Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6rsími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Alþingi og EFTA/ EB-viðræðurnar Umræður um afstöðuna til þess sem er að gerast í viðræðum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) hófust á Alþingi á fimmtudag- inn. Er enn óvíst hvenær þeim lýk- ur, enda er eðlilegt að þingmenn taki sér góðan tíma til þess að ræða þetta viðamikla mál, sem nánari grein er gerð fyrir í Reykjavíkur- bréfi hér við hliðina. Er það vafa- laust rétt mat hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni, að nú sé rétta tæki- færið fyrir EFTA-ríkin að ná sam- komulagi við EB og óvíst, hvenær það kemur aftur. Þegar þetta er haft í huga er þeim mun brýnna að vel sé að öllum ákvörðunum staðið og þannig að um þær náist sem víðtækust samstaða. I raun hefur enginn lýst andstöðu við að íslendingar taki þátt í þessum viðræðum um að koma á fót evr- ópsku efnahagssvæði (EES). Á hinn bóginn eru menn misjafnlega áhuga- samir. Ljóst er til dæmis að skiptar skoðanir eru meðal stuðningsmanna ríkisstjómarinnar. Einmitt af þeirri ástæðu er brýnna en ella, að enginn vafí sé um umboð utanríkisráðherra íslands, þegar hann hefur þátttöku í hinum pólitíska hluta samningavið- ræðnanna við EB. Hafa talsmenn stjórnarandstöðunnar, þau Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalista, sagt í þing- umræðunum, að utanríkisráðherra þurfi skýrt umboð með stuðningi Alþingis. Jón Baldvin Hannibalsson hafnar þessu meðal annars með vísan til þess, hvernig staðið var að samningum um aðild að EFTA og gerð fríverslunarsamnings við EB. Á þeim tíma var hins vegar ekki sama pólitíska óvissa og nú um það, hvort samningamenn íslands hefðu stuðn- ing meirihluta þingsins á bak við sig. Hér er um formsatriði að ræða en einmitt þau þarf að taka til með- ferðar á þessari stundu. Efnisatriði koma til álita á síðari stigum. Það er einnig formsatriði, hvoit hefja eigý tvíhliða viðræður um sjávaraf- urðir við EB samhliða því sem EFTA/EB-viðræðurnar fara fram. Fulltrúar sjávarútvegsins leggja til að slíkar tvíhliða viðræður verði hafnar og Þorsteinn Pálsson tekur undir með þeim. Utanríkisráðherra segir að beinar viðræður við EB standi yfir. Þessi yfirlýsing kemur á óvart, svo að ekki sé meira sagt. Hvenær hófust þessar viðræður? Er Evrópubandalaginu ijóst, að þær standi yfir? Vita forsvarsmenn sjáv- arútvegsins ekki um þær? Ráðherr- ann getur ekki ýtt óskinni um tvíhliða viðræður til hliðar með þess- um hætti. Hún er fyllilega réttmæt. Hana verður að afgreiða á annan veg. I svo mikilvægu máli má engin óvissa vera eins og fram kom í umræðum á Alþingi. I FYRSTA • þorskastríð- inu, sumarið 1958, hitti ég John Hare fi skimálaráðherra Breta að máli í skrif- stofu hans í Lundún- um. Þar átti ég við hann samtal sem birtist á forsíðu Mörgunblaðs- ins. Þegar ég hafði talað við ráð- herrann nokkurn tíma yfír tebolla, sagði hann allt í einu samtalið vasri að sjálfsögðu ekki til birtingar. Ég horfði á hann þrumu lostinn, sagði svo: Haldið þér, ráðherra, að ég sé kominn alla leið hingað til London til þess að eiga við yður einkasam- tal! Hann horfði á mig og sagði: Það var nú ekki meiningin að þetta yrði samtal í blað. Ég sagði honum sendiráð Islands í London sem hefði haft milligöngu um samtalið hefði fullvissað mig um það gæti verið til birtingar. Þá hugsaði ráðherrann sig um andartak, en sagði svo. Nei, auðvitað hafíð þér ekki komið alla þessa leið til að tala einslega við mig! Þér megið birta það sem ég fellst á. Síðan fórum við yfir samtalið og ég fékk að vita hvað ég mætti birta úr því. Svo héldum við samtalinu áfram enn um stund og ráðherrann bætti við nokkrum atriðum sem birtust á forsíðu Morg- unblaðsins daginn eftir. John Hare var geðfelldur maður. Talaði hægt og rólega og íhugaði hveija setningu sem af munni hans gekk. Hann var vinsamlegur. Og þegar hann hafði tekið ákvörðun um birtingu, reyndi hann að segja mér eitthvað bitastætt til að prenta í Morgunblaðinu. Að 40-50 mínútum liðnum var samtalinu lokið. Ég stóð upp og kvaddi. Gekk harla hróðugur útúr sjávarútvegsmálaráðuneytinu og upp á Regent Palace Hotel, þar sem ég bjó. Skrifaði samtalið þegar í stað og tók það síðan með mér nið- ur í Fleet Street en þar átti ég fund við brezka blaðamenn sem ég hafði kynnzt og voru góðkunningjar mínir, einsog Chanter, sérfræðing- ur Daily Telegraphs í málefnum íslands, en þó einkum fiskveiðimál- um. Ég bað Bretana koma samtal- inu fyrir mig óbrengluðu til ís- lands, en þá ráku þeir upp stór augu og vildu umfram allt fá sam- talið þýtt til birtingar í sín blöð. Chanter sagði við mig ég fengi vel borgað fyrir það í Daily Telegraph, en ég mótmælti. Sagði sem var þetta væri einkasamtal fyrir Morg- unblaðið, og þar við sat. Ég varð svo sjálf- ur að senda samtalið um símstöð í Lundún- um, Morgunblaðið fékk það í tæka tíð og gat birt það daginn eftir. Að því búnu hitti ég Chanter aftur niðrí Fleet Street. Við Hanna fórum með honum á bar eða pub sem dr. Johnson hafði haft sérstak- ar mætur á og þar höfðu þeir Bos- well setið og skrafað yfir ölkrúsum. Við Chanter drukkum meiri bjór þetta kvöld en venja var, enda til- efni til. Blaðamenn halda uppá skúbbfréttir einsog hver önnur tímamót. Ég rifja þetta upp vegna þess að ég hitti Carrington lávarð, for- stjóra Atlantshafsbandalagsins, í skemmtilegu síðdegisboði heima hjá Ernu og Geir Hallgrímssyni 24. marz 1986. Þar voru auk mín nokkrir aðrir Morgunblaðsmenn, svoog fulltrúar úr utanríkisráðu- neytinu og einhveijir enn aðrir sem boðnir voru til að heilsa upp á lá- varðinn á heimili fyrrverandi ut- anríkisráðherra landsins. Carring- ton gekk á milli gestanna og lét gamminn geisa. Hann er afar skemmtilegur maður, hefur gaman af að segja sögur og brandara; laus við biturleika þrátt fyrir kaldar gusur í pólitík. Og svo er hann ótrú- lega líkur Chanter í fari og útliti en hann var einnig alltaf að segja sögur. Tómas Á. Tómasson sendi- herra sagði mér Carrington væri vel þokkaður meðal Natómanna í Brussel, en talinn slægvitur. Alex- ander Haig, fyrrum yfirhershöfð- ingja bandalagsins, hefði ekki líkað allskostar við hann og einhvern tíma kallað hann „tvöfaldan bast- arð“. Carrington var sérlega viðmóts- þýður og skrafhreifinn þarna í boð- inu. Eyjólfur Konráð Jónsson, síðar formaður utanríkismálanefndar, talaði eitthvað við hann um Rokkinn og kom það vel á vondan, þvíað Carrington var utanríkisráðherra Breta þegar þeir slógu eign sinni á hann! Ég heyrði það samtal að vísu ekki, en sá báðir léku á als oddi og þar með var samkvæminu borg- ið! Lávarðurinn talaði við okkur um Murdoch og prentaraverkfallið. Hann sagði að sex þúsund prentar- ar sem hefðu fengið pokann sinn hefðu hlotið samúð, en síður þeir sem bjuggu um sig í virkinu, einsog hann komst að orði og átti þá við Murdoch og hans lið. Uppúr þessu fór hann að tala um brezku blöðin og sagði að Sun væri skítasnepill og Daily Mail og Daily Mirror — og einhver fleiri blöð sem hann nefndi — væru engu betri. Daily Mail væri líklega versta blað í Bret- landi, og „algert sorpblað". Ég sagði honumþá frá blaðamanninum sem kom til Islands 1958, skömmu eftir að fyrsti brezki togarinn sem var tekinn í landhelgi eftir að ís- lendingar færðu út fiskveiðilögsög- una var farinn úr Reykjavíkurhöfn. Bretinn kom uppá skrifstofu Morg- unblaðsins og kynnti sig. Ég tók honum vel. Hann sagðist vera frá Dælí Mæl. Spurði hvort við gætum aðstoðað sig ef með þyrfti. Við sögðum það væri sjálfsagt, enda algengt að blaðamenn hjálpi starfs- bræðrum, ef samkeppnin leyfirþað. Tveimur dögum seinna fékk ég Daily Mail í hendur. Við mér blasti fyrirsögn yfír þvera síðuna: British trawler stoned by Icelandic mob. Ég varð þrumu lostinn þegar ég sá þessa forsíðu og ekki síður þegar ég hafði lesið frásögnina. Hún var uppspuni frá rótum. Við fréttina stóð nafn blaðamannsins sem hafði komið upp á Morgunblað sællar minningar. En brezki togarinn var farinn úr höfn, þegar hann kom til lcindsins. Um kvöldið skrapp ég niður á Hótel Borg. Þar var fjöldi erlendra blaðamanna saman kominn. Við röbbuðum við þá. Kemur þá ekki Dælí Mæl-maðurinn til mín og heils- ar. Ég sagði við hann: Ég fékk Dælí Mæl í hendur í dag. Jæja, sagði hann skömmustulegur. 011 fréttin þín er lygi frá rótum, sagði ég. Ég varð að senda hana svona, sagði Bretinn, fréttastjórinn krafð- ist þess! Við vorum of seinir á stað- inn og hann vildi fá einhveija upp- bót! Það er þitt vandamál, sagði ég og klappaði á öxlina á honum, en þú kemur ekki oftar uppá skrifstofu Morgunblaðsins. Ég hef ekki séð hann síðan. En óft dettur mér í hug, hvort þetta sé sú fijálsa blaða- mennska sem stundum er talað um einsog lífsgátan sé leyst! Carrington kom ekki á óvart framkoma Bret- anna. Hann sagði, Já, Dælí Mæl er örugglega versti snepillinn. Þannig hefur lýðræðið einnig sína annmarka. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Athygli ALLRA ER fjalla um alþjóðamál og þróun þeirra beinist nú að Evrópu. Ástæðan er einföld og skýr. At- burðirnir í Austur- Evrópu marka slík þáttaskil í samtímasögunni að fram hjá þeim verður með engu móti litið. Á laugar- dagskvöldið fyrir viku bauð Francois Mitt- errand Frakklandsforseti sem nú gegnir formennsku í leiðtogaráði Evrópubanda- lagsins (EB) starfsbræðrum sinum til fundar og kvöldverðar í París í þvi skyni að ræða sérstaklega um þróunina i Aust- ur-Evrópu. Við sem utan Evrópubanda- lagsins búum ræðum þessa dagana þó ekki aðeins um það sem er að gerast fyr- ir austan járntjaldið heldur erum við önn- um kafin við að ræða hvernig við ætlum að haga samskiptum okkar við ríki Evrópu- 1 bandalagsins. Það er ljóst af öllu að áhugi stjómarleiðtoga í Evrópubandalagslöndun- um beinist meira austur á bóginn heldur en að málefnum er varða aðildarriki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) en við íslendingar emm í hópi þjóðanna sex sem mynda bandalagið. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld. í þeim samn- ingum sem nú fara fram á milli EFTA og EB er ekki um það að ræða að Evrópu- bandalagið breyti um stefnu heldur hitt að EFTA-ríkin lagi sig að þeim ákvörðun- um sem hafa verið teknar innan EB og eru í mótun og miða að því að allt bandalags- svæðið verði einn markaður frá árslokum 1992. Sá sem þetta ritar var nýlega á ferð í Finnlandi og hafði þar tækifæri til þess að ræða við stjórnmálamenn og embættis- menn'-um afstöðuna til Evrópubandalags- ins og hvemig að þeim málum er staðið þar í landi. Á sænsku nota menn orðið integration þegar þeir ræða þær ákvarðan- ir senftaka verður gagnvart EB, þetta orð er þýtt með íslensku orðunum samruni eða sameining. Er varla unnt að kveða fastar að orði þegar rætt er um samstarf ríkja. í Finnlandi er ekki á dagskrá hjá neinum stjórnmálaflokki eða hagsmunasamtökum að mæla með aðild landsins að Evrópu- bandalaginu. Finnar vilja hins vegar eins nána samvinnu og kostur er og telja að frelsin fjögur, það er varðandi vörar, fjár- magn, þjónustu og vinnuafl, séu þess eðlis að þeir geti vel sætt sig við samruna á þeim sviðum með vissum undantekningum þó. Er Finnum sérstaklega í mun að vernda eignarrétt sinn á fasteignum og era þá með skóglendið í huga og eyjamar í skeija- garðinum. Minnir afstaða þeirra í því efni töluvert á óskir okkar og kröfur um eignar- rétt íslendinga á náttúraauðlindum í haf- inu. Þegar spurt var, hvort í raun og vera væri verið að ræða um svo náið samband á milli EFTA-ríkjanna annars vegar og EB-landanna hins vegar, að áhugi ein- stakra ríkja innan EFTA um að sækja um aðild að EB kynni að hverfa, ef mál þróuð- ust á fyrirhugaðan hátt, vora svörin á þann veg að það væri vel hugsanlegt. Vissulega myndi það leysa mikinn vanda fyrir okkur íslendinga ef þannig yrði á málum haldið, því að okkur vex sérstak- lega í augum að gerast aðilar að ríkja- heild, þar sem meirihlutinn getur skipað minnihlutanum fyrir verkum eins og er innan Evrópubandalagsins. Hvernig svo sem framvindan verður í viðræðum EB og EFTA á komandi mánuð- um er ljóst, að gífurlega mikið starf er fyrir höndum í EFTA-ríkjunum við það að laga löggjöf sína að ákvörðunum, sem þegar hafa verið teknar innan Evrópu- bandalagsins. Um það er deilt meðal sér- fræðinga hve margar blaðsíður af skjölum þarf að þýða á tungur EFTA-ríkjanna og fá samþykktar í þjóðþingum þeirra, áður en allt er komið um kring. I Finnlandi töluðu menn um að hér væri minnst um tvö þúsund blaðsíður að ræða. En ef til vill allt að tíu þúsund blaðsíðum. Má segja, að ætli menn að hafa þetta allt á hreinu og góðu máli í árslok 1992 veiti ekki af að setjast niður við þýðingar nú þegar. J ^ --- OII/ir»IJT3fl3 ... MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NOVEMBER 1989 19 REYKJAVIKURBREF Málið fyrir Alþingi A FIMMTUDAG- inn hófust umræð- ur á Alþingi um skýrslu Jóns Bald- vins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra um könnunarviðræð- ur EFTA-ríkjanna við Evrópubandalagið. Er þetta í fyrsta sinn sem slík formleg umræða fer fram um þessi mál á Alþingi. í Finnlandi gagnrýndi stjómarandstaðan að slíkar umræður hefðu ekki farið fram fyrr en þær verða þar nú í næstu viku. Sögðu forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar að ríkisstjómin hefði haldið alltof laumu- lega á þessu máli og embættismennimir hefðu farið sínu fram án þess að hafa fengið nægilega gott veganesti frá stjóm- málamönnunum. Þegar þessi skoðun var borin undir embættismennina höfnuðu þeir henni alfarið, sögðu að um ekkert viðfangsefni á sviði utanríkismála hefði verið haft nánara samráð en einmitt þetta. Hefði utanríkismálanefnd þingsins verið gerð rækileg grein fyrir hveijum einstök- um þætti málsins og hún meðal annars kölluð saman til aukafundar um málið á liðnu sumri sem væri einsdæmi. Innan fínnska stjómkerfisins hefur einn- ig verið komið á fót flóknu samráðsneti sem á að tryggja að allir aðilar fram- kvæmdavaldsins svo og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði fylgist náið með því sem er að gerast. Þessi mikla Evrópuvæðing í Finnlandi á sér hliðstæðu hér á landi og annars stað- ar í EFTA-löndunum. Hún var einnig áber- andi á aukaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var á Álandseyjum í fyrri viku ein- mitt til þess að ræða um Norðurlöndin og Evrópu. Á vegum ráðherranefndar ráðsins hafa verið Samdar skýrslur um það hvem- ig vinna skuli að því að laga Norðurlöndin að þróuninni í Evrópubandalaginu. Þar er mælt fyrir um frelsi á þeim fjóram sviðum sem áður vora nefnd og lögð áhersla á að Norðurlöndin gangi alls ekki skemur heldur jafnvel lengra þar sem það er unnt í því að samhæfa krafta sína, svo að þau verði betur í stakk búin en ella til þess að lagasig að nýjum aðstæðum i Evrópu. Fyrir EFTA-löndin er mikilvægt að nota tækifærið einmitt núna til þess að ná samningum við Evrópubandalagið, áður en öll athygli forystumanna innan EB beinist alfarið að Austur-Evrópu. í því efni verða það vafalaust fyrirtækin sem háfa frumkvæði eins og þau höfðu fram- kvæði að því á sínum tíma að hafist var handa við að móta reglumar sem nú er verið að framkvæma og miða að því að allt EB-svæðið verði einn markaður eftir rúm þijú ár. Það verða fyrirtækin sem taka til við að fjárfesta í Áustur-Evrópu um leið og þau telja að stjórnarhættir séu orðnir þannig að þau hafi nægilegt svig- rúm og þær ráðstafanir hafi verið gerðar í efnahagsmálum sem geri gjaldmiðil land- anna eftirsóknarverðan. Það var greinilegt í Finnlandi að menn telja að þróunin í Sovétríkjunum sé alls ekki komin á það stig að unnt sé að hafa við þau eðlileg versíunarviðskipti. Þar skorti menn þekkingu í stjórnun og auk þess sé rúblan alrangt skráð og þurfi að ganga í gegnum mikinn hreinsunareld áður en unnt sé að stunda heilbrigð við- skipti með hana að bakhjarli. í VIKUNNI SEM nú er að líða hafa komið út á íslensku öllum áttum að minnsta kosti fjórar skýrslur er snerta Evrópubandalagið. í fyrsta lagi skýrsla utanríkisráðherra sem áður er get- ið og hefur hún að geyma niðurstöður embættismanna frá aðildarlöndum EFTA og fulltrúa framkvæmdastjórnar EB sem hafa ræðst við á undanförnum vikum og mánuðum. Þar kemur fram að í sjálfu sér sé ekki um óyfirstíganlegan vanda að ræða sé vilji fyrir hendi um að mynda það sem kallað hefur verið evrópskt efnahags- svæði og er skammstafað EES. Þannig ganga þijár skammstafanir eins og rauður þráður í gegnum allar skýrslur sem nú era Skýrslur úr Laugardagur 25. nóvember getnar út um þessi mál, það er að segja EFTA, EB og EES. Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra era flóknustu viðfangs- efnin við að mynda EES þau hvernig hátt- að skuli stofnanalegum og formlegum samskiptum EFTA og EB. Eðli bandalag- anna er ólíkt en um þetta segir meðal annars í skýrslu utanríkisráðherra: „EB og EFTA-ríkin era sammála um að innan EES þurfi ákvarðanataka að vera sameiginleg. Stofnanauppbyggingin þurfi að vera í jafnvægi og hún þurfi að rúma trúverðuga sameiginlega stjórnar- stofnun, eftirlitskerfi og dómstól. Þátttaka þjóðþinga og aðila í atvinnulífinu þarf jafn- framt að vera tryggð. Unnt er að athuga undirstofnanir síðar. í stjórnarstofnuninni ætti þátttaka að vera á jafnréttisgrundvelli og báðir aðilar ættu að hafa framkvæðisrétt. EFTA-ríkin telja æskilegt að endanlegar ákvarðanir innan EB sem varða EES- samninginn verði ekki teknar í ráðherra- ráði EB fyrr en stjórnarstofnun EES hefur fjallað um málið.“ Hér verður ekki farið mörgum orðum um hin tilvitnuðu orð en aðeins bent á að þau gefa til kynna að komið verði á fót sameiginlegri stjórnarstofnun fyrir EB og EFTA til þess að taka ákvarðanir um sam- eiginleg málefni. Þótt bæði Norðurlanda- ráð og EFTA séu stofnanir sem markvisst era þannig úr garði gerðar, að þær er ekki unnt að kalla yfirríkjastofnanir eins og Evrópubandalagið, er augljóst að bæði innan Norðurlandaráðs og EFTA er þróun- in í þá átt, að um einhvers konar yfirríkja- ákvarðanir verður óhjákvæmilega að ræða. Sþurningin er sú, hvort menn vilja láta þróunina leiða þetta fyrirkomulag í önd- vegi eða taka um það markvissar ákvarð- anir eins og gert hefur verið á vettvangi Evrópubandalagsins. Öryggismálanefnd sendi frá sér skýrslu nú í vikunni eftir Þorstein Magnússon, starfsmann Alþingis, og heitir hún: Evrópubandalagið: Stofnanir og ákvarð- anataka. Þar segir meðal annars: „í reynd er Evrópubandalagið einstætt í heiminum þegar litið er á þau völd sem aðildarríkin hafa falið því. Þess era engin dæmi fyrr eða síðar að sjálfstæð ríki hafi látið af hendi jafnmikið vald og verk- efni til sameiginlegra valdastofnana ríkja- bandalags eins og aðildarríki Evrópu- bandalagsins hafa gert. Það er líka rétt að hafa í huga að þar sem aðildarríki Evrópubandalagsins hafa framselt meira vald til bandalagsins en tíðkast í hefð- bundum alþjóðasamtökum þá snerta þau mál sem bandalagið íjallar um mun meira borgara aðildarríkjanna en önnur alþjóða- samtök sem ríkin era aðilar að. Mál eins og verð á landbúnaðarvöram, fiskveiði- kvótar og jafn réttur kvenna til vinnu og launa á við karlmenn, era allt mál sem eiga það sameiginlegt að varða hagsmuni einstaklinga og hópa í aðildarríkjunum og tengjast því stefnumótun og ákvörðunar- töku í þessum ríkjum miklu meira heldur en þau mál sem fjalláð er um í hefð- bundnum alþjóðastofnunum eins og t.d. Sameinuðu þjóðunum." I ritgerð sinni dregur Þorsteinn Magnús- son með skýram rökum fram þá staðreynd að innan Evrópubandalagsins megi hinar sameiginlegu stofnanir þess sín þó ekki eins mikils og ætla mætti. Hann telur að á sama tíma og Evrópubandalagið hafi verið að breytast úr því að vera fyrst og fremst „efnahagsbandalag" í vísi að alhliða ríkjabandalagi þá hafi völd ríkisstjórna aðildarríkjanna farið vaxandi í stjórnun bandalagsins, en hins vegar hafi lítið verið gert til að efla stöðu þeirra stofnana er teljast yfirþjóðlegastar eins og fram- kvæmdastjórnina og Evrópuþingið. Telur Þorsteinn að leiðtogaráðið, þ.e. ráðið sem hittist sl. laugardag til að ræða um sam- skipti EB og Austur-Evrópulandanna, hafi í reynd orðið hinn eiginlegi stjórnandi bandalagsins þótt stjórnskipuleg staða þess sé enn óljós. Raunar jókst virkni þess til mikilla muna við fundinn í Elyséehöll hjá Mitterrand, þar sem þá kom í ljós að unnt var að kalla það saman með nokk- urra sólarhringa fyrirvara til að ræða eitt sérgreint mál. Þorsteinn Magnússon segir, að þróun EB hafi orðið á þann veg að þær stofnan- ir sem eru fulltrúar ríkisstjórnanna innan Evrópubandalagsins séu afgerandi valda- stofnanir þess meðan þær stofnanir sem era frekar fulltrúar hins yfirþjóðlega eðlis bandalagsins séu mun áhrifaminni. Telur hann fátt benda til að þessi valdahlutföll muni breytast á næstu áram. Allir þeir sem vilja kynna sér innviði Evrópubandalagsins ættu að lesa þessa greinargóðu skýrslu Þorsteins Magnússon- ar. Hún gefur glögga mynd af þeirri geij- un sem á sér stað í valdastofnunum EB á sama tíma og innri markaðurinn er að koma til sögunnar. Viðhorf hagsmuna- samtaka ÞÁ HAFA KOMIÐ út.hér í þessari viku tvær skýrslur frá hagsmunasamtök- um. Önnur ber yfir- skriftina íslenskur sjávarútvegur og Evrópubandalagið og er gefin út af Samstarfsnefnd atvinnurek- enda í sjávarútvegi. Þar er lögð áhersla á að Evrópubandalagið hafi áhuga á vinsam- legum samskiptum við utanaðkomandi ríki, ekki síst nágranna eins og Island sem það eigi margt sameiginlegt með. Tollar bandalagsins skapi vandamál fyrir lítið ríki eins og ísland en í tekjuöflun hins opinbera hjá risa eins og bandalaginu séu þeir aðeins dropi í hafí. Minnt er á að ýmsir pólitískir forystumenn innan banda- lagsins hafi gefið yfirlýsingar sem sýni velvilja í garð íslendingá og sagt síðan að það gefi ástæðu til að ætla „að nú sé rétti tíminn til að leita eftir varanlegum lausn- um á þessum vandamálum. I stjómmálum er gengi fallvalt og því mikilvægt að nota tækifærið áður en verulegar breytingar á forystu ríkisstjórna innan Evrópubanda- lagsríkja eiga sér stað.“ Vandamálin sem þama er vísað til snerta íslenskan sjávarút- veg og samskiptin við EB og telur sam- samstarfsnefndin að þau verði ekki leyst nema í tvíhliða viðræðum milli íslands og bandalagsins. „Markmið íslendinga í þeim samningaviðræðum yrði fullt frelsi i við- skiptum milli þessara aðila með sjávaraf- urðir. Megináherslu þarf að leggja á við- skiptaívilnanir hvað þær afurðir varðar þar sem tollar koma harðast niður en einnig þarf að horfa til framtíðarinnar og fyrir- byggja að tollmúrar standi vöraþróun og breyttum vinnsluaðferðum hér á landi fyr- ir þrifum,“ segir í skýrslunni, sem lýkur með þessum orðum: „Ljóst er að íslendingar þurfa að leita eftir viðbótarsamningi við fríverslunar- samninginn við Evrópubandalagið ef tollar bandalagsins eiga ekki að hafa varanleg áhrif á lífsafkomu á íslandi, atvinnu- og byggðaþróun. Leita þarf allra ráða til þess að tryggja hagsmuni okkar, bæði í væntan- legum viðræðum EFTA og Evrópubanda- lagsins og tvíhliða viðræðum íslendinga og bandalagsins." Síðasta skýrslan sem hér skal nefnd og kom út í vikunni heitir Samtök launafólks og Evrópubandalagið, afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar til félagsmála í EB. Skýrslan er gefin út af norrænu verkalýðs- samtökunum, Alþýðusambandi íslands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Með þessari skýrslu vilja verkalýðsfélögin minna á grandvallarviðhorf sín þannig að tekið verði tillit til þeirra þegar rætt verð- ur um aðlögun að EB. Allar eiga þessar skýrslur það sameigin- legt að höfundar þeirra sem koma úr ólík- um áttum era á einu máli um það, að fram- hjá þróuninni í Evrópu verður ekki litið og þeir sem standa utan Evrópubandalags- ins verða að laga sig að því sem þar er að gerast. Spumingin snúist ekki um það, hvort menn geri það, heldur, hvernig þeir geri það. Það er ekki deilt um grandvallar- atriði heldur leiðina að markmiðinu og hve langt eigi að ganga. Til þess að umræður hér á landi um þessi viðamiklu mál verði reistar á skynsamlegum granni þurfa þær einnig að taka mið af þessari staðreynd. Evrópusamvinnan er og henni verður ekki breytt. Þeir sem utan hennar standa verða að slást í hópinn eða einangrast enn meira. „Fyrir.EFTA- löndin er mikil- vægt að nota tækifærið einmitt núna til þess að ná samningum við Evrópubandalag- ið, áður en öll at- hygli forystu- manna innan EB beinist alfarið að Austur-Evrópu. í því efiii verða það vafalaust fyrir- tækin sem hafa frumkvæði eins og þau höfðu frumkvæði að því á sínum tíma að hafist var handa við að móta regl- urnar sem nú er verið að fram- kvæma og miða að því að allt EB- svæðið verði einn markaður eftir rúm þijú ár.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.