Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 36
 ÆFÆFÆFÆAfÆr TT^^^ÆFÆÆ Efstir á blaði flugleidirJS FORGANGSPÓSTUR MORGUNBLADIÐ, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Starfsnúm- erakerfi tekið upp hjá ríkinu Starfsnúmer for- seta Islands 001010001 MARGIR ríkisstarfsmenn hafa fengið starfsnúmer og stefnt er að því að á næstu vikum verði öll störf hjá ríkinu komin með slík númer. Með númerakerfinu er verið að skilja á milli starfsins sjálfs og starfsmannsins sem því gegnir liverju sinni, auk þess sem kerfið gefúr nýja möguleika í stjórnun og eftirliti með ráðning- um til ríkisins, samkvæmt upplýs- ingum Hauks Ingibergssonar, deildarstjóra hjá Fjárlaga- og hag- sýslustofnun. Að sögn Hauks tryggir þetta starfsnúmerakerfi að fólk kemst ekki á launaskrá hjá ríkinu nema starf þess sé skráð með þessum hætti og til þess að fá starfsnúmer þarf ákvörðun ráðningarnefndar ríkisins og fjárlagaheimild eða aðra trygga fjármögnun starfsins. Starfsnúmerakerfið er að hluta til byggt upp á sama hátt og númera- kerfi gjaldaliða í fjárlögunum. Fyrstu tveir tölustafirnir vísa til ráðuneytis og næstu þrír til viðkomandi stofnun- ar en síðan bætast við fjórir tölustaf- ir fyrir störfin. Þannig er til dæmis starfsnúmer forsætisráðherra 003010001. 00 er fyrir æðstu stjórn ríkisins, 301 fyrir ríkisstjórn og 0001 fyrir stöðu forsætisráðherra. Með sama hætti er starfsnúmer forseta íslands 001010001. SR á Raufarhöfti: I fánalitunum Morgunblaðið/RAX Blágallaneftid: Mjöl fram- leitt úr eldislaxi Raufarhöfp. Síldarverksmiðjur ríkisins á Raufarhöfii fi-amleiða nú mjöl úr 17 tonnum af eldislaxi, sem drapst í eldisstöðinni Arlaxi á Kópaskeri fyrir skömmu. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem fyrirtæki á Raufarhöfn fá hrá- efni í sérflokki frá Kópaskeri, því að þaðan hefur verið keyrt kinda- kjöti af nýslátruðu í refaeldhús, sem hér hefur verið starfrækt, en er nú sennilega að leggjast af vegna erfið- .í^leika í loðdýrarækt. Engin loðna hefur borist til Rauf- arhafnar það sem af er þessari vertíð en á sama tíma í fyrra voru komin hér á land um 10 þúsund tonn af loðnu. Loðnuflotinn liggur yfir mikilli loðnu útundir Kolbeinsey en hún er vart veiðanleg, enn sem komið er. Helgi Sprengju- gabb í Þórscafé HRINGT var í lögregluna í Reykjavík á miðnætti aðfaranótt laugardags, og tilkynnt að sprengju hefði verið komið fyrir í skemmtistaðnum Þórscafé. Um gabb reyndist að ræða. Fimm fullir félagar, sem voru að skemmta sér í húsi skammt frá Þórscafé, höfðu ætlað að gera at í lögreglunni. Þar sem þeir hringdu -beint á lögreglustöðina var auðvelt _^>að rekja símtalið, og voru þeir allir handteknir. Ekki reyndist nauðsyn- legt að grípa til þess að tæma skemmtistaðinn, þar sem það var strax. Ijóst hvers kyns var. Tveir gleðimannanna fengu að gista fangageymslur lögreglunnar yfir nóttina og átti að yfirheyra þá þegar rynni af þeim. Loðnukaup af Grænlend- ingum í burðarliðnum Krafa um að hluti áhaftiar verði Grænlendingar tefiir undirskrift Áhugi á að kaupa nýja stólalyftu BLÁFJALLA- nefnd hefur ákveðið að óska eftir því að lögin 12, sein mynda neftid- ina, kaupi nýja stólalyftu í BláQöll. Tvær slíkar lyftur eru fyrir, báðar tveggja sæta, en rætt er um að kaupa fjög- urra sæta lyftu sem kostar um 90 milljónir króna. samning við grænlenzku heima- stjórnina um kaup á 21.000 tonnum fyrit' hönd loðnuskipaflotans. Um er að ræða 45 skip og koma þá 460 tonn í hlut hvers þeirra. Verð á hverju tonni er, miðað við gengi um þessar mundir, 636 krónur. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur LÍÚ, hefur annazt þessa samningagerð að mestu. Hann seg- ir að grænlenzka heimastjþrnin hafi farið þess á leit við LIÚ við samningagerðina, að hluti áhafnar við veiðar á grænlenzka kvótanum yrði Grænlendingar. Það væri við- kvæmt mál, meðal annars gagnvart samtökum sjómanna, en hann teldi að um semdist. 460 tonn á skip er í öllum tilfellum minna en full- fermi, svo aðeins yrði um einn túr eða hluta túrs að ræða, en í samn- ingnum er ákvæði þess efnis að veiða skuli grænlenzka kvótann við upphaf veiðanna. Loðnukvótanum var úthlutað til bráðabirgða síðastliðið sumar og koma í hlut Grænlendinga 99.000 tonn. Grænlendingar eru nú aðilar að samkomulagi íslands, Noregs og Grænlands um skiptingu loðn- unnar, en það var gert fyrr á þessu ári. Þeir hafa lengi gert tilkall til ákveðins skerfs úr stofninum og hafa undanfarin ár selt Færeying- um kvóta til veiða innan grænlenzk- ar lögsögu. Það, sem þeir selja okk- ur ekki, selja þeir Færeyingum þar sem engin nótaveiðiskip eru til á Grænlandi. Þessi tillaga verður lögð fyr- ir sveitarfélögin í byijun næsta mánaðar og hugmyndin er að lyftan verði greidd á ljór- um árum. Fjögurra sæta lyfta, sem kostar 90 milljónir kr., get- ur flutt um 2.400 manns á klukkustund, en tveggja sæta lyfta, sem kostar um 70 milljón- ir, getur flutt um 1.200 manns á klst. „Ég held að það væri mun hagkvæmara að kaupa fjögurra sæta lyftu. Það munar ekki nema fjórðungi á verði og það er þörf fyrir svo stóra lyftu,“ sagði Kolbeinn Pálsson, formað- ur Bláfjallanefndar. SAMNINGUR um kaup á loðnukvóta milli íslendinga og Grænlend- inga er nú í burðarliðnum. Um er að ræða 31.000 tonn, en krafa um að hluti áhafnar við veiðarnar verði Grænlendingar hefur dregið undirskrift á langinn. Fyrirtæki Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík hefur þó gengið óformlega frá slíku samkomulagi og kaupum >á 10.000 tonna kvóta á umræddu magni. fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins hráefni. Einar sagði, að framvinda mála á vertíðinni réði því hve miklu yrði hægt að Ianda heima, en yrði veiðin mikil meðan loðnan væri fyr- ir Norðurlandi, myndu önnur skip væntanlega koma til Bolungarvíkur til löndunar. Samkvæmt samkomu- laginu um kvótakaupin, verður „Grænlandsloðnan“ tekin fyrst og verða þá tveir Grænlendingar um borð í Júpíter. LÍÚ hefur haft forgöngu um Einar Jónatans- son, skrifstofu- Ví-.„ stjóri Einars Guð- finnssonar hf., segir að samningur þeirra um kaup á 10.000 tonnum sé í höfn, aðeins eigi eftir að ganga formlega frá undirskrift hans. Ætlunin sé að Júpíter, sem er að hluta í eigu fyrirtækisins, fiski þennan kvóta auk síns, sem var í fyrra 23.000 tonn, og landi að mestu í Bolungarvík til að tryggja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.