Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 8
0 8 MORGUNtíLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989 T n APersunnudagur26. nóvember, semer325. dag- T T'AvJur ársins. Árdegisflóð er í Reykjavík kl. 00.53 og síðdegisflóð kl. 13.16. Sólarupprás er í Reykjavík kl. • 10.15ogsólarlagkl. 16.11. SólineríhádegisstaðíReykjavík kl. 13.14 ogtunglið í suðri kl. 8.17. (Almanak Háskólans.) Mattll.: DýrðKrists. ÁRNAÐ HEILLA n A ára afmæli. Á morgun, I vl 27. nóvember, er sjö- tugur Jóhann Hjálmarsson frá Ljósalandi í Skagalirði. Hann er fyrrv. húsvörður Menntaskólans við Hamra- hlíð, til heimilis á Digranes- vegi 54 í Kópavogi. Jóhann og kona hans, María Bene- diktsdóttir, verða að heiman á afm'ælisdaginn. f7í\ ára afinæli. Næstkom- • \/ andi þriðjudag, 28. þ.m., er sjötug Viktoría Dan- íelsdóttir, Stóragerði 7, Rvík. Hún tekur á móti gest- um á heimili fósturdóttur sinnar, á Öldugötu 18 hér í bænum, kl. 17-19 á afmælis- daginn. r A ára aftnæli. í dag, 26. t)U nóvember, er fimmtug frú Sólveig S. Jónsdóttir, Hraunsvegi 7, Njarðvík. Eiginmaður hennar er Árni Júlíusson og ætla þau að taka á móti gestum í safnaðar- heimili Innri-Njarðvíkur- kirkju í dag, afmælisdaginn, eftir kl. 17.00. FRÉTTIR/ MANNAMÓT MÁLSTOFA í guðfræði. Næstkomandi þriðjudag, 28. þ.m., verður haldin málstofu í guðfræði. Sr. Kristján Búa- son flytur erindi sem hann nefnir: Formgerðargrein- ing (strúktúrismi) í ritstýr- ingu: Dæmisagan um týnda soninn. Málstofan verður haldin í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst kl. 16. SÉRFRÆÐINGAR. í tilk. frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu segir að það hafi veitt þessum læknum starfsleyfi sérfræðinga: Hös- kuldi Kristjánssyni sérfræð- ingi í alm. skurðlækningum, Ómari Ragnarssyni, sér- fræðingi í heimilislækning- um, og Atla Guðlaugi Steingrímssyni, sérfr. í háls-, nef- og eyrnalækning- um. MS-félag íslands heldur sinn árlega kökubasar í Blómavali við Sigtún í dag frá kl. 12. Kökum má koma í Blómaval milli kl. 10 og 12. VINAHJÁLP heldur sinn árlega basar í dag kl. 14 í Holiday Inn. Handunnir jóla- munir til sölu og hið vinsæla happdrætti. Vinningar mis- stórir, allt frá smámunum upp í flugmiða. AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund á Hótel Loftleiðum, Kristalsal, nk. mánudag, 27. nóv., kl. 20. Sagt frá alheimsmóti Aglow í Texas sl. sumar. Athugið nýjan fundarstað. SAMTÖK- UM SORG og sorgarviðbrögð eru með op- ið hús í safnaðarheimili Laug- arneskirkju í á _ þriðjudags- kvöldum kl. 20. Á sama tíma eru veittar upplýsingar og ráðgjöf í s. 34516. FÉL. eldri borgara hefur opið hús í dag, sunnudag, í Goðheimum, Sigtúni 3, kl._ 14. Fijáls spilamennska. Boka- kynning og upplestur kl. 15.30 og dansað kl. 20.00. Ráðgert er að halda basar til eflingar félagsstarfinu laug- ardaginn 9. desember og væntir stjórnin þess að fólk bróðir ORÐABÓKIIU Faðir ■ Þessi nöfn heyra til svo- nefndra frændsemisorða, en hin eru móðir, dóttir og systir. Upprunaleg beyging alira þessara orða er sú, að þau enda á -ir í nf. et., en -ur í aukaföllum, þ.e. þf., þgf. og ef. Rétt er því að segja og skrifa faðir og bróðir í nf., en tala um föð- urog bróðurí öðrum föllum. Þetta er faðir minn, en ég ætla til föður míns. Ég sá bróður minn, ég verð hjá bróður mínum. Þennan uppruna ber okkur að sjálf- sögðu að virða, enda er á þetta bent í öllum kennslu- bókum. Hinu verður samt ekki neitað, að snemma hafa menn ruglazt hér í ríminu, og enn er svo í venjulegu talmáli. Aðallega eru öll frávik bundin við et., því að ft. hefur að mestu haldizt samkv. uppruna. Þegar í elztu prentaðri bók á íslenzku, Nýja testamenti Oddsfrá 1540, kemurönnur beyging fram, en oftast fer hann samt eftir fornum sið. Þar má samt finna bróðir í stað bróður. Hið sama sést einnig víða í Guðbrands- biblíu frá 1584. Einkum er algengt, að ef. verði föðurs og nær alltaf, þegar orðið er með greini: til föðursins. Sama gildir og oft um bróð: ur í ef.: til bróðursins. í vönduðu máli forðast menn samt að nota þessar orð- myndir. — JAJ. Borgarfulltrúi byggir á lóö sem hann hefur fengiö úthlutað viö Lágmúla: BYGGT 700 FERMETRA HUS FYRIR SIMSVARA? Hvar finnst þér ég ætti að hafa símsvarann minn, Alíreð? leggi í púkkið basarmuni og kökur. Nánari uppl. á skrif- stofunni. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Basar verður í dag kl. 14-17. Þar ætlar kór Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík að láta til sín heyra undir stjórn Signrbjargar Hólmgrímsdóttur. Þá fer einnig fram sýnikennsla í að- ventuskreytingum — og verð- ur hægt að fá keypt greni. SVR — leiðir 12 og 13 — aka að Gerðubergi. KFUK, Haftiaríírði. Nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 er kvöldvaka í húsi félaganna á Hverfisgötu 15. Kristniboðs- hjónin Valdís og sr. Kjartan Jónsson segja frá starfinu í Kenýa og sýna myndir úr safni sínu þaðan. Jafnframt verður sr. Kjartan ræðumað- ur kvöldsins. Kaffisala verður til ágóða fyrir kristniboðið í Kenýa. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Fregnin um það er breskt herskip stöðvaði Esju í fyrradag, virðist hafa verið símuð til Þýskalands, því þýska útvarpið hafði skýrt frá þessum atburði í frétta- tíma sínum í gær á þessa leið: „Bretar halda áfram að trufla siglingar hlut- lausra þjóða. Þeir ganga jafhvel svo langt að stöðva herskip þeirra og heimta að fá að rannsaka þau. — Þannig stöðvaði breskt herskip íslenska herskipið „Esju“ við ís- land í gær og setti 20 vopnaða sjóliða um borð í það. Kröfðust þeir að fá að skoða skipsskjölin. Síðan urðu bresku sjó- liðarnir raunar að biðja yfirmann íslenska her- skipsins afsökunar á þessum yfirgangi sínum.“ KVENFÉL. Kópavogs. Fé- lagsvist verður spiluð í félags- heimili bæjarins nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30. ÁRBÆJARSÓKN. Annan hvern mánudag fer fram fótsnyrting fyrir eldra fólk safnaðarins í safnaðarheimil- inu kl. 15-17. Nánari uppl. veittar í s._ 74521. — Öldrun- arfulltrúi Árbæjarsóknar hef- ur símaviðtalstíma á þriðju- dögum kl. 13-14, s. 83083. Leikfimi aldraðra er á þriðju- dögum kl. 14. FRAMKONUR halda köku- basar í félagsheimili Fram í Safamýri í dag, sunnudag, kl. 14.00 til ágóða fyrir fé- lagsheimilið. LÁRÉTT: — 1 eldstæðum, 5 versa, 8 ófagurt, 9 fleka, 11 mannsnafns, 14 gutl, 15 sól, 16 ýlfrar, 17 vond, 19 karldýr, 21 gefi að borða, 22 getið um, 25 illdeila, 26 spor, 27 skel. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: I gær kom Jökulfell að utan og togarinn Viðey kom inn til iöndunar. Danska eftirlits- skipið Hvidbjömen kom. í dag kemur til landsins tii strandsiglinga í stað Heklu, sem er til viðgerðar, norskt leiguskip, Tananger. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í gær fór Hofsjök- ull á ströndina. í dag heldur togarinn Sjóli til veiða og Lagarfoss er væntanlegur að utan í kvöld. í gær kom togar- inn Víðir úr söluferð. Súráls- skipið sem kom á dögunum er farið út aftur. LÓÐRÉTT: - 2 leyfi, 3 reyfi, 4 skynsemi, 5 ótraust, 6 stefna, 7 grönn, 9 ófreskja, 10 fiðluleikara, 12 illfygli, 13 harminn, 18 mjúka, 20 drykk- ur, 21 skóli, 23 tveir eins, 24 titiil. ÞETTA GERÐIST 26. nóvember ERLENDIS: 1580: Fleix-friður bindur enda á sjöunda trúarstríðið í Frakklandi. 1680: Loðvík XIV segir Hol- Iendingum stríð á hendur’ og Frakkar taka Pfalz. 1764: Regla jesúíta bæld nið- ur í Frakklandi. 1791: Jósef keisari II leysir bændur úr ánauð í Austurríki. 1812: Franski herinn geldur afhroð á undanhaldinu yfir Berezina-fljót, Rússlandi (Berezina-orrustan). 1857: Fyrsta ástralska þingið sett í Melbourne. 1880: Tyrkir leyfa Monte- negro að hertaka Dulcagno. 1896: Rússar skýra frá áætl- un um að taka Konstantínóp- el, ef Bretar grípa til íhiutun- ar á Krít. 1898: Georg Grikkjaprins skipaður landstjóri á Krít. 1917: Rússar bjóða Þjóðverj- um og Austurríkismönnum vopnahlé. 1922: Grafhýsi Tutankham- ons opnað í Egyptalandi. 1949: Indland verður sam- bandslýðveldi í brezka sam- veldinu með gildistöku stjórn- arskrár. 1955: Neyðarástand á Kýpur. 1970: Páli páfa sýnt mis- heppnað banatilræði í Manila. 1977: ísraelsmenn taka boði Egypta um þátttöku í ráð- stefnu margra þjóða í Kaíró um friðarviðræður í Genf. HÉRLENDIS: 1450: Langaréttarbót Krist- jáns I. 1837: Guðmundur sýslumað- ur Scheving látinn. 1887: Magnús Jónsson ráð- herra fæddur. 1887: Pétur Halldórsson borgarstjóri fæddur. 1895: Björn Ólafsson ráð- herra fæddur. 1903: Thor Thors fæddur. 1912: Samið um strandferðir við Sameinaða gufuskipafé- lagið. 1943: „Hilmir" frá Þingeyri ferst. 1949: Ólafur Thors tekur að sér stjórnarmyndun. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 ósatt, 5 æstur, 8 áræði, 9 holla, 11 undur, Í4 urr, 15 iðnað, 16 iðjan, 17 ann, 19 náin, 21 egni, 22 nistinu, 25 men, .26 æsi, 27 Rán. LÓÐRÉTT: — 2 svo, 3 tál, 4 trauða, 5 æðurin, 6 sin, 7 Unu, 9 heilnæm, 10 lundinn, 12 dtjúgur, 13 runninn, 18 nets, 20 Ni, 21 en, 23 sæ, 24 II.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.