafjarðar
10. mínútna mót, sem Hólmgrímur
Hloðversson sigraði með 8 vinninga
af 10 mögulegum. Næsta mót Skák-
félags Eyjafjarðar verður haldið í
Þelamerkurskóla föstudagskvöldið
27. oktober.
Taflfélag Dalvíkur hélt minningar-
mót um Svein Jóhannsson fyrrver-
*
Islenskir dagar:
Neytendafröm-
uður í heimsókn
KRISTJÁN Ólafsson hinn kunni
neytendafrömuður og Spaugstofu-
félagi verður á ferðinni á Akur-
eyri á morgun, laugardag.
íslenskum dögum hjá KEA lýkur
á morgun og af því tilefni ætla félag-
arnir Sigurður Siguijónsson og Karl
Ágúst Ulfsson að heimsækja Bygg-
ingavörudeild Kaupfélags Eyfirðinga
að Lónsbakka kl. 11 í fyrramálið og
er fyrirhugað að hinn kunni sérfræð-
ingur á sviði neytendamála, Kristján
Ólafsson, muni gefa góð ráð varð-
andi kaup á skrúfum og öðru.
Eftir hádegið koma félagarnir við
í versluninni Hrísalundi.
Þá má geta þess að í versluninni
í Sunnuhlíð verður danssýning frá
Dansstúdíói Alice og hefst hún kl.
14.30, en kl. 15.00 leikur hljómsveit-
in Mannakorn.
andi sparisjóðsstjóra um síðustu
helgi og var það hið 5. í röðinni.
Keppni var jöfn og spennandi og
fóru svo leikar að fjórdr urðu jafnir
og efstir: Gylfi Þórhallsson, Siguijón
Sigurbjömsson, Hjörleifur Halldórs-
son og Rúnar Sigurpálsson, sem allir
fengu 614 vinning.
Sjálfstæðisfélögin;
Ráðstefiia um
heilbrigðismál
Sjálfstæðisfélögin á Akureyri
efna til ráðstefnu um heilbrigðis-
mál í Kaupangi við Mýrarveg á
morgun, laugardag, og hefst hún
kl. 14.
Frummælendur á ráðstefnunni eru
Sigmundur Sigfússon varaformaður
Læknaráðs FSA, sem talar um sér-
fræðiþjónustu á landsbyggðinni,
Halldór Jónsson framkvæmdastjóri
FSA fjallar um hagstjórnun sjúkra-
húsa og Ólafur Hergill Oddsson hér-
aðslæknir talar um hlutverk heimilis-
lækninga innan heilbrigðiskerfisins.
Margrét Tómasdóttir brautarstjóri
við Háskólann á Akureyri flytur er-
indi um sérhæfð störf hjúkrunar,
Teitur Jónsson tannréttingasérfræð-
ingur fjallar um tannlækningar innan
heilbrigðiskerfisins og Guðjón Pet-
ersen framkvæmdastjóri Almanna-
varna ríkisins flytur erindi sem nefn-
ist hlutverk FSA sem varasjúkrahúss
landsins. Að lokum talar Ólafur Örn
Arnarson yfirlæknir um pólitíska
stefnumótun í heilbrigðismálum.
Morgunblaðid/Ilúnar Þór
Verið er að steypa þekju ofan á nýju fiskihöfnina á Akureyri og verður því væntanlega lokið fyrir
næstu mánaðamót. Stefht er að því að öllum framkvæmdum verði lokið síðari hluta nóvembermánaðar
og fiskihöfnin þá tekin í notkun.
Nýja fískihöfiim:
Snjóbræðslukerfi og
stigar utan á stálþili
STEFNT er að því að fram-
kvæmdum við nýju fiskihöfnina
á Akureyri ljúki síðari hluta
næsta mánaðar, en framkvæmdir
liófúst á árinu 1987. Síðustu daga
hefur þekja verið steypt á fiski-
höfnina og er reiknað með að því
ljúki fyrir næstu mánaðamót. Um
siðustu mánaðamót var búið að
framkvæma fyrir tæpar 28 millj-
ónir króna, en ráðgert er að
heildarkostnaður vegna hafnar-
innar nemi um 47 milljónum
króna.
I sumar hefur verið steyptur 210
metra langur kantur ofan á stál-
Hugmyndasamkeppni DNG og Iðntæknistofiiunar:
Engin hugmyndanna uppfyllti
sett skilyrði til verðlauna
ENGIN þeirra hugmynda sem
bárust í hugmyndasamkeppni
DNG og Iðntæknistofiiunar ís-
lands reyndist uppfylla þau skil-
Morgunblaðið/Rúnar i>ór
Sólfell heldur á síldveiðar
Skipverjar á Sólfellinu frá Hrísey hafa verið að gera bátinn kláran
fyrir síldveiðar og er stefnan að halda á miðin austur fyrir landi í kvöld.
Sólfellið hefur um 1.100 tonna síldarkvóta. Hluta aflans verður land-
að hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði, en síðan er ætlunin að
frysta síld um borð í Snæfellinu. Snæfell er nú að veiðum, en heldur
austur fyrir þegar kallið berst frá Sólfelli og veiðin verður komin af stað.
„Menn eru áhugasamir um að komast af stað,“ sagði Jóhann Þór
Ólaísson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Kaupfélags Eyfirðinga í
Hrísey.
yrði sem sett voru fyrir veitingu
verðlauna eða viðurkenninga. Að
loknum skilafresti í júlí síðast-
liðnum höfðu 86 hugmyndir bor-
ist í keppnina.
Fyrirtækið DNG efndi á síðasta
vetri til hugmyndasamkeppni í sam-
vinnu við Iðntæknistofnun Islands.
DNG er helst þekkt fyrir fram-
leiðslu og sölu á tölvustýrðum hand-
færavindum, en það hefur haslað
sér völl í framleiðslu á ýmiskonar
rafeindabúnaði.
Markmið samkeppninnar var að
fá fram góðar hugmyndir að fram-
tíðarframleiðsluvörum fyrir fyrir-
tækið. Við mat á hugmyndum var
megináhersla lögð á tæknilega út-
færslu, markaðsmöguleika og að-
lögunarmöguleika hugmyndanna
að fyrirtækinu.
Eftir gaumgæfilega athugun
dómnefndar á hugmyndunum var
það niðurstaða hennar að engin
hugmynd uppfyllti þau skilyrði sem
sett voni fyrir veitingu verðlauna
eða viðurkenninga. Iðntæknistofn-
un íslands mun hins vegar bjóða
nokkrum aðilum að koma hug-
myndum þeirra á framfæri við aðra
aðila óski þeir þess. Gögn varðandi
innsendar hugmyndir verða endur-
send á næstu dögum.
í fréttatilkynningu segir að þrátt
fyrir niðurstöðu þessarar sam-
keppni sé mikil gróska hér á landi
hvað varðar hugmyndir að nýjum
framleiðsluvörum. „ Það er trú
þeirra sem að samkeppninni stóðu
að hér sé prn, að ræða auðlind sem
verði að virkja og tilraun sem þessi
er aðeins áfangi í þeirri viðleitni.
Aðstandendur samkeppninnar eru
sammála um að keppni sem þessi
eigi framtíð fyrir sér, þó hún hafi
ekki skilað því fyrirtæki sem hér
átti í hlut nýtanlegri hugmynd,"
segir í tilkynningunni.
I dómnefnd sátu Kristján E. Jó-
hannesson, DNG, Níls Gíslason,
DNG, Sigfús Björnsson, Háskóla
íslands, Vilhjálmur Þorsteinsson,
íslensk forritaþróun, og Páll Kr.
Pálsson, Iðntæknistofnun íslands,
en starfsmaður nefndarinnar var
Emil Thoroddsen.
þilið, sem rekið var niður á síðasta
ári. Einnig hafa verið byggð fjögur
lítil hús á uppfyllingunni innan við
stálþilið og verður Ijósamöstrum
komið fyrir ofan á þeim. í húsunum
verður aðstaða fyrir afgreiðslu á
rafmagni og vatni til skipa, tenging-
ar fyrir snjóbræðslukerfi og tenglar
fyrir frystigáma. Þá voru lagðar
vatns- og raflagnir í jörð, en alls
eru sex vatnsbrunnar og þrír raf-
magnsbrunnar við kantinn.
Snjóbræðslukerfi verður lagt í tíu
metra breitt svæði meðfram við-
legukantinum, sem er um 180
metra langur. Síðan verður steypt
yfirborð á fimmtán metra breiðu
svæði innan kantsins, alls um 2.700 5
fermetrar. Stigar eru með fimmtán
metra millibili utan á stálþilinu og
verða þeir upplýstir. Þessi lýsing
ásamt snjóbræðslukerfinu er hvort
tveggja nýjung í hafnargerð á Ak-
ureyri.
Dýpkun fiskihafnarinnar miðar
vel, en á þessu ári er áætlað að
moka upp úr henni 65-70 þúsund
rúmmetrum og dýpið verði sjö metr-
ar. Gert er ráð fyrir að þessum
framkvæmdum ljúki síðari hluta
nóvembermánaðar og fiskihöfnin
þá tekin í notkun.
SJMííí'
Lcikfélag Akureyrar
HÚS BERNÖROU ALBA
Næstu sýningar:
Laugard. 21/10 kl. 20.30
Fimmtud. 26/10 kl. 20.30 -
Laugard. 28/1 Okl. 20.30
Miðasala í síma 96-24073.
Munið pakkaferðir Flugleiða.
FLUGLEIDIR
Dansleikur
laugardagskvfild
Hin stórgóða hljómsveit
KVARTETT
leikur íyrir dansi.
Krisllán Guðmunðsson
leikur fyrir matargesti.
Borðapantanir
í síma 22200.
Ath. örfá sæti laus
á austurlenska kvöldið
28. október.
Hótel KEA