Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTOBER 1989
Byggingarmál:
Yfirstjórn færist úr
ráðuneyti til sveitarfélaga
NEÐRI deild Alþingis tók til þann sjálfsagða rétt fólks að geta gamalla viðhorfa um að halda þyrfti
fyrstu umr;eðu í gær frurnvarp
frá Birgi Isleiii Gunnarssyni
(S/Rv) sem felur það í sér að
yfirstjórn byggingarmála verði
tekin úr liöndum félagsmála-
ráðuneytisins og sveitarfélögum
falið algert forræði í þeim mál-
um. Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra lýsti sig
andsnúna þessum hugmyndum í
umræðum í þingi.
I framsöguræðu sinni sagði Birg-
ir Isleifur meðal annars að oft hefði
verið tilhneiging til þess í löggjöf
að setja ríkisvaldið yfir sveitarfélög-
in í ýmsum málaflokkum og ríkis-
stofnanir látnar ráðskast með mál-
efni þeirra. Einn slíkur málaflokkur
væri byggingarmálefni, þó fáa
málaflokka væri hægt að hugsa sér
þar sem staðarþekking og nálægðin
við sveitarfélögin nyti sín betur.
Taldi Birgir þetta fyrirkomulag
stangast á við þær nútímahug-
myndir sem nú væru við lýði að
auka völd og ábyrgð sveitarfélag,
svo og við sveitarstjórnarlög eins
og þau breyttust 1986.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því
að felld verði brott sú heimild sem
nú er fyrir hendi um málskot til
ráðuneytis, heldur leiti þeir aðilar
sem telja máli sínu hallað til dóm-
stóla eða umboðsmanns Alþingis.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra lýsti sig andsnúna
þessu frumvarpi; málið snerist hér
ekki um hið sjálfsagða mál að auka
'sjálfstæði sveitarféiaga, heldur um
skotið máli sínu til æðra stjórn-
valds. Jóhanna taldi dómstólakerfið
of mikið torfæru til að réttur ein-
staklinga væri nægilega tryggður.
Benti ráðherrann á að undanfarin
ár hefði það komið fram að ekki
væri vanþörf á þessari málskotsleið;
á síðastliðnum 10 árum hefðu 11
byggingarleyfi verið felld úr gildi,
þar af 9 í Reykjavík.
Hreggviður Jónsson (S/Rn)
taldi það ekki til bóta að afnema
málskotsheimild byggingarlaga,
enda væri dómstólaleiðin tímafrek.
Kvaðst Hreggviður vita að tillaga
þessi væri tilkomin vegna deilna
Reykjavíkurborgar og félagsmála-
ráðherra útaf ráðhúsbyggingunni.
Guðni Ágústsson (F/Sl) taldi
rétt „litla mannsins" best tryggðan
með þeim hætti sem nú væri, enda
gætu ekki allir leitað til lögfræðing-
anna „með þeirra feitu veski“.
í síðari ræðu sinni kvaðst Birgir
Isleifur vilja ítreka að hann sakaði
hvorki núverandi félagsmálaráð-
herra né aðra um að hafa misbeitt
valdi sínu; en núverandi kerfi hlyti
að bjóða upp á slíkt þar sem ágrein-
ingsefni snerti oft pólitíska sam-
herja eða andstæðinga í sveitar-
stjórn. Birgir kvaðst ekki geta áttað
sig á því af hveiju löggjafinn treysti
ekki sveitarfélögunum til að fara
með yfirStjórn þessara mála á sama
tíma og sömu aðilum væri falið
endanlegt vald í fjölmörgum mála-
flokkum er vörðuðu hagsmuni ein-
staklinga miklu. Núverandi fyrir-
komulag taldi Birgir vera leifar
Þingflokkur Borgara:
Guðmundiir
*
Agústsson
formaður
ÞINGPLOKKUR Borgara-
ílokksins hefiir ákveðið að Guð-
mundur Ágústsson taki við for-
mennsku í þingflokki Borgara-
flokksins af Óla Þ. Guðbjarts-
syni sem nú er orðinn dóms- og
ki rkj u málaráð herra.
Þá var ákveðið að Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir yrði varaformað-
ur þingflokksins og Ásgeir Hannes
Eiríksson tæki við ritarastörfum í
þingflokknum.
Guðmundur Águstsson.
ÞingsályktunartillÖgur:
Átak gegn
gróðureyðingu
Egill Jónsson (S/AI), Jón
Helgason (F/Sl), Geir Gunnars-
son (Abl/Rn), Árni Gunnarsson
(A/Ne), Ingi Björn Albertsson
(FH/VI), Málmfríður Sigurðar-
dóttir (SK/Ne), Guðmundur
Ágústsson (B/Rv) og Halldór
Blöndal (S/Ne) leggja til að Al-
þingi álykti að fela landbúnaðar-
ráðherra að hlutast til um að
gerð verði markviss áætlun um
aðgerðir til að stöðva eyðingu
jarðvegs og gróðurs á Islandi þar
sem þess er kostur. Sérstök
áhersla verði lögð á að afmarka
þau landsvæði þar sem sandfok
á sér enn stað svo að unnt sé
að hcfja þar skipulegt ræktunar-
starf. Þingmennirnir leggja það
enn fremur til að kannað verði
hvort Áburðarverksmiðju ríkis-
ins muni fært að lækka verð á
áburði til landgræðslustarfa, sem
einkum væri ráðstafað til brýnna
verkefna. Tillöguflytjendur miða
við að um næstu aldamót verði
uppblástur þessara svæða stöðv-
aður.
íslensk
jöklarannsóknastöð
Egill Jónsson (S/Al) leggur til
að Alþingi álykti að skora á ríkis-
stjórnina að hlutast til um í sam-
ráði við Háskóla íslands, Jökla-
rannsóknarfélagið og Orkustofn-
un að gerðar verði tillögur að
stofnun rannsóknastöðvar í
jöklavísindum á íslandi.
Innsiglingin við
Hornaíj arðarós
Egill Jónsson (S/Al), Jón
Kristjánsson (F/Al) og Hjörleifur
Guttormsson (Abl/Al) leggja það
til að að Alþingi álykti að fela
samgönguráðherra að hlutast til
urh við Hafnamálastofnun ríkis-
ins að hún hefji sem fyrst rann-
sóknir á innsiglingunni við
Hornaljarðarós og öðmm að-
stæðum í tengslum við skipaleið-
ir um Hornafjörð.
í hendina á sveitarstjórnarmönnum
í öllum málum. Birgir fordæmdi
einnig fordóma og áróður gagnvart
dómskerfinu eins og það væri eitt-
hvert skrítnsli eða ófreskja. Benti
hann á að ágreiningsmál af þessu
tagi væm yfirleitt einföld og tiltölu-
lega fljótafgreidd í dómskerfinu.
Utandagskrárumræður um afiirðagreiðslur til bænda:
„Ríkisstjóniin að gera bænd-
ur að vanskilamönnum“
HART var deilt á landbúnaðarráðherra í utandagskrárumræðum í
Sameinuðu þingi í gær vegna þeirrar ákvörðunar framleiðsluráðs land-
búnaðarins að frumgreiðslur til bænda vegna haustinnleggs í afurða-
stöðvar yrðu aðeins 45% af afurðaverði.
Það var Egill Jónsson (S/Al)
sem fór fram á utandagskrárum-
ræðuna og hóf hann hana. Benti
Egill á að fjárlög staðfestu að
ákveðið hefði verið að bijóta sam-
komulag sem gert hefði verið við
bændur um afurðaverð. Fregnii1
hefðu nú borist um það á síðum
Morgunblaðsins að stórlega eigi að
skerða frumgreiðslur afurðaverðs
til bænda í haust og vetur. Slátur-
leyfishöfum bæri að greiða 75% af
afurðaverði við frumgreiðslur en
nú hefði verið ákveðið að þær
greiðslur ættu aðeins að vera 45%.
„Hvenær á að linna árásum ríkis-
stjórnarinnar á bændur og þá sér-
staklega sauðfjárbændur?"
Ráðherra: Ekki lögbrot
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra taldi rétt að
benda þingheimi á að það væri hlut-
verk framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins að ákveða greiðslufyrirkomulag
innan ramma laganna; það eina sem
lögin segðu væri að fyrstu greiðslur
skyídu vera 15. október og fullnað-
argreiðslur 15. desember. Regla sú
sem framleiðsluráð hefði ákveðið
undanfarin ár væri sú að hlutfall
frumgreiðslna væri 75%, en þann
17. október hefði framleiðsluráðið
ákveðið að hafa þetta hlutfall 45%
og eftirstöðvar yrðu greiddar upp
eftir því sem ljárhagur sláturleyfis-
hafa leyfði.
„Alþingismenn vita að sláturleyf-
ishafar hafa ekki getað staðið við
sitt og benda mínar upplýsingar til
þess að frumgreiðslur hafi í raun
ekki verið nema 50-60%,“ sagði
Steingrímur.
Steingrímur benti á að staða
ýmissa sláturleyfishafa væri mjög
slæm og viðskiptabankarnir treystu
sér ekki til lána hærra hlutfall að
raunvirði en síðastliðið haust. Sagði
Steingrímur að ríkisstjórnin myndi
beita sér fyrir því næstu daga að
sláturleyfishafar geti greitt meira
inn á reikning bænda.
Ingi Björn Albertsson (FH/Vl)
benti á að búfjárlögin væru reist á
tvíhliða samningi stjórnvalda og
bænda en svo virtist vera sem ein-
ungis bændur ættu að standa við
samkomulagið. Taldi þingmaðurinn
ófært að ekki væri staðið við gerða
samninga og benti á í því samhengi
að enn þann dag í dag væri verið
að greiða bændum fyrir innlegg
þeirra síðastliðið haust. „Ríkis-
stjórnin er að gera bændur að van-
skilamönnum," sagði Ingi Björn.
Ráðherra hætti ferðalögum
Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði
kveðjur stjórnvalda til bænda vera
æði kaldar. í fyrsta lagi hefði verið
frestað hluta greiðslna grundvallar-
verðs, í öðru lagi hefði fullvirðisrétt-
ur verið skertur með reglugerð sem
landbúnaðarráðherra bæri fulla
ábyrgð á, í þriðja lagi hefði frum-
greiðsluhlutfallið verið lækkað úr
75% í ‘45%'óg'í'fjórðá lagisamkbiriti-
lag um greiðslur vegna jarðræktar
ekki verið haldið. „Landbúnaðar-
ráðherra á að sinna sínum störfum
í stað þess að vera á stöðugum
ferðalögum, þannig að aldrei næst
í hann.“
Hjörleifúr Guttormsson
(Abl/Al) taldi þörf á því að allir
þeir þingmenn sem eitthvert skyn
bæru á hagsmuni landsbyggðarinn-
ar stæðu þétt að baki framkvæmda-
valdinu; enginn efaðist um góðan
hug landbúnaðarráðherra. Kvaðst
Hjörleifur vilja vísa á bug „ósæmi-
legum aðdróttunum" í hans garð.
Hreggviður Jónsson (FH/Rn)
taldi lækkun þessa vera mikið
áhyggjuefni; ríkisstjórnin yrði að
taka sig á í þessum efnum og standa
við samkomulag sitt við bændur.
Beindi hann þeirri fyrirspurn til
ráðherra hvort staðið yrði við
greiðslu staðgreiðsluláns þann 15.
desember.
Greiðsluerfiðleikar bænda
Málmfríður Sigurðardóttir
(SK/Ne) kvað 40% búa á landinu
í hefðbundnum iandbúnaði aðeins
bera eitt ársverk. Slíkum búum
væri þröngur stakkur sniðinn og
miðuðu bændur á slíkum búum all-
ar sínar greiðslur við samkomulag
við stjórnvöld. Öll frávik gætu vald-
ið verulegum greiðsluerfiðleikum
hjá bændum.
Guðni Ágústsson (F/Sl) taldi
að harma bæri að ekki eigi að
standa við lög og reglur; kæmi þetta
til með að skekkja greiðsluáætlanir
bænda. Guðni kvaðst hins vegar
treysta landbúnaðarráðherra til
þess að eiga við bankavaldið, sem
hér hefði brugðist. Guðni taldi einn-
ig köldustu kveðjurnar í garð
bænda hafa komið frá Sjálfstæðis-
flokknum, sem nú vildi opna glufur
fyrir innflutning landþúnaðaraf-
urða.
Jóhannnes Geir Sigurgeirsson
(F/Ne) kvaðst treysta því að
raunsæ forysta Stéttarsambands
bænda í samvinnu við afurðastöðv-
ar og stjórnvöld gæti fundið leiðir
til þess að leysa þetta mál í haust.
Hann vildi og benda á að þriðji
aðilinn í samkomulagi bænda og
stjórnvalda væru afurðastöðvarnar;
þær yrðu að hafa rekstrargrundvöll
svo standa mætti við samkomulag-
ið.
Ráðherra sofandi
Halldór Blöndal (S/Ne) benti á
að greiðslui ættu að fara fram 15.
október. Framleiðsluráð hefði hins
vegar ekki komið saman fyrr en
17. október og frétt hefði verið í
Morgunblaðinu um ákvörðun ráðs-
ins þann 18. október. Taldi Halldór
undarlegt að ráðherra hefði ekki
rankað við sér fyrr en morguninn
19. október.
Halldór vísaði til ummæla fram-
kvæmdastjóra framleiðsluráðs um
íað -ástæða- þessarar- -ákverðunar-
væri meðal annars sú að ríkisstjórn-
in hefði ekki staðið við greiðslur
vegna útflutningsbóta. „Fjármála-
ráðherra veit að umræðan snýst um
þetta og því ekki óeðlilegt að hann
sé fjarverandi.“
Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf)
kvaðst telja þessa umræðu eiga
eftir að draga dilk á eftir sér; ráð-
herra verði að leysa málið ef hann
eigi að teljast hæfur. Ætti hann
að vera óánægður með sinn hlut í
fjárlögum, til dæmis miðað við
menntamálaráðherra.
Ásgeir Hannes Eiríksson
(B/Rv) kvað þessa umræðu undir-
strika þá þörf að tekið væri á land-
búnaðarmálunum af festu. Taka
þyrfjti á þessum málum eins og um
atvinnugrein væri að ræða.
Mál viðskiptabankanna
Júlíus Sólnes Hagstofuráð-
herra taldi þetta mál aðeins vera
anga af því vandamáli að atvinnu-
vegirnir í landinu ættu að standa
undir því vaxtastigi sem peninga-
hyggjumennirnir í landinu krefðust.
„Þetta er í raun ákvörðun viðskipta-
bankanna," sagði Júlíus og benti á
að áður hefðu afurðagreiðslur verið
í höndum Seðlabankans og þá geng-
ið ágætlega, en sjálfstæðismenn
hefðu átt frumkvæði að því að
breyta þessu.
Birgir ísleifur Gunnarsson
(S/Rv) taldi það sérlega athyglis-
vert hvernig nokkrir þingmenn
Framsóknarflokksins reyndu að
veija landbúnaðarráðherra með því’
að vísa til ályktana landsfundar
Sjálfstæðisflokksins. Þar væri hins
vegar ekki fallist á innflutning land-
búnaðarafurða, en hins vegai' væri
sá möguleiki reifaður í skýrslu svo-;
kallaðrar aldamótanefndar flokks-
ins að ef til vill væri rétt að opna
glufu fyrir slíkan innflutning um
aldamót. Birgir taldi það og athygl-
isvert að þessir sömu þingmenn
skyldu þegja um það þunnu hljóði
að samstarfsflokkur þeirra, Al-
þýðuflokkurinn, hefði það skýrlega
á stefnuskrá sinni að opna fyrir
innflutning landbúnaðarafurða.
Alþýðuflokkurinn vill leyfa
innflutning-
Karl Steinar Guðnasön (A/Rn)
kvað Alþýðuflokkinn hafa haft
áhyggjur af slæmum rekstri land-
búnaðarins og að flokkurinn teldi
rett að opna glufu fyrir innflutning.
Karl taldi rétt geta verið að með
breytingum á hlutfalli frumgreiðslu
væri verið að bijóta lög. Astæðan
væri hins vegar sú að ekki væru
til meiri peningar. „Vill Sjálfstæðis-
flokkurinn auka skattheimtu meira
en orðið er?“
Eggert Haukdal (S/Sl) kvað
það vera kjarna þessa máls að ver-
ið væri að bijóta lög. í stað þess
að viðurkenna það reyndu stjórnar-
þingmenn að dreifa umræðunni
með því að ræða um hina „slæmu
sjálfstæðismenn“. Eggert taldi og
rétt að benda á að í þessu máli
væri ekki við viðskiptabankana að
sakast, málið strandaði á ríkis-
--stjórninni-.------------------J