Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 19S9 23 Nýtt þjónustuíbúðahús fyrir aldraða var nýlega tekið í notk- un á Aflagranda 40. Þjónustuhús fyrir aldraða tekið í notkun NÝTT þjónustuíbúðahús fyrir aldraða á Aflagranda 40 var tek- ið í notkun í haust. Þetta er stórt og mikið hús með 60 íbúðum, tveggja og þriggja herbergja auk húsvarðaribúðar. Samtök aldraðra hafa staðið fyrir bygg- ingunni og Armannsfell hf. hefúr byggt húsið frá grunni og afhent það samtökunum, fúllfrágengið að innan og utan ásamt frágeng- inni lóð. í húsinu eru tvær íbúðir 93 fm, tuttugu íbúðir eru 80 fm þriggja herbergja og 38 íbúðir 69 fm tveggja herbergja. Þetta er nettó- mál íbúðanna, utan sameignar. Endanlegt uppgjör hefur ekki farið fram ennþá, en tveggja her- bergja íbúðirnar munu kosta rétt yfir 5 milljónir og þriggja her- bergja íbúðimar tæpar 6 milljónir og eru þá meðtaldir í verði íbúð- anna vextir af framkvæmdaláninu. Formaður Samtaka aldraðra er Hans Jörgensson. (Úr fréttatilkynninjju.) Leiðrétting Mishermt var í blaðinu í gær að Will H. Perry hefði unnið um tveggja ára skeið sem yfirmaður Almannavarna á San Francisco- svæðinu. Þar átti að standa „um tveggja áratuga skeið“. Einnig gætti ónákvæmni þegar sagði að lög væru í gildi um að í öllum nýj- um húsum í Kaliforníu væri komið fyrir jarðskjálftamælitækjum. Lög- in eiga einungis við um stærri ný- byggingar. í þriðja lagi sagði að Perry hefði komið hingað í boði íslenskra stjórnvalda 1971 en rétt mun vera að hann hafi komið í boði Sameinuðu þjóðanna. Morgun- blaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Vetrarfagnað- ur Snæfellinga- félagsins Vetrarfagnaður Félags Snæ- fellinga og Hnappdæla í Reykja- vík verður fyrsta vetrardag, þann 21. október, að Hótel Lind, Rauðarárstíg. Félagsvist hefst stundvíslega kl. 20.30. Tríó 88 leikur fyrir dansi. Félagið hefur fest kaup á hús- næði í Dugguvogi 15 og er ætlunin að félagsmenn geti átt þar sama- stað fyrir starfsemi sína í eigin húsnæði. Árshátíð félagsins verður 10. febrúar 1990 í Goðheimum, Sigtúni 3. Stjórn félagsins skipa: Bogi Jóh. Bjarnason, formaður, Kristján Jó- hannsson, varaformaður, - Karl Torfason, gjaldkeri, Hjördís Þor- steinsdóttir, ritari og Ottó Ragn- arsson, meðstjórnandi. Sýnir í Gallery 15 BJÖRN Geir Ingvarsson opnar sýningu á collace-myndverkum laugardaginn 21. október kl. 14 í Gallery 15, Skólavörðustíg 15. Myndverkin sem eru 35, eru öll unnin á síðustu þremur ámm. Sýn- ingin er opin um helgar frá kl. 14-20 og virka daga frá kl. 16-20. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29. október kl. 20. Afinælisráð- stefiia Barna- máls í TILEFNI af 5 ára afmæli Barnamáls um brjóstagjöf, vöxt og þroska barna verður haldin ráðstefha laugardaginn 28. októ- ber nk. í aðalsal Félagsheimilis Kópavogs við Fannborg. Ráð- stefiian hefst kl. 10.00 og stendur til 16.00 Til umfjöllunar verður: Tengsl heilsugæslustöðva og áhugafélaga um bijóstagjöf, Rannveig Sigur- björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Saga, markmið og starfsemi fé- lagsins Barnamál, unnið af Guð- laugu M. Jónsdóttur, meinatækni, og Guðrúnu Jónasdóttur, húsmóð- ur, og Sesselju Árnadóttur, kenn- ara. Brjóstagjöf í Reykjavík, Marga Thome, hjúkrunarfræðingur M.Sc., dósent við HÍ. Brjóstagjöf í Reykjavík, Jóna Fjalldal, hjúkrun- arfræðingur. Bijóstagjöfin sem vörn gegn ofnæmi, Helgi Valdi- marsson, læknir. Sjálfsstyrking kvenna, Anna Valdimarsdóttir, sál- fræðingur. Þunglyndi eftir fæð- ingu, Valgerður Baldursdóttir, læknir. Bijóstagjöf unglings- stúlkna, Sóley Bender, hjúkrunar- fræðingur M.Sc., lektor við HÍ. Utivinna og bijóstagjöf. Að venja barn af bijósti, Kristjana Kjartans- dóttir, heimilislæknir. Gildi áhuga- félaga fyrir bijóstagjöf, Sólveig Þórðardóttir, ljósmóðir. „Börnin og við“, Áhugafélag um bijóstagjöf á Suðurnesjum. Fræðslumyndin „Á bijósti, ekkert jafnast á við það.“ Kynnir: Ingibjörg Baldursdóttir, bankastarfsmaður og formaður fé- lagsins „Börnin og við“. Ráðstefnugjald er 900 kr. og er kaffi innifalið. Barnagæsla á staðn- um. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. (F rcttatilky nning) Jukka Linkola stjórnar jazz- sveit FIH JAZZSVEIT Félags íslenskra hljómlistarmanna heldur tón- leika næstkomandi laugardag kl. 16 í nýjum sal FÍH að Rauða- gerði 27. Stjómandi verður finnski hljómsveitarstjórinn, tónskáldið og píanóleikarinn Jukka Linkola, sem staddur er hér á Iandi á vegum Nord-Jazz. Jukka Linkola er aðalstjómandi við borgarleikhúsið í Helsinki. Jazz- sveitin mun Ieika ný verk eftir hann á tónleikunum, en hann hefur samið fjölda tónverka, jafnt jazz sem klassíska tónlist. (Fréttatilkynning) Myndlistarsýn- ing á Lands- pítalanum HELGI Jónsson sýnir vatnslita- myndir á göngum Landspítalans frá 14. október til 11. nóveniber 1989. Helgi er fæddur 1923 og byijaði snemma að fást við myndlist. Naut um skeið tilsagnar Kristins Péturs- sonar, var í Myndlistaskóla Félags íslenskra frístundamálara (síðar Myndlistaskóla Reykjavíkur) á fyrstu árum skólans og hefir á síðari árum verið þar nemandi í ýmsum greinum. Morgunverðar- fundur um virð- isaukaskatt VERZLUNARRÁÐ íslands gengst fyrir morgunverðar- fundi um þær breytingar sem verða við upptöku virðisauka- skatts og álagningu hans á vöruinnflutning um áramótin. Fundurinn verður haldinn í Átthagasal hótel Sögu miðviku- daginn 25. október og hefst klukkan 8. Á fundinn mætir Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, og gerir grein fyrir opinberri stefnu og stjórnsýsiuákvörðunum í mál- inu. Jón Guðmundsson, forstöðu- maður gjaldadeildar hjá ríkis- skattstjóra, fjallar um virðisauka- skattinn í innflutningsverslun og Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi mun skýra áhrif skattsins á verslunarkostnað og uppgjör fyrirtaekjanna. I fréttatilkynningu frá Verzlun- arráðinu segir að mikið velti á þvi hvernig greiðslu skattsins og toll- afgreiðslu verður háttað eftir ára- mótin. Breytingarnar gætu þýtt umtalsverða hækkun á innfluttum vörum en þyiftu ekki að gera það. Hallbjörn í Glæsibæ HALLBJÖRN Iljartarson verður dastasöngvari Danshússins í Glæsibæ um hclgina. Hallbjörn hefur gefið út nokkrar hljómplötur sem allar hafafengið góðar viðtökur. Mun hann syngja nokkur lög af hljómplötum sínum á þessum kvöldum í Danshúsinu, m.a. lög af nýju plötunni sinni. Dregið í happ- drætti Hjarta- verndar DREGIÐ var í happdrætti Hjartaverndar 1989, þann 13. október sl. Vinningar féllu þannig: Til íbúðarkaupa kr. 1,5 millj., 82178. Bifreið Audi 80 árgerð 1990 kr. 1,5 millj., 96124. Til íbúðarkaupa kr. 1 millj., 17334. Til íbúðarkaupa 500 þúsund, 11226, 61952. Til bifreiðarkaupa kr. 350 þúsund, 41869, 59134, 82072, 98078, 105322. Ferð með Samvinnuferðum/Útsýn á kr. 200 þúsund, 26072, 32041, 35685, 41269, 90655. Ferð með Sam- vinnuferðum/Útsýn á kr. 116 þúsund, 17167, 60311, 72200, 85162, 107487. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Lágmúla 9, Reykjavík. Hjartavernd þakkar landsmönnum veittan stuðning. (Birt án ábyrgðar.) (Frcttatilk vnning) Hljómsveitin Strax spilar í Firð- inum um helgina. Strax spilar í Firðinum HLJÓMSVEITIN Strax spilai- í veitingahúsinu Firðinum í Hafn- arfirði um helgina, bæði fostu- dags- og laugardagskvöld. Tólf ný lög og 36 eldri lög eru á dag- skrá hljómsveitarinnar. I hljómsveitinni Strax eru Ragn- hildur Gísladóttir, Kristján Edel- stein, Sigfús Óttarsson, Baldvin Sigurðsson og Jakob Frimann Magnússon. „Bíóhöllin sýnir Leikfangið“ UM ÞESSAR mundir sýnir Bíó- höllin myndina „Leikfangið" með Catherine Hicks og Chris Sarandon I aðalhlutverkum. Leikstjóri er Tom IloIIand. Illræmdur morðingi hefur í hót- unum að koma fram hefndum þótt dauður verði. Hann segist m.a. ætla að drepa lögreglumann og fyrrum glæpafélaga sinn. Lítill drengur eignast „Valmenni“ sem er talandi, vélræn brúða. „Val- mennið“ reynist ræðnara en al- mennt gerist og hefur einkenni- legan áhuga á fréttum t.d. um lögregluna. En ýmsir dularfullir atburðir eiga eftir að gerast. Úr myndinni „Leikfangið" sem sýnd er i Bíóhöllinni. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 19. október. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 79,00 60,00 70,29 6,280 441.432 Ýsa 120,00 25,00 96,14 8,323 800.168 Karfi 41,00 36,00 36,80 69,080 2.542.397 Ufsi 41,00 15,00 39,34 69,885 2.749.042 Hlýri+steinb. 55,00 20,00 20,666 0,403 20.666 Hlýri 20,00 20,00 20,00 0,239 4.780 Lúóa 245,00 220,00 230,71 0,238 54.910 Langa 39,00 39,00 39,00 3,290 128.310 Keila 12,00 12,00 12,00 0,060 720 Skötuselur 180,00 170,00 173,02 0,106 18.340 Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,140 2.800 Samtals ‘ 42,67 158,871 6.779.771 í dag verða meðal annars seld 35 tonn af karfa, 80 tonn af ufsa og óákveðið magn af öðrum tegundum úr Ottó N. Þorláks- syni RE, Andvara VE, Krossnesi SH og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur(ósL) 83,00 40,00 67,36 11,687 787.275 Ýsa(ósL) 128,00 42,00 99,99 4,586 458.561 Ýsa(næturs.) 150,00 150,00 150,00 0,055 8.250 Karfi 41,00 36,00 38,06 14,052 534.876 Ufsi 37,00 17,00 29,29 0,140 4.100 Steinbítur 71,00 47,00 53,61 0,356 19.084 Langa(ósL) 46,50 27,00 39,71 0,827 32.839 Blálanga(ósL) 47,50 42,00 43,49 0,494 21.405 Lúða(ósL) 395,00 245,00 324,93 0,236 76.520 Keila(ósL) 14,00 13,00 13,93 0,920 12.820 Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,035 1.400 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,005 175 Skötuselur 385,00 140,00 204,47 0,019 3.885 Síld 10,31 10,26 10,27 126,770 1.301.297 Saltfiskur 170,00 170,00 170,00 0,090 15.300 Samtals 20,45 160,395 3.279.997 Selt var úr Þresti KE, Oddgeiri ÞH og Ágústi Guömundssyni GK. I dag verður m.a. selt óákveðið magn af þorski og ýsu úr Víkingi III. IS og óákveðið magn af bl. afla úr línu- og netabátum. Lyöaeftirlit ríkisins bannar Heilsu- húsinu sölu á rauðu ginsengi Engin athugasemd gerð við rautt ginseng hjá Eðalvörum Lyfjaeftirlit ríkisins hefúr farið þess á leit við Heilsuhúsið að það taki af markaði rautt ginseng, sem verslunin hefúr nýlega liafið sölu á. í mælingum Hollustuverndar ríkisins kom fram að rautt ginseng frá Heifsuhúsinu innihefdur ekki það magn, sem tiltekið er á um- búðum auk þcss sem leyfi fyrir sölu þess hér á landi hafði ekki verið veitt af Lyfjaeftirlitinu. „Heilsuhúsið hafði selt þessa vöru í um vikutíma þegar Lyfjaeftirliti ríkisins fékk þef að því að varan væri sennilega ekki það sem hún er sögð vera. Hollustuvernd ríkisins tók að sér að vigta þessi hylki og í Ijós kom að hvert hylki innihélt 186 milligrömm, en á að innihelda 330 milligrömm, samkvæmt merkingum vörunnar," sagði Guðrún Eyjólfs- dóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfjaeftir- liti ríkisins. Fyrirtæki að nafni Eðalvörur hefur um tíma haft einkaumboð á íslandi fyrir vörutegundina Rautt Ginseng, sem er eina ginsengið sem ríkisvald- ið í lýðveldinu Kóreu tekur fulla * áVyfgcTX *Þáð“ skáflekfcf TráTfF'að* rauða ginsengið frá Eðalvörum hefur ekki verið bannað og heldur áfram að vera á markaði hétiendis. Hið rauða ginseng Heilsuhússins er Eðal- vörum algjörlega óviðkomandi. Guðrún sagði að nokkuð hefði verið um það að fólk hefði ieitað til Lyfjaeftirlitsins varðandi þetta mál. Því fólki, sem keypt hefði hina svi- knu vöru, hefði vissulega verið bent á að leita til Heilsuhússins og krefj- ast endurgreiðslu. „Ef maður kaupir eitt kíló af sykri, þá vill maður fá eitt kíló af sykri - ekki hálft kíló. Tónleikar haldnir í Olafs ví kurkirkj u TÓNLEIKAR verða haldnir í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 22. októ- ber. Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju undirbýr tónleikana. Efnisskráin er þríþætt: I fyrsta hlutanum verða stutt kórverk eftir William Byrd, Schiitz, Elgar, Fauré, Þorkel Sigurbjörnsson og Pitoni. Síðan verður hljóðfæraleikur á flautu, klarinett, básúnu og píanó, m.a. þættir úr verkum eftir Tele- mann, Brahms og Rakhmanínov. Að lokum verða sungin íslensk kór- ’ *Iög“m .áT'éfni“l{oTfélágli?- ”” Stjórnandi kórsins og jafnframt organisti er Elías Davíðsson. Undir- leik annast Guðmundur Norðdahl, Valva Gísladóttir, Michael Jacques og stjórnandinn. Þau munu einnig flytja einleiksverk. Tónleikarnir hefjast klukkan 5 síðdegis. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við fijálsum framlög- ’um Táök'TóiTeTlíánná.*'*4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.