Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 6
é FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989 Gunnar Þórðarson, rækjuverkandi á ísafírði: Vildi auka hagræðingu í rækjuvinnslu við Djúp GUNNAR Þórðarson, rækjuverkandi á ísafirði, hefur boðið 130 milljónir króna í eignir rækjuvinnslunnar Bjartmars á ísafirði, en þær voru seldar í vikunni á nauðungaruppboði. í gær var ekki ljóst hvort tilboði hans yrði tekið. Gunnar er eigandi fyrirtækisins ís- vers, áður Vinaminnis, og hefur til þessa haft til umráða 10% rækjukvótans í Djúpinu. Þann hluta hefúr hann látið N.O. Olsen og Niðursuðuverksmiðjuna hf. vinna fyrir sig, en ætlun hans var að færa þá vinnslu inn í Bjartmar auk þeirra vinnsluheimilda, sem það fyrirtæki hefur, eða 15% kvótans. Ætlun hans var að vinna 25% rækjukvótans í Djúpinu í hinu nýja sameinaða fyrirtæki, yrði til- boði hans tekið. Eftir að hann bauð í eignir Bjartmars, barst lionum hins vegar skeyti frá sjávarútvegsráðuneytinu þess efnis, að ekki sé lengur forsenda til að úthluta fyrirtæki hans (ísveri) vinnsluk- vóta þar sem það sé ekki fengur starfrækt. Gunnar segist ekki skilja þessa leyfissviptingu enda sé hún hvergi skýrð af ráðuneyt- inu. Jafnframt sé það ljóst að sviptingin raski algjörlega þeim for- sendum, sem tilboðið í eignir Bjartmars hefði verið byggt á. Gunnar Þórðarson er 35 ára ísfirðingur, kvæntur Kristínu Hálfdánsdóttur og eiga þau þijú börn. Hann er sonur Þórðar Júiíus- sonar, sem er einn eigenda togar- ans Júlíusar Geirmundssonar, en hann stofnaði rækjuvinnslu við heimili sitt Vinaminni við Selja- landsveg árið 1960. Gunnar var um tíma á togurum frá ísafirði, en frá árinu 1981 leigði hann rekst- ur rækjuvinnslunnar af föður sínum og keypti hann síðan um áramótin 1986 til 1987 og nefndi fyrirtækið ísver. Byggðin þrengdi stöðugt að vinnslunni og þegar Gunnar keypti, lá fyrir að. hætta yrði vinnslunni við Vinaminni og byggja nýtt verkunarhús. Gunnar er meðal annars þekktur fyrir áhuga sinn á siglingum og á hlut í skútu á Mallorca, en skíðin eru þó aðaláhugamál hans og fjölskyld- unnar. „Ég sá hins vegar ekki að slík bygging gæti borgað sig,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. „Mér leizt illa á fjármögnunina og fyrir voru tvær stórar verksmiðjur og leyfi hafði verið gefið fyrir þeirri þriðju. Mér fannst það því að bera í bakkafullan lækinn að byggja enn eina nýja verkun, en ]eizt betur á einhvers konar samvinnu um vinnsiuna. Þess vegna gerði ég samning við N.O. Olsen um pillun á rækjunni og var það gert í sam- ráði við sjávarútvegsráðuneytið í upphafi ársins 1987. Við vorum hræddir um kvótaskerðingu vegna þess, en í bréfi ráðuneytisins frá því í febrúarbyijun, undirrituðu af Jóni B. Jónassyni, skrifstofustjóra, segir að samstarf af þessu tagi hafi ekki áhrif á úthlutun rækju- vinnsluleyfa. Síðan gerðist það, að Gunnar Þórðarson N.O. Olsen fór á hausinn og gerði ég þá pillunarsamning við Niður- suðuverksmiðjuna hf. Þegar rekstri Bjartmars var svo hætt, sá ég mér leik á borði oggerði tilboð í eignirn- ar með það í huga að auka hagræð- ingu við þessa vinnslu við Djúp með sameiningu tveggja fyrir- tækja, þar sem ég gerði ráð fyrir því, að kvóti Bjartmars fylgdi með í kaupunum. Það gerist svo skyndilega klukk- an 16.30 á miðvikudag, að ég fæ skeyti frá sjávarútvegsráðuneytinu um það að ég hafi ekki lengur rækjuvinnsluleyfi. Ég er með fjóra báta í viðskiptum og þeir voni á leið í land. Fyrsta verkið var því að hringja í þá og láta vita af þess- um tíðindum svo hægt væri að útvega löndun annars staðar. Þessi leyfissvipting kom mér gjörsam- lega á óvart. Ég taldi bréfið frá ráðuneytinu frá 1987 fulla trygg- ingu fyrir því, að ekki yrði hróflað við því fyrirkomulagi, sem í gildi var. Ég veit ekki til þess að ég hafi brotið af mér og hef enga við- vörun fengið. Ég hef því enga skýr- ingu á þessu. Mér finnst það rangt að framkvæmdavaldið skuli geta tekið svona gerræðislegar ákvarð- anir og hlýt að verða að leita rétt- ar míns fyrir dómstólum eða leita ásjár umboðsmanns Alþingis, gangi þessi leyfissvipting eftir,“ sagði Gunnar. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, segir að fyrirtæki Gunnars hafi einfaldlega ekki verið í rekstri og því sé for- senda úthlutunar vinnslukvóta til þess úr sögunni. Gunnar hafi feng- ið heimild til eins árs til að láta O.N. Olsen pilla rækjuna fyrir sig og sá tími sé einfaidlega liðinn. Engin tengsl séu á milli afturköll- unar leyfisins og tilboðs Gunnars í eignir Bjartmars. Vinna við endur- skoðun úthlutunar rækjukvóta við Djúpið hafi að undanförnu staðið yfir í ráðuneytinu og í kjölfar þess hafi Gunnari verið sent skeytið. Lengi hafi verið deilt á núverandi fyrirkomulag og meðal annars þess vegna verði rætt við hagsmunaað- ila við Djúp um helgina um þessi mál. Aður en eignir Bjartmars voru seldar á uppboði, var það ætlunin að þar yrði unninn hörpudiskur af skelveiðiskipinu Villa Magg, sem nýlega var seidur til Bolungarvík- ur. Gunnar sagðist, í viðtali við Sjónvarpið, ekki taka þátt í því að hleypa Villa Magg á hörpudiskveið- ar í Djúpinu á kostnað þeirra, sem hefðu þar kvóta fyrir. Hann segir í samtali við Morgunblaðið, að hann hafi ekkert annað en gott um það að segja að Villi Magg farið á hörpuskel, svo fremi sem það rýri ekki kvóta þeirra sem fyrir eru. Sjálfsagt sé að hann fari til dæmis á miðin við Hom, út af Húnaflóa, og ekkert sé við það að athuga að skipið fái að reyna veiðarfærin eitt- hvað í Djúpinu áður. Hann sé því fyllilega tilbúinn til þess að taka þátt í vinnslu afla Villa Magg, fari mál með þessum hætti. Gunnar bíður því úrslita í tveimur málum. Hvort leyfissviptingin sé endanleg og þá hvort tilboð hans í eignir Bjartmars sé óraunhæft, eða hvort hann haldi leyfinu og tilboði hans í Bjartmar verði tekið. B-álma Borgarspítalans: Ný deild tekin í notk- un í þessum mánuði Verður einnig ætluð fyrir öldrunarbæklunarlækningar NÝ DEILD verður tekin í notkun í B-álmu Borgarspítalans í þess- um mánuði. Þar verða stundaðar öldrunarbæklunarlækningar að hluta jaftihliða öldrunarlækningum. Með opnun þessarar deildar verður búið að taka helming sjúkradeilda B-álmunnar í notkun. Alls eru þar sex deildir og er rúm fyrir 27 sjúklinga á hverri deild. Jóhannes Pálmason fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans sagði í samtali við Morgunblaðið að vitað væri um margt aldrað fólk sem ætti í verulegum vand- ræðum vegna þess hve biðlisti eft- ir bæklunarlækningum væri lang- ur. Á þetta sérstaklega við um fólk sem þarf að skipta um mjaðmaliði eða hnjáliði í. Algengt er að fólk þurfi að bíða eftir slíkum aðgerðum í allt að tvö ár. Margir eru sárþjáðir og jafnvel bundnir við rúmið heima hjá sér við erfiðar aðstæður. Hugmyndin með því að hafa deildina blandaða var því sú að hægt væri að lina þjáningar þessa fólk svo það geti lifað eðlilegu lífi utan veggja sjúkrahúsa. Fjárveitingar til B-álmunnar eru af skornum skammti að sögn Jóhannesar og á fjárlögum næsta árs eru 10 milljónir króna ætlaðar til byggingarinnar. „Með sama áframhaldi verður byggingunni kannski ekki lokið fyrr en á næstu öld. Það er í sjálfu sér ótrúlegt að það verði látið við- gangast, eins og ástandið er í málefnum aldraðra," sagði hann. Verið er að ráða starfsfólk og sagði Jóhannes að það gengi þokkalega. Almennt væri auðveld- ara nú en áður að fá fólk til starfa. Tröllvaxin eldisker íslandslax. * Islandslax auglýstur til sölu í næstu viku FYRIRTÆKIÐ íslandslax, sem er nú rekið af bústjórunum Sigurmar K. Albertssyni og Garðari Garðarssyni verður auglýst til sölu í vik- unni. Fulltrúar stærstu kröfúhafanna, þ.e. Landsbankans, Fiskveiða- sjóðs og Framkvæmdasjóðs komu saman til fúndar með bústjórunum í gær, þar sem þessi ákvörðun var tekin. Sigurmar K. Albertsson, annar bústjóranna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fyrirtækið yrði auglýst til sölu bæði hér innan- lands og erlendis. Hann kvaðst ekki geta upplýst hvert áætlað söluverð fyrirtækisins yrði, því það hefði ekki verið reiknað út. Hann sagði að verið væri að undirbúa mats- gerðir bæði á afurðum stöðvarinnar og eignum. Sigurmar sagði að- spurður að stöðin yrði einungis auglýst til söiu, en ekki til leigu. Sigui-mar sagði að kröfuþafar væru sammála um að reka bæri stöðina áfram, jafnt þeir sem ættu kröfur í afurðir stöðvarinnar og eignir. Knud A. Kaaber fv. framkvæmdastjóri látinn SÍÐASTLIÐINN föstudag lést á Borgarspítalanum Knud A. Kaa- ber fyrrum framkvæmdastjóri, Hæðargarði 7, 67 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 20. janúar 1922. Foreldrar hans voru frú Astrid og Ludvig Kaaber Landsbankastjóri. Knud Kaaber var framkvæmdastjóri Sigurplasts hf. í nær þrjá áratugi. Hann lét af þeim störfum á haustmánuðum 1988, en starfaði áfram hjá fyrirtækinu til dauðadags. Hann lést eftir stutta sjúkrahúsvist. Eftirlifandi kona hans er Jónína Ásgeirsdóttir. Þeim varð 5 bama auðið. Stéttarsamband bænda: Verðmyndun landbún- aðarvara verði skoðuð STÉTTARSAMBAND bænda óskaði eftir því nýlega við stjórnvöld að settur verði á stofn starfshópur til þess að fara yfir alla verðmyndunarþætti landbúnaðarafúrða. Svar hefur ekki borist írá stjórnvöldum ennþá. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði að bændur vildu að verð- myndunarþættir landbúnaðarvara allt frá bóndanum og í gegnum vinnslu- og sölustigið yrðu skoðað- ir. „Þegar við sjáum að launaliður bóndans er kannski innan við 20% af endalegu verði vörunnar hljót- um við álykta sem svo að það sé hægt að ná þessu verði niður á einhvern hátt,“ sagði Haukur. Hann sagði að ákveðnum þátt- um í höndum stjórnvalda, eins og framleiðslustjórnun til dæmis, gæti verið þannig fyrir komið að það leiddi til óhagræðis og einnig þyrfti að skoða skattlagningu á aðföng, eins og kjarnfóðurskatt- inn. „Við teljum að það sé ekki hægt að rýra kjör bænda, en það getur komið út úr þessu að af- kastageta sé of lág á hvert árs- verk, svo dæmi sé tekið. Eða að í verðlagningu okkar sé of mikill vinnutími á bak við framleiðsluein- ingu. Að .sjálfsögðu getum við skoðað það líka,“ sagði Haukur. Atlantshafs- bandalaffið: - ^ Varnir Is- lands rædd- ar í her- málanefhd ^ Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni. Á MÁNUDAG munu fúlltrúar íslands gera hermálanefnd Atl- antshafsbandalagsins (NATO) grein fyrir vörnum landsins. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lendingar gera slíkt á fúndi nefndarinnar. mór Sigurjónsson varnarmála- ráðunautur og Þorsteinn Ing- ólfsson skrifstofustjóri varnarmála- skrifstofu mæta á fundinn ásamt aðmírálnum á Keflavíkurflugvelli til að gera nefndarmönnum grein fyrir hvernig staðið er að því að tryggja öryggi og varnir íslands. Að þessu sinni sitja formenn herr- áða aðildarríkjanna fund hermála- nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.