Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989 Andrea Krisíjáns- dóttir - Minning Dæm svo mildum dauða Drottinn þinu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matt. Joch.) Það snerti viðkvæman streng í hjarta mínu þegar mér var tilkynnt að hún Adda væri dáin. Minning- arnar hlóðust upp í huga mínum hver af annarri. Minningar um glað- lynda og hjálpsama konu, sem var hvers manns hugljúfi. Andrea Kristjánsdóttir fæddist á Kjalveg hér í Neshreppi 19. desem- ber árið 1899. Foreldrar hennar voru Agústína Kristjánsdóttir og Kristján Matthíasson. Ekki varð af hjúskap þeirra í milli, og var Andreu komið í fóstur til afa míns og ömmu, Jens Sigurðssonar og Guðnýjar Bjarnadóttur, sem þá bjuggu á Rifi hér í hreppi. Andrea var þá aðeins þriggja vikna gömul. Þar ólst hún upp sem þeirra eigið barn væri, en hafði þó ávallt gott samband við Ágústínu, móður sína. Þann 16. desember árið 1919 giftist Andrea Björgvini Alexand- erssyni. Þau áttu heima hér á Hell- issandi allan sinn búskap. Lengst af á Risabjörgum, sem þau keyptu eftir nokkurra ára sambúð og voru þau jafnan kennd við þann stað. Þeim hjónum varð ekki barna auð- ið, en tóku í fóstur Kristensu Andr- ésdóttur, þá 1 árs gamla, og ólu hana upp sem eigið barn. Hjálpsemi Andreu var einstök og ótalin þau handtök, sem hún rétti öðrum, sérstaklega er veikindi bar að höndum. Það verður ekki tíundað hér, hve margir áttu athvarf á heim- ili þeirra hjóna um lengri eða skemmri tíma. Mínar fyrstu bernskuminningar eru tengdar Öddu, en svo var hún ávallt kölluð á æskuheimili mínu. Móðir mín naut þess í ríkum mæli, að fóstursystir hennar var alltaf boðin og búin til að hjálpa, ef eitt- hvað var að í okkar stóru fjöl- skyldu. í minningunni geymast einnig glaðværar stundir á heimili þeirra hjóna. Samgangur var mikill milli þessara heimila og gagnkvæm hjálp fúslega látin í té, ef á þurfti að halda. Á gamlárskvöldum var jafnan safnast saman hjá Öddu á Risabjörgum. Þeir sem þangað komu gleyma seint áramótafagnað- inum heima hjá henni Öddu. Systk- inin frá Gimli minnast þeirra hjóna beggja með þökk í huga. Andrea og Björgvin voru bæði félagslynd og voru t.d. bæði heið- ursfélagar í slysavarnafélaginu hér á staðnum. Andrea var einnig heið- ursfélagi í Kvenfélagi Hellissands. Hún var sú síðasta sem eftir lifði af stofnendum þess félags. Þar vann hún mikið og fómfúst starf, sem seint verður fullþakkað. Mér er það vel kunnugt eftir margra Blómostofa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöid tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. ára samstarf. Best kom þó í ljós fórnfýsi hennar og manndómslund er hún, þá roskin að árum, stund- aði mann sinn blindan og ellihrum- an, eftir að hafa sjálf átt við erfið- an sjúkdóm að stríða. Björgvin andaðist 21. maí árið 1978. Eftir það bjó hún nokkur ár að Risabjörgum en flutti síðar til dóttur sinnar og tengdasonar, en þau reyndust henni eins og best verður á kosið. Þar fengu börnin þeirra einnig að njóta hlýju hennar og umhyggju og var það gagn- kvæmt. Andrea hafði þann eigin- leika að laða að sér fólk og átti marga vini. Hún var greind kona og tilfinn- ingarík, en fór vel með skap sitt og lagði jafnan gott til allra mála. Þar held ég að hafi hjálpað henni, að hún var svo lánsöm að varðveita alla tíð barnið í hjarta sínu og ein- læga trú á Drottin. Sú trú lyfti henni yfir alla þá erfiðleika sem lífið bar henni að höndum. Sem fullorðin kona heimsótti ég hana oft og þótti gott að ræða við hana um vanda- mál líðandi stundar. Hun reyndist hinn sanni vinur, sem ávallt var hægt að treysta og gaf mér lær- dómsríkt fordæmi. Andrea andaðist á Hrafnistu í Reykjavík þann 15. október sl., tæplega níræð að aldri. Hún fékk þá umbun hjá skapara sínum að mega sofna síðasta blundinn, eins og þegar barnið blundar í móður- örmum. Hún var jarðsett að Ingj- aldshóli fyrsta vetrardag, að við- stöddu miklu fjölmenni, örstutt frá þeim stað, þar sem hún leit fyrst dagsins ljós. Nú þegar vetur er genginn í garð og dimmir að á haustdögum hefur hún verið kölluð heim til þess að fæðast að nýju til hins eilífa ljóss. Fjölskyldu hennar votta ég inni- lega samúð. Blessuð sé minning Andreu frá Risabjörgum. Jóhanna Vigfusdóttir ■M Síf w;; ■ ■ ■ : : . : 1 •W! \ LEITAÐ ER EFTIR FRUMSÖMDU LAGI MEÐ ÍSLENSKUM TEXTA. SKILAFRESTUR ER FRAMLENGDUR TIL 8. DESEMBER. TIL MIKILS ER AÐ VINNA ÞVÍ HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA ER Á AÐRA MILUÓN KRÓNA. KEPPNIN ER ÖLLUM OPIN. EFTIRTALIN ATRIÐI VERÐA VERÐLAUNUÐ SÉRSTAKLEGA: BESTI TEXTINN. Höfundur fær helgarferð fyrir tvo til London í boði Flugleiða og bækur fró Vöku - Helgafelli fyrir kr. 50.000,- BESTA ÚTSETNINGIN. Helgarferð fyrir Ivo til Londbn í boði Flugleiðo og Technics hljómtæki fró Jopis fyrir kr. 50.000,- BESTI FLYTJANDINN fær helgarferð fyrir tvo til London í boði Flugleiða og fatnað fró versluninni Vanir menn fyrir kr. 50.000,- ATHYGLISVERÐASTA LAGIÐ. Höfundur fær helgarferð fyrir tvo til London í boði Flugleiða og upptökutíma í hljóðverinu Stöðin fyrir kr. 50.000,- BESTA LAGIÐ. Höfundur fær tveggja vikna ferð til Florida með hóteli og kr. 200.000,- í peningum fró Flugleiðum, upptökutíma í hljóðverinu Stöðinnni fyrir kr. 100.000,-, gerð myndbands hjó Islenska myndverinu fyrir kr. 100.000,- og lagið hlýtur sæmdarheitið Landslagið 1990. Auk þess fylgja þessum titlum glæsilegir, sérsmíðaðir verðlaunagripir fró Sigurði Steinþórssyni gullsmið, Gulli og Silfri. DÓMNEFND VELUR 10 LÖG í ÚRSLIT OG SKÝRIR FRÁ HÖFUNDUM ÞEIRRA FYRIR JÓL. LÖGIN VERÐA ÚTSETT OG HUÓÐRITUÐ í SAMRÁÐI VIÐ HÖFUNDA OG ÞEIM AÐ KOSTNAÐARLAUSU. UMSJÓN MEÐ ALLRI HUÓÐVINNSLU HEFUR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON. ÚRSLIT fara fram í beinni útsendingu Stöðvar tvö og Bylgjunnar fró Hótel Islandi föstudaginn 16. mars 1990. SKRAUTFJÖDRIN. Á úrslitakvöldinu verður skrautfjöðrin veitt einstaklingi öðru sinni fyrir fróbært framlag til íslenskrar dægurlagamenningar. Hún er sérsmíðuð af Sigurði Steinþórssyni, Gulli og Silfri. REGLUR: • Keppnin er almenn og þótttaka öllum opin. Þeir sem taka þótt í keppninni gangast þar með undir reglur hennar. • Leitað er eftir frumsömdu lagi með íslenskum texta. Lag og texti mega hafa birst óður en hvorki hafa komið út ó hljómplötu, snældu, geisladiski né hafa tekið þótt í söngvakeppni. Lagið mó ekki taka meira en 4 mínútur í flutningi. • Lögum skal skilað ó snældum og texti skal fylgja með. Snælda og texti skulu merkt heiti lagsins. Rétt nafn, símanúmer og heimilisfang höfundar skal vera í lokuðu umslagi sem er merkt heiti lagsins og dulnefni höfundar. Allt er þetta sett i eitt umslag og sent inn. Utanóskriftin er: Landslagið 1990, Stöð 2, Krókhólsi 6, 110 Reykjavík. • Hverjum höfundi er heimilt að senda fleiri en eitt lag í keppnina en þó skulu þau send hvert í sínu umslagi og hvert undir sínu dulnefni. • Dómnefnd, sem í sitja fulltrúar fró Stöð 2 (formaður), Flugleiðum, hljóðverinu Stöðinni, Félagi tónskólda og textahöfunda, Félagi íslenskra hljómlistarmanna og Hótel Islandi, velur 10 lög til úrslita. Umslög með nöfnum höfundanna verða opnuð og þeir kynntir. Lögin verða úfsett í samróði við höfunda, hljóðrituð í hljóðverinu Stöðinni og hljóðblönduð í samróði við hljóðmeistara. Umsjón með allri hljóðvinnslu fyrir hönd Stöðvar 2 hefur Björgvin Halldórsson. • Lögin sem keppa til úrslita verða gefin úf ó hljómplötu af hljóðverinu Stöðinni, sem gerir útgófusamninga við höfunda. Undirriti höfundur ekki útgófusamning fellur lag hans úr keppni. • Lögin verða kynnt í dagskró Stöðvar 2 og Bylgjunnar í mars og atkvæðaseðlar verða í sjónvarpsvísi Stöðvar 2 í sama mónuði. Atkvæði óskrifenda Stöðvar 2 vega 30%, atkvæði hlustenda Bylgjunnar vega 20%, atkvæði gesta ó úrslitakvöldi vega 10% og atkvæði dómnefndar vega 40%. • Stöð 2 hefur einkarétt ó notkun laganna í sjónvarpi þartil úrslit liggja fyrir. AÐSTANDENDUR LANDSLAGSINS 1990: Stöð 2, Stöðin, Bylgjan, FTT, FÍH og Hótel ísland. IIMSJÓN: Björgvin Halldórsson. DAGSKRÁRGERÐ: Gunnlaugur Jónasson. ■ wsmmmMmm m 1 Sn ... í.Ápí,' - | 'ify.Ky ' • <’ ,, 5f ri í ’*■ v^ r 7,-rt-í1 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.