Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT fi»et HMHVKVOK :)<i íHOACnTVW j:> g]Q I8MUDJÍO ' MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NOVEMBER 1989 Saltað á hverju plani Söltun kemst yfir 100.000 tunnur um helgina SALTAÐ hefur verið á hverju plani frá Vopnafirði suður og vestur um til Akraness frá því skriður komst á söltun að lokinni undirritun samninganna við Sovétmenn. Afrakstur föstudagsins varð uin 18.000 tunnur og var búizt við enn meiri söltun í gær, laugardag. Heildar- söltun á laugardagsmorgun var tæpar 90.000 tunnur. Mikil veiði hefur verið við Stokksnes og megnið af flotanum verið þar. Lítið hefur enn veiðzt af stærstu síldinni, en frystiskipin hafa þó fengið þokkalegan afla. Stafnes KE fékk á miðvikudag að minnsta kosti 100 tonna kast af breddusíld inni á Berufirði. Síldin fer öll í frystingu um borð, en vinnslugetan er tak- mörkuð. Því geyma skipveijar síldina í tveimur lásum í firðinum og nótinni til að halda henni lifandi Loðnuveiðin dræm: Þetta er einfald- lega hundleiðinlegt - segir Sigurður Sigurðsson á Erni KE „ÞETTA er einfaldlega hundleiðinlegt. Við sjáum nánast engar torf- ur nema af smáloðnu og hana þurfum við að geyma til næsta árs. Því er þetta óttalegt puð og við erum að kroppa í bátana í Qölmörg- um smáköstum,“ sagði Sigurður Sigurðsson, skipsfjóri á Erni KE, í samtali við Morgunblaðið. og ferskri fyrir vinnsluna. Síðan er bara dælt upp eftir þörfum. Jón Finnsson RE og Siglfirðingur hafa einnig verið að frystingu undanfar- ið. Kristján Jóhannesson birgða- og söltunarstjóri Síldarútvegsnefndar, sagði að síldin þyrfti að vera 12% feit til að hún væri hæf til söltunar á Rússlandsmarkað. Nú væri síldin hins vegar 14,5-17% feit og hún yrði trúlega nægilega feit til söltun- ar á Rússlandsmarkað fram í jan- úar. Utskipun er þegar hafin. 9.000 tunnur eru famar til Danmerkur, Finniands og Svíþjóðar og í lok þessarar viku hefst útskipun fyrir Pólveija. Enginn kvóti er kominn á söltun- arstöðvarnar og því saltar hver sem hann getur. Vegna þess er erfitt að áætla söltunina fyrr en að lokn- um hveijum starfsdegi. Kvóti er síðan að jafnaði settur á stöðvarn- ar, þegar farið er að síga á seinni hlutann og er þá miðað við söltun hverrar stöðvar á vertíðinni á und- an. Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Olafsson ryksugar glerbrot úr bíl ömmu sinnar í gær- morgun, en þar hafði hliðarrúða verið brotin. Bílar skemmdir í Austurbænum SKEMMDARVARGUR gekk á bíla við Stórholt, Stakkholt og Nóatún í Reykjavík aðfaranótt laugardags, braut í þeim rúður, rizpaði þá og skemmdi á annan hátt. Igærmorgun hafði lögreglunni verið tilkynnt um skemmdir á níu bílum, en þeir gætu verið fleiri. Lögreglan handtók mann, sem grunaður er um skemmdar- verkin. Þótti það meðal annars bendla hann við spellvirkin að glerbrot voru uppi í erminni hjá honum. • Hlutafjársjóður: Freyja uppfyllir skilyrðin Stefiit að opnun á næstu dögum Eins og Sigurður segir, hefur veiðin gengið erfiðlega. Skipin hafa verið að kroppa í sig og fara svo í land með slatta frekar en Vindlareyk- ur ræsti að- vörunarkerfið Brunaviðvörunarkerfi fór í gang á Hótel Esju um klukkan hálfsjö í gærmorgun og mætti slökkviliðið þegar á staðinn. Ekki reyndist hætta á ferðum. Einn hótelgesta hafði verið að kveikja sér í vindli, svo kröftuglega þó að kerfið fór í gang. Nærri því fullt hús var á hótel- inu og gestimir hmkku að vonum upp þegar kerfið fór að væla. Að sögn hótelstarfsmanns tóku þeir rúmruskinu þó ekki ilia, þar sem alltént var ljóst að öryggis- kerfi hótelsins er í góðu lagi. Kerf- ið er nýlegt og stutt er síðan það fór í gang vegna vindlingareyks, en þá reyndist heldur ekki voðinn vís. Markaðs- maður ársins NORRÆN samtök um markaðs- mál hafa útnefnt Jón Óttar Ragn- arsson sjónvarpsstjóra Markaðs- mann ársins. Hákan Branders, sendiherra Finnlands á íslandi, afhenti í gær Jóni Ottari gullpen- ing samtakanna við athöfn i Þjóð- leikhúsinu. Meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin eru Per Skár, stofnandi og forstjóri Norsk Data, Per Gyllenhammer, forstjóri Volvo, og Jan Carlzon, forstjóri SAS. Friðþjófur Johnson, formaður ímarks, íslenska markaðsklúbbsT ins, sagði að hér væri um mikla viðurkenningu aðræðafyrir Jón Óttar og að verðlaununum fylgdi mikil virðing á Norðurlöndum. „Þetta er alþjóðleg viðurkenning og þótt íslenski markaðsklúbburinn sé minnstur innan þessara samtaka þá hafa fulltrúar hinna fjögurra landanna, Noregs, Sviþjóðar, Dan- merkur og Finnlands, allir verið einhuga um að veita Jóni Óttari verðlaunin," sagði Friðþjófur. ekkert. Á föstudag fóru nokkur skip til Akraness, Siglufjarðar, Krossaness og Eskifjarðar með afla, sem þau þui-ftu að hafa verulega fyrir. Dæmi eru um það að þurft hefur að kasta 20 sinnum til að ná sæmilegum slatta. Sigurður á Erni sagði, að höfuð- verkurinn nú væri sá, að Norðmenn væru með mun smærri riðil í nót- inni en íslenzku skipin. Því óttuðust menn, að þegar norsku skipin kæmu hingað til veiða, dræpu þau smáloðnuna eins og þau hefðu gert í Barentshafinu og eyðilagt veiðina þannig. Smáloðnan hrygndi ekki fyrr en á næstu vertíð og mikilvægt væri að spara hana. Menn hefðu rætt það sín á milli á miðunum hvort ekki væri rétt að mótmæla komu Norðmanna, kæmu þeir með smáriðnar nætur inn. Kæmu þeir hins vegar ekki fyrr en eftir ára- mót, yrði þetta kannski í lagf, því þá gæti smáa loðnan verið búin að skilja sig frá þeirri stóru. MÁL Fiskiðjunnar Freyju á Suð- ureyri hefiir verið tekið fyrir hjá HlutaQársjóði. Helgi Bergs, for- maður sjóðsins, sagði að sér virt- ist sem Freyja hefði uppfyllt þau skilyrði sem sett voru fyrir þrem- ur vikum en beðið væri eftir fullnaðarstaðfestingu frá ýmsum aðilum. annver Eðvarðsson, skrifstofu- stjóri Freyju, sagðist vona að málinu lyki fljótlega og stefnt væri að því að heíja vinnu fljótlega. „Við teljum okkur hafa uppfyllt öll skilyrði sem Hlutafjársjóður setti og bíðum nú aðeins eftir sjóðunum. Við þurfum áð vinna aðeins betur að málum okkar áður en þau verða afgreidd en ég tel að ekkert sé því til fyrirstöðu að við opnum strax,“ sagði Rannver. Togarinn Elín Þorbjarnardóttir frá Suðureyri landaði í Hafnarfirði ÁKVEÐIÐ hefur verið að fækka nokkuð ferðum Akraborgar á næsta ári. kraborgin mun ekki sigla á sunnudagsmorgnum eftir ára- um síðustu helgi. Rannver sagði að það væri ekki venjan að landa ann- ars staðar en í heimahöfn en ekki hafi verið hægt að fresta löndun. „Það er allt til reiðu og við bíðum aðeins eftir því að geta opnað að nýju,“ sagði Rannver. mótin fyrr en í apríl, en áður hefur þessi vetrardvali aðeins varað út febrúar. Þá fer skipið engar kvöld- ferðir í október 1990 að sögn Helga Ibsen skipstjóra. Undirbúningur hafínn fyrir sveitarstj órnarkosningar VIÐ íslendingar kjósum í sveitarstjórnir á næsta ári og þótt enn séu sex mánuðir til stefiiu er undirbúningur sljómmálallokkanna þegar hafínn. Sá undirbúningur er þó mislangt á veg kominn. Kosið verður í yfír 60 kaup- stöðum og kauptúnahrepp- um 26. maí en ef að líkum lætur verður kosið tveimur vikum seinna í yfir 160 sveitahreppum. Á stærri stöðunum eru framboð að jafnaði á vegum skipulagðra stjórnmála- flokka. Því hef- ur þegar verið tekin ákvörðun um að slíta Al- þingi í lok apríl, mánuði fyrr en venju- lega, til að gefa alþingismönnum kost á að taka þátt i kosningabar- áttunni í sínu héraði. Á minni stöðunum eru flokkslínur ekki eins skýrar og víða er kosið óhlut- bundið: kjósendur skrifa að eigin vali nöfn á kjörseðilinn. Á stærri stöðunum viðhafa flokkarnir einhverskonar forval eða prófkjör áður en endanlega er skipað á lista. Miklar efasemd- ir voru að vísu um gildi prófkjöra i kringum síðustu alþingiskosn- ingar, vegna mikilla innanflokka- drátta sem þau ollu. Öllu minni hætta er þó á hatrömmum próf- kjörsslag fyrir sveitarstjórnar- kosningar. í lauslegri athugun hjá stjóm- málaflokkunum á undirbúningi kosninganna kom í ljós að hann var misjafnlega langt kominn. Hjá Alþýðuflokkn- um fengust þau svör, að opin prófkjör yrðu væntan- lega haldin á stærstu stöð- unum en end- anleg ákvörðun hefði ekki verið tekin þar um. Flokkurinn hafði fyrst prófkjör í Reykjavík fyrir sveitarstjómarkosningarnar 1978 og alltaf síðan. Hjá Alþýðubandalaginu hefur farið fram forval meðal flokks- manna á stærstu stöðunum fyrir þrennar síðustu sveitarstjórnar- kosningar, og er gert ráð fyrir því að svo verði einnig nú. Hjá Borgaraflokknum fengust þær upplýsingar að boðið yrði fram í öllum kaupstöðum. Ekki hefði þó verið tekin ákvörðun um það með hvaða hætti skipað verð- ur á listana. Hjá Framsóknarflokknum er undirbúningur hafinn víða og í að minnsta kosti tveimur kaup- stöðum, Kópavogi og Börgarnesi, hefur farið fram skoðanakönnun meðal flokksmanna um hvaða menn þeir vilji sjá á framboðs- lista. Búist er við að svipaður háttur verði hafður á hjá flokkn- um í öðmm kaupstöðum. í Kópavogi vom flokksmenn beðnir um að nefna 4 menn en þar liggur fyrir að bæjarfulltrúi flokksins gefur ekki kost á sér aftur. Úrslitin liggja ekki enn fyr- ir. _ í Borgamesi vom flokksmenn beðnir um að nefna 7 manns. Úrslitin liggja fyrir en hafa ekki verið birt opinberlega. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins yrðu mannaskipti í bæjarstjórn- inni ef farið verður eftir niður- stöðu skoðanakönnunarinnar. í Fijálslynda hægri flokknum er nú rætt hvort bjóða eigi fram við sveitarstjórnarkosningarnar en engin ákvörðun liggur fyrir. Kvennalistinn hefur ekki tekið ákvörðun um framboð nema í Reykjavík, en flokkurinn bauð fram í fjórum kaupstöðum árið 1986. í Reykjavík er uppstilling- arnefnd starfandi og skoðana- könnun um frambjóðendur hefur verið í gangi hjá félagskonum. í Samtökum um jafnrétti og félagshyggju er rætt um að leita eftir samstarfí við aðra aðila um framboð en niðurstaða liggur væntanlega ekki fyrir fyrr en eft- ir áramót. Hjá Sjálfstæðisflokknum verða væntanlega opin prófkjör í kaup- stöðunum. Þegar hafa verið dag- sett prófkjör í Hafnarfirði og á Selfossi. Verið er að kjósa í kjör- nefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og mun hún taka end- anlega ákvörðun um hvernig stað- ið verður að vali á framboðslistann þar. í Reykjavík hefur flokkurinn haft prófkjör í einhverri mynd fyrir borgarstjórnarkosningar allt frá árinu 1945, og frá 1970 hafa þau nánast verið bindandi fyrir röð manna á framboðslistann. Þó er ein undantekning, árið 1966, en það ár stillti sérstök uppstill- ingamefnd á listann. Þjóðarflokkurinn heldur lands- fund sinn um þessa helgi og þar verður tekin ákvörðun um hvort og þá hvar boðið verður fram í sveitarstjórnir. Ekki fengust upplýsingar um fyrirætlanir Flokks mannsins. BMtSVIÐ Guómundur Sv. Hermannsson Akraborg: Ferðum fækkar á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.