Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1989 17 -r— > Burtfarartónleik- ar Júlíönu Rúnar JULIANA Rún Indriðadóttir heldur burtfarartónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar, á morgun, laugardag- inn 28. nóvember. Tónleikarnir verða í Norræna húsinu og hefjast klukkan 17. Júlí- ana Rún Indriðadóttir hóf píanónám í Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar haustið 1979. Vorið 1988 Jauk hún píanókenn- araprófi frá skólanum og í nóvem- ber sl. lauk hún fyrri áfanga burt- fararprófs er hún lék píanókonsert í A-dúr K 488 eftir W.A. Mozart í Bústaðakirkju. Á tónleikunum á morgun leikur Júlíana verk.eftir Bach, Beethoven, Berg, Skrjabin og Chopin. Allir eru velkomnir á tónleikana. Hver lak bók- un forsetanna? Athugasemd frá Geir H. Haarde Morgunblaðinu heftir borist eftirfarandi athugasemd frá Geir H. Haarde ySrskoðunarmanni ríkisreiknings og þingmanni Sjálfstæðis- flokksins: Júlíana Rún Indriðadóttir Menntamálaráðuneyti: 569 millj. yfir heimild GREIÐSLUR menntamálaráðuneytisins umfram fjárheimildir fjár- laga 1988 voru samtals 568,8 milljónir króna. Pjárheimild var 11.232,3 miUjónir og greiðshir. námu alls 11.801,1 milljón. Mest munar um greiðslur til Þjóðleikhússins sem voru 242 milljónir umfram fjálög, til Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem fóru 129 milHónir króna umfram fjárlög og til Unglingaheimilis ríkisins, en greiðslur til þess umfram fjárlög námu 33,4 milljónum króna, auk 20,8 milljóna króna gjaldfærslu vegna halla fyrri ára. Aðalskrifstofu menntamála- ir. Rekstur skrifstofunnar fór því ráðuneytisins voru veittar 128,4 30,6 milljónum framúr fjárlögum, milljónir á fjárlógum 1988, en eða sem nemur 23,8%. I athuga- heildarkostnaður varð 159 milljón- semdum Ríkisendurskoðunar segir Hallgrímskirkja: Hátíðarguðsþjón- usta á 315. ártíð Hall- gríms Péturssonar NÚTÍMAMENN vita ekki fæðingardag Hallgríms Péturssonar, sálma- skálds, en hann lést á Ferstiklu hinn 27. október 1674, á 60. aldurs- ári. Þessi dagur, 27. október, hefir ætíð verið minningardagur hans í Hallgrímssöfnuði, og þá jafnan flutt kvöldmessa í kirkjunni og messusöngvar hafðir með líkuin hætti og var á tíð sr. Hallgríms. í kvöld verður guðsþjónusta í kirkjunni sem hefst kl. 20.30. Bisk- up íslands, herra Olafur Skúlason, prédikar, sóknarprestarnir, sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson, þjóna fyrir altari, Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Askelssonar, söngstjóra. Trompetleikararnir Ás- geir Steingrímsson, Lárus Sveins- son og Eiríkur Örn Pálsson leika m.a. verk eftir Gabrielli ög Þorkel Sigurbjörnsson. I messulok flytur kirkjumálaráðherra, Óli Þ. Guð- bjartsson, ávarp. Gengið hefir verið frá samningi um kaup á 70 radda orgeli í Hall- grímskirkju frá Klaisverksmiðjun- um í Bonn, og hafið er söfnunará- tak vegna þessa máls, svo að unnt verði að Ijúka smíði þess á næstu tveimur og hálfu ári. Tekið verður á móti gjöfum til kirkjunnar að athöfn lokinni. (Fréttatilkynning firá Hallgrímskirkju) NOKKRIR LJÓSIR PUNKTAR UM NÝ|AN VEITINGASTAÐ • Hljómsveit Andra Bachman spilar á föstudags- og laugardags- kvöldum. • Létfursnúningurádansgólfinu. • Gómsætir kjöt-, fisk- ogpastaréttjr frá Pizzaofninum. ' • Samtakur og ísrétBr frá íshöHinri • Opið öll kvöld frá kl. 18:00 til 1:00 og í hadeginu um helgar. BJOR HOLLSN Gerðubergi 1. Sími 74420 að meginskýringin sé sú, að laga- ákvæði um ráðningu kennara kveða á um að auglýsa þurfi stöð- ur oftar en áður og ekki hafi verið áætlað fyrir aukningunni í fjárlög- um. Að öðru leyti skýrist um- framgreiðslan af meiri risnu- og ferðakostnaði ásamt hærri launa- gjöldum en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur „að meira aðhald þurfí á þessum liðum en verið hefur." Þá segir um áætlanir um rekstr- arkostnað skólanna, að „skóla- stofnanir og menntamálaráðuney- tið verði að sæta því að þeim sé óhieimilt að auka útgjöld með nýju námi án þess að tryggja að fjárveit- ingar séu fyrir hendi." Undanfarna daga hafa fjölmiðlar sagt frá bókun forseta Alþingis sem í felast tilmæli til yfirskoðunar- manna ríkisreiknings. Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræð- um um þessi mál og því er ástæða til að láta koma fram að yfirskoð- unarmenn ríkisreiknings eru kjörn- ir af sameinuðu Alþingi á grund- velli sérstakra ákvæða í stjórnar- skránni og heyra ekki undir forseta þingsins. Þeir taka því ekki við fyrirmælum frá forsetunum en öll tilmæli eru að sjálfsögðu tekin til vinsamlegrar athugunar. í þessu tilviki hafa borist til- mæli á þá lund að skýrsla yfírskoð- unarmanna um ríkisreikninginn sé lögð fram á Alþingi áður en hún birtist í fjölmiðlum. Þetta er að mínum dómi eðlileg almenn regla, þótt hún breyti vitanlega ekki því að yfirskoðunarmönnum, einum eða fleirum, er í sjálfsvald sett hvort og hvenær þeir gera opin- berar þær upplýsingar, sem þeir telja að eigi erindi við almenning. Um þetta þarf í. raun ekki að hafa fleiri orð. Ástæða er þó til að benda á þann mikla eðlismun sem er á því þegar höfundur eða höf- undar skýrslu, sem er ætluð til birt- ingar, veita um hana upplýsingar, og hinu þegar trúnaðarupplýsing- um, sem ekki eru til opinberrar birtingar, er nafnlaust komið á framfæri við fjölmiðla. Að lokum skal greint frá því að á fundi yfirskoðunarmanna og for- seta Alþirigis sl. mánudag, þar sem bókun forsetanna var kynnt, spurð- ist ég fyrir um það hvort bókun þessi yrði gerð opinber. Við það hafði ég ekki neitt að athuga, en svarið var að svo yrði ekki heldur yrði hún aðeins kynnt formönnum þingflokka. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna hafði ekki fengið þessa bókun í hendur í fyrradag, þótt fréttir um hana hefðu birst í fjölmiðlum þegar á þriðjudags- kvöld. Forsetar þingsins og ýmsir aðrir ruku upp til hánda og fóta þegar frétt um skýrslu yfírskoðunar- manna kom í ríkissjónvarpinu kvöldið áður en skýrslan var lögð fram á Alþingi. Eðlilegt framhald á. hinni undarlegu umræðu, sem komið var af stað um það atriéí, væri því að spyrja nú: Hver lak bókun forsetanna? ENDURNYJAÐU NUNA NÝTTU ÞÉR KYNNINGARTILBOÐIÐ Á damíxa blöndunartækjunum m 50UNAN Best í eingripstækjum Afsl. 10% ARCHITECT LINE ? Stíli og stöðugleiki Afsl. 10% 30LINAN Einföld og ódýr Áður kr. 2.428,- Nú kr. 2.185,- CÖSMOLINE Það allra nýjasta í hönnun Áður kr. 9.765,-Nú kr. 8.789,- < ARCHITECT LINE Með útdraganfegum barka Afsl. 10% 20LINAN Sígild og örugg Áðurkr. 7.001, Nú kr. 5.951, Byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri li/íLt ?!.¦ ' upmaui ;' tt m-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.