Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989 Morgunblaðið/Sig. Jónsson sorgir að stríða en ég. Alda systir tnín var- þá nýlega fallin frá og ég var fuil af sorg og reiði. Jón hafði skömmu áður misst Líf dóttur sína sem hann syrgði mjög. Líf var innan við tvítugt og þótti mjög efnilegur fiðlu- leikari. Hún bjó í Svíþjóð ásamt móður sinni, fyrrverandi konu Jóns, og Snót, eldri systur sinni. Líf hafði fyrir venju að fá sér sund- sprett í sjónum á morgnana. Einn daginn hreif straumurinn hana á haf út. Lík hennar fannst nokkrum dögum síðar. Ég hafði verið að ganga upp í minni sorg og fannst sem enginn bæri harm eins og ég. Orð frænda snurtu mig djúpt og ég lærði á þessu. Við hittumst ekki aftur fyrr en 1955. Úm sumarið hafði ég verið í Englandi í augnað- gerð. Nína Tryggvadóttir listmálari sem hafði verið mikil vinkona Öldu var á landinu og við og nokkrar aðrar konur ákváðum að fara í Naustið. Og enn var ég búin að setja upp dökku gleraugun. Jón Leifs var staddur þama. Hann kom að borðinu, glaðbeittur og frakkur og heilsar upp á okkur. Segir: „Hvað er bak við þessi dökku gleraugu?“ Það fauk í mig, ég stóð upp reif af mér gleraugun og sagði: „Rauð og þrútin augu.“ Þegar ég kom aftur að borðinu bað hann mig að fyrirgefa sér framhleypnina. Við vorum boðin í sam- kvæmi nokkru síðar og þann 26.nóvember 1955 bauð hann mér á Kínversku óperuna. Upp frá því getur varla heitið að við höfum skilið fyrr en hann dó.“ Þegar þau Þorbjörg kynntust var Jón Leifs rösklega hálf sextugur, hún tuttugu árum yngri. Hann hafði numið í Þýzkalandi ungur og starfað þar síðan í hartnær þrjá áratugi og naut að mörgu leyti velgengni þó hann og tónlist hans ættu ekki upp á pallborðið hjá nasistum í stríðinu. Samt var Jón alltaf með annan fótinn á íslandi og að stríðinu loknu kom hann alkominn heim. Hann hafði forgöngu um stofnun Bandalags íslenskra „Þegar ég hlusta á verk- in hans græt ég oít, en mér finnst þad gód- ur grátur.“ „Allt sem hann hafði lifað og reynt átti þátt í að gera hann að manninum sem ég clsk- aði og elskaði mig.“ listamanna og fleiri félagasamtaka lista- manna en umtalaðastur var hann án efa fyrir frumkvæði um að koma STEF á laggirn- ar. Fæstir höfðu trú á að það væri eitthvert vit í því og gluggi maður í gömul blöð er því líkast sem tónlist Jóns Leifs hafi um ára- bil fallið í skuggann fyrir starfi hans að fé- lags- og hagsmunamálum tónskálda. Og augljóslega voru ekki allir sem þökkuðu hon- um á þeim tíma hveiju hann hafði fengið áorkað. Ég spyr: hvernig var svo að vera gift manni sem gustaði svona af og gustaði um. „Það héldu margir að Jón Leifs væri harð- jaxl, en það var fjarri lagi. En hann var líka mjög kjarkmikill maður. Milli okkar var alla tíð mjög náið og innilegt samband og aldrei missti ég trú á honum og því sem hann var að gera. Einkasonur okkar, Leifur, fæddist 1957. Við vorum oft á faraldsfæti og Leifur var alltaf með okkur. Milli þeirra feðga var mjög innilegt samband. Leifur var ellefu ára þegar faðir hans dó. Hann veiktist nítján ára gamall af geðrænum sjúkdómi og hefur ekki náð heilsu. Hann er góður drengur og við erum samrýnd en hann þarf að vera að stað- aldri á sjúkrahúsi. Við tölum mikið saman og hann hefur brennandi áhuga á öllu sem snýr að föður sínum og verkum hans.“ Fannst þér maðurinn þinn vera metinn að verðleikum? „Nei, það fannst mér ekki en ég vissi að hans tími kæmi. Það er langt síðan sá tími kom erlendis, einkum í Svíþjóð og Finnlandi. Kannski frnnst þér það skrítið en ég ætlaðist eiginlega aldrei til þess að Jón „slægi í gegn“. Það er ekkert sjálfsagt mál að lista- maður sé metinn að verðleikum og það þýð- ir ekki að fyllast biturleika. Málið er að trúa á eigin hæfíleika og halda sínu striki. Það hefur líka oft reynst skammgóður vermir að slá í gegn. Ég fann að í honum bjuggu tvær persónur, annars vegar vinnuþjarkurinn Jón Leifs vakinn og sofinn að vinna að hagsmuna- málum stéttarinnar, hins vegar tónskáldið. Ég bar afskaplega mikla virðingu fyrir þess- um eiginleikum hans. Það var stundum erf- itt að fylgja honum en allt var þess virði og allt mundi ég gera það aftur. Við hreiðruðum um okkur á Freyjugötu 3, bjuggum á efri hæð og niðri var skrifstofa STEFs og ég vann þar.“ --------------------------------------Jí Vann hann reglubundið? ............... „Hann var mikið á þönum og ferðalögum vegna STEFs. En heima hafði hann lítið vinnuherbergi. Þegar hann var með verk í smíðum lagði hann sig til svefns í vinnuher- berginu um tíuleytið á kvöldin. Vaknaði klukkan fjögur og tók til starfa. Um hálfsjö- leytið á morgnana opnaði hann svefnherberg- isdyrnar og við drukkum saman te. Hann drakk mikið te þegar hann var að vinna. Hann sagði stundum við mig á morgnana: „Þú talar aldrei við mann að fyrrabragði" og ég svaraði: „Nei, ég fer ekki inn í þinn heim, þú verður að byija.“ Ég vildi ekki raska hugsunum hans með einhveiju tali um allt eða ekkert. Þegar Leifur vaknaði borðuðum við saman morgunverð og síðan vahn Jón til tvö og tók sér þá hvíld.“ Sýndi hann þér það sem hann var að gera? „Já, þegar leið að lokum verks. Verkin urðu til í höfði og huga hans. Hann fór ekki að skrifa niður fyrr en hann taldi sig hafa náð tökum á viðfangsefninu. Ég lærði fljót- lega að skilja hvar hann var á vegi staddur með verk. Þegar hann fór í gönguferðir án þess að biðja mig að koma með vissi ég að hann þurfti að vera einn og ný hugmynd var að verða til. Hann breyttist í fasi og málróm- urinn varð öðruvísi." Nú virðist sem ungt tónlistarfólk hér sé að verða sólgið í að spila verk Jóns. „Já, verk hans hafa lengi verið spiluð víða utanlands en það er mér gleðiefni að tónlist- arfólk hér kynnist þeim. Hvað það er í tón- list hans sem höfðar til unga fólksins? Það er strengur í bijósti þeirra. Verkin hans sýna mikla þrá, mikið skap og vissan trega. Það hafa opnast nýjar víddir meðal tónlistarfólks og það er ekki jafnbundið í gömlum hug- myndum um hvaðeina í list. Þegar ég hlusta á verkin hans græt ég oft en mér finnst það góður grátur. Þau gefa mér mikið." Nú var Jón Leifs á miðjum aldri þegar þið giftust og hafði lifað margt í sínu einka- lífí og sem listamaður. Fannst þér það erfitt? Hún hugsar sig um. Hikar við. Segir: „Ég held að það sé nauðsynlegt að-skilja og meta fortíð manns sem maður giftist þegar han’n er kominn á þennan aldur. Allt sem hann hafði lifað og reynt átti sinn þátt í að gera hann að manninum sem ég elskaði og elskaði mig. Ég lít þannig á það nú. Hann hafði búið í Þýskalandi um árabil eins og þú veist. Hann var giftur konu sem var þýsk- ur gyðingur og þau áttu tvær dætur. Fyrrver- andi kona hans var af efnafólki en það dugði skammt þegar nasistar komust til valda. Það verndaði hana að eiginmaður hennar var íslenskur ríkisborgari. Hjónabandið hefur kannski verið að renna sitt skeið á enda en vegna þeirrar ógnunar sem yfír henni og telpunum vofði voru þau áfram saman striðsárin. Þau urðu að lokum að flýja og komust yfir til Svíþjóðar og skildu nokkru síðar. Nokkrum árum seinna drukknaði Líf, en fyrrverandi kona hans og Snót fluttu síðar til íslands. Snót lauk síðar doktorsprófi. Hún hefur um áratugabil verið sjúklingur, fékk heilarýrnunarsjúkdóm sem varð til þess að henni var á unga aldri kippt út úr þjóðfélag- inu.“ Einhvern tíma heyrði ég að hann hefði skrifað dagbækur árum saman. „Já og kannski kemur að því að þær verða unnar til útgáfu. Þessi dagbókarskrif hófust þannig að hann skrifaði um hvern dag og sendi föður sínum vikulega þegar hann var erlendis við nám. Þeir feðgar voru mjög nán- * ir. Þessar bækur eru eins og annað, fyrirlestr- ar og margt fleira, í mínum fórum. Ég hef reynt að lesa dagbækurnar. Það er i þeim mikill sársauki." Hélt hann áfram að skrifa dagbækur. „Nei. Hann sagði einhvern tímann í gríni við mig að ég tæki svo mikinn tíma að hann gæti ekki komist til þess. Hann bætti við að hann hefði ekki lengur þörf fyrir það. „ Við Kristján Albertsson, sem var mikill vinur hans, vorum einhveiju sinni að tala um hvað ætti að gera í þessum málum. Auk bréfa og dagbóka er fyrirlestrasafn hans mikið að vöxtum. Kristján ságði að verk um Jón yrði að vera í þrennu lagi, baráttumaður- inn, fyrirlesarinn og tónskáldið. Hann taldi að til verksins þyrfti að kalla bæði tón- menntaðan mann og rithöfund. Við sjáum nú til með það.“ Finnst þér þegar á allt er litið að þú hafir lifað góða daga? Hún horfir á mig. Foiviða. „Auðvitað. Við vorum vinir og félagar og við vorum foreldrar. Við gátum glaðst saman og deildum súru og sætu. Margir héldu að Jón væri harðjaxl eins og ég sagði. En hann var flest annað þegar hann leyfði fólki að koma nær sér og hann vár hreinlyndasti maður sem ég hef kynnst. Hann átti til mikla glettni og sá broslegu hliðarnar á tilverunni. Sambúð með manni sem var með sköpunar- gáfu og næmleika listamannsins og eldhug baráttumannsins var ekki átakalaus. Sem betur fer. Ég virti hann og ég elskaði hai.n og það gæti aldrei neinn komið í hans stað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.