Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NOVEMBER 1989 NÝTT FJÖLSKYLDUSPIL FRÁ IDUNNI helst ungt fólk sem hefur kraft til að taka virkan þátt í stjórnmálum. Enda stendur það frammi fyrir miklum vanda í sambandi við hús- næði.“ Gífurlegur skortur er a leiguhús- næði og dýrt að kaupa en það er þó helsti kosturinn. Fimmtíu fer- metra íbúð kostar um eina milljón. Fyrirtæki hlaupa oft undir bagga með starfsfólki en ekki eru allir svo lánsamir. Kunningi minn sem keyr- ir leigubíl býr í einu herbergi og deilir snyrtiaðstöðu með nágrönn- um sínum. Hann sér ekki fram á að fá neitt betra á næstunni og hristir höfuðið þegar ég dáist að útliti gamalla íjölbýlishúsa. „Þú ættir að vita við hvaða aðstæður fólkið í þessum húsum býr.“ Engar breytingar eru sársauka- lausar og ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað í Ungveijalandi að und- anförnu. Stjórnarflokkurinn undir- býr jarðveginn fram að þingkosn- ingum en í dag, 26. nóvember, ákveður þjóðin hvort hún vill kjósa forseta landsins beinni kosning fyr- ir þingkosningarnar á næsta ári eða láta nýtt þing um það þegar það kemur saman. Fijálsir demókratar stuðluðu að þjóðaratkvæðagreiðsl- unni með söfnun 200.000 undir- skrifta. Þannig tókst þeim að seinka forsetakosningunum og bæta að- eins möguleika mótframbjóðenda Imres Pozsgays, eins helsta um- bótasinna Sósíalistaflokksins. Menningar- og menntamenn stóðu að stofnun beggja helstu stjórnarandstöðuflokkanna. Lýð- ræðishreyfingin er vel skipulögð í dreifbýli og leggur áherslu á þjóð- rækni en kjarni Fijálsra demókrata ér í þéttbýli. Hann er fijálslyndari og margir meðlima hans sagðir gyðingar. Lýðræðishreyfingin er talin hafa mest fylgi í Iandinu. Hún hefur meðal annars aflað sér vin- sælda með því að flytja kartöflur og kálhausa inn í Búdapest og selja á götuhornum án nokkurra mjlli- liða. Fólk er þakklátt fyrir að geta- sparað nokkra skildinga. Stjórnin sem nú situr hefur tak- markað traust. „Hún skiptir stöðugt um skoðun," segir fararstjóri lista- manna. „Hún segir einn daginn að einstaklingar geti flutt inn bíla og þurfi ekki að borga nema 10% toll. En maður er ekki fyrr búinn að átta sig á þessu en hún ákveður að hækka gjaldið upp í 25%. Þetta eru allt gamlir kommar og ekki furða þótt George Bush hafi ekki lofað alltof miklum Ijárhagslegum stuðningi. Af hveiju ættu Banda- ríkjamenn að treysta þessum mönn-- um? Þeir vilja auðvitað bíða og sjá hvað gerist." Þingið skiptir líka skjótt um skoðun. Það samþykkti í fyrra að taka þátt í miklum virkjunarfram- kvæmdum við Dóná með Tékkó- slóvakíu en hætti við um síðustu mánaðamót. Þetta kemur sér að sjálfsögðu illa fyrir Tékka og þeir fara fram á rúma 100 milljarða króna skaðabætur. Ungveijar höfðu samið við austurrískt verktakafélag um aðstoð og Austurríkismenn munu væntanlega einnig fara fram á himinháar fúlgur í skaðabætur. En ungverskir sérfræðingar telja að það sé ráðlegra að hætta við framkvæmdirnar á þessu stigi en stuðla að óbætanlegum umhverfis- skaða sem virkjunarframkvæmd- irnar myndu hafa í för með sér. Ungveijaland hefur verið opnara en önnur Austur-Evrópulönd síðan um miðjan áttunda áratuginn og verið að mjakast í átt að Vestur- löndum smátt og smátt. En hin stóru skref sem það hefur stigið að undanförnu í átt að ftjálsu mark- aðskerfi og lýðræði hefðu ekki átt sér stað án breytinganna í Sov- étríkjunum. Ástandið þar er svart og margir óttast um afdrif Per- estrojku Gorbatsjovs. Ungveijareru þess vegna sagðir í miklum flýti að ganga í eða hefja samstarf við sem flestar fjölþjóðastofnanir svo að ekki verði aftur snúið þótt um- bótastefna Sovétmanna fari út um þúfur. Varaforstjórinn sagði að fólk væri hrætt um að það gæti reynst hættulegt fyrir Ungveija ef ástand- ið versnar í Sovétríkjunum. Og Eva tók undir það. „Ef hlutirnir fara illa þar þá gera þeir það kannski líka hér,“ segir hún. „Það veit eng- inn hvernig þetta fer.“ Grundvöllurfyrir starfi Amnesty International ÞRIR undirbúningshópar fyrir stofhun deilda Amnesty International í Austur-Evrópu eru nú starfandi í Póllandi, Júgóslavíu og Ungverjalandi. Gyula Hegyi, talsmaður hópsins í Búdapest, sagði að það hefði ekki verið grundvöllur fyrir starfí í þágu mannréttindasamtakanna fyrr en í fyrra. Hann sagði að umbæt- urnar í iandinu hefðu átt hug flestra á und- anförnum árum en nú væru þær komnar svo langt á leið að það væri hægt að fara að huga að öðru. Hópur fólks hefði því tekið sig saman í sumar og stofnað formlega undirbúnings- nefnd Amnesty International. Hann sagði að almenningur hefði sýnt starfinu áhuga en um helm- ingur þeirra sem mættu á kynn- ingarfundi yrði fyrir vonbrigðum þegar hann heyrði að deildir sam- takanna beijast ekki fyrir mann- réttindum sem snerta löndin sem þær starfa í. „Margir vilja gjarnan leggja sitt af mörkum til að hjálpa Ungveijum í Rúmeníu en Ámn- esty er ekki rétti vettvangurinn til þess,“ sagði Hegyi. „Aðrir eiga bágt með að setja sig í spor fanga til dæmis í Guatemala en finna til sterkrar samúðar með föngum í Kasevó í Júgóslavíu og vilja hjálpa þeim.“ Nefndirnar þurfa að sýna fram á að þær starfí hlutlaust og næg- Stóra Laxá í Hreppum Stóru Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga óskar eftir tilboðum í veiðirétt árinnar 1990. Um er að ræða 10 stangir á fjórum svæðum. Þrjú vönduð veiðihús eru við ána. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað fyrir 3. desember 1989 til Hilmars Jóhannessonar, Syðra Lang- holti, 801 Selfossi, sem einnig veitir nán- ari upplýsingar í síma 98-66718. Gyula Hegyi, talsmaður undirbúningsnefndar Amn- esty í Ungverjalandi — Sam- úðin er frekar með t.d. Júgóslavíu en Guatemala. ur áhugi sé á starfi þeirra til að því verði haldið áfram áður en Amnesty International viðurkenn- ir þær sem sjálfstæðar deildir og felur þeim verkefni. Starfsmaður samtakanna í London sagði að deildum væri falið að beijast fyrir rétti þriggja fanga í senn, eins frá Vesturlöndum, annars frá Aust- ur-Evrópu og hins þriðja frá þriðja heiminum. „Við munum væntan- lega einnig hafa þann hátt á í sambandi við austur-evrópsku deildirnar ef þær verða stofnaðar. Þær kæra sig ekki um neina sér- stöðu innan samtakanna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.