Morgunblaðið - 24.10.1989, Side 22
22
esei naaoTHo ííuaAauiaifla GiöAjaMuofloi
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1989
Morgunblaðið/Bjami
Það var þröngt setinn Svarfaðardalur í húsakynnum Ríkisútvarpsins
við Efstaleiti við upphaf bókaviku og nutu ungir sem aldnir dagskrár-
innar og þess, sem á boðstólum var.
Börn og bækur:
Allir kirkjustaðir landsins
falli undir skipulagslög
TILLAGA þess efiiis að allir kirk-
justaðir landsins falli undir
skipulagslög og að samráð sé
haft við kirkjuyfirvöld þégar ný
hús eru reist á kirkjustöðum var
flutt á Kirkjuþingi í gær.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
allir kirkjustaðir verði skipulags-
skyldir, einnig þeir sem jafnframt
eru lögbýli þar sem hefðbundinn
búskapur er rekinn. Sett verði
ákvæði í byggingarreglugerð um
að leita skuli umsagnar kirkjuyfir-
valda í héraði áður en byggingar-
leyfi er veitt á kirkjustað fyrir öðr-
um byggingum, svo sem íbúðar-
húsum og eða útihúsum á lögbýlum.
í þriðja lagi gerir tillagan ráð fyrir
að ákvæði laga, sem fjallar um stað-
setningu kirkna við skipulagningu
lagningar í stijálbýli.
Að sögn flutningsmanns, Þór-
halls Höskuldssonar, er tilgangur
tillögunnar að tryggja að hjá skipu-
lags- og byggingaryfirvöldum verði
hugað að stöðu kirknanna, ekki síst
til sveita, og réttur þeirra tryggður
þegar öðrum byggingum er valinn
staður í nágrenni kirkju eða útlit
þeirra ákveðið. „Og það á líka við
þótt byggt sé ijarri kirkjunni, t.d.
þegar nýtt íbúðarhús er reist á kirk-
justað til sveita. Oft getur þá sköp-
um skipt um starfsmöguleika kirkj-
unnar hver fjarlægð hennar er frá
bæjarhúsum," segir flutningsmaður
m.a. í greinargerð.
í skipulagslögum er gert ráð fyr-
ir meðhöndlun lögbýla á annan veg
en skipulagsskyld svæði. Byggingar
á lögbýlum koma ekki til kasta
skipulagsstjórnar heldur aðeins
byggingarnefndar og sveitastjórn-
Tillaga þessa efnis var borin fram
á Kirkjuþingi í gær af Þórhalli
Höskuldssyni, sóknarpresti á Akur-
eyri. „Kirkjuþing minnir á hve mik-
ilvægt er fyrir máluppeldið að hinir
fullorðnu gefi börnunum tíma, tali
við þau og lesi fyrir þau. Sérstak-
lega hvetur þingið presta og aðra
starfsmenn safnaðanna til að leggja
sitt af mörkum í barnastarfi kirkj-
unnar og styðja þetta átak eftir
ar. Tillagan gengur þannig út á að
allir kirkjustaðir sæti sömu meðferð
hjá skipulags- og byggingaryfir-
völdum og að tryggt sé að ekki séu
gerðar minni kröfur fyrir kirkju-
staði í stijálbýli en í þéttbýli.
megni og minnir á hve mikilvægan
þátt kirkjan hefur alla tíð átt í
málrækt þjóðarinnar."
Þórhallur benti á það í framsögu
sinni, að meirihluti af vökutíma
barna og unglinga færi í að hlusta
á erlenda tungu í gegnum sjónvarp
og dægurtónlist. Því væri mikil
þörf á öflugu mótvægi.af hálfu for-
eldra og uppalenda.
Félag fréttamanna:
Mótmælir afskipt-
um Utvarpsráðs
Kirkjuþing fagnar
málræktarátaki
„KIRKJUÞING 1989 fagnar því málræktarátaki, sem nú fer fram
á vegum menntamálaráðuneytisins og hvetur eldri sem yngri til
að taka höndum saman um að varðveita og rækta móðurmálið."
Bókaútgefendur gangast
fyrir sérstakri bamabókaviku
Málræktarátak í skólum og aukin virkni bókasafna þessa vikuna
BÖRN og bækur er yfirskrift
barnabókaviku, sem nú stendur
yfir í húsakynnum Ríkisútvarps-
ins við Efstaleiti. Jafiiframt er
þessi vika helguð málrækt í
grunnskólum landsins og al-
mennings- og skólabókasöfn
verða með ýmislegt til að krydda
starfsemina. Barnabókavikan
var opnuð við hátíðlega athöfii á
sunnudag af forseta íslands
Vigdísi Finnbogadóttur. Utvarp-
að var beint frá athöftiinni.
Barnabókavikan er á haldin á
vegum Félags íslenzkra bókaútgef-
enda, en bókasýninguna hýsir
Ríkisútvarpið í húsakynnum sínum
að Efstaleiti og skipuleggur heim-
sóknir á hana. Við opnun sýningar-
innar bauð útvarpsstjóri, Markús
Örn Antonsson, gesti velkomna og
síðan opnaði forsetinn hana form-
lega. Að auki ávörpuðu samkomuna
Jón Karlsson, formaður Félags
íslenzkra bókaútgefenda, Iðunn
Steinsdóttir, rithöfundur og Guðrún
Ágústsdóttir, aðstoðarmaður
menntamálaráðherra. Fjölbreytt
tónlist og fjöldasöngur krydduðu
svo samkomuna, en Brúðuleikhúsið
var með sýningu utan dyra og kunn-
ingjar barnanna úr Stundinni okkar
voru á vappi meðal fólksins inni.
Ríkisútvarpið skipuleggur heim-
sóknir á sýninguna, en hún er ekki
opin nema fyrir skipulagða hópa. Á
mánudag höfðu nær allir skoðun-
artímar verið pantaðir, nema klukk-
an 16.00 síðdegis. Efni tengt þess-
ari viku verður svo víða að finna í
dagskrá beggja útvarpsrása
Ríkisútvarpsins og í sjónvarpinu.
Ennfremur verður efnt til sam-
keppni meðal grunnskólanema um
ritgerð, smásögu eða ljóð á vegum
bókaútgefenda og menntamála-
ráðuneytisins og er skilafrestur í
samkeppninni til 10. nóvember
næstkomandi.
í almennings- og skólabókasöfn-
um verða sögustundir tíðar og rit-
höfundar munu heimsækja söfnin í
STJÓRN Félags fréttamanna hefur sent mótmæli til Útvarpsráðs
vegna afskipta ráðsins af fréttastofu sjónvarpsins. Hér er átt við
samþykkt Útvarpsráðs þar sem farið var fram á að Ingimar Ingimars-
son hætti sem þingfréttamaður eða fengi anuan mann með sér.
Innkaupastofiiun vill
gera samning við Vara
FJÓRIR af fimm stjórnarmönnum Innkaupastofnunar Reykjavíkur-
borgar vilja ganga að nýju til samninga við Vara h/f um öryggis-
gæslu í ýmsum stofnunum borgarinnar, en gildandi samningur við
fyrirtækið um þessa þjónustu rennur út um næstu mánaðamót. Þetta
mál kom til umræðu á fundi stjórnarinnar I gær. Borgarráð mun
væntanlega ræða málið á fundi sínum í dag.
Verkamannafélagið Dagsbrún
hefur, eins og fram hefur komið,
látið þetta útboð til sín taka og
hefur skrifað borgarstjórn bréf þar
sem þess er óskað að samið verði
við Securitas h/f um gæsluna vegna
deilu um skyldu starfsmanna Vara
til aðildar að Dagsbrún.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson, sem
tilnefndur er af Alþýðubandalaginu
í stjórn Innkauapstofnunar, vildi að
samið yrði við Securitas um verkið
en aðrir stjórnarmenn, Magnús L.
Sveinsson formaður, Anna K. Jóns-
dóttir, Ólafur Jonsson, fulltrúar
meirihlutans, og Kristinn Finn-
bógason, fulltrúi Framsóknar-
flokksins, vildu ganga til samninga
við Vara, sem átti lægra tilboðið.
Um er að ræða öryggisgæslu við
skóla, dagheimili og nokkrar aðrar
borgarstofnanir.
töluverðum mæli. Þá verður fóstr-
um á dagvistum boðið að koma á
söfnin með börnin.
í bréfinu segir að stjórn Félags
fréttamanna vilji taka það fram að
hún telji „. . . það ekki í verka-
hring Útvarpsráðs að hlutast til um
verkstjórn á einstökum deildum
Ríkisútvarpsins. Stjórn FF mót-
mælir framgöngu Útvarpsráðs í
þessu máli og varar við fordæmi
sem með henni er sett.“
Páll Benediktsson, formaður Fé-
lags fréttamanna, sagði að Út-
varpsráð hefði farið út fyrir verk-
svið sitt. Það væri hlutverk frétta-
stjóra að ákveða hvort einstakir
fréttamenn væru hæfir í sínu starfi.
Hlutverk Útvarpsráðs væri hins-
vegar að hafa afskipti af dag-
skránni en ekki einstökum deildum.
Vonir bundnar
við þenslumæla
NÚ ERU 10 ÁR liðin frá því
að þenslumælar voru settir í
sjö borholur á Suðurlandi en
menn binda miklar vonir við
slík mælitæki í sambandi við
jarðskjálftaspár, að sögn
Ragnars Stefánssonar deildar-
stjóra jarðeðlisfræðideildar
Veðurstofu Islands. Camegie-
stofnunin í Bandaríkjunum
hefur lagt til þenslumælana
en Veðurstofa Islands hefur
séð um rekstur þeirra.
Ragnar Stefánsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að enn
væri ekki hægt að spá fyrir um
jarðskjálfta. „Hins vegar má
búast við breytingum á berg-
spennu á undan stórum jarð-
skjálftum og þenslumælar geta
hugsanlega gefið slíkar breyt-
ingar til kynna. Menn eru því
að vonast til að fljótlega verði
hægt að senda út gagnlegar við-
varanir á undan stórum jarð-
skjálftum.“ Ragnar sagði að Al-
mannavarnir hefðu sýnt mæling-
unum á Suðurlandi mikinn
áhuga og þær yrðu strax látnar
vita ef mælarnir sýndu miklar
breytingar á bergspennunni.
Glenn Poe og Michael See-
Talið
mann
Morgunblaðið/Þorkell
frá vinstri: Glenn Poe, Ragnar Stefánsson og Michael See-
Langi sívalningurinn á mynd-
inni er einn af þenslumælunum
sem settir hafa verið í borholur
á Suðurlandi til að mæla breyt-
ingar á bergspennu.
mann verkfræðingar hjá
Carnegie-stofnuninni hönnuðu
þenslumælana og hafa komið
hingað nokkrum sinnum undan-
farin ár til að setja þá niður.
Þeir sögðu að slíkir mælar hefðu
einnig verið settir niður í Kína,
Perú, Kalifomíu og Japan. Hins
vegar hefði Carnegie-stofnunin
sett fleiri slík tæki niður hérlend-
is en annars staðar í heiminum.
Hver mælir kostar 25 þúsund
Bandaríkjadali, eða um 1,5 millj-
ónir króna, að sögn Glenn og
Michael.
Þenslumælunum var komið
fyrir rannsóknaborholum og
ónýtum 100 til 400 metra djúp-
um holum sem boraðar höfðu
verið eftir heitu vatni á sjö stöð-
um á Suðurlandi, við Hellu, Búr-
fell, Jaðar, Geldingaá, Stórólfs-
hvol, Saurbæ í Holtahreppi og
Skálholt. Mælarnir voru steyptif
inn í bergið i borholunum með
þansementi. Mæligildin eru send
með útvarpssendum til Veður-
stofunnar í Reykjavík, þannig
að breytingar á bergspennu í
holunum eiga að sjást þar strax.