Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 5 Morgunblaðið/Júlíus Einar Gústafsson, aðalvarðstjóri, tekur á móti skilaboðum frá stjórn- stöð á telefax-tækinu í slökkvibílnum. Telefax-tæki hjá Slökkviliðinu; Teikningar og skilaboð símsend til slökkvibíls SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík hefúr tekið í notkun telefax-tæki. Með tæki í slökkvistöðinni við Öskjuhlíð er nú unnt að símsenda ýmsar upplýsingar til slökkvibíls, þar á meðal um svæðið kringum brenn- andi hús, möguleika á vatnsöflun, hvernig húsið er byggt og hverjar helstu hættur eru. Þannig hefur varðstjóri í slökkvibílnum meira. ráð- rúm en áður til að átta sig á aðstæðum og taka ákvörðun um hvernig að slökkvistarfi skal staðið. Tækið var tekið í notkun á mið- vikudag og fyrst reynt í útkalli klukkan 15.47 þann dag. „Við feng- um útkall frá Slippnum, þar sem eldur kom upp í rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni," sagði Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. „Við sendum upplýsingar um svæðið og nálæga brunahana til varðstjóra í slökkvibílnum og hann var kominn með þessar upplýsingar í hendur áður en leiðin á staðinn var hálfnuð. Síðar er hægt að bæta við þær upp- lýsingar, sem við höfum, og til dæm- is senda teikningar af húsum.“ Telefax-tækin eru nú tvö, eitt í stjórnstöð og eitt í slökkvibíl. Rúnar sagði að slökkviliðið hefði þurft að eignast slíkt tæki í stjórnstöðina, en kostnaðurinn við tæki væri um 100 þúsund krónur á bíl. Hann sagði hugsanlegt að slíku tæki yrði síðar komið fyrir í fleiri bílum, t.d. sjú- krabílum. Slökkviliðið fengi sífellt fleiri og nýrri upplýsingar um hús, sem gætu komið að gagni í útköll- um. Síðar væri hugsanlegt, að hægt væri að prenta teikningar af húsum út úr tölvum og senda upplýsingarn- ar með telefaxi til slökkvibílanna. Fleiri nýjungareru hjá Slökkvilið- inu I Reykjavík. Allir slökkviliðs- menn hafa nú svokallaða „frið- þjófa“, eða lítil tæki, sem geta tekið á móti skilaboðum. Þannig er hægt að boða alla slökkviliðsmenn á vett- vang, án þess að hringja út boð til hvers og eins. Á litlum skjá á tæk- inu birtast skilaboð, til dæmis um að mæta á stöðina eða eitthvert annað, eða hringja. Að sögn Óla Karló Olsen, verkefnisstjóra varð- liðs, eru tæki þessi langdræg og hefur til dæmis náðst samband frá Reykjavík austur í Grímsnes. Hann sagði að fram til áramóta, á meðan reynsla fengist á „friðþjófana“, yrðu símaboðanir ekki lagðar af. Loks má geta þess, að í gær var komið upp sjónvarpsmyndavél við slökkvistöðina, svo unnt sé að fylgj- ast með umferð við gatnamót Bú- staðavegar og Flugvallarvegar. „Þegar umferð lá um Skógarhlíð var auðvelt fyrir slökkviliðið að sjá hvernig best væri að komast frá stöðinni," sagði Rúnar Bjarnason. „Nú hafa þessi gatnamót tekið við umferðinni og við getum stjórnað stöðu umferðarljósanna. Með því að sjá á sjónvarpsskermi hér inni hvern- ig ástandið er á gatnamótunum er miklu auðveldara að taka ákvörðun um það strax hvaða leið verður far- in.“ Borg, Miklaholtshreppi: Síga varð eftir kindum í klettum í Mýrdalsflalli Borg, Miklaholtshreppi. NTLEGA sáust kindur í klettum í Myrdalsfjalli i Kolbeinsstaða- hreppi. Fjórir menn fóni að huga að kindunum. Þegar að var kom- ið. voru þær í það slæmiun klett- um að ekki var hægt að komast að þeim. Varð að sækja útbúnað til þess að síga eftir þeim þótt aðstæður væru erfiðar til slíkra hluta. Þórður Gíslason í Mýrdal er töluvert æfður ií Xí/cI vt/ i >í -> ' " tTL )•' t í að siga í kletta. Tókst honum að síga niður til kindanna og handsama þær. Voru þær allar dregnar upp á vað. Kindurnar fimm sem þarna voru átti bóndinn á Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi, Magnús Kristj- ánsson. Kindurnar voru orðnar af- lagðar vegna beitarleysis, sérstak- lega voru lömbin orðin þunnholda og mjó. Enn sem fyrr reynist Kjörbókin eigendum sínum hinn mesti kjörgripur. Grunnvextir eru 20,5%, fyrra vaxtaþrepið gefur 21,9% og það síðara 22,5%. Ársávöxtunin er því allt að 23,8%. Jafnframt er gerður samanburður við ávöxtun bundinna verðtryggðra reikninga á 6 mánaða fresti. Sá hluti innstæðu sem staðið hefur óhreyfður allt tímabilið fær sérstaka verðtryggingaruppbót, reynist ávöxtun bundnu reikninganna hærri. Þar að auki er innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin. Þessar fréttir gleðja áreiðanlega eigendur þeirra 70 þúsund Kjörbóka sem nú ávaxta sparifé í Landsbankanum. Þær eru einnig gleðiefni fyrir þá fjölmörgu sem þessa dagana huga að því hvar og hvemig best sé að ráðstafa sparifé sínu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í ££ I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.