Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989 ERLENT IIMNLENT Síldin fer til Sovét Eftir allmikið þóf og tafir var samningur um sölu 150.000 tunna af sfld til Sovétríkjanna sam- þykktur í Moskvu. Síldarealtendur höfðu horft fram á verkefnaleysi og hundruð manna fram á að fá enga vinnu, næðist samningurinn ekki. Steingrímur velti Svanfríði Látunum á landsfundi Alþýðu- bandalagsins lyktaði með því að Steingrímur Sigfusson sam- gönguráð- herra velti Svanfríði Jónasdótt- ur, aðstoðar- manni Ólafs Ragnars Grímssonar flokksformanns, varaformaður flokksins. Svanfríður fékk þó flest atkvæði í miðstjóm og stuðningsmenn formannsins náðu þar inn fleiri mönnum en „flokkseigendafélag- ið“. Háskóli og stjórnvöíd semja Sættir hafa tekizt í deilu Há- skóla íslands og fjármálaráðherra um ráðstöfun sjálfsaflafjár skólans. I stað þess að rúmum 87 milljónum af happdrættisfé verði ráðstafað að skólanum for- spurðum, fellst hann á að koma upp tölvukerfi í Þjóðarbókhlöð- unni og tölvuneti um háskóla- svæðið fyrir um 53 milljónir króna. Tjón af völdum bruná stóreykst Tjón af völdum bruna hefur tvöfaldazt á tveimur árum og eld- varnareftirliti er ábótavant og illa fylgt eftir, að því er segir í skýrslu sem tekin hefur verið saman fyrir félagsmálaráðherra. Olíuleki á Bolaljalli Um 20.000 lítrar af hráolíu láku úr olíugeymi við ratstjárstöð NATO á Bolafjalli. Steingrímur Sigfusson samgönguráðherra hefur krafizt opinberrar rann- sóknar á atvikinu og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að Ratsjárstofnun taki strax við eftirliti með ratsjár- stöðvunum. Enn sprengt í Miðbænum Öflug sprengja sprakk við Laufásveg í Reykjavík og olli skemmdum á nærliggjandi hús- um. Talið er að sami maður hafi verið að verki og sprengdi tvær sprengjur í Miðbænum í septem- ber. Rætt verði beint við EB um verzlun með físk Atvinnurekendur í sjávarútvegi vilja að hafnar verði beinar tvíhliða viðræður við EB um fríverzlun með físk, jafnhliða við- ræðum EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði. I umræðum á Al- þingi um EFTA-EB viðræðumar ítrekuðu ýmsir þingmenn þessa kröfu. Stjómarandstaðan krafðist þess að ríkisstjórnin leitaði um- boðs Alþingis til að taka ákvarð- anir um framhald viðræðnanna, en Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra telur að þess þurfi ekki. Það sé vilji ríkisstjórn- arinnar að taka áfram þátt í þeim. Bækur undanþegnar virðisaukaskatti Ákveðið hefur verið að virðis- aukaskattur verði ekki tekinn af bókum, tímaritum og áskrift blaða og sjónvarps- og útvarpsstöðva. Skatturinn verður í einu þrepi, en endurgreiddur af fiski, mjólk, dilkakjöti og innlendu grænmeti að hluta. ERLENT Harölínu- mennirnir hikandi Geysifjöl- mennir útifundir voru haldnir í borgum í Tékkó- slóvakíu þar sem krafist var af- sagnar ríkis- stjórnar komm- únista. Stjóm- völd hafa verið tvístígandi, en gefið óljós fyrirheit um tilslakan- ir. Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi Tékkóslóvakíu, krafðist þess á mótmælafundi í heimaborg sinni, Bratislava, að lýðræði yrði komið á í landinu. Forseti Líban- ons myrtur Rene Mu- awad, forseti Líbanons, var myrtur í Yest- ur-Beirut. Öflug sprengja sprakk með þeim afleið- ingum að Mu- awad og 16 aðrir menn létu lífið. Hryðjuverkið hefur verið fordæmt um allan heim og þykir nú þunglegar horfa en áður um að unnt verði að binda endi á borgarastyrjöldina í landinu. Þrátt fyrir linnulaus fundahöld hefur enn ekki tekist að velja eftirmann forsetans. Heilagur réttur Þing Sovétlýðveldisins Georgíu samþykkti breytingu á stjómar- skrá lýðveldisins. Þar er kveðið á um að það sé „heilagur réttur" Georgíumanna að segja sig úr lögum við Sovétríkin. Þingið sam- þykkti enn fremur yfirlýsingu þess efnis að innlimun landsins í Sovétríkin árið 1921 hefði verið ólögmæt hemaðaraðgerð. Thatcher fær mótframboð Sir Anthony Meyer, einn af þingmönnum breská íhalds- flokksins, ætlar að bjóða sig fram gegn Margaret Thatcher forsæt- isráðherra í emb- ætti flokksleiðtoga. Helstu frammámenn í flokknum lýstu yfir stuðningi við Thatcher eftir að Sir Anthony tilkynnti framboð sitt. Leiðtoginn einróma end- urkjörinn Nicolae Ce- ausescu, forseti Rúmeníu, var endurkjörinn í leiðtogaembæt- tið til næstu fímm ára með öllum greiddum atkvæðum á þingi kommúnistaflokks landsins í Búkarest. Á þinginu hét Ceau- sescu að halda fast við miðstýr- ingu og áætlunarbúskap og vísaði harðlega á bug umbótaviðleitni ríkja í Austur-Evrópu. Ceausescu Rúmeníuforseti: Kremlverjar hvattir til að láta Moldavíu af hendi Búkarest. Reuter og Daily Telegraph. NIKOLAE Ceausescu, forseti Rúnicníu, sem endurkjörinn var einróma leiðtogi til næstu fimm ára á þingi kommúnistaflokks landsins í Búkarest á fostudag, krafðist þess í setningarræðu sinni að Sovétríkin skiluðu Rúmenum aftur Moldavíu. Hann sagðist mundu halda fast við kommúníska miðstýringarstefhu og áætlunar- búskap. Hin opinbera fréttastofa Rúmeníu, Ageipres, sagði að Ceausescu, sem er 71 árs að aldri og hefur verið við völd frá árinu 1965, hefði verið „ein- róma endurkjörinn með húrrahrópum og lófaklappi" í þinglok. í setningar- ræðunni, sem tók fimm klukkustund- ir í flutningi, kvaðst Ceausescu mundu halda fast við miðstýringu og áætlunarbúskap og álasaði stjórn- völdum í Austur-Evrópu fyrir að hafa gefíst upp fyrir óvinum sósíalis- mans með því að gangast inn á að þörf væri á gagngerum breytingum á stjórnkerfi ríkjanna. Hann krafðist þess enn fremur að allir samningar Sovétríkjanna við Bretland: Þýskaland nasismans frá 1939 yrðu ógiltir, en í skjóli þeirra innlimuðu Sovétmenn á stríðsárunum Moldavíu, sem þá var hluti af Rúmeníu og hét Bessarabía. Fijálst verð á bókum St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, íréttaritara Morgunblaðsins. DILLONS-bókabúðirnar í Bret- landi lækkuðu verð á fimrn titlum í síðustu viku og hófu þar með átök um samkomulag bóksala og útgefenda að lækka aldrei verð á bókum undir uppgefið verð útgef- andans. í stjórnartíð Edwards Heaths, fyrrum leiðtoga íhaldsflokksins í upphafí áttunda áratugarins, var heildsala í Bretlandi algerlega gefín fijáls. Bækur voru þó undanskildar. Síðan þá hafa alltaf öðru hveiju komið fram raddir um að gefa ætti verðlag á bókum frjálst, en samtök bóksala og útgefenda hafa ævinlega verið þessu mótfallin á þeim forsend- um að frjálst verðlag á bókum leiddi til þess að færri titlar yrðu gefnir út og minni bókabúðir myndu eiga í vök að veijast. Alexander Dubcek: Merkisberi umbóta eða fulltrúi fortíðarinnar? ALEXANDER Dubcek, umbótasinninn sem stýrði tékkneska kommúnistaflokknum er herafli Varsjárbandalagsins réðst inn í Tékkóslóvakíu árið 1968, er kominn firam á sjónarsviðið á ný nú þegar kommúnisminn riðar til falls í heimalandi hans. Dubcek ávarpaði þúsundir manna í heimborg sinni, Bratislava, á fimmtu- dagskvöld og inntakið í ræðu hans var það sama og boðskapur sá sem hann boðaði fyrir rúmum 20 árum; maðurinn er mið- punktur sósialismans. Dubcek nýtur enn vinsælda og virðingar í Tékkóslóvakíu þótt ólíklegt sé talið að hann komi til með að taka þátt í stjórnun landsins ef og þegar núverandi ráðamenn hrökkl- ast frá völdum. Dubcek fæddist í bænum Uhrovec í Slóvakíu í austur- hluta landsins 27. nóvember árið 1921. Á árunum 1942 til 1944 vann hann í skotfæraverksmiðju. Við lok síðari heimsstyijaldarinn- ar tók hann þátt í uppreisn Sló- vaka gegn setuliði nasista og særðist tvívegis. Árið 1945 hóf hann að starfa fyrir flokkinn og árið 1963 varð hann leiðtogi kommúnista í Slóvakíu og tók einnig sæti í miðstjóm kommúni- staflokksins. Fimm árum síðar varð hann leiðtogi flokksins er harðlínukommúnistar, umbóta- sinnar og fulltrúar Slóvaka sam- einuðust um að koma harðlínu- manninum Antonin Novotny frá völdum en hann var þá einnig forseti Tékkóslóvakíu. Dubcek var lítt þekktur bæði í heimalandi sínu og erlend- is er hann var kjörinn flokks- leiðtogi í jan- úar 1968. En í hugum margra á Vesturlöndum varð hann sam- einingartákn lítils lands sem frei- staði þess að beijast gegn pólitískri kúgun og síðar hemað- aríhlutun ráðamanna í Sovétríkj- unum. Dubcek er einn fárra leið- toga kommúnista í Austur-Evr- ópu sem notið hafa raunverúlegra vinsælda. Hann leitaðist við að fá alþýðu manna til fylgis við stefnu sína í stað þess að þröngva henni upp á þjóðina. Ungir menn kom- ust til valda með Dubcek og í nokkra mánuði tók öll þjóðin þátt í mótun umbótastefnunnar sem nefnd hefur verið „Vorið í Prag“. En Sovétmenn og bandamenn þeirra í Austur-Evrópu tóku að óttast að hugmyndir um fjölræði yrðu til þess að grafa undan skil- greindu forystuhlutverki komm- únista í löndum þessum og að þessi stefna tékknesku ríkis- stjórnarinnar myndi veikja Var- sjárbandalagið. Herafli Varsjár- bandalagsins réðst inn í Tékkósló- vakíu aðfaranótt 21. ágúst 1968 samkvæmt fyrirskipun ráða- manna í Kreml. Dubcek og aðrir helstu leiðtogar landsins voru fluttir til Moskvu í járnum. Átta mánuðum síðar var hann form- lega settur af sem leiðtogi flokks- ins og í júní 1970 var niðurlæging- in fullkomnuð er Dubcek var víkið úr flokknum, sem hann hafði gengið í Í7 ára að aldri. Var hon- um fengið „starf við sitt hæfi“ og hóf hann að vinna við skógar- högg nærri Bratislava þar sem hann býr nú. Dubcek „gleymdist" í tvo ára- tugi en í byijun síðasta árs hóf hann að fordæma innrásina á opinberum vettvangi auk þess hann tók að hvetja ráðamenn í Tékkóslóvakíu að fylgja umbóta- stefnu Míkhafls Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga. í júlí í fyrra lýsti hann yfir því að Varsjárbandalagsríkin ættu í sameiningu að viðurkenna mistök sín og harma innrásina. I þessu sama viðtali lýsti hann því yfir að hann væri og yrði alltaf sannfærður um gildi kommúnis- mans. Ef marka má þessa yfirlýs- ingu virðist Dubcek vilja ganga mun skemur í umbótaátt en t.a.m. ráðamenn í Póllandi ög Ungveija- landi og virðist hann telja að stefna Gorbatsjovs geti orðið til þess að halda lífí í sósíalismanum. „Tuttugu ár hafa farið í súginn" sagði Dubcek. Hafi ráðamenna í heimlandi hans gert sér þessa staðreynd ljósa blasir við að þeir hafa ekki hugmynd um hvað beri að gera enda duga fræði Leníns eða stuðningur Sovétmanna ekki lengur. SVIPMYNP eftirÁsgeir Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.