Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 24
Í24---------------------------------------- MORGUNBLAÐH) ÞRIÐJUDAGUR fl<J (Il( 24 ’ 1989 Reuter Fyrrum eiginkona Bucks Helms, sem fannst á lífi á Oakland-brúnni, ásamt tveimur börnum þeirra, fyrir utan Highland-sjúkrahúsið í San Francisco. Fjöldi fólks hefúr haldið til við sjúkrahúsið og beðið fyr- ir Helm. Vitað er um 55 sem biðu bana í skjálftanum í San Francisco: Fannst lifandi undir mörg- um tonnum af steinsteypu San Francisco. Reuter. LÆKNAR reyndu í gær hvað þeir gátu til þess að bjarga lífí 57 ára manns, Bucks Helms, sem fannst á lífi í rústum Oakland-brúnnar í San Francisco á laugardag, Qórum dögum eftir að jarðskjálfti reið yfir borgina. Vitað er um 55 menn, sem biðu bana í skjálftanum. hæða hraðbraut milli Oakland og Flestir þeirra létust er tveggja San Francisco lagðist saman. Um 250 vinir og vandamenn Bucks Helms hafa haldið hópinn fyrir utan Highland-sjúkrahúsið í San Francisco þar sem hann berst fyrir lífi sínu. Þykir það kraftaverk að hann skyldi lifa af því bifreið hans lagðist saman í orðsins fyllstu merkingu. Bifreiðin lá samanklesst undir morgum tonnum af stein- steypu er slökkviliðsmaður fann hann á laugardag. Sá hann hendi sem stóð út úr brakinu hreyfast. Helm hafði verið svo gott sem tal- inn af. Reyndist hann mikið slasað- ur en góðar vonir voru um að hann næði sér. Auk 55 látinna er vitað um 3.000 manns sem slösuðust í skjálftanum og talið er að tjón á mannvirkjum sé ekki undir 10 milljörðum dollara eða 600 milljörðum ísl. króna. Um 8.000 manns misstu heimili sín. Rafmagn fór af borginni en það var að mestu komið á í gær. Eftir skjálftann lá atvinnulíf í San Franc- EINN af leiðtogum muhameðs- trúarmanna á Bretlandi ítrekaði á fúndi múhameðstrúarmanna í Manchester um helgina kröfúna um að Salman Rushdie, höfúndur á mörgum aðalgötum borgarinnar óg hafa þær því verið lokaðar vegna viðgerða. Af þeim sökum myndaðist mikil umferðarteppa víða í borginni í gær er fólk sneri aftur til vinnu. í gær var mikil úrkoma í San Francisco og féllu aurskriður víða í borginni. Óttast var að rigning yrði til að auka á tjónið sem varð í jarðskjálftanum í fyrri viku. bókarinnar Söngva Satans, yrði tekinn af lífi. Biskupinn í Man- chester, sem sat fundinn, mót- mælti þessari yfirlýsingu. isco niðri þar til í gær. Tjón varð Bretland: T rúarleiðtogar deila um Rushdie St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Könnun í Sovétríkjunum: Míkhaíl Gorbatsjov reiður vegna lítilla eigin vinsælda Moskvu. Reuter, New York Times. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, nýtur mikils stuðnings landsmanna sinna að því er fram kemur í skoðanakönnun, sem so- véskt vikublað birti á laugardag. Fyrir rúmri viku birtist hins vegar önnur skoðanakönnun í blaðinu þar sem Gorbatsjov komst ekki einu sinni á blað og þá brást hann við með því að krefjast afsagnar rit- stjórans. í öðru vikublaði kemur fram, að flestir Sovétmenn telja kjörin ekkert hafa skánað vegna umbótastefnu Gorbatsjovs og hafi raunar ekki átt von á því í bráð. Fyrir um tíu dögum birti vikurit- ið Argúmentíj í Faktíj vinsælda- könnun, sem byggð var á 15.000 lesendabréfum, og var þar ekki minnst á Gorbatsjov en róttækir menn á borð við mannréttindafröm- uðinn Andrei Sakharov, hagfræð- inginn Gavríl Popov og Borís Jeltsín röðuðu sér aftur á móti í efstu sætin. Brást Gorbatsjov við með því að boða til fundar með ýmsum rit- stjórum, aðallega þeim fijálslynd- ari, þar sem hann gagnrýndi þá fyrir að draga upp dökka mynd af árangri perestrojkunnar og Vadím Medvedev, hugmyndafræðingur kommúnistaflokksins, krafðist þess, að Vladíslav Starkov, ritstjóri Argúmentíj í Faktíj, segði af sér. Því neitaði hann og 40 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi sínum við hann. Síðastliðinn laugardag birtist síðan önnur könnun í vikublaðinu og sagði þar jafnframt, að ranglega hefði verið staðið að fyrri könnun- ræðu, á fjölmiðlana og að undan- förnu hefur hann hvað eftir annað ráðist á þá, sem hann segir vera að mála skrattann á vegginn. Hann hefur þó aldrei gengið jafn langt og með ummælum sínum um fyrr- nefnda skoðanakönnun í Argú- mentíj íFaktíj. Ef til vill hefur hann viljað nota tækifærið til að sýna andstæðingum sínum í flokknum, að hann líði ekki hvað sem er, en aðrir segja, að honum sé augljós- lega um og ó. „Ég held hann sé í raun mjög taugaóstyrkur,“ sagði Andrei Sak- harov. „Hér var ekki um neitt kænskubragð að ræða. Hann átti ekki von á, að fjölmiðlafrelsið yrði jafn mikið og það er orðið og vegna Míkhaíl Gorbatsjov þess hve.ástandið í landinu er alvar- legt er hann uggandi um afleiðing- amar.“ Eins og fyrr segir hafa 40 þing- menn lýst yfir stuðningi við rit- stjóra Agrúmentíj í Faktíj og það hefur vakið mikla athygli og furðu, að einha fyrstur til þess varð Jegor Lígatsjov, helsti fulltrúi afturhalds- aflanna í kommúnistaflokknum. Tatjana Kotjagína, sem sæti á í ríkisskipáðri nefnd um efnahags- legar umbætur, sagði í fyrri viku í viðtali við lettneska æskulýðsblaðið Sovetskaja Molodezh, að full ástæða væri að óttast samsæri gegn Míkhaíl Gorbatsjov og dró upp dökka mynd af því, sem við tæki undir yfirráðum afturhaldsins með Jegor Lígatsjov í fararbroddi. Koijagína sagði, að í stjórn- málunum væru menn að skipast í tvo hópa, annars vegar um menn eins og Borís Jeltsín, sem vill rót- tækar breytingar, og hins vegar um Jegor Lígatsjov. I viðtalinu sagði Koijagína, að almenningur hefði andúð á Lígatsjov og kæmist hann til valda yrði efnt til allsheijarverkfalls í landinu. „Þá verða yfirvöldin að beita hernum fyrir sig og taka af lífi þá, sem vinna gegn þeim. Fólk mun aðeins vinna með byssuna yfir sér,“ sagði Koijagína. Leiðtogar múhameðstrúarmanna boðuðu til fundarins til að ræða afstöðuna til Söngva Satans. Bisk- upi ensku biskupakirkjunnar í Man- chester var boðið til fundarins, svo og Gerald Kaufmann, talsmanni Verkamannaflokksins í utanríkis- málum. Dr. Kalim Siddiqui, forstöðumað- ur múhameðstrúarstofnunar í Lon- don, sem þiggur fé af írönum, lýsti því yfir í upphafi fundarins að fram- fylgja ætti dauðadómi Khomeinis. Síðan bað hann þá fundarmenn, sem fylgjandi voru því, að rétta upp hönd. Nánast allý 300 fundarmenn gerðu það. Þessi atburður kom hófsamari leiðtogum múhameðstrúarmanna í opna skjöldu. Bæði Kaufmann og biskupinn mótmæltu þessum yfir- lýsingum. Biskupinn ítrekaði eftir fundinn að yfirlýsingar af þessu tagi gætu varðað við lög vegna þess að bannað væri að hvetja til lögbrota á Bretlandi. Hann hvatti lögregluna til að athuga málið. í síðustu viku kom fram í BBC- sjónvarpinu í þætti um múhameðs- trúarmenn að þriðjungur breskra múhameðstrúarmanna væri á þeirri skoðun að Rushdie skyldi drepinn. ERLENT Fundur leiðtoga breska samveldisins í Kuala Lumpur: Hart deilt um afstöðuna til Suður-Afríku inni. Þá hefði hefði aðeins verið byggt á skoðunum þeirra, sem hefðu haft fyrir því að skrifa blað- inu. I nýju könnuninni voru tæplega 2.500 manns spurðir og kváðust þá 66% styðja Gorbatsjov. Argú- mentíj í Faktíj er víðlesnasta viku- blað í Sovétríkjunum og kemur út í rúmlega 26 milljón eintökum I skoðanakönnun á sunnudag í öðru vinsælu vikuriti, Ogonjok, kom fram, að 35% bjuggust ekki við, að umbótastefna Gorbatsjovs breytti miklu í náinni framtíð; 16% töldu, að allt myndi sitja við það sama, og 18%, að ástandið myndi versna. Aðeins 12% trúðu á breytingu til batnaðar á næstu árum. Svo virðist sem Gorbatsjov sé farinn að gerast órór yfir afleiðing- um glasnosts, hreinskilinnar um- Kuala Lumpur. Daily Telegraph, Reuter. LEIÐTOGAR ríkja breska samveldisins samþykktu á fúndi sínum í Kuala Lumpur á sunnudag að falla ekki frá efnahagslegum refsiað- gerðum gegn suður-afrískum sljórnvöldum fyrr en fúlHjóst væri að breyting hefði orðið á stefiiu þeirra í kynþáttamálum. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, birti hins vegar síðar eigin yfirlýsingw, þar sem segir að mikilvægar breytingar hafi þegar orðið í Suður-Afríku og því beri að hvelja stjórnina í Pretoríu til að halda áfram á sömu braut en ekki að refsa henni. Aðrir leiðtogar á fundin- um, svo sem forsætisráðherrar Ástralíu og Kanada, gagnrýndu yfir- lýsingu Thatcher harðlega. Thatcher undirrítaði sameigin- lega yfirlýsingu leiðtoganna þótt hún væri ósammála fjórum atriðum í henni. Þau eru: • Suður-afrísk stjórnvöld verði beitt frekari efnahagslegum þiýst- ingi með því að herða refsiaðgerð- irnir og bannið við kaupum á suð- ur-afrískum vopnum. • Komið verði á fót óháðri stofnun til að fylgjast með alþjóðlegum fjár- málatengslum Suður-Afríkumanna. • Staðhæfing um að refsiaðgerð- irnar séu farnar að hafa áhrif á stefnu Suður-Afríkustjómar. • Sérstök nefnd utanríkisráðherra samveldisríkjanna skili skýrslu eftir sex mánuði um hvort umbætur hafi orðið í Suður-Afríku. í yfirlýsingu bresku stjórnarinnar segir að mikilvægar breytingar hafi orðið í Suður-Afríku frá síðasta fundi leiðtoganna í Vancouver. Því beri samveldisríkjunum að hvetja til áframhaldandi umbóta fremur en að beita frekari refsiaðgerðum. Aðrir leiðtogar brugðust ókvæða við yfirlýsingu Breta. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, sagði að framkoma Thatcher á fundinum hefði verið „auvirðileg" og „ófyrir- gefanleg". Hún hefði sýnt að Bretar væru fylgjandi aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda. Hann kvaðst aðeins hafa fallist á mála- miðlun varðandi orðalag sameigin- legu yfirlýsingarinnar vegna þess að Thatcher hefði samþykkt hana. „Ég bjóst alls ekki við að Bretar færa að afneita henni,“ sagði for- setinn. John Major, utanríkisráðherra Bretlands, vísaði á bug ásökunum um að yfirlýsing Breta væri ögrun við aðra leiðtoga á fundinum. „Það er furðulegt að halda því fram að Bretar megi ekki útskýra eigin stefnu,“ sagði utanríkisráðherrann. Hann sagði að sameiginlega yfirlýs- ingin sýndi að leiðtogar samveld- isríkjanna hefðu nálgast sjónarmið bresku stjórnarinnar. Til að mynda væri viðurkennt í yfirlýsingunni að breytingar hefðu þegar orðið í Suð- ur-Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.