Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1 NÓVEMBER 1989 2tS- Svartklæddar konur með stífaðan hvítan höfuðbúnað streyma frá litlu fiskimannaþorpunum til Paimpol, gang- andi eða íkerru, til að fela fískimennina guði á trúarhátíð- inni Le Pardon des Islandais fyrir hrottíorina. Tólf ára gamlir gerast strákarnir tslandssjómenn og halda í harðræðið á fískiskútunum á miðunum við ísland. Sjá ekki framar sumarið heima. Við bjóðum ORIENT armbandsúrin í miklu úrvali: JON & OSKAR, GUÐMUNDUR B. HANNAH, úra- og skartgripaverslun, úrsmiður, Laugavegi 70, sími 24910 Laugavegi 55, sími 23710 GILBERT 0. GUDJONSSON, úrsmiður, Laugavegi 62, sími 14100 en nú sjá sérstakar brauðgerðir að mestu um að ofnbaka hægt hörðu, kringlóttu kexkökurnar, sem verða að endast óskemmdar mánuðum saman. Og konur fá vinnu við það. Þetta er blómatími Paimpólabæjar og næga vinnu að hafa, þar sem enga var að fá áður en þessi stóri íslandsfloti kom til. Nóg er að gera í þijár vikur. Konurnar útbúa koffortin heima. Skipstjórar og útgerðarmenn láta prófa seglin og snyrta um borð. Þá koma vistimar, nýtt brauð fyrir sigling- una norður eftir og svo harða kexið í 30-40 sekkjum í hvert skip, saltað svínakjöt í hálftunnum, nýtt kjöt ti! fyrstu vikunn- ar, grænmeti í tunnum, blómkál, gulrætur, baunir, en mest af kartöflum. Súrsaða blómkálið er strax farið að senda þessa sterku lykt um skipið. Milli lestar og vistarvera yfir- manna aftur á þarf að koma fyrir 45 tunnum af vatni, 25 tunnum af víni eða eplamiði og svo brennivínssnapsinum sem hver og einn á rétt á daglega. Viður og kol fara í „gravi- ot“ undir lúkarnum frammi í. Og í lestinni verður að koma fyrir 120-150 tonnum af salti, sterku olíubornu, dökku seglun- um til notkunar við ísland og öðram varahlutum til veiðanna. Allt, sem nota þarf á vertíðinni, verður að hafa með sér að heiman. Ekkert að hafa á íslandi á 6-7 mánaða vertíð, ólíkt því sem er, þegar veitt er við Nýfundnaland, svo sem vel kemur fram hjá Georges Aragon, sem var á íslandi 1874-5 og lýsir þessu. Það tekur tímann sinn að koma þessu öllu fyrir og láta tollinn yfirfara það. Skipaskoðun- in, en um hana sjá nokkrir gamli skipstjórar, er yfirleitt fljótaf- greidd og verður ekki svo nákvæm, enda þekkja gömlu skip- stjórarnir og útgerðarmennirnir, hversu mikið liggur á að koma skipunum af stað. Síðasta sunnudaginn fyrir brottför, venjulega í fyrri hluta febrúar, fyllist bærinn aftur af fólki, fjölskyldum sjómann- anna. Þá er mikilvægasta stund undirbúningsin's, Le Pardon des Islandais, trúarhátíðin, sem haldin var árlega frá 1867 til að fela íslandsfarana guði og heilagri Maríu. Ekki veitir af. Sjómennirnir bera á öxlum sér í skrúðgöngu styttu heila- grar guðsmóður úr kirkjunni, Notre-Dame-de-Bonne- Nouvelle. Hún er nú klædd dýrindis skrúða, sem gerður er úr brúðarkjól eiginkonu Savins útgerðarmanns, þess hins sama sem lætur smíða og halda við nokkurs konar víravirki- saltari fyrir Madonnuna á bakkanum milli innsiglingarrenn- anna. í skrúðgöngunni bera sjómenn blómskreytt skipslíkön úr kirkjunni og útgerðarmenn blys. Allir hinir koma á eftir, hvítir vængirnir á höfuðbúnaði Breónakvennanna vagga eins og segl. Skipsbjöllurnar klingja, sjómennirnir taka ofan og lúta höfði meðan gartgan fer hjá skipi þeirra og presturinn blessar það. Þeir syngja viðeigandi sálma. Síðan er haldið til kirkju til að hlýða á messu og ganga til altaris. En eins og ávallt endar hátíðin með því að fjölskyldurnar setjast á kaffihús, og sumir bregða sér á krána. Enginn lætur sig vanta. Það er hátíð í bænum með söng og dansi. Síðustu forvöð að stíga í vænginn við stúlkuna, sem bíða skal í næstu sex mánuði, jafnvel halda brúðkaup fyrir brottförina. Þetta era kátir karlar og syngja: „Þegar við komum aftur, veiðum við orðnir ríkir. Næsta vetur eigum við meira smjör á brauðið. Og færri áhyggjur í kollinum.“ Jólí Thailandi Veröld býður þér glæsilega Thailandsferð þar sem gist er á bestu hótelum Asíu við frábæran aðbúnað og með íslenskri fararstjórn allan tímann. Jól í Thailandi eru heillandi upplifun þar sem njóta má einstaks veðurfars, náttúrufeg- urðar og hins besta í mat og drykk, enda hafa þúsundir íslendinga ferðast þangað undanfarin ár. 16 dagar með dvöl í Bangkok og Pattaya ásamt heillandi kynnisferðum fyrir Veraldar- farþega og innifalið í verði ferða er íslensk fararstjórn, hálft fæði á Pattaya og hátíðar- veisla á gamlárskvöld. Komdu eða hringdu og fáðu ferðaáætlun senda. S4S FERflAMIBSTÖIIN Austurstræti 17, sími 622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.