Morgunblaðið - 24.10.1989, Síða 56
NÝTTUÞÉR f^ ELDHÚSTÆKJA 1 TILBOÐIÐ FRÁ ■ ■ mbm
ss damixa i m
Gott fólk
býður góðan daginn
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Fjögurra og
tveggja ára
fangelsi fyr-
ir kókaínsölu
ÞRIR menn voru í gær dæmdir í
Sakadómi í ávana- og fikniefiia-
málum fyrir meðhöndlun á liðlega
220 grömmum af kókaíni. Ingi
Sörensen, 45 ára gamall, hlaut 4
ára fangelsi fyrir sölu, dreifingu
og meðhöndlun efhisins. Helgi
Bernharðsson Helgason, 33 ára,
hlaut 2 ára fangelsi fyrir með-
höndlun og söltt á hluta elhisins.
Þriðji maðurinn hlaut 70 þúsund
króna sekt en hann hafði keypt
af efninu til eigin nota.
Ingi var sakfelldur fyrir að hafa
efnið undir höndum frá miðjum
júní á þessu ári þar til hann var
handtekinn þann 28. júlí. Á heimili
hans fundust við handtöku 60,5
grömm af kókaíni. Afganginum hafði
hann ráðstafað og selt grammið á
6-7.000 krónur. Hann var dæmdur
til að sæta upptöku á 330 þúsund
krónum í reiðufé. Helgi B. Helgason
hafði einnig selt hluta efnisins á
8.500 krónur grammið.
Af heildarmagninu kom lögregla
höndum yfir um 140 grömm af nær
hreinu kókaíni við húsleit.
Ásgeir Friðjónsson sakadómari
kvað upp dóminn.
23 látist í
umferðinm
á þessu ári
ÞAÐ SEM af er þessu ári hafa 23
látið lífið í umferðarslysum hér-
lendis. Á sama tíma í fyrra höfðu
22 látist, en það ár létu alls 29 lífið
í umferðarslysum. Mörg undanfar-
m ár hafa banaslys í umferðinni
að meðaltali verið 24 á ári.
Það sem af er árinu hafa 2 látist
í umferðarslysum í Reykjavík, sem
urðu í mai og júní. í sveitarfélögum
næst höfuðborginni, þ.e. Kópavogi,
Garðabæ og Hafnarfirði, hefur 1 lát-
ist og í dreifbýlinu 20, þar af 4 í
þessum mánuði. í fyrra létust 10 í
umferðinni í Reykjavík, sem var
óvenju há tala. Þar af létust 7 fyrstu
6 mánuði ársins. Það ár létust 16 í
dreifbýlinu og 3 á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu, alls 29.
Á þessu ári hafa 23 látist í 17
umferðarslysum og á sama tíma í fyrra
höfðu 22 látist, einnig í 17 slysum.
iviurguiiuiauiu/ xvctgiiítr axuissuh
Pétur Vilbergsson stýrimaður á Heklu þar sem hann stóð þegar brotsjórinn reið yfir skipið og fyllti brúna á einu augnabliki.
Sjórinn í brúnni náði okkur í háls
- segir Pétur Yilbergsson stýrimaður á Heklu
BÁTSMAÐURINN á strandferðaskipinu Heklu beið bana þegar skip-
ið fékk á sig brotsjó um fímm sjómílur norðaustur af Oðinsboða í
Húnaflóa síðastliðinn laugardag. Bátsmaðurinn hét Júlíus Breiðíjörð
Skúlason. Hann var 41 árs gamall, fæddur 29. maí 1948, til heimilis
að Borgarheiði 22 í Hveragerði. Júlíus lætur eftir sig eiginkonu og
þrjú börn.
Milljóna tjón varð þegar Hekla
fékk mjög harðan brotsjó framan
á brú skipsins með þeim afleiðing-
um að rúður í íbúðum skipveija og
rúður í brú splundruðust og sjór
fossaði inn í brú og vistarverur,
eyðilagði tækjabúnað og tætti í
sundur þilveggi og leiðslur.
„Það voru 11 vindstig þarna,
mikill sjór og skipið var uppi á
toppnum á stórri öldu þegar brot-
sjór reis ennþá hærra fyrir framan
skiþið á örskoti og við höfðum varla
. tíma til að snúa okkur við áður en
brúin var orðin full af sjó, vélarnar
stoppaðar og þegar við tveir sem
vorum á vakt í brúnni náðum að
standa á fætur stóðum við í sjó
upp í háls í brúnni,“ sagði Pétur
Vilbergsson stýrimaður á Heklunni
í samtali við Morgunblaðið.
„Mér skolaði inn í kortaklefa
fyrir aftan brúna, en ég reyndi
strax að bijótast að stýrinu til þess
að beygja skipinu undan og tókst
það að einhveiju leyti. Það var ótrú-
legt að sjá hvernig brotsjórinn reið
yfir skipið á augabragði, en hnútur-
inn var ámóta breiður og sjálft
skipið, því ég sá vel hafið báðum
megin við brotsjóinn. Við höfðum
slegið af skömmu áður og sigldum
á um 5 mílna ferð. Þar sem önnur
brúarhui'ðin var opin að hluta með
krókfestingu flæddi sjórinn þat' út,
en stjórntækjin í brúnni voru meira
og minna óvirk. Stýrið var þó virkt
og eftir að vélstjórarnir komu
skipsvélunum í gang aftur gátum
við athafnað okkur og haldið undan
veðrinu, en við vorum á Ieið frá
Norðurfirði og vestur um þegar
óhappið varð um 5 sjómílur norð-
austur af Oðinsboða. Ég hef verið
sjómaður í 14 ár við ýmsar aðstæð-
ur, en aldrei séð neitt þessu líkt.“
Gert var við Heklu til bráða-
birgða á Hólmavík og var búist við
að þaðan færi hún í fylgd varð-
skips í nótt eða í býtið í morgun.
Skipið fer í slipp á Akureyri, en
að sögn Guðmundar Einarssonar,
forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, er
þar eini slippur landsins sem getur
tekið upp jafn stórt skip. Hann
sagði það nauðsynlegt svo kanna
mætti hvort skemmdir hefðu orðið
á botni og skrúfu. Búist er við að
viðgerðin taki nokkrar vikur. Guð-
mundur sagði að Skipaútgerðin
myndi leita til annarra skipafélaga
til að sinna flutningum og reynt
yrði að komast hjá því að leigja
skip til að sinna verkefnum Heklu.
Sjá ennfremur blaðsíðu 18.
Skriður að komast á salt-
síldarviðræður í Moskvu
VIÐRÆÐUR um sölu saltsíldar
til Sovétríkjanna hófúst í Moskvu
í dag. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins mun nokkur
skriður kominn á viðræðurnar
og vonir bundnar við að samning-
ar náist í þessari ferð. Gunnar
Flóvenz, framkvæmdastjóri
Síldarútvegsnefndár, sagði í
samtali við Morgunblaðið i gær,
Fiskiðjan Freyja á Suðureyri:
Fyrirtækið innsiglað verði
skuldir ekki greiddar
FISKIÐJAN Freyja á Suðureyri verður innsigluð á næstu dögum ef
opinberar skuldir hennar verða ekki gerðar upp, að sögn Péturs Kr.
Hafstein sýslumanns á Isafirði. Greiðslustöðvun fyrirtækisins undan-
farna 5 mánuði rann út á sunnudag. Ef til gjaldþrots fyrirtækisins
kemur munu allt að 70% starfandi fólks á Suðureyri missa atvinnuna.
Stjórn Hlutafjársjóðs Byggða-
stofnunar hefur tvívegis vísað frá
beiðni um fyrirgreiðslu, en í gær-
morgun voru enn lagðar fram nýjar
óskir fyrir stjórn sjóðsins.
Að sögn Guðmundar Malmquist
forstjóra Byggðastofnunar veltur allt
á viðbrögðum helstu kröfuhafa
Freyju hvort af fyrirgreiðslu getur
orðið, svo sem fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs, Sambands íslenskra
samvinnufélaga og fleiri. Kröfur
þessara aðila eru umtalsverðar og
eru þar á meðal kröfur með ríkis-
ábyrgð til dæmis vegna gamla Út-
vegsbankans. Guðmundur sagði að
til þess að Hlutafjársjóður gæti hugs-
anlega komið fyrirtækinu til aðstoðar
þyrftu kröfuhafarnir að afskrifa
verulegan hluta af kröfum sinum.
Ragnar Jörundsson sveitarstjóri á
Suðureyri sagði að kröfuhafar á
Suðureyri væru tilbúnir að gefa eftir
eins mikið af kröfum sínum og þeir
frekast geta.
Þess má geta að togarinn Elín
Þorbjarnardóttir og báturinn Sigur-
von landa alltaf í heimahöfn. Atvinna
hefur því verið næg á Suðureyri og
þar hefur vantað fólk til starfa.
að ekkert væri enn hægt að segja
um gang mála.
„Ég tel að skriður sé kominn á
þessar viðræður, samninganefnd
Síldarútvegsnefndar hefur verið
kölluð til Moskvu til viðræðna og
þær eru hafnar af alvöru. Sovésku
kaupendurnir hafa fengið gjaldeyr-
isheimild til viðskiptanna og það
liggur fyrir hvei' ramminn í þessum
viðskiptum þjóðanna er. Ég hef því
þá trú að_ samningar takist," sagði
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi.
íslenzka samninganefndin kom
til Moskvu á laugardagskvöld og
hófust viðræður við sovézku kaup-
endurna á mánudagsmorgun.
Gunnar Flóvenz sagði að fundum
yrði haldið áfram næstu daga og
hann gæti ekki tjáð sig um fram-
vinduna.
Fyrstu viðræður um saltsíldarsöl-
una hafa aldrei hafizt svona seint,
en venjulega hefur verið búið að
ganga frá samningum ekki síðar
en í lok október eða byijun nóvem-
ber. Gjaldeyrisheimild hefur venju-
legast staðið í vegi fyrir samninga-
gerðinni, þar sem síldin, sem verið
ei' að selja austur, fellur undir fjár-
lög næsta árs í Sovétríkjunum. Að
fenginni heimild hefur hins vegar
oftast komið skriður á samninga-
gerðina. Síldin er séld til Sovétríkj-
anna í dollurum, en hækkun á þeim
gjaldmiðli gagnvart krónunni er um
24% milli síldarvertíða. Keppikefli
samningamanna er að ná fram
verðhækkun, en líklegt er talið að
það reynist erfitt. í samningum við
Finna og Svía náðist nokkur verð-
hækkun í gjaldmiðli þeirra þjóða frá
samningum síðasta árs og vonast
samningamenn til að sú staðreynd
styrki samningsstöðu þeirra. Vonir
eru bundnar við að samningar tak-
ist í þessari ferð.
í samningum um sölu á frystri
síld til Japans og Evrópu hefur yfir-
leitt samizt um sama eða svipað
verð og á síðustu vertíð í gjaldmiðl-
um hvers lands fyrir sig. í Japan
var nú miðað við sama verð í jenum
og í fyrra, en það er lítilsháttar
lækkun talið í dollurum, en hækkun
í krónum.