Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ -SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989
8TEl\GRflHl]R 8IGF1I880]\
Framsóknar
iiiíióiirinn í Alþýón
bandak
iT-M
ANDSTÆÐINGAR hans innan Alþýðubandalagsins kalla hann ihaldssaman framsóknarmann
og gamaldags stjórnmálamann. Samherjar hans aftur á móti'eiga vart nægilega sterk orð til
að lýsa kostum hans, einkum miklum dugnaði og þrautseigju. Það hefur aldrei staðið neinn styr
um Steingrím J. Sigfusson innan Alþýðubandalagsins en með kosningu hans í embætti varafor-
rnanns á sögulegum landsfundi um síðustu helgi mun það örugglega breytast enda maðurinn
sagður mjög metnaðarfullur fyrir eigin hönd og jafnvel að hann stefini að því að steypa núver-
andi formanni af stalli síðar meir.
Til að skilja manninn
verður að skoða rætur
hans og þær liggja í
grónum framsóknar-
ættum norður í Þistil-
firði. Faðir hans er Sigfús A. Jó-
hannsson bóndi á tvíbýlinu Gunn-
arsstöðum og móðir hans er
Sigríður Jóhannesdóttir. Sigfús
er ættaður úr Húnavatnssýslum
en Sigríður er af gamalli bænda-
ætt úr héraðinu.
Stefán Jónsson fyrrum þing-
maður Alþýðubandalagsins í
Norðurlandskjördæmi eystra er
sá sem Steingrímur tók við þing-
sætinu af. Hann segir að það séu
til viss eldhús víða um land sem
séu skemmtilegri eldhús en geng-
ur og gerist. Eitt þeirra er að finna
á Gunnarsstöðum. Og víst er
nokkuð til í því þar sem Sigfús
bóndi lætur þess getið að í þessu
eldhúsi hafi verið aufúsugestir
menn á borð við Jón heitinn Sól-
nes og Ingólf heitinn Jónsson frá
Hellu.
um það má nefna að tíu ára gam-
all fór hann í göngur, þetta þrjá
til fjóra daga í einu. Þar að auki
mun snemma hafa borið á því að
Steingrímur kunni sitthvað fyrir
sér í fræðunum eins og það er
orðað norður í Skagafirði, það er
hann er hagmæltur. Raunar er
þetta í ættinni því bróðir hans,
Jóhannes, svo dæmi sé tekið, mun
vera ágætt vísnaskáld. Nú á seinni
tímum hefur ekki borið mikið á
því að Steingrímur hafi barið sam-
an ferskeytlur en hann var iðinn
við það sem drengur.
Sigfús segir að upphaflega hafí
þetta verið vegna áhrifa frá bók-
um sem Sveinn Víkingur gaf út
og höfðu að geyma gátur í bundnu
máli. Sem dæmi um kveðskap
Steingríms á þessum vettvangi
má nefna gátu sem hann samdi
um tíu ára gamall:
Þetta skellur skipi á,
skilin lífsÆg dauða.
Þarna góðan fisk má fá,
finna líka í taui má.
Stefán Jónsson
„Eldhúsið á Gunnarsstöð-
um er skemmtilegra eldhús
en gengur og gerist."
Bjarni Feiixson
„Hann getur brosað jafnt
að sjálfum sér sem öðrum
og það tel ég til mannkosta
hjá fólki."
Halldór Blöndal
„Skoðanir hans bera sterk-
an keim af því að hann er
úr afskekktri sveit."
Sú saga er til úr eldhúsinu á
Gunnarsstöðum að einhveiju sinni
var Óli heitinn Halldórsson, þá
bóndi á hinum bænum og náf-
rændi Steingríms, með hann fimjn
ára gamlan á hnjám sér. Hann
ku hafa sagt við drenginn að
færi hann einhveiju sinni í fram-
boð til Alþingis myndi Óli kjósa
hann. Það eru hinsvegar fáir sem
trúa því að Óli hafi staðið við
heit sitt er í Ijós kom að framboð-
ið var í þágu Alþýðubandalagsins.
En samband þeirra Óla og
Steingríms var alla tíð mjög náið
og lífsskoðanir Steingríms nú
greinilega mótaðar af þessu sam-
bandi svo og því umhverfi sem
hann ólst upp
í, útkjálkasveit
norður í landi.
Óli lét mikið
með Steingrím
ungan og hafði
dálæti á hon-
um. Til marks um þetta samband
er sú saga að er Steingrímur var
sex ára gamall var ðli slátur-
hússtjóri á Þórshöfn. Hann mun
hafa sagt við drenginn að ein-
hvern tímann myndi hann fá hann
til sín í fláningu. Næsta dag mun
Steingrímur hafa tekið sig til og
ætlað að ganga til Þórshafnar á
fund fóstra síns. Það var ekki
fyrr en frænka hans á öðrum bæ
í sveitinni sá til drengsins að þetta
ferðalag hans var stöðvað.
Steingrímur J. Sigfússon fædd-
ist 4. ágúst 1955. Hann ólst upp
í hópi fjögurra bræðra og einnar
systur fram til 16 ára aldurs er
hann fór í skóla á Laugar. Þaðan
lá leiðin svo í Menntaskólann á
Akureyri og síðar í nám í jarð-
fræði við Háskóla íslands.
Sigfús faðir hans segir að á
uppvaxtarárunum hafi hann
gengið til allra venjulegra verka
á bænum, í heyskap, sauðfjár-
hirðingu o.s.frv. Það hafi snemma
komið í ljós að drengurinn var
kjarkmikill og duglegur. Til marks
Lausnin á þessari gátu er orðið
„brot“.
Á menntaskóiaárunum vann
Steingrímur með föður sínum við
að aka vörubíl ásamt því að grípa
í bústörfin þegar þörf var á. Eitt
ár gerði hann hlé á námi sínu og
hélt sem skiptinemi til Nýja Sjá-
lands. Hann hefur raunar ferðast
töluvert á námsárum sínum og
þegar hann var í háskóla hélt
hann eitt sinn í ferð hringinn í
kringum hnöttinn.
Áhugamál ■ Steingríms, utan
stjórnmálavafstursins, hafa eink-
um legið á sviði íþrótta. Á
menntaskólaárum sínum stundaði
hann mikið langhlaup en frá því
í háskólann var
komið 1977
keppti • hann
með blakliði
stúdenta alla
sína háskól-
atíð. í liðinu lék
hann stöðu kantskellis eða
„smassara“. Og hann er raunar
enn í blakliði IS, æfir nú á hveij-
um laugardagsmorgni með öld-
ungadeild þess.
Friðbert Traustason, einn af
félögum hans í liðinu, segir að
Steingrímur hafi snemma hlotið
viðurnefníð „Fóstri“, einkum
vegna þess hve föðurlegur og
stjórnsamur hann var við þá. Frið-
bert segir að hann hafí haft mik-
ið keppnisskap og oft og tíðum
drifið liðið áfram á því. Hinsvegar
hafi hann verið afburðakurteis,
bæði við andstæðinga sína og
dómara og ekki minnist Friðbert
þess að hann hafi nokkurn tímann
fengið tiltal hjá dómara.
Á háskólaárunum kynntist
Steingrímur konu sinni, Bergnýju
Marvinsdóttur lækni, sem ættuð
er frá Selfossi. Er þau kynntust
leigði Bergný ásamt vinkonu sinni
kjallaraíbúð hjá Gunnari heitnum
Thoroddsen og Völu konu hans
vestur á Víðimel. Vinkonan flutti
brátt út og Steingrímur inn. Eiga
þau hjónin nú tvo syni.
Vala Thoroddsen man glögg-
lega eftir þeim Steingrími og
Bergnýju og ber þeim ákaflega
vel söguna. Raunar segir hún að
samskipti þeirra hafi ekki verið
mikil en þó hafi komið fyrir að
Steingrímur slægi fyrir þau tún-
blettinn við húsið.
Á háskólaárum sínum var
Steingrímur nokkuð áberandi í
félagslífi stúdenta og til þess tek-
ið hve mikill og góður söngmaður
hann var. Raunar höfðu þeir þing-
menn þetta atriði einnig á orði
og að hann kynni hreint ógrynni
af sönglögum. Friðbert Trausta-
son segir að Steingrímur hafi iðu-
lega stjórnað fjöldasöng blakliðs-
ins á ferðalögum innanlands sem
erlendis og hafi það verið fastur
liður í tilverunni. Það var svo á
keppnisferðalagi í Vestur-Þýska-
landi að liðinu bárust þær fréttir
frá Norðurlandi eystra að
Steingrímur hefði unnið fyrsta
sætið á lista Alþýðubandalagsins
í forvali sem haldið var fyrir kosn-
ingarnar 1983. Þar atti hann
kappi við þau Svanfríði Jónas-
dóttur og Helga Guðmundsson.
Áður en að forvalinu 1983 kom
hafði Steingrímur unnið í tæpt
ár á íþróttadeild Sjónvarpsins og
var talað um að það hefði fleytt
honum í fyrsta sætið í kjördæm-
inu. Á íþróttadeildinni var hann
að vísu hafður í því sem gengur
undir nafninu „ruslið“ þar á bæ,
það er hann fjallaði aðallega um
íþróttir á borð við fimleika, tenn-
is, blak o.s.frv. Bjarni Felixson
er að vísu ekki alveg sammála
þessu og bendir á að maðurinn
hafði mikinn áhuga á blaki. Bjarni
segir að hann hafi kunnað vel við
Steingrím á þessu tímabili, eink-
um vegna þess að mikill húmor
var í honum. „Hann gat brosað
jafnt að sjálfum sér sem öðrum
og það tel ég til mannkosta hjá
fólki,“ segir Bjarni.
Eftir að. Steingrímur kom inn
á þing, þá 28 ára gamall, fór fljótt
að bera á því að hann hafði nokk-
uð fornar hugmyndir um hvernig
standa bæri að málum. Eipn af
fyrrverandi blaðamönnum Þjóð-
viljans segir að Steingrímur sé
elsti Islendingur sem hann hafi
kynnst, að því leyti að hann hefði
haft, á þessum tíma, sömu skoð-
anir og má finna hjá mönnum á
sextugsaldri. Það hefði verið helst
á honum að skilja að hefja bæri
orf og ljá aftur til vegs og virðing-
ar. Þessi andlega öldrun hans
hefði leitt til þess að hann hefði
hvergi getað skipað sér á bekk í
flokknum nema hjá svokölluðu
flokkseigendafélagi.
En þetta er kannski skiljanlegt
í ljósi uppruna hans og þess um-
hverfis sem mótaði hann á æsku-
árunum. Eftir að Steingrímur
komst á þing var rætt um hann
sem pólitískan fósturson þeirra
Ragnars Arnalds og Hjörleifs
Guttormssonar. Þá mun mjög
hlýtt milli Steingríms og Svavars
Gestssonar og kalla þeir hvor
annan gamla blakviðurnefninu á
þingi. Og mikla samleið á hann
með Hjörleifi þegar kemur að
andstöðunni við erlend áhrif hér
á landi. Steingrímur hefur ávallt
verið einlægur herstöðvaandstæð-
ingur og þar má greinilega sjá
áhrif frá títtnefndum Óla Hall-
dórssyni. Skoðanir Óla má aftur
rekja til þess er hafist var handa
um að byggja ratsjárstöðina á
Heiðarfjalli upp úr 1950. Sigfús
A. Jóhannsson segir um þetta
atriði að Óli hafi verið á móti stöð-
inni af þeirri grundvallarástæðu
að hann taldi betra að leysa deilu-
mál með mannviti í stað vopna-
braks.
Halldór Blöndal þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra þekkir til
Steingríms og fjölskyldu hans.
Halldór telur einsýnt að uppeldið
hafi mótað mjög skoðanir
Steingríms á mönnum og málefn-
um. „Hann hefur mjög mótaðar
skoðanir og þær bera sterkan
keim af því að hann er úr af-
skekktri sveit og að hann hefur
mjög sterkar tilfinningar tiljieirr-
ar sveitar," segir Halldór. „Á hinn
bóginn snerist hann ungur önd-
verður gegn stóriðju og varnarliði
sem skýrir veru hans í Alþýðu-
bandalaginu.“
Mörður Árnason aðstoðarmað-
ur fjármálaráðherra og fyrrver-
andi ritstjóri Þjóðviljans segir að
hann efist ekkert um þjóðlegar
tilfinningar Steingríms, en málið
sé að hann dragi dám af gamal-
dags stjórnmálamönnum með
gamaldags hugmyndir og aðferð-
ir. Hann líti stjórnmálin svipuðum
augum og eldri þingmenn utan
af landi.
Steingrímur gegnir nú störfum
landbúnaðar- og samgönguráð-
herra. Hvað landbúnaðarráðuney-
tið varðar hefur honum ekki, frek-
ar en öðrum ráðherrum, tekist að
tjónka við tregðulögmál hinnar
svokölluðu landbúnaðarmafíu. I
samgönguráðuneytinu hefur hann
hinsvegar unnið gott starf að
mati flestra. Árni Þór Sigurðsson
aðstoðarmaður hans í samgöngu-
ráðuneytinu segir að gott sé að
starfa með honum sem ráðherra.
Steingrímur hafi að vísu mjög
fastmótaðar skoðanir á því hvern-
ig standa beri að málum en hann
hlusti á sitt samstarfsfólk og taki
mark á sjónarmiðum þess ef svo
ber undir. Hann gefi sér ailtaf
tíma til að ræða rökin með og á
móti því sem til umfjöllunar er
þótt hann fylgi. mjög ákveðinni
pólitískri línu sem hann vill koma
í framkvæmd.
Sem fyrr segir er Steingrímur
mjög metnaðarfullur og margir
telja líklegt að hann stefni hærra
en í varaformannsembættið.
Spurningin er hvort maður sem
andstæðingar telja stjórnmála-
mann fortíðarinnar geti orðið leið-
togi framtíðarinnar.
MANWSMYWP
eftir Fridrik Indriöason