Morgunblaðið - 24.10.1989, Page 38

Morgunblaðið - 24.10.1989, Page 38
?§8 HÓTELSTJ ÓRNUN Sérhæft nám í stjórnun hótela og veitingahúsa iðskiptaskólinn býður nú upp á sérhæft nám fyrir þá sem hafa áhuga á stjómunar- störfum á hótelum og veitingahúsum. Námið er ætlað þeim er hyggjast starfa á hótelum og veitingahúsum í framtíðinni og þeim sem starfa þar nú þegar, en vilja bæta við þekk- ingu sína. Vaxandi umfang ferðaþjónustunnar á Islandi undanfarin ár, fjölgun veitinga- og gistihúsa og aukin samkeppni þeirra kallar í auknum mæli á hæft fólk í stjómunarstöður. aðalfundi Sambands veitinga- og gisti- húsa, sem haldinn var í Stykkishólmi 26. sept. sl., var lögð fram skýrsla frá Þjóðhagstofnun. í henni kemur fram að störfum á veitinga- og gistihúsum fjölgaði frá 1982-87 um 52,7%. Einnig kom fram að á íslandi hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um 66% á sl. 5 árum. A blaðamannafundi sem Ferðamálaráð hélt ný- lega kom fram að miðað við aukninguna frá 1984 munu um 300 þúsund ferðamenn sækja Island heim á hverju ári um næstu aldamót. Meðal námsgreina í hótel- stjómunamáminu era: - starfsemi hótela og veitingahúsa - hótelbókanir og bókunarkerfi -fjármál hótela og veitingahúsa - hótelstjórnun - markaösfræöi - vettvangsheimsóknir ogfleira ogfleira. Námið tekur alls 160 klst. og stendur yfir í 10 vikur. Kennarar á námskeiðinu eru allir sérfræðingar á sínu sviði og hafa reynslu af stjórnun hótela og veitinga- húsa. Hringdu í okkur og við sendum þér bækling með nánari upplýsingum. Ath. fjöldi þátttakenda er takmarkaður. (* Hótel Saga hefur menntað 400 framreiðslu- og matreiðslumenn). \r Viðskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 62 66 55 Hugleiðing dagsins í dag eftir Sigmar Hróbjartsson Flestir munu vera nokkuð sam- mála um, að ástand ýmissa mála á landi hér mætti vera betra í ýmsum greinum. Hér verður þó ekki gerð tilraun til þess að kafa djúpt í ein- staka málaflokka, enda ekki rúm til þess. Hinsvegar ætla ég að drepa á 3-4 málaflokka, sem með örlaga- ríkum hætti snerta afkomu hvers einasta einstaklings, og þar með þjóðarinnar allrar. Stjórnun fiskveiða Það er nú berlega komið í ljós, að hið svonefnda kvótakerfi hefur ekki reynst nægilega haldgott til þess að annast þá fiskveiðistjórnun, sem að var stefnt. Það fyrirkomulag, að úthluta veiðileyfum (ókeypis) á skip, hefur smám saman raskað byggðajafn- vægi og skapað ólgu og togstreitu milli landshluta, þar sem ljóst er, að það er kvótinn en ekki skipin sjálf sem gengur kaupum og sölum eftir því sem vindar blása. Undir þann leka er hægt að setja með því að binda a.m.k. hluta kvótans við byggðarlög. Verra er samt það, að mikið vantar á að nýting fiskstofn- anna sé með þeim hætti sem nauð- synlegur er, og að er stefnt. Má þar fyrst til nefna óhreinu börnin, þ.e. smáfiskadrápið, sem allir vita um, en fáir viðurkenna. Hvað skyldi sá þáttur vera gildur? Það er ekki einleikið að þorskstofninn gefi minna af sér nú en þegar 300-400 togarar veiddu hér við landið. Þá er það líka blóðugt að vita, að á sama tíma skuli stórum hluta aflans vera kastað beint í sjó- inn eftir að frysting hófst um borð í togurunum. Og við skulum ekki gleyma lifrinni. Gámaútflutningur, með þeim hætti sem tíðkast hefur að undan- förnu, hefur komið mér fyrir sjónir sem sniðug aðferð hinna erlendu kaupenda til að komast bakdyra- megin inn í íslenska landhelgi. Með því að koma upp fískmörkuðum í íslenskum höfnum fyrir allan afla er sett undir þennan leka og þar- með mestar líkur á að þjóðinni verði sem mest úr þeim afla sem dreginn er úr sjó. Takmark veiði- stjórnunar hlýtur að verða besta nýting aflans og þess skipastóls sem veiðarnar stundar. Til þess að ná því marki er sala veiðileyfa senni- lega hentugasta tækið. Stjórnun á peningamarkaði (vöxtum) Það væri að bera í bakkafullan lækinn, að skrifa langt mál um þetta efni. Til þess eru margir kall- aðir en fáir útvaldir. Og oftast eru það líklega eigin hagsmunir,_ sem ráða afstöðu hvers og eins. I eðli sínu eru peningar verðmælir og gjaldmiðill. Það sem ruglar fyrr- nefnda þáttinn, er óstöðugt verðlag, ,sem hér hefur verið landlægt í næstum heilan mannsáldur, eða frá styijaldarárunum 1939-45. Til þess að takist að hafa stjórn á þessum þætti, er rétt gengis- skráning frumskilyrði. Það er því þetta samspil gengisskráningar og vaxta sem skapar þetta jafnvægi sem peningamarkaðurinn hvílir á, og inn í það spilar iögmál framboðs og eftirspurnar, og þar með verða þessir þættir háðir hver öðrum. En hversu háir eiga þá vextir að vera? í stuttu máli: Að þeir hvetji til sparnaðar, en séu þó ekki hærri en það sem vel rekin fyrirtæki í framleiðslugreinum þjóðfélagsins og venjulegt fólk eins og íbúðar- kaupendur með skikkanlegar tekjur geta staðið undir. Til þess að slíkt takist, þarf sjálfsagt að hafa þétt taumhald á þeim gráa. Hér hljóta vextir á ríkisskuldabréfum að vera leiðandi afl. Landbúnaðarmál Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast lítillega á verð á landbúnaðaraf- urðum. Flestum ber saman um að það sé (alltof) hátt hér á landi. Til þess að ná því niður er frumskil- yrði að framleiðslan sé í sem mestu samræmi við neysluna, svo að ekki þurfi að ausa fé í útflutningsupp- bætur. Framtíð íslensks landbúnaðar er undir því komin að hér takist sem best til. Þar sem allar þjóðir í EB iðka stórkostlegur niðurgreiðslur á sín- um landbúnaðarafurðum, getum við sjálfsagj, ekki komist hjá því að gera það eitthvað líka, því fáa fýsir í alvöru að taka upp innflutning á þeim afurðum sem hér er ágætlega hægt að framleiða og eru hvergi jafngóðar eða betri, og vísast þar til nýlegra skoðanakannana. Friður á vinnumarkaði Frumskilyrði þess að sæmileg afkoma sé möguleg í þjóðfélaginu, er að allir vinnufærir hafi nokkurn veginn næga atvinnu til framfærslu sér og sínum og að þar ríki vinnu- friður. Sanngjarnt kaupgjald er þá auð- vitað meginatriði. En á þessum sviðum er okkar íslenska þjóðfélagi einmitt stórlega ábótavant. Ég ætla ekki að fara út í það hér, að rekja einstakar vinnu- AmoMusli - aHa morsna, jafiivel oftar Bók eftir Ole Lund Kirkegaard KOMIN er út hjá Iðunni ný bók eftir Ole Lund Kirkegaard og ber hún nalhið Anton og Arnaldur llyfia í bæinn. í fréttatilkynningu segir m.a.: „í þessari nýju bók kynnumst við söguhetjunum Antoni og Arnaldi. Þeir eru tvíburar og svo líkir að mamma þeirra þekkir þá ekki einu sinni í sundur. Þeir fluttu í bæinn sumar eitt þegar svo heitt var í veðri að fólk gat alls ekki sofíð með nátthúfur og hænurnar verptu linsoðnum eggjum. Og það má nærri geta að það færist líf í tuskurnar þegar þeir eru í grennd. Anton og Arnaldur láta nefnilega ekki sitja við orðin tóm þegar þeir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.