Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 LISTIN AÐ eftir Þorstein Blöndal Allt frá árinu 1964 hefur mikið verið rætt um áhrif reykinga á lik- amann. Þótt þessi umræða hafí einkum beinst að áhrifum reyking- anna á öndunarfærin er það samt æðakerfið sem skemmist mest og er þá átt við fjölda ótímabærra sjúk- dóma og dauðsfalla. Vinsældir reykinga byggðust á mörgum þáttum, m.a. tengslum við hvíld og samveru með vinum, ávanaáhrifum níkótíns á taugakerf- ið og blygðunarlausri markaðs- færslu í öllum hugsanlegum mynd- um. Til allrar ógæfu gerðist þetta í löndum þar sem blóðfita og blóð- þrýstingur þjóða var hækkandi, kyrrsetustörf stöðugt algengari en matai-venjur lítt breyttar. Þánnig er, að einar sér geta reykingarnar yfirleitt ekki valdið umtalsverðri æðakölkun en í samverkan við aðra áhættuþætti eins og t.d. háa blóð- fitu og hækkaðan blóðþrýsting hafa hjarta- og æðasjúkdómar heijað á þjóðir Vesturlanda með þeim hætti sem engan hefði órað fyrir í byijun aldarinnar. Enn er ekki vitað hvort það er nikótínið, kolsýrlingurinn eða eitt- hvað annað efni í tóbaksreyknum sem veldur. æðaskemmdum. Það virðist ekki minnka æðasjúkdómana að fara yfir í léttar sígarettur en greinilegt er að lungnakrabbi myndast þá síður. Þetta þýðir að kjarna málsins er drepið á dreif með því að mæla með léttum sígar- ettum. Skemmdirnar á æðakerfinu halda áfram og svo virðist sem 2-4 sígarettur á dag nægi til að við- halda og auka æðakölkun. Rétta markmiðið í þessum efnum er því að nota öll tiltæk ráð til að draga úr og útrýma reykingum. Því hefur stundum ranglega ver- ið haldið fram að vægi reykinga sem áhættuþáttar minnki með hækk- andi aldri. Er þá byggt á rannsókn- um þar sem áhættuþættirnir þrír, Þorsteinn Blöndal „í flóknu samspili við aðra áhættuþætti valda reykingar æðakölkun í flestum æðum auk ann- arra heilsuspillandi áhrifa. Ef allt er talið styttist líf reykinga- manna sem hóps að meðaltali um 5 ár.“ reykingar, há blóðfita og hár blóð- þrýstingur hafa verið skoðaðir og jafnframt var fylgst með sjúk- dómum og dauðsföllum í langan tíma. Fyrirbærið skýrist af því að reykingamenn í úrtakinu týna tölunni hraðar en hinir. Ef þess er gætt að meta áhættuna þannig að tekið sé tillit til að hópurinn og magn áhættuþáttanna breytist meðan á rannsóknatímanum stend- LIFA ur eru reykingar jafn sterkur áhættuþáttur hjaita- og æðasjúk- dóma, líka á sextugs- og sjötugs- aldri. Óvíða hafa áhrif áhættuþáttanna þriggja, reykinga, hækkaðs blóð- þrýstings og hækkaðrar blóðfitu komið jafn skýit-í ljós og í rann- sókn frá Gautaborg á körlum sem fæddir voru 1913 og fylgst var regl- ulega með eftir að þeir urðu fimm- tugir. í ljós kom að meðal þeirra sem reyktu meira en 24 sígarettur á dag og auk þess höfðu mjög hækkaðan blóðþrýsting og blóðfitu fengu nánast allir (næstum 100%) kransæðastíflu milli 50 og 63 ára. Síðan stiglækkaði áhættan eftir minnkandi magni áhættuþátta en meðal þeirra sem ekki reyktu veikt- ust nánast engir (næstum 0%) úr þessum sjúkdómi ef gildi blóðfitu og blóðþrýstings voru jafnframt lág. Rannsóknir Hjartaverndar á íslendingum síðustu 25 árin stað- festa þessar niðurstöður. Oft er spurt hvort þetta ráðist ekki allt af erfðunum og hvort það sé til nokkurs að ráðast gegn hinum ytri áhættuþáttum („ljórðungi bregður til fósturs"). Til að reyna að svara þessu hefur í tveimur at- hugunurn verið fylgst með eineggja tvíburum í nætum tvo áratugi. Ein- ungis tvíburapör, þar sem annar reykti en hinn ekki, voru borin sam- an innbyrðis. í ljós kom að bæði kransæðastífla og kransæðadauðs- föll voru algengari meðal tvíbur- anna sem reyktu. Þetta styður að reykingar hafa sjúkdómsvaldandi áhrif óháð erfðum. í flóknu samspili við aðra áhættuþætti valda reykignar æða- kölkun í flestum æðum auk annarra heilsuspillandi áhrifa. Ef allt er tal- ið styttist líf reykingamanna sem hóps að meðaltali um 5 ár. Það skal vissulega viðurkennt að við vitum hvergi nærri allt um orsakir æðakölkunar eða hvernig hún gref- ui' um sig. En það þýðir samt ekki að ekkert sé unnt að aðhafast og Eðlileg ósæð frá 35 ára gamalli konu. Búið er að klippa upp æðina þannig að slétt og heilbrigt æðaþelið sést greinilega. Hins vegar er æðakölkuð ósæð frá 70 ára karlmanni. Æðaveggurinn er ójafn eins og apalhraun af kölkun og fituútfellingum. slíkt tal er í rauninni daður við úrelt- an lífsstíl. Alltof oft er því haldið fram að það að forðast áhættu- þætti eða umgangast þá með hóf- semi sé að neita sér um „lífið sjálft". Hér sem oftar eru enda- skipti höfð á hlutunum. Varla er það „lífið sjálft" ef í ljós kemur að það teymir mann ótímabært að lík- börunum? Að hætta að reykja minnkar áhættuna á hjarta- og æðasjúkdómi bæði hjá þeim, sem slíkir sjúkdómar hafa aldrei greinst hjá, og líka hin- um sem t.d. hafa fengið kransæða- stíflu. Þeir sem hætta að reykja öðlast fé og betri heilsu. Að halda kjörþyngd sinni hlífir liðum fyrir sliti auk þess sem það hefur góð áhrif á sjálfstraust, sykurbúskap, æðakerfi og lækkar blóðþrýsting. Þeir sem hafa há blóðfitugildi ættu að leitast við að lækka þau og ef aðrir áhættuþættir hjarta- og æða- sjúkdóma eru líka til staðar á það sérstaklega við. Höfundur er yfírlæknir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og sérfræðingur við Lyflækningadeild Landspítalans. Opið bréf til ritstjóra Morgunblaðsins, — hr. Matthíasar Johannessen, hr. Styrmis Gunnarssonar og hr. Björns Bjarnasonar - írá Stefáni Valgeirssyni í Morgunblaðinu síðasta sunnu- dag er grein Björns Bjarnasonar, aðstoðarritstjóra, sem hann nefnir: „Örlög dómarans" og skrifár um áfengiskaup Magnúsar Thorodds- en og brottrekstur hans úr Hæsta- rétti. I feitletruðum inngangi að þess- ari grein er fyrst vikið að alvarleg- um spillingarmálum í Grikklandi, sem eru talin hafa þrifist í stjórn- artíð Pasok-flokksins undir forystu Georges Papandreou, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands. Ekki er í greininni nánargreint frá hvers eðlis spillingin er talin hafa verið. En ég man ekki betur en Papandr- eou hafi verið sviptur þinghelgi í gríska þinginu og ákærður fyrir ólöglegar símahleranir og þátttöku í svo stórfelldu fjársv.ikamisferli, að flestar íjárhæðir í fjárlögum okkar íslendinga eru smáar í þeim samanburði. Nokkru síðar í inngangi segir: „Ástæðan fyrir því að minnst er á þessa aðför að spillingunni í Grikklandi í upphafi greinar um rannsókn á máli Magnúsar Thor- oddsen, sem var vikið úr Hæsta- rétti fyrir að hafa keypt of margar áfengisflöskur á sérkjörum hand- hafa forsetavalds, er sú að öll mál er snerta spillingu á æðstu stöðum og siðferðilegan brest fá auðveld- lega á sig pólitískan blæ. Þá er sérstaklega erfitt við þessi mál að eiga þegar aðilar þeirra sitja í ríkis- stjórn, því að embættismannakerf- ið er eðli málsins samkvæmt jafnan halt undir stjórnarherrana. Við sjáum hér hvernig ráðherrar óg ríkisstjórn standa vörð um Stefán Valgeirsson alþingismann, og allt sem fyrir hann hefur verið gert á kostnað almennings til að tryggja stuðning hans við ríkisstjórn. Þar eru gífurlega miklir opinberir, fjár- hagslegir hagsmunir í húfi en stjórnmálamennirnir fara sínu fram og stjórnkerfíð snýst í kring- um þá.“ Þessi greindu ummæli og teng- ing þeirra við meinta spillingu í Grikklandi og mig, koma mér á óvart. En ýmsar ástæður eru til þess að taka þau alvarlega. Sú fyrsta að greinin birtist í víðlesn- asta fjölmiðli landsins, Morgun- blaðinu. Önnur að greinarhöfund- ur, sem er lögfræðingur að mennt, er að fjalla um dómskerfið og loks má nefna að höfundur þekkir vel til stjórnarhátta hér á landi, sem fyrrum einn af æðstu starfsmönn- um forsætisráðuneytisins. Ég vil því spyija ritstjóra Morgunblaðsins um eftirfarandi: „Þessi greindu ummæli og tenging þeirra við meinta spillingu í Grikklandi og mig, koma mér á óvart.“ 1. Hvað veldur því að ég er tengdur meintri spillingu Papandr- eos? 2. Standið þið í þeirri trú að ég sér og einn hafi getað ráðstafað opinberu fjármagni á kostnað al- mennings án vitundar og aðstoðar stjórnarmanna og framkvæmda- stjóra þeirra stofnana sem ég á sæti í? 3. Hvernig hef ég torveldað rannsókn á máli Magnúsar Thor- oddsen? 4. Hvaða gífurlegum opinberum, fjárhagslegum hagsmunum al- mennings hefur verið fórnað til að tryggja stuðning minn við ríkis- stjórnir Steingríms Hermannsson- ar? Óska eftir að þetta bréf mitt verði birt í Morgunblaðinu og svör blaðsins þegar því þykir henta. Virðingarfyllst, Stefán Valgeirsson. Ilöfundur er alþingismaður fyrir Sanitök jafnréttis og félagshyggju. Svar ritstjóra: 1. Stefán Valgeirsson tengist á engan hátt spillingunni í kringum Papandreou. 2. Stefán Valgeirsson sagðist sjálfur frekar vilja hafa puttann á peningunum heldur en verða ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem nú situr. 3. Stefán Valgeirsson hefur á engan hátt torveldað rann- sókn á máli Magnúsar Thor- oddsens. 4. Millifærslu- og sjóðakerfið sem núverandi ríkisstjórn stendur að með stuðningi Stef- áns Valgeirssonar veitir gífur- legum fjárhæðum og er þar í húfi fé almennings. Það eru orð Stefáns sjálfs, að fjárhagsleg- um hagsmunum almennings hafi verið „fórnað" til að tryggja stuðning hans við ríkis- stjórnina. Braut- skráning kandídata frá Háskóla Islands AFHENDING prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í Háskólabíói laugardaginn 21. október nk. kl. 14. Athöfnin hefst með því að Hrafnhildur Guðmundsdóttir syng- ur við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar. Háskólarektor, dr. Sig- mundur Guðbjarnason, ávarpar kandídata og síðan afhenda deild- arforsetar prófskírteini. Að lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Guðmundar Óla Gunn- arssonar. Að þessu sinni verða braut- skráðir 114 kandídatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf í guðfræði 2, embættispróf í læknisfræði 1, kandídatspróf í lyfjafræði 2, BS- próf í hjúkrunarfræði 5, BS-próf í sjúkraþjálfun 4, embættispróf í lögfræði 4, kandídatspróf í íslenskri málfræði 2, kandídatspróf í sagnfræði 1, BA-próf í heimspeki- deild 21, próf í íslensku fyrir er- lenda stúdenta 3, lokapróf í bygg- ingarverkfræði 2, lokapróf í véla- verkfræði 4, kandídatspróf í við- skiptafræðum 32, BA-próf í fé- lagsvísindadeild 14, BS-próf í raunvísindadeild 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.